Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 17
Lögbergi. Það var þó glaðbeitt
framkoma hans, afdráttarlausar
skoðanir á hugmyndafræði og
heimsmálum og einbeittur ásetn-
ingur hans til að koma þeim á
framfæri sem setti Einar í hóp
fyrirferðarmestu laganemanna á
námsárum mínum. Við skoðana-
systkini hans gátum borðað nestið
okkar í rólegheitum ef Einar var
nærri og þörf var á að leiðrétta
vinstri villuna ef hún kom upp í
samtölum utan kennslustofu.
Einar tók til varnar fyrir frelsið,
gegn helsinu og hvers kyns kúg-
unartilburðum. Á vettvangi Sjálf-
stæðisflokksins studdi hann fólk
með þessi sjónarmið að leiðarljósi
til góðra verka og sem var áfram
um að vinda ofan af bákninu, eða
að minnsta kosti ekki að bæta við
það eða flækja. Einhverjum kann
að hafa fundist það kaldhæðnis-
legt að hann hafi varið drjúgum
hluta starfsævinnar í Brussel við
að sýsla með löggjöf sem sum
hver dregur ekki beint úr kerfis-
væðingunni. Einar henti auðvitað
gaman að þessu sjálfur. Hann öðl-
aðist hins vegar djúpa þekkingu á
því lagasviði sem hann starfaði við
án þess að missa áttir í rangölum
kerfisins. Gagnrýninn var hann á
margt í löggjöf og aðferðafræði
ESB og EES án þess að festast í
smáatriðum.
Einar hafði þá yfirsýn sem
nauðsynleg er þeim sem koma að
stefnumótun, einkum við löggjaf-
arstörf.
Ég hitti Einar skömmu eftir að
hann greindist með krabbamein
og hafði þá ekki hitt hann lengi.
Hann talaði strax opinskátt um
veikindi sín. Sagði frá viðskiptum
sínum við jáeindaskanna nokkurn
í Danmörku, tæki sem ég hafði þá
vart heyrt minnst á, og möguleik-
um sínum í baráttunni við hinn ill-
víga sjúkdóm. Ég fylgdist með
þeirri baráttu af afspurn allt til
byrjun ársins 2018. Þá hitti ég
Einar í veislu, svo ljómandi vel
sem hann leit út. Veikindin voru
enn til staðar en líðan stöðug. Ég
hringdi í hann nokkrum dögum
síðar og spurði hvort hann hefði
tök og áhuga á að gerast pólitískur
aðstoðarmaður minn í dómsmála-
ráðuneytinu. Viðbrögð hans við
þessari bón voru einkennandi fyr-
ir alla hans framgöngu síðar gagn-
vart mér og öðrum samstarfs-
mönnum í ráðuneytinu. Hiklaust
og án málalenginga svaraði hann,
„Já, alveg sjálfsagt.“ Bóngóður
var Einar með eindæmum. Verk
sem hægt var að vinna í dag var
óþarfi að bíða með til morguns.
Betri lögfræðing hefði ég vart get-
að fengið með mér í þá vinnu sem
bíður dómsmálaráðherra á hverj-
um tíma, pólitíska stefnumörkun
ásamt því að greina aðalatriði frá
aukaatriðum við löggjafarsmíð
sem í síauknum mæli á rætur að
rekja til erlendrar löggjafar.
Heilsu Einars hrakaði um jólin.
Það kom þó ekki í veg fyrir að
hann stæði með mér vaktina í
dómsmálaráðuneytinu sleitulaust
þar til ég sté til hliðar í mars. Ein-
ari varð tíðrætt um að hann vildi
gera gagn og hafði unun af þeim
verkefnum sem hann sinnti í ráðu-
neytinu. Hann unni þó líka ljúfa
lífinu. Fyrr á árinu keypti hann
nýja skútu og stefndi á siglingar
um Miðjarðarhafið með vorinu, þó
ekki í líkingu við þá siglingu hans
sem fræg er orðin. Það var auðvelt
fyrir hann að telja mig á að slást
með í för. Hugurinn bar okkur
strax hálfa leið. Í norðangarran-
um í dómsmálaráðuneytinu í jan-
úar sigldum við Einar um okkar
uppáhaldseyjur undan ströndum
Spánar og vörpuðum akkeri utan
alfaraleiðar. Allt víkur og vogar
sem Einar þekkti vel af sjó. Mikið
óskaplega sem við bæði vildum
komast í þessa siglingu. Ég lýk
henni hins vegar án Einars en bý
að leiðsögn hans í þeim efnum.
Framúrskarandi samstarfs-
mann og kæran vin, skipstjórann
Einar Hannesson, kveð ég nú með
trega en bið honum Guðs bless-
unar. Við Glúmur vottum fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu
samúð.
Sigríður Á. Andersen.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019
✝ Fríða Þor-steinsdóttir
fæddist 26. ágúst
1925 að Ölvis-
krossi í Kolbeins-
staðahreppi. Hún
lést 31. maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Þórdís
Ólafsdóttir, bóndi
og húsfreyja, f.
26.8. 1893, d. 27.1.
1970, og Þorsteinn
Gunnlaugsson bóndi, f. 11.3.
1885, d. 14.10. 1958.
Systkini Fríðu eru Olgeir f.
30.3. 1917, d. 7.5. 2016; Arndís,
f. 30.12. 1918, d. 1.7. 2006;
Jenný, f. í mars 1920, lést sama
dag; Inga Jenný, f. 24.4. 1921,
d. 10.3. 1997; Lilja, f. í sept-
ember 1923, lést sama ár;
Ágústa, f. í ágúst 1927, lést
sama ár; Halldóra Ágústa, f.
3.12. 1928, d. 4.7. 2008; Ólafía,
f. 30.4. 1932; Ásta, f. 15.8. 1933,
d. 4.9. 2000; Sesselja Þorbjörg,
f. 20.12. 1936, d. 20.7. 2015;
Ragnheiður Lilja, f. 12.3. 1938.
Fríða kvæntist 10.6. 1944
Njáli Markússyni bónda frá
Ystu-Görðum í Kolbeins-
staðahreppi, f. 18.12. 1913, d.
15.12. 1978. Foreldrar hans
voru Markús Benjamínsson
dóttir. Þau eiga 5 börn og 8
barnabörn. 9. Kristín, f. 16.11.
1963. 10. Sæunn, f. 16.11 1963.
Hún á 3 börn og 2 barnabörn.
Fríða og Njáll hófu búskap
1944 á Gautastöðum í Hörðu-
dalshreppi í Dalasýslu. Fluttu
1945 að Ystu Görðum í Kol-
beinsstaðahreppi og 1946
leigðu þau Jarðlangsstaði í
Borgarhreppi í Mýrasýslu. Þau
keyptu Vestri-Leirárgarða árið
1948, ásamt Einari frænda
Njáls og fluttust 6. júní það ár
með tvær elstu dætur sínar.
Ári síðar festu Björn bróðir
Njáls og Sigríður kona hans
kaup á hlut Einars. Fríða og
Njáll bjuggu með Birni og Sig-
ríði til ársins 1954. Festu þá
Fríða og Njáll alla jörðina.
Marteinn og Dóra keyptu hálfa
jörðina Vestri-Leirárgarða í
júní 1978. Fríða og Njáll
bjuggu félagsbúi frá árinu
1974 við Martein og Dóru.
Seldi Fríða þeim alla jörðin eft-
ir daga Njáls í september 1981.
Fríða vann meðfram búskap
utan heimilis til fjölda ára, allt
að árinu 1995. Fríða og Njáll
bjuggu í Vestri-Leirárgörðum í
30 ár þar til Njáll lést, eftir það
bjó hún þar áfram, samtals í 70
ár.
Fríða var virk í félags-
störfum, m.a. heiðursfélagi í
Kvenfélaginu Grein og Hesta-
mannafélaginu Dreyra.
Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 19. júní
2019, klukkan 13.
bóndi, f. 14.8.
1873, d. 27.7. 1930,
og Kristfríður
Sveinbjörg Halls-
dóttir húsfreyja, f.
3.8. 1874, d. 18.1
1957.
Börn Fríðu og
Njáls eru: 1. Klara,
f. 18.8. 1945. Maki:
Guðmundur Her-
mannsson. Eiga
þau samtals 6 börn
og 10 barnabörn. 2. Þórdís, f.
15.12. 1946. Maki: Ólafur Odds-
son. Þau slitu samvistir. Eign-
uðust 4 börn, 10 barnabörn og
5 barnabarnabörn. 3. Ingi-
björg, f. 1.7. 1948, d. 24.11.
1993. Maki: Bjarni Þór Bjarna-
son. Áttu þau 3 börn og 6
barnabörn. 4. Marteinn, f. 4.10.
1949. Maki: Dóra Líndal Hjart-
ardóttir. Þau eiga 3 börn og 9
barnabörn. 5. Steinunn, f. 27.6.
1953. Maki: Guðjón Sigurðsson.
Eiga þau 3 börn og 4 barna-
börn. 6. Sveinbjörn Markús, f.
6.10. 1954. Maki: Guðbjörg
Vésteinsdóttir. Þau eiga 3 börn
og 6 barnabörn. 7. Hjalti, f.
18.4. 1958. Maki: Valdís Valdi-
marsdóttir. Eiga þau 3 börn og
7 barnabörn. 8. Smári, f. 1.12.
1960. Maki: Ólöf Guðmunds-
Hræddist ég, fákur, bleika brá,
er beizlislaus forðum gekkstu hjá.
Hljóður spurði ég hófspor þín:
Hvenær skyldi hann vitja mín?
(Ólafur Jóhann Sigurðsson)
Elsku hjartans mamma.
Sterka, umhyggjusama, gjafmilda
og góða, glaðlega og glettna
mamma, besta fyrirmynd sem
hægt var að hugsa sér. Komið er
að kveðjustund og minningarnar
streyma fram.
Sem betur fer þá gat ég hagað
mínum málum þannig að geta ver-
ið í sem mestum samvistum við
hana mömmu og þá sérstaklega
síðustu tvö árin þegar heilsu
hennar tók að hraka. Okkur leið
alltaf vel saman og er gott að
hugsa til samverustundanna sem
hjálpar til við að sættast við sorg-
ina og söknuðinn við fráfall
hennar.
Mamma var orðin þreytt og
fannst þetta orðið gott, var tilbúin
að kveðja, sátt við lífið sem hún
hafði lifað. Hún hafði búið góðu
búi í Leirársveitinni, komið upp 10
börnum með pabba sér við hlið og
skilað góðu ævistarfi. Hún var
stolt af fólkinu sínu og fylgdist vel
með öllum þeim 96 afkomendum
sem hópurinn taldi þegar hún lést
31. maí sl.
Mamma var ekki bara mamma
mín, hún var einstakur vinur og
félagi í svo mörgu. Við nutum þess
að verja jólunum saman og flest-
um fríum sem sköpuðust. Hún var
frábær ferðafélagi og naut þess að
ferðast og fræðast bæði um Ísland
og önnur lönd.
Við náðum að ferðast mikið
saman en hugsanlega standa
hestaferðirnar upp úr sem voru
fjölmargar og alltaf með frábæru
fólki og á góðum hestum. Ástríða
hennar á hestamennsku smitaði
auðveldlega út frá sér og átti
mamma alltaf mjög góða hesta.
Síðustu þrír gæðingarnir, Spori,
Sleipnir og Boði, voru einstakir og
fengum við sum börnin hennar, á
fullorðinsárum, þá lánaða til að
keppa á þeim á íþrótta- og gæð-
ingamótum.
Mamma tengdist hestunum
sínum sterkum böndum og þeir
henni. Þeir þekktu röddina henn-
ar langar leiðir og get ég seint
gleymt því þegar ég eitt sinn skil-
aði Sleipni heim eftir dvöl í
Reykjavík heilan vetur. Hann
steig út úr kerrunni á hlaðinu í
Leirárgörðum og heilsaði mömmu
með ólýsanlegu kumri og stóð
lengi kyrr og lofaði henni að
klappa sér og klóra. Mamma tal-
aði til hans og væntumþykjan
skein af þeim báðum.
Mamma var komin á níræðis-
aldur þegar hún fór í sinn síðasta
reiðtúr og tilkynnti þá að nú væri
hestamennsku hennar lokið og
brátt yrðu þá seinustu klárarnir
hennar felldir. Þetta var hún í
hnotskurn. Tók ákvarðanir sínar
og stóð við þær, hætti að halda
hesta, hætti að keyra bílinn og
síðastliðið haust tók hún ákvörð-
un um að flytja að heiman og inn á
hjúkrunarheimili þar sem heilsu
hennar hafði hrakað hratt. Alltaf
skynsöm, allt til loka.
Ást, virðing og traust er mér
efst í huga þegar ég kveð hana
mömmu í dag. Nú sé ég hana fyrir
mér brosandi og með glettni í
augum, svífandi á yfirferðatölti
gæðingsins til móts við hið
óendanlega. Hvíl í friði, elsku
mamma, minningin um þig mun
lifa að eilífu.
Þín dóttir,
Kristín.
Takk fyrir að eignast mig og öll
mín systkini. Takk fyrir að ala
mig upp í sveit og smita mig af
hestamennsku.
Takk fyrir daga og helgar sem
ég gisti hjá þér með mann, börn
og hund.
Takk fyrir samveruna við jóla-
innkaupin þín. Takk fyrir sam-
vinnuna við hin ýmsu verk og til-
efni í gegnum mín 55 ár. Takk
fyrir samveru, félagsskap síðustu
árin þegar við systkinin vorum
hjá þér hvern dag og hverja nótt.
Ég er ákaflega stolt og þakklát
fyrir öll mín systkini og að við
sameinuðumst í að styðja þig, að-
stoða, vera þér félagsskapur og að
hlúa að þér svo þú gætir búið eins
lengi og unnt var heima í V-Leir-
árgörðum.
Kveðja, þín dóttir
Sæunn.
Ferjan okkar fer ekki til baka.
Svo það er kominn tími
til að taka
á sig náðir.
Samt vildi ég vaka.
Mér kom í hug þetta ljóð eftir
Valgarð Egilsson þegar ég frétti
af láti Fríðu Þorsteinsdóttur.
Þegar kraftar þverra er tími til að
taka á sig náðir en ég veit að löng-
un Fríðu til að vaka slokknaði
ekki. Hún var kraftmikil kona
sem hertist við hverja raun og
gafst ekki upp fyrr en í fulla hnef-
ana. Tíu barna móðir sem verður
ekkja á miðjum aldri þarf á öllu
sínu þreki að halda til að komast í
gegnum hversdaginn.
Um miðja síðustu öld þótti
sjálfsagt að senda börn í sveit ef
þess var nokkur kostur. Ég var
svo heppin að fá að vera hjá föður-
bróður mínum Njáli og Fríðu.
Þótt þar væri fyrir barnaskari
munaði þau ekki mikið um að
bæta við sig einni stelpuskjátu.
Það var mín gæfa. Faðmur Fríðu
var alltaf opinn, hún verndaði
borgarbarnið fyrir áföllum,
stórum og smáum.
Fríða var mikið fyrir útivist og
geislaði af gleði þegar hún komst
út á tún með hrífu í hönd. Hún var
á þönum allan daginn fram á
kvöld en á hverjum morgni höfðu
kökubaukarnir fyllst á undra-
verðan hátt af ljúffengu hafrakexi
og vínarbrauði.
Í sex sumur sá ég hana aldrei
skipta skapi enda var hún góður
verkstjóri, stjórnaði heimilinu af
ákveðni og röggsemi. Það voru
mörg handtökin sem þurfti að
vinna ýmist úti eða inni og Fríða
og Njáll höfðu lag á að velja hæfi-
lega erfið verkefni sem hæfði
hverju barni, reka kýrnar, moka
flórinn, skola bleiur, dusta mottur
og sópa gólf. Alltaf var samt gef-
inn tími til að leika sér, ærslast og
gleðjast, fara í útreiðartúra og
taka jafnvel sporið á eldhúsgólf-
inu á laugardagskvöldum.
Það er margs að minnast og ég
á vissulega henni Fríðu minni
margt að þakka. Nú kveð ég
þessa stoltu heiðurskonu og nátt-
úrubarn með orðum Erlings Sig-
urðarsonar frá Grænavatni sem
gætu svo sannarlega verið
hennar:
Í lyndi
mér leikur náttúran öll
og landið í lófa
lífsorku hjartanu magnar
því yndi
er að fara syngjandi fjöll
við hrynjandi hófa
og undirleik öræfaþagnar.
Sveinbjörg
Sveinbjörnsdóttir.
Það eru dýrmætar minningar
sem hafa farið um huga minn síð-
an elsku amma Fríða kvaddi. Það
voru margar gleðistundir í gamla
húsinu í Leirárgörðum þegar hús-
ið var fullt af frænkum og frænd-
um. Húsið ómaði af hlátri og gleði,
skrækir í okkur krökkunum og
prakkarastrik hjá þeim fullorðnu
veitti okkur yngri mikla kátínu.
Ég man bjarta daga í
eldhúsinu með ömmu að undir-
búa nesti handa þeim sem voru að
sinna heyjunum og stoltið sem ég
fann þegar hún faldi mér það
ábyrgðarverk að flytja þeim nest-
ið.
Stundum fór amma í Hlaðbúð
og keypti hvítt brauð og appels-
ínur. Þá voru tíndar hundasúrur
sem fóru ofan á brauðið og eftir
matinn fengum við appelsínu með
sykurmolum þrýst í miðjuna.
Þetta var ömmu nammi, því var
það sérstakt. Einstöku sinnum
stakk hún þó að manni Bismark
brjóstsykri sem var falinn, að hún
taldi, en aldrei stalst maður í
hann þó ljóst væri hver felustað-
urinn var.
Hafrakexið hennar ömmu var
engu líkt og mitt algera uppá-
hald. Hún vissi nú af því og þegar
ég flutti til útlanda hafði hún bak-
að handa mér fullt box sem ég tók
með mér út. Betri gjöf gat ég ekki
fengið með mér í útlandið.
Ég fór líka ein í sveitina til
ömmu. Ég fékk að kúra hjá henni
þar til hún mat mig nógu gamla
til að sofa sjálfa niðri í herbergi
tvíburanna. Stundir í eldhúsinu
þegar ég fékk að baka með henni,
með gömlu Gufuna ómandi í út-
varpinu. Amma var hörku kona
en hlýjan kom fram þegar hún las
fyrir mig eða við spiluðum í stof-
unni.
Mínar kærustu minningar eru
þó þegar hún bað mig um að
greiða sér á kvöldin. Það var ekki
margt sem ég gaf ömmu minni
sem barn, fyrir utan póstkort eða
bréf, en ég held að hún hafi kunn-
að að meta þetta dundur mitt á
kvöldin.
Um leið og ég minnist ömmu
leita í huga minn hugsanir um afa.
Ég var mjög ung þegar hann dó
en tilfinningin er sterk. Lítill lófi í
stórum á leið að ná í kýrnar, sterk
hönd sem lyfti léttum kroppi milli
þúfna, samtal við vitrari mann
sem ég horfði upp til.
Ein dýrmætasta stundin sem
ég átti með ömmu í nýja húsinu
var þegar við Ísold dóttir mín
komum við hjá henni á leið að
norðan í síðasta skiptið. Það var
létt yfir ömmu og hún hafði lagt
fallega á borð. Hún sagði mér frá
fæðingu allra barnanna sinna en
hún eignaðist þau flest heima.
Hún sagði mér frá árunum þeirra
afa saman á Leirárgörðum og
minntist stunda þegar hún dvaldi
hjá okkur í Reykjavík.
Hún var vön að fara ákveðna
leið á Lödunni sinni þangað sem
við bjuggum, en þegar við fluttum
neitaði hún að læra nýja og styttri
leið heldur fór sína gömlu en
bætti svo hinni vegalengdinni við.
Við hlógum mikið að þessu. Mikið
þykir mér vænt um þessa stund.
Ég lýk núna kveðjunni, elsku
amma mín. Ég er þess viss um að
afi og Imba hafi tekið á móti þér
opnum örmum, það er huggun.
Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið upp
í mætti sínum og ófjötraður leitað á
fund guðs síns? Og þegar þú hefur náð
ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja
fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst lík-
ama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.
(Kahlil Gibran)
Klara Ósk Hallgrímsdóttir.
Fríða
Þorsteinsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Fríðu Þorsteins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Elsku mamma okkar, tengdamamma og
amma,
DÝRFINNA HELGA KLINGENBERG
SIGURJÓNSDÓTTIR
ljósmóðir,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 20. júní klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Líf/Lífsspor,
Parkinsonsamtökin eða önnur líknarfélög.
Elinborg Sigurðardóttir Guðmundur Ingólfsson
Elinóra Inga Sigurðardóttir Júlíus Valsson
Magnús Jóhannes Sigurðss. Margarita Raymondsdóttir
Þórey Stefanía Sigurðard.
Sigríður Helga Sigurðard. Guðmundur Vernharðsson
Jón Helgi Sigurðsson Inga Hafdís Sigurjónsdóttir
Sigrún Jóna Sigurðardóttir Kristófer Arnfjörð Tómasson
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
KRISTÍN SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 9. júní.
Útför hennar fer fram frá Skálholtskirkju
föstudaginn 21. júní klukkan 14.
Skúli Sigurðsson Hlíf Matthíasdóttir
Venný R. Sigurðardóttir Elías Kristjánsson
Marinó Már Magnússon Sonja Kristín Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS HANSEN LÚÐVÍKSDÓTTIR
frá Skálum á Langanesi,
síðast til heimilis í Ljósheimum 22,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 11. júní.
Útför hennar mun fara fram frá Langholtskirkju föstudaginn
21. júní klukkan 13.
Elías Pétursson
Jóhanna Soffía Hansen
Svava Þóra Bell
Lúðvík Pétursson
Sölvi Leví Pétursson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn