Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 ✝ Einar Hannes-son fæddist í Reykjavík 16. jan- úar 1971. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 7. júní 2019. Hann var sonur Hannesar Einars- sonar og Ragnheið- ar Gísladóttur. Bróðir hans er Grétar , f. 10. júní 1972. Síðari eiginkona Hannesar er Linda Saennak Buanak. Synir þeirra eru Sveinn, f. 10. júní 1993, og Stefán, f. 3. apríl 1995. Einar lauk embættisprófi í lög- fræði árið 1998 og öðlaðist hér- aðsdómslögmannsréttindi árið 2000 en hann er einnig löggiltur fasteignasali. Þá aflaði hann sér framhaldsmenntunar í hagfræði og reglum Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar við Harvard- háskóla árið 2003 og í enskum sjó- og viðskiptarétti við Lloyd’s Maritime Academy 2008 og við London Metropolitan University 2011-2013. Á með- an Einar stundaði laganám var hann við námsvist í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu og sat í stjórn Heimdallar árin 1998-1999.Einar starfaði sem lög- fræðingur í sam- gönguráðuneytinu árin 1998-2002 og hafði umsjón með fjarskiptamálum og stefnu- mótun. Árið 2002 hóf hann störf sem erindreki Íslands gagnvart Evrópusambandinu á sviði fjar- skipta-, samgöngu- og ferða- mála. Á árunum 2003-2010 var Einar lögfræðingur hjá Eftir- litsstofnun EFTA. Árið 2013 fluttist Einar til Íslands og staf- aði við lögmennsku og sem fast- eignasali. Árið 2018 var hann ráðinn aðstoðarmaður dóms- málaráðherra. Einar verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 19. júní 2019, klukkan 13. Einar bróðir minn leikur stórt hlutverk í öllum mínum bernsku- minningum. Við gengum í Langholtsskóla og áttum stóran vinahóp. Síðar fór Einar í Mennta- skólann við Sund en ég í Versló. Engu að síður urðu vinir mínir í Versló líka vinir Einars þannig að það stækkaði bara vinahópinn. Fórum við svo báðir í lögfræði og enduðum í Brussel þar sem Einar bjó og starfaði í 10 ár. Með menntaskóla og háskóla sóttum við báðir sjóinn með pabba. Einar var einstaklega iðjusam- ur og féll aldrei verk úr hendi. Hann bar út Moggann, sem hent- aði honum vel þar sem hann gat þá lesið blaðið áður en aðrir vökn- uðu. Moggalesturinn er líklegast ástæðan fyrir því að hann fékk ungur brennandi áhuga á stjórn- málum. Árið 2009 fór Einar að tala um að fá sér skútu og taka upp siglingar. Það kom mér samt nokkuð á óvart þegar hann var bú- inn að segja upp vinnunni og bú- inn að kaupa sér stærðarinnar skútu. Sumarið 2010 lagðist hann svo í siglingar. Þekkjandi bróðir minn átti það ekki að koma mér á óvart að Einar myndi láta verða af því sem hann talaði um. Fyrir Einari var ekkert ómögulegt bara miserfitt. Hóf hann siglingaævin- týri sitt í Króatíu. Sigldi um Grikkland til Tyrklands og svo til baka til Ítalíu. Einar hélt svo sigl- ingum áfram alla norðurströnd Miðjarðarhafsins og um Frakk- land og Spán. Kom hann við í Marokkó og sigldi svo til Kanar- íeyja. Seint um haustið 2012 sigldi hann svo til Ameríku með við- komu á Grænhöfðaeyjum. Ég hitti hann á afmælinu hans í janúar 2013 á Sankti Lúsíu í Karíba- hafinu. Ég varð þess þá var að hann væri lasinn. Einar eyddi því tali og við vörðum saman nokkr- um vikum við að sigla um Kar- íbahafið. Sumarið 2013 kom Einar í heimsókn til Íslands. Kom þá í ljós meinið sem síðar átti eftir að draga hann til dauða. Þegar hann hafði safnað nægum styrk vitjaði hann bátsins og sigldi frá Karíba- hafinu norður til Halifax í Kanada. Vorið 2014 sigldi hann svo ásamt pabba frá Halifax til Portúgal með viðkomu á Azoreyjum. Hrepptu þeir mannskaðaveður og fórst bátur skammt frá þeim með manni og mús. Pabba leist ekki á blikuna en Einar stóð keikur við stýrið og lét fárviðrið ekki slá sig út af laginu. Má segja að þeir hafi verið heimtir úr greipum ægis í þessari svaðilför. Til marks um eljusemi og dugn- að Einars þá hannaði hann og byggði frá grunni sumarhús. Lauk hann nánast við byggingu þess áður en veikindin fóru alvar- lega að há honum. Í upphafi árs 2018 hóf Einar störf sem aðstoðarmaður dóms- málaráðherra. Sökkti hann sér í þá vinnu og ég veit að hann naut starfsins, enda hafði hann alltaf haft brennandi áhuga á stjórn- málum. Einar var skemmtilegur og varð aldrei orða vant. Var hann vinmargur og þekkti mikinn fjölda fólks. Hef ég ekki tölu á hversu oft ég hef verið kynntur með þeim orðum að ég sé bróðir Einars Hannessonar. Nú kveð ég minn kæra bróður. Ég á erfitt með að ímynda mér framtíðina án hans en minningar um þennan ótrúlega kraftmikla og hæfileikaríka mann munu lifa með mér og ylja um alla tíð. Grétar Hannesson. Einari kynntumst við á menntaskólaárunum í gegnum Grétar bróður hans. Þeir bræður voru einstaklega nánir alla tíð enda stutt á milli þeirra í aldri. Einar kom gjarnan með bróður sínum á samkomur og hittinga og gerði maður nokkurn veginn ráð fyrir því að ef Grétar væri mættur væri Einar skammt undan. Einar var einstök manneskja, hann var víðlesinn, fróður og mjög viljugur að miðla þekkingu sinni og skoðunum , oft óháð eftirspurn. Það var því oft fjörugt í kringum Einar og spunnust miklar sam- ræður. Gaman var að ræða heims- málin við Einar enda kom hann iðulega með annað sjónarhorn á hlutina en maður hafði séð fyrir. Skoðanir hans gátu verið ansi beinskeyttar og harðar en það var alltaf stutt í spaugilega sjónar- hornið. Einar kynnti siglingar fyrir okkur félögunum, við fengum að upplifa ævintýralegar siglingar í Miðjarðarhafinu í aðstæðum sem okkur landkröbbunum þótti held- ur óárennilegar en eftir að hafa hlustað í smástund á kafteininn lýsa alvöru háska og baráttu hans á Atlantshafinu við himinháar öld- ur með rifið segl og bilað mastur þá var ekkert annað í stöðunni en halla sér aftur og setja allt traust á karlinn. Einar hafði gríðarlega reynslu af siglingum og var löngu búinn að afreka meira í siglingum en flesta gæti dreymt um. Frásagnir Einars af sjávar- háska og ævintýrum hans voru með þeim hætti að maður gat ekki annað en legið flatur fyrir. Eftir að hafa fengið að vera hluti af áhöfn Einars í Miðjarðarhafsferð- um vorum við sannfærðir um að það væru til tvö mjög ólík eintök af Einari. Eitt virkilega prútt ein- tak sem hélt sig í landi alla tíð og væri í eðli sínu eins og kurteis breskur aðalsmaður. Hitt eintakið kom fram eftir að látið var úr höfn, þá breyttist þessi dagfarsprúði rólegi drengur skyndilega í öfgafulla útgáfu af Kolbeini kafteini, sótbölvandi kaf- teinn sem lét mann hafa það óþvegið ef maður var ekki með á nótunum. Slík fúkyrði ristu þó aldrei djúpt og voru fljótt fyrir- gefin enda Einar þekkt ljúfmenni í grunninn. Einar seldi skútuna sína Mar- gréti skömmu eftir haustferð okk- ar 2016 en sá fljótlega eftir því og fór að sakna skútulífsins. Einar var því fljótur að staðfesta þátt- töku sína þegar hann heyrði að við værum að safna í hóp til skútu- kaupa. Okkur félögum hans varð þó ljóst í byrjun þessa árs í könn- unarferð okkar um Króatíu að þrátt fyrir ákveðni Einars og bar- áttuvilja væri ekki óhugsandi að krabbinn hefði betur. Það verða ekki fleiri skútusigl- ingar né árlegar veiðiferðir með Einari. En eitt er víst að hvort sem við verðum í Vatnsdalnum eða á skútunni mun hann vera með okkur. Einar, við munum sakna þín og minnast í framtíðinni fyrir þína beinskeyttu glettni, ljúfu lund og orðfæri sjóarans. Við vottum Grétari og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Hvíl í friði, kæri vinur. Elías Þorvarðarson og fjölskylda, Höskuldur Pálsson og fjölskylda. Mig langar í fáum orðum að minnast Einars Hannessonar, sem jarðsunginn verður í dag. Ég átti því láni að fagna að kynnast Einari í lagadeildinni eins og mjög margir aðrir, því Einar var öðrum mönnum fremur opinn og glað- vær. Það fyrsta sem ég tók eftir var hvað hann var brosmildur og skemmtilegur og hvað honum var eðlilegt að demba skoðunum sín- um og heimsmynd yfir viðmæl- endur sína, með bros á vör, án nokkurs tillits til þess hversu lík- legir þeir væru til að taka undir. Hann var svo glaðbeittur í við- kynningu að mér verður ávallt hugsað til hans þegar ég heyri það lýsingarorð. Allt átti þetta eftir að einkenna hann allan þann tíma sem kynni okkar héldust, í gegnum sorg og sigra, allt þar til hann kvaddi fyrir fullt og allt. En ég átti síðar eftir að kynnast öðrum eiginleikum í fari Einars. Við bjuggum um árabil báðir í Belgíu og tilheyrðum þar sam- félagi Íslendinga sem tengdist all- mikið. Þar kynntist ég hjá honum eljusemi og vilja til að fara eigin leiðir sem fáir eiga til. Mér er minnisstætt að hafa fylgst með því þegar Einar keypti sér einbýlis- hús á fjórum hæðum í Brussel, flutti inn í það algjörlega óíbúðar- hæft og gerði það síðan upp í hjá- verkum. Bjuggu þá ekki aðrir ein- hleypir menn rýmra eða betur í þeirri borg. Síðar átti Einar eftir að taka upp á því að selja húsið til að kaupa skútu og leggjast í sigl- ingar um langa hríð, en þetta vakti nokkra undrun þeirra samferða- manna hans sem lögðu fyrir sig brauðstrit og hefðbundnari leiðir í lífinu. Einar var enn ungur maður þegar hann greindist með þann sjúkdóm sem átti eftir að draga hann til dauða. Þá kom fram í hon- um æðruleysi sem fáum er gefið. Hafa margir haft orð á því hve óvenjulegt var hvað hann áorkaði miklu eftir að hafa fengið þann úr- skurð að hans kerti væri senn brunnið niður. En eljusemi hans var ekki tak- mörkuð við húsbyggingar og út- hafssiglingar. Við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins áttum því láni að fagna að dómsmálaráð- herra réði hann í starf aðstoðar- manns og má segja að þannig hafi leiðir okkar Einars legið mjög saman í þriðja sinn. Einar reynd- ist dómsmálaráðuneytinu vel. Ekki aðeins var hann skemmtileg- ur vinnufélagi, heldur bjó hann að reynslu úr stjórnsýslu og lög- fræðiiðkun sem gerði honum kleift að leggjast á árarnar í flókn- ari málum svo um munaði. Þá dró hann ekki af sér í því að tala fyrir umdeildum málum. Virtist mér Einari aldrei fljúga það í hug að veikindi hans hefðu nokkur áhrif á starfsþrek eða afköst eða að til greina kæmi að hann hlífði sér með nokkrum hætti vegna þeirra. Héðan úr dómsmálaráðuneyt- inu sendum við aðstandendum Einars samúðarkveðjur. Minning- in um góðan dreng lifir. Haukur Guðmundsson. Kær vinur og félagi, Einar Hannesson, er látinn langt um aldur fram. Það er þyngra en tárum taki að honum hafi ekki auðnast lengra líf. Við unnum saman í samgöngu- ráðuneytinu um nokkurra ára skeið. Þar myndaðist strengur sem aldrei slitnaði, eins ólík og við vorum sannarlega. Hann var góður starfsmaður, ástríðufullur og áhugasamur um hvert það verkefni sem honum var falið. Sá nýjar hliðar á málum, nýj- ar víddir og hugsaði oft langt fram í tímann. Hann kveikti á mörgum kyndlum og það var gaman að vinna með honum. Hann hafði ákveðnar skoðanir sem hann hikaði ekki við að tjá og berjast fyrir. Andmælum tók hann ágætlega og varð enn sann- færðari um réttmæti sinna skoð- ana. Í Einari voru miklar andstæð- ur. Hann var í senn íhald og bó- hem, húmoristi og alvörugefinn, hrjúfur og hlýr. Ævintýramaður og jarðbundinn. En hann var fastheldinn á gild- in sem mestu skipta - heiðarleika, traust og kærleika. Það var eng- inn svikinn af því að eiga traust hans og trúnað. Einar var mjög örlátur maður. Því kynntist ég oft bæði hér á landi og í Brussel á fallegum heim- ilum hans og í glæsikerrum í hans stíl. Hann var fagurkeri. Einar Hannesson var einstakur maður sem gleymist engum sem honum kynntust. Lífið er tóm- legra án hans. Ég votta foreldrum, bróður og fjölskyldu allri einlæga samúð mína. Ragnhildur Hjaltadóttir. Einar var vinur minn, sam- starfsmaður og skoðanabróðir. Saman leystum við flókin verk- efni, deildum hugmyndum og börðumst fyrir frjálsara samfélagi á sviði stjórnmálanna. Í öllu okkar starfi var áberandi hversu einlæg- ur og skilningsríkur Einar var á umhverfi sitt, aðstæður annarra og málefnin sem voru til umfjöll- unar. Hann var á sama tíma fylginn sér og staðfastur. Hann var bandamaður einstaklingsins og þeirra sem oft höfðu fáa ef ein- hverja málsvara innan kerfisins. Það samræmdist vel hugmyndum hans um frjálst samfélag sem hann aflaði fylgis í samtölum, skrifum, netumræðum og víðar. Var hann þar fremstur meðal jafningja. Leiðir okkar Einars lágu sam- an í dómsmálaráðuneytinu þegar Sigríður Á. Andersen tók við sem ráðherra. Þar kynntist ég honum og fékk að heyra af öllu því sem hann hafði tekið sér fyrir hendur; svo sem að sigla um öll heimsins höf á skútunni sinni, byggja sumarhús með eigin höndum og ferðast – oft aleinn – milli landa þar sem hann lenti í fyndnum og furðulegum aðstæðum. Hann var maður sögunnar og gat sagt svo vel frá að mér leið oft eins og ég hefði verið á staðnum. Hann var líka maður sögunnar í tæknimál- um og prentaði út nær allt það sem honum barst rafrænt og að því hlógum við oft og mikið. Minn- ingin um Einar er því djúp og breið og uppfull af gleði og hlátri. En nú hefur Einar lagt upp í sína hinstu ferð og nær því miður ekki að segja mér þá sögu. Hún bíður betri tíma, kæri vinur. Sigldu varlega og góða ferð. Laufey Rún Ketilsdóttir. Minn kæri vinur til fjölda ára, Einar, er frá fallinn. Við kynntumst ungir að árum er við gengum báðir í Langholts- skóla í Laugarásnum. Ég hafði nýlega flutt í hverfið og var svo lánsamur að vera skipað í bekk með Grétari, bróður Einars. Við Grétar urðum strax miklir mátar. Og vinir Grétars urðu vinir Einars einnig. Einar var afar vel upplýstur og snemma sólginn í hvers kyns fréttatengt efni. Er klukkan sló tuttugu mínútur yfir tólf á hádegi var heilög stund, þá voru lesnar fréttir. Sagan endurtók sig klukk- an sex. Hann hafði brennandi áhuga á stjórnmálum. Skar sig úr og ögraði hefðbundnum við- horfum. Var alltaf örlítið til hægri við þá sem almennt þóttu hægri- sinnaðir. Hann varði Trump, en þar með var ekki sagt að hann félli sjálfur að staðalímynd hins fé- gráðuga og samviskulausa kapítalista. Stjórnmálaáhuginn hafði nefnilega ekkert með hans eigin hagsmuni að gera, heldur þá staðreynd að þau hafa svo mikla þýðingu fyrir líf fólks, eins og hann orðaði það sjálfur. Frelsi ein- staklingsins og takmörkuð ríkis- afskipti voru hans hugmynda- fræðilegu leiðarljós. Þrátt fyrir almennt áhugaleysi á íþróttum var Einar meðal stofn- félaga Ungmannafélagsins Rögn- unnar í Reykjavík, sem um nokk- urra ára skeið tók þátt í utandeildinni í knattspyrnu. Eitt sumar atti Ragnan kappi við félag frá Vestmannaeyjum. Hafði þá einhver á orði að allir þyrftu að fá að vera með. Einar, sem jafnan sá um að grilla pylsur á leikjum, hafði ekkert spilað þótt langt væri liðið á tímabilið. Úr því varð að bæta. Á hliðarlínunni fékk Einar því lánaða takkaskó og stuttbuxur og bjó sig undir að koma inn á völl- inn eftir upphitun sem samanstóð af stuttum sprettum og teygju- æfingum. Hann átti að vera frammi eins og sagt var. Þegar leikar höfðu stöðvast eftir mark frá Vestmannaeyingunum gaf dómarinn grænt ljós á skiptingu. Einar hljóp þá skælbrosandi inn á völlinn eftir miðlínunni við mikinn fögnuð okkar félaganna og ann- arra áhorfenda sem til þekktu. En öllum að óvörum stöðvaði hann ekki við boltann á miðju vallarins eins og til var ætlast, heldur hélt för sinni áfram, þvert yfir völlinn og alla leið út af hinum megin. Þátttöku Einars í leiknum var þar með lokið. Fagnaðarlátunum ætl- aði aldrei að linna. Einar var kannski ekkert sérstaklega flink- ur í fótbolta. En svona gat hann óvænt lífgað upp á annars tilþrifa- lítinn knattspyrnuleik í utandeild- inni. Hitt er síðan, að þeir sem þekktu vel til Einars vissu að þar fór enginn aukvisi þegar kom að líkamlegu atgervi. Hann var frem- ur lágvaxinn og þéttur á velli. Með firnasterka fætur, og þyngdar- punktinn neðarlega, var hann öruggur á skíðum, bæði á snjó og vatni. Hann fór lengi allra sinna ferða á hjóli óháð veðri og vindum; og fór svo greitt yfir að ógerning- ur var að halda í við hann. Hann hafði úthald í margra daga göngu- ferðir um hálendið; nestislaus, ef undan eru skilin nokkur hundruð grömm af Skittles. Og hann gat synt lengra í kafi en nokkur annar sem ég hef um ævina kynnst. Skútunni sinni sigldi hann síðan einn um heimsins höf, dögum og jafnvel vikum saman án þess að sjá til lands. Sannkallað þrekvirki. Undir hið síðasta hafði veru- lega dregið af Einari vegna lang- varandi veikinda. Er svo var kom- ið að hann hafði ekki lengur þrek til að rökræða varð mér ljóst að tími væri kominn til að kveðja einn allra besta vin sem ég hef um ævina eignast. Megir þú hvíla í friði. Meira: mbl.is/minningar Óttar Pálsson. Vinur minn, Einar Hannesson, hefur lokið sinni jarðvist, langt um aldur fram. Hetjulegri og æðru- lausri baráttu er lokið, baráttu við krabbamein sem í upphafi veik- indanna árið 2013 var greint og metið illvígt og ósigrandi. Þrátt fyrir þennan þunga dóm fyrir hann, sem var rétt orðinn fer- tugur, hélt Einar ótrúlegu and- legu og líkamlegu þreki mestan hluta veikindaferilsins. Ætíð var hann upplitsdjarfur og léttur í lund. Hann átti að baki óvenju fjölbreyttan starfsferil bæði hér heima og erlendis. Eftir heim- komu frá Brussel sinnti hann krefjandi lögmannsstarfi, en í frí- stundum sigldi hann einn á skútu sinni heimsálfa á milli og hannaði og byggði með eigin hendi stór- glæsilegt sumarhús við Sogið. Nokkrum árum fyrr endurnýjaði og endurbyggði Einar stærðar- innar fimm hæða raðhús í Brussel, og gerði allt sjálfur, svo sem pípu- lagnir, rafmagn og múrverk. Hann tileinkaði sér ætíð nýjustu aðferðir og tækni á þessum fag- sviðum, eins og um atvinnumann væri að ræða. Það sem hér hefur verið upp- talið sýnir að Einar Hannesson var enginn venjulegur maður. All- ar verklegar framkvæmdir léku í höndum hans, en Einar var einnig var einnig mjög sterkur og óvenjulegur persónuleiki á and- lega sviðinu. Lífsskoðanir hans voru hreinar og beinar og byggð- ust fyrst og fremst á sannfæringu hans um ábyrgð og frelsi einstak- lingsins. Margir álitu hann vera yst á hægri kantinum, og áttu það til að stuðast eða jafnvel hneyksl- ast á yfirlýsingum og skoðunum hans varðandi ýmis pólitísk átaka- og deilumál samtímans. Af hálfu Einars lá þó oftast að baki góðlát- leg og heiðarleg viðleitni til að skerpa umræður til að komast nær kjarna málsins. Í því sam- bandi hafði hann stundum lúmskt gaman af því að ögra fólki dálítið, m.a. til að varpa nýju ljósi á vana- bundin viðhorf. Æðruleysi og hetjulund Einars í veikindum hans gleymist seint. Mikið skarð er fyrir skildi og sár eftirsjá við brotthvarf Einars Hannessonar af vettvangi lífsins. En minningin um einstakan og mikilhæfan dreng lifir og gleymist aldrei. Hvíl þú í friði, kæri vinur, Guð blessi minningu þína. Hermann Sveinbjörnsson. Helvítis, andskotans krabba- mein. Þið sem þekkið Einar þekkið hans óritskoðuðu skoðanir. Hann sagði það sem hann hugsaði. Hins vegar heyrði ég hann aldrei kvarta svona yfir krabbanum, þetta eru því mín orð í þetta skiptið. Það þarf hugrekki að byrja minningargrein á þessum orðum, en það er eitt af þeim hug- tökum sem ég minnist Einars með. Hugrakkur. Í huga Einars var tillitssemi og umhyggja mikilvægari en að kvarta yfir eigin veikindum. Hann vildi enga vorkunn, þetta snérist um að njóta ferðalagsins. Það má segja að Einar hafi náð tíræðis- aldri miðað við hans fram- kvæmdagleði og ferðalög. Þvílíkur var krafturinn. Enda langlífi ríkt í fjölskyldu Einars með eftirlifandi ömmu og afa á tíræðisaldri. Einar var vinur minn. Hann naut einnig samvistar sinnar. Lét ekki gagnrýni eða skoðanir ann- arra hafa of mikil áhrif. Hann treysti á þann trausta vin sem hann átti í sjálfum sér. Lánsamur er ég að hafa átt Einar sem náinn vin. Ég leita enn til hans hugmyndafræði um ham- ingjuna, réttlætiskennd og æðru- leysi. Minning um einstakan dreng mun lifa. Guðjón Már Guðjónsson. Það var útilokað að láta Einar Hannesson fram hjá sér fara í lagadeildinni forðum daga. Lág- vaxinn, svipsterkur og sjarmer- andi skar hann sig úr hópi laga- nemanna sem dvaldi löngum í Einar Hannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.