Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg „Það er orðið mjög algengt að skemmtiferðaskipin komi hingað og stoppi við,“ segir Halla Ingólfsdóttir, eigandi Arctic Trip, ferðaþjónustufyrirtækis í Gríms- ey. Halla segir að Grímsey sé sífellt að verða vinsælli áfangastaður ferðamanna en hún á von á 40-50 skemmtiferðaskipum til eyjarinnar í sumar. Tvö þeirra komu þangað um síðustu helgi. Halla segir að ferðamenn sem heimsæki Grímsey sæki aðallega í eyjuna vegna fuglalífsins, náttúrunnar, mannlífsins og í það að fá að stíga yfir heimskauts- bauginn en lundinn steli yfirleitt athyglinni. Hún bætir við að hefð sé komin á það að atvinnufuglaljósmynd- arar komi í eyjuna í nokkra daga til að ljósmynda fugla enda komist þeir óvenju nálægt fuglunum í eyjunni. Segir hún að ferðamenn sem heimsæki Grímsey hafi oft orð á því hvað mannlífið í eyjunni sé einstakt og fal- legt. Halla segir að hún hafi tekið eftir því að meðalald- urinn á skemmtiferðaskipunum virðist fara lækkandi og segist finna fyrir meiri eftirspurn eftir öðru en göngutúrum. Arctic Trip sé því farið að bjóða upp á snorkl með lundum á eyjunni. „Annars er aðallega verið að ganga, fara yfir baug- inn og svo sýnum við fólki hvar það getur komist ná- lægt lundanum. Svo hefur fólk yfirleitt áhuga á kirkj- unni,“ segir Halla. „Það er eitthvað sérstakt við þessa eyju.Við erum í eins konar tímaleysi. Fólk talar um það þegar það kem- ur að það detti í annan gír,“ segir Halla sem segir ferðamenn sífellt vera að missa af ferjunni úr eyjunni vegna þess að þeir gleymi stað og stund í náttúrunni og fuglalífinu. „Við erum svo tengd náttúrunni og veðrinu. Þegar ég er hér finnst mér ég bara vera hluti af því.“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ferðamenn Farþegar tveggja skemmtiferðaskipa heimsóttu eyjarskeggja á laugardag, annað franskt en hitt norskt. Ferðamenn gleyma sér í náttúrufegurð Grímseyjar Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Baugur Halla Ingólfsdóttir stendur við skilti í Grímsey sem vísar að þeim stað þar sem heimskautsbaugur liggur. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Um 53% þeirra sem taka afstöðu í nýrri skoðanakönnun Maskínu segj- ast vera mjög eða fremur fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um þriðja orkupakkann svo- nefnda, en um 47% segjast vera mjög eða fremur andvíg því. Þá mælist mikill stuðningur innan rík- isstjórnarflokkanna við að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf Evr- ópusambandsins. Könnunin var unnin fyrir samtök- in Heimssýn dagana 12.-18. júní og voru fjórar spurningar lagðar fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem valinn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur voru samtals 793, af báðum kynjum, 18 ára og eldri og af öllu landinu. Voru svörin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. 27% mjög fylgjandi Fyrsta spurningin í könnuninni sneri að því hvort viðkomandi væri fylgjandi eða andvígur því að þjóð- aratkvæðagreiðsla yrði haldin um innleiðingu 3. orkupakkans. 755, eða 95,2%, þeirra sem í úrtakinu voru svöruðu spurningunni og sögðust 202, eða 26,8%, vera mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu og 104, eða 13,7%, fremur fylgjandi. Þá voru 18,7% svarenda, eða 141, mjög and- víg þjóðaratkvæðagreiðslu, og 130, eða 17,2%, sögðust fremur andvígir. Þá voru 178 svarendur, eða 23,6%, hvorki fylgjandi né andvígir því að halda atkvæði um innleiðingu orku- pakkans. Þegar nánar er rýnt í svörin eftir búsetu sést að stuðningur við þjóð- aratkvæðagreiðslu er meiri á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til flokka sést að stuðn- ingur við þjóðaratkvæðagreiðslu er áberandi mestur hjá kjósendum Miðflokksins, en um 89% kjósenda flokksins eru fylgjandi þjóðarat- kvæði um málið. Einungis 15,7% kjósenda Viðreisnar eru hins vegar fylgjandi þjóðaratkvæði, en um 66% þeirra eru andvíg. Meirihluti á móti innflutningi Í könnuninni var einnig spurt um viðhorf fólks til þess að innflutningur á fersku eða ófrosnu kjöti yrði heim- ilaður. 761, eða 96% af úrtakinu, svaraði spurningunni og sögðust 116, eða 15,2% svarenda, vera mjög fylgjandi því að heimila slíkan inn- flutning, en 144, sem nemur um 18,9%, voru fremur fylgjandi því að heimilað yrði að flytja inn ferskt eða ófrosið kjöt. 128, eða 16,8%, voru hvorki fylgjandi né andvígir því að veita slíka heimild. Þegar bara er horft til þeirra sem tóku afstöðu sögðust tæplega 59% svarenda vera mjög eða fremur and- vígir því að heimila slíkan innflutn- ing, en um 41% sagðist mjög eða fremur fylgjandi því. Þegar rýnt er í niðurstöðurnar eft- ir því hvað viðkomandi myndi kjósa, sést að 9,8% af væntanlegum kjós- endum Framsóknarflokks eru fylgj- andi innflutningi á fersku/ófrosnu kjöti en 83,5% eru andvíg því. Þá eru einungis 9% af kjósendum VG sem segjast styðja slíka innflutnings- heimild, en 67,4% eru á móti. Hlut- föllin eru öllu jafnari meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en 37,2% þeirra segjast fylgjandi en 43,1% andvígir innflutningi á fersku eða ófrosnu kjöti. Innflutningur á fersku eða ófrosnu kjöti nýtur mests stuðnings meðal kjósenda Viðreisnar og Sam- fylkingarinnar, en 63,3% viðreisnar- manna og 56,6 af kjósendum Sam- fylkingarinnar segjast fylgjandi honum. Þá eru 28,3% samfylkingar- manna og 20,7% viðreisnarmanna andvíg því að heimila innflutning á ófrosnu eða fersku kjöti. 53% með þjóðaratkvæðagreiðslu  Ný könnun Maskínu fyrir Heimssýn bendir til andstöðu við þriðja orkupakkann og innflutning á ófrosnu kjöti  Tæplega 59% þeirra sem afstöðu tóku sögðust andvíg innflutningi á ófrosnu kjöti Viðhorfskönnun um 3. orkupakkann og innflutning á fersku kjöti Viðhorf til þjóðaratkvæðagreiðslu um innleiðingu 3. orkupakkans Viðhorf til þess að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf Evrópusambandsins Viðhorf til heimildar á innflutningi á fersku/ófrosnu kjöti? Heimild: viðhorfskönnun Maskínu í júní 2019 19% 29% 15% 17% 20% 11%16%32%15%26% Mjög andvígur Fremur andvígur undanþágu Hvorki néFremur fylgjandiMjög fylgjandi undanþágu Mjög fylgjandi innflutningi Fremur fylgjandi Hvorki né Mjög andvígur innflutningi Fremur andvígur) Mjög fylgjandi þjóðaratkvæða- greiðslu Fremur fylgjandi Hvorki né Fremur andvígur þjóðaratkvæða- greiðslu Mjög andvígur 19% 27% 14% 24% 17% Rúmlega 61% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Maskínu, sem unnin var fyrir Heimssýn, er fylgj- andi því að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf Evrópusambandsins, en tæplega 39% segjast andvíg slíkri undanþágu. 708 manns, eða 89,3% af úrtaki könnunarinnar, svöruðu spurningunni, en 228 manns, eða um 32,2%, vildu ekki taka afstöðu til hennar. 185, eða 26,2%, sögðust mjög fylgjandi undanþágu og 109, eða 15,4% svarenda, voru fremur fylgj- andi henni. 76, eða 10,7%, voru mjög andvígir því að Ísland fengi undan- þágu frá orkulöggjöf Evrópusam- bandins, en 110, eða 15,5%, voru fremur andvígir því. Þegar rýnt er í niðurstöðurnar eftir fylgi flokka sést að nokkur stuðningur er meðal kjósenda stjórnarflokkanna við að Ísland fái undanþágu frá orkulöggjöf ESB. Þannig segjast 40% af kjósendum Vinstri grænna fylgjandi slíkri und- anþágu, en 24,3% eru andvíg. 48,7% af kjósendum Sjálfstæðisflokksins eru fylgjandi undanþágu en 19,9% eru andvíg henni. Þá eru 68,4% af kjósendum Framsóknarflokks fylgj- andi því að Ísland fái slíka undan- þágu, en einungis 6,9% þeirra eru andvíg því. Af öðrum flokkum má nefna að 82,5% kjósenda Miðflokksins eru fylgjandi undanþágu, en 12,4% and- víg. Á sama tíma er andstaðan við undanþágu mest innan raða Við- reisnar, þar sem 63,2% segjast and- víg, en einungis 11,9% af kjósendum flokksins eru fylgjandi. Vilja að Ísland verði utan orkulöggjafar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.