Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 11

Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin • Kjólar • Bolir • Buxur • Tunikur • Peysur • Skyrtur • Klútar • Töskur Fallegar sumarvörur NýttNýtt Fulltrúar stjórnvalda, stóriðjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um kolefnishreinsun og -bindingu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður kannað til hlítar hvort aðferð sem kölluð er „CarbFix“ geti orðið raun- hæfur kostur til þess að draga úr los- un koldíoxíðs frá stóriðju á Íslandi. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði í ávarpi sínu við undirritunina að aðferðin væri bæði ódýr og örugg og kostaði ekki meira en kolefnis- kvóti og það væri því borðleggjandi fyrir íslenska stóriðju að eyða frem- ur fjármagni í kolefnishreinsun en kvóta. „Þetta segir okkur að vísindi borga sig. Fé sem varið er í vísindi og þróun er ekki kastað á glæ. Þetta er eina aðferð sinnar tegundar og al- veg einstök á heimsvísu,“ sagði Bjarni, en aðferðin er hugarsmíð OR, Háskóla Íslands og erlendra að- ila. Felst hún í því að koldíoxíð, CO2, er fangað úr jarðhitagufu, gasið leyst upp í vatni undir þrýstingi og vatninu dælt niður á 500-800 m dýpi í basaltjarðlög, þar sem CO2 binst varanlega í berggrunninum í formi steinda. Orka náttúrunnar, dótturfélag OR, hefur rekið lofthreinsistöð og niðurdælingu við Hellisheiðar- virkjun samfellt í 5 ár. Nú hreinsar lofthreinsistöðin við Hellisheiðar- virkjun um 75% af brennisteinsefn- um og koltvísýringi frá virkjuninni. Hefur OR tekið ákvörðun um að stækka lofthreinsistöðina svo að hreinsa megi virkjunina að fullu á næstu árum. „Við erum að reyna að finna ís- lenskt orð yfir CarbFix, er það kannski gaströll?“ sagði Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra eftir að Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, líkti umbreytingu gassins í stein við tröll sem verður sólinni að bráð. Auk Rio Tinto skrifuðu fulltrúar Elkem, Fjarðaáls og Norðuráls und- ir viljayfirlýsinguna. Til stendur að PCC á Bakka undirriti síðar. Viljayfirlýsing um kolefnishreinsun Morgunblaðið/Hari Viljayfirlýsing Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, stóriðjufyrirtækja og OR skrifa undir viljayfirlýsinguna. Dýralæknarnir Sandhólaferju ehf. hafa flutt dýraspítalann og alla þjón- ustuna að Rauðalæk. Þar eru þeir að koma sér fyrir í húsnæði sem áður hýsti Kaupfélag Rangæinga. „Við erum vel staðsett hér, við þjóðveginn. Við vorum aðallega að horfa til þess,“ segir Jakobína Vals- dóttir sem starfar við dýralækna- þjónustuna með manni sínum, Guð- mari Aubertssyni dýralækni. Þau eru með tvo dýralækna í vinnu um þessar mundir. Húsnæðið er rúmgott. Þar eru þau að koma fyrir dýraspítala með skoðanastofum fyrir gæludýr og stór dýr, aðgerðastofum, rannsóknastofu og apóteki auk afgreiðslu. Þá eru þau að koma sér upp verslun með ýmsar vörur fyrir dýrin. Rauðilækur er smár þéttbýlis- kjarni við Suðurlandsveg, um fimm kílómetra vestan við Hellu. Í hús- næðinu sem dýralæknirinn keypti hefur verið rekið þvottahús síðustu ár en áður var þar útibú Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli. Eftir að Guðmar og Jakobína keyptu húsnæðið hafa þau endurnýj- að það að utan jafnt sem innan og er þeirri vinnu raunar ekki að fullu lok- ið. Jakobína reiknar með formlegri opnun í haust, þegar allt verður tilbúið. Vorið er mikill annatími hjá dýra- læknum. Allir þrír dýralæknarnir voru að vinna úti á mörkinni þegar blaðamaður kom við. „Já, það er mikið að gera, eins og alltaf. Ekki að- eins við hesta, nautgripi og kindur heldur einnig hunda, ketti og önnur gæludýr,“ segir Jakobína sem var ein á skrifstofunni. helgi@mbl.is Dýraspítali á Rauðalæk  Gamla kaupfélagið fær nýtt hlutverk Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Starfsfólk Sandra Líf Þórðardóttir dýralæknir, Andrea Rummele dýra- læknanemi, Katrin Wagner dýralæknir og Isabell Henss dýralæknanemi. Punktur á röngum stað Í töflu yfir 10 fjölmennustu trú- og lífsskoðunarfélögin í grein um þjóð- kirkjuna í Sunnudagsmogganum 16. júní var punktur í röngu sæti. Stóð í töflunni að 23.4215 manns væru í þjóðkirkjunni en punkturinn á að vera í þriðja sæti og talan rituð 234.215. LEIÐRÉTT Starfsmenn búnaðarstofu Matvæla- stofnunar hafa verið á faraldsfæti í stjórnkerfinu og enn ein vistaskiptin verða um áramót. Þá renna þeir inn í atvinnuvegaráðuneytið. Verkefni búnaðarstofu voru upp- haflega unnin í Framleiðsluráði landbúnaðarins sem stofnað var á árinu 1947. Þau færðust til Bænda- samtaka Íslands á árinu 1999 en þau samtök urðu til við sameiningu Bún- aðarfélags Íslands og Stéttarsam- bands bænda. Síðar var stofnuð þar sérstök eining, búnaðarstofa, sem færð var í heilu lagi til Matvæla- stofnunar í byrjun árs 2016. Búnað- arstofa var áfram í Bændahöllinni eins og starfsemin hafði verið frá byggingu hússins en á síðasta ári var hún flutt í Hafnarfjörð og er þar í sambýli með fleiri stofur Mast. Um næstu áramót flytja starfsmennirnir í sjávarútvegshúsið á Skúlagötu þar sem ráðuneytið er til húsa. Framkvæma búvörusamninga „Þetta er ekkert til að lítast á. Við förum aftur út í óvissuna. Það kallar á breytingastjórnun og í því felast einnig tækifæri,“ segir Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri búnað- arstofu, þegar hann er spurður að því hvernig honum lítist á enn eina flutningana. Starfsemin rennur inn í skrifstofu matvæla og landbúnaðar sem fyrir er í ráðuneytinu. Búnaðarstofa annast framkvæmd á verkefnum sem kveðið er á um í búvörusamningum og lögum, meðal annars framleiðslustjórnun og bein- greiðslur til bænda. Einnig safnar búnaðarstofa hagtölum fyrir land- búnaðinn. Þessum verkefnum tengj- ast viðamiklir gagnagrunnar og tölvukerfi: Greiðslukerfi landbúnað- arins. Hefur búnaðarstofa verið að byggja upp rafræna stjórnsýslu. Þau kerfi flytjast til ráðuneytisins. Sex starfsmenn eru hjá búnaðar- stofu og þar af eru tveir sem hófu störf hjá Framleiðsluráði. Í greinargerð með frumvarpi ráð- herra um flutninginn sem samþykkt var á Alþingi fyrir helgi kemur fram að megintilgangur frumvarpsins sé að efla stjórnsýslu á sviði landbún- aðar- og matvælamála með fjölgun starfsmanna sem þeim málum sinna í ráðuneytinu. helgi@mbl.is Búnaðarstofa á faraldsfæti  Flyst nú inn í atvinnuvegaráðuneytið Morgunblaðið/Styrmir Kári Kýr Búnaðarstofa annast greiðslur samkvæmt búvörusamningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.