Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ellefu einstaklingar sem eru orðnir eða verða hundrað ára á þessu ári komu í afmælisveislu sem Hrafnista í Hafnarfirði bauð til í gær. Það var glatt á hjalla í veislunni og margt um mann- inn en öllum íbúum Hrafnistu var einnig boðið til veislunnar. Á þessu ári eiga 25 Íslendingar 100 ára afmæli, átján konur og sjö karlar. Afmælis- börnin stilltu sér upp fyrir hópmyndatöku með forsetahjónunum sem tóku þátt í gleðskapnum. Öllum sem eiga 100 ára afmæli á árinu var boðið í afmælisveislu á Hrafnistu Morgunblaðið/Eggert Glatt á hjalla í 100 ára afmælisfögnuði Stefán Gunnar Sveinsson Snorri Másson Stefnt er að því að þingi verði lokið í síðasta lagi á föstudaginn, en hvort það gengur upp veltur á því hvernig umræðu um breytingar á fjármála- áætlun vindur fram. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stóð til að ræða áætlunina á fundi fjárlaga- nefndar í gærkvöldi, en gert er ráð fyrir að nefndin afgreiði hana í dag þannig að þingið geti tekið hana til umfjöllunar. Alþingi afgreiddi þau mál sem eft- ir voru á dagskrá gærdagsins nokk- uð greiðlega eftir að samkomulagið um þinglok lá fyrir. Meðal annars voru samþykkt ný lög um kjararáð, lög um félagslega aðstoð og al- mannatryggingar, lög um innstæðu- tryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta og lög um kynrænt sjálf- ræði. Þá lauk þingið annarri umræðu um ýmis mál. Efnahags- og við- skiptanefnd fékk til afgreiðslu frum- varp um lög um Seðlabanka Íslands, sem og frumvarp um sameiningu bankans við Fjármálaeftirlitið. Þá lauk annarri umræðu um fisk- veiðar utan lögsögu Íslands og út- hlutun makrílkvóta. Það frumvarp gekk til atvinnuveganefndar líkt og frumvörp um fiskeldi og gjaldtöku um fiskeldi, en auk þess fékk nefndin til umfjöllunar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma, sem snýr að heimild til innflutnings á ófrosnu kjöti. Munar mikið um mánuðina tvo Meðal þess sem felst í samkomu- lagi stjórnarflokkanna við Miðflokk- inn um þinglok er að gildistöku laga sem heimila innflutning á ófrosnu kjöti verði frestað um tvo mánuði, eða frá 1. nóvember næstkomandi til 1. janúar 2020. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins, sagðist í samtali við mbl.is í gær- kvöldi fagna þeirri seinkun. „Það munar heilmikið um þessa mánuði sem bætast við, því annars var þetta komið svo nálægt gildistökunni að það hefði ekki verið farið að reyna á hvort mótvægisaðgerðir svonefndar myndu virka,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði hann að það stæði til að atvinnuveganefnd legði til í nefnd- aráliti sínu samráð við matvæla- framleiðendur í millitíðinni. Sig- mundur Davíð bindur út frá því vonir við að það finnist ný lausn á málinu. „Það verður þá hugsanlega hægt að nýta tímann á nýju þingi til þess að falla frá gildistökunni, ef menn verða sáttir við nýju lausnina,“ segir hann. Stefnt að þinglokum í vikulok  Framvinda fjármálaáætlunar mun ráða mestu um tímasetningu þingloka  Afgreiðsla frumvarpa gekk greiðlega eftir að samkomulag lá fyrir  Sigmundur vonar að hætt verði við gildistöku laganna Morgunblaðið/Eggert Alþingi Það gekk á ýmsu á Alþingi í gær eftir að samkomulag náðist um þinglok. Enn þarf að ræða breytingar á fjármálaáætlun áður en þingi lýkur. Pawel Bartos- zek, borgar- fulltrúi Við- reisnar, var í gær kjörinn forseti borgar- stjórnar á sein- asta fundi borg- arstjórnar fyrir sumarfrí. Pawel tekur við embættinu af Dóru Björt Guðjónsdóttur Pírata. „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir þessu,“ sagði Pawel í samtali við mbl.is í gær. „Ég ætla að halda áfram að reyna að búa til and- rúmsloft málefna og sátta.“ Kjörorð Pawels sem forseta borgarstjórnar verða þrjú: „Fyr- irsjáanlegur, formfastur og sann- gjarn.“ Kosningin er til eins árs en Pawel gerir ráð fyrir að vera forseti borgarstjórnar út kjör- tímabilið. Pawel segir að um þetta hafi verið samið þegar borgarstjórnin var mynduð. Hann yrði fyrst aðalmaður í menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráði en tæki svo við sem forseti borgarstjórnar að ári liðnu. Meðal mála sem samþykkt voru á borgarstjórnarfundinum í gær eru nýjar siðareglur kjör- inna fulltrúa hjá borginni, sem eru í ellefu liðum. Pawel Bartoszek var kjörinn forseti borgarstjórnar Pawel Bartoszek Guðrún Erlingsdóttir Ómar Friðriksson Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, sem situr í 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er systir Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, for- manns Miðflokksins. Hún tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn í gær í fjarveru Gunnars Braga Sveinssonar. Nanna Margrét segir að það hafi verið mjög stuttur aðdragandi að þingsetunni en það leggist mjög vel í sig að setjast á þing. Það sé spennandi en á sama tíma mikil ábyrgðarstaða. Faðir Nönnu Margrétar og Sig- mundar Davíðs, Gunnlaugur M. Sig- mundsson, átti einnig sæti á Alþingi á tíunda áratugnum en hann var þing- maður Framsóknarflokksins 1995 til 1999. Sigmundur Davíð og Nanna Mar- grét eru ekki einu systkinin sem setið hafa á þingi á sama tíma, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Önnur systkini eða bræður sem setið hafa saman á Alþingi eru: Ingibjörg og Ís- ólfur Gylfi Pálmabörn, Halldór og Katrín Ásgrímsbörn og Valgerður og Björn Bjarnabörn en Bjarni faðir þeirra Benediktsson var sem kunn- ugt er alþingismaður og ráðherra um langt árabil. Bjarni sat um tíma á Al- þingi á sama tíma og Pétur Bene- diktsson bróðir hans á sjöunda ára- tugnum. Einnig sátu saman á Alþingi um skeið bræðurnir Gunnar Birgis- son og Kristinn H. Gunnarsson. Fjórðu þingsystkinin Morgunblaðið/Eggert Í þingsal Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir fylgist með umræðum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.