Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 ✝ ÞorbjörgRósa Ómars- dóttir fæddist í Reykjavík 14. júlí 1993. Hún lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 3. júní 2019. Móðir Þor- bjargar er Gunn- hildur Hlöðvers- dóttir, f. 1959. Systur Þor- bjargar sammæðra eru: 1) Bergrún Kristinsdóttir, f. 1980. Maður hennar er Björn Ólafsson, f. 1979, og synir þeirra eru Kristinn Hrafn, f. 2010, og Bjarki Þór, f. 2016. 2) Halldóra Kristinsdóttir, f. 1983. Sonur hennar og Sveinbjarnar J. Tryggvason- ar, f. 1984, er Tryggvi Krist- inn, f. 2009. Eiginmaður Gunnhildar er Gylfi Þór Guðlaugsson, f. 1963. Stjúpsystkin Þor- bjargar eru: 1) Ástvaldur Helgi Gylfason, f. 1984. Kona hans er Elísabeth Lind Ing- ólfsdóttir, f. 1987, og synir þeirra eru Eyþór Ingi, f. 2014, og Kristinn Freyr, f. 2018. 2) Magnea Ýr Gylfa- dóttir, f. 1991. Maður hennar er Gestur Ingi Brink, f. 1987, og þeirra dóttir er Björt Eva, f. 2018. Faðir Þorbjargar er Ómar Scheving, f. 1953. Systkin hennar samfeðra eru: 1) Svanhildur Ómarsdóttir, f. 1977. Synir hennar eru Fjöln- ir Árni, f. 2013, og Högni Freyr, f. 2015. 2) Anton Scheving, f. 1985. Kona hans er Eunice Asante, f. 1986. 3) Daníel Scheving, f. 1987. Þorbjörg ólst upp fyrstu árin í vesturbæ Reykja- víkur en fluttist í Ártúnsholtið árið 1999. Þar gekk hún í Ártúns- skóla. Árið 2005 fluttist hún á Álftanes þar sem hún gekk í Álftanesskóla. Hún stundaði nám um skeið í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. Árið 2012 bjó Þorbjörg Rósa á Möltu þar sem hún var starfsmaður á hóteli. Hún starfaði á veitinga- staðnum Mar í Reykjavík og síðar á hótelum Fosshótel- keðjunnar víða um land, m.a. á Húsavík, í Reykjavík, við Vatnajökul og á Hellnum. Sumarið 2018 fluttist Þor- björg til Kaupmannahafnar þar sem hún starfaði innan hótel- og veitingageirans. Stefndi hugur hennar til náms á þeim vettvangi. Þorbjörg hafði unun af ferðalögum og ferðaðist hún víða, m.a. til Suður-Ameríku, Asíu, Ástralíu og Austur- og Vestur-Evrópu. Þorbjörg Rósa verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, 19. júní 2019, klukkan 15. Ég laut þar yfir rósina, svo enginn annar sá, að öllum sóttu lífsins þungu gátur, svo kyrrt var þarna inni, að klukkan hætti slá, en klökkvans þögn er innibyrgður grátur. (D.S.) Hjartans elsku Þorbjörg mín, amma finnur svo sárt til í hjartanu að þú sért ekki lengur hjá okkur, elskulega fallega og hlýja stúlkan mín. Þú gafst þér tíma til að heimsækja ömmu þegar þú komst í febrúar heim frá Kaup- mannahöfn þar sem þú áttir heima og í dagbókina mína hef ég skrifað hvað þú varst góð við ömmu. Þú mættir alltaf í Heiðmerk- urferðirnar á vorin ef þú gast komið því við og í jólafögn- uðinn líka með allri stórfjöl- skyldunni. Þú mættir í afmælið mitt þegar ég varð 90 ára, það var alltaf gleði að hitta þig. Það er mikil sorg og tregi hjá fjölskyldum þínum og við minnumst þín sem góðrar og hlýrrar stúlku. Ég bið góðan guð að gæta þín og hann sefi sorg foreldra þinna og systkina og allra þeirra sem elskuðu þig. Kærleikskveðja frá Guðrúnu ömmu. Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðar glaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Elsku frænka. Okkur þykir svo leitt að geta ekki kynnst þér betur og átt góðar stundir með þér. Þú varst alltaf svo glaðlynd og það geislaði af þér. Við dáðumst að ævintýraþrá þinni þegar þú varst að segja okkur frá ferðaplönunum þín- um og það var gaman að fylgj- ast með myndasýningum á samfélagsmiðlum. Við munum ætíð muna eftir þér og sakna þín. Óskum þess að foreldrar þín- ir og systkini finni styrk á þessum erfiðu tímum. Kristín, Jón, Guðrún og Óli og fjölskyldur. Þorbjörg Ómarsdóttir Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNÚSÍNA SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, Maggý, Garðavegi 25, Hvammstanga, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 4. júní. Úttför hennar fer fram frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn 25. júní klukkan 14. Að ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á björgunarsveitina Húna á Hvammstanga. Minningarkort má nálgast á heimasíðu Landsbjargar, www.landsbjorg.is/forsida/minningarkort 8230. Velja skal; Áheit rennur til ... Björgunarsveitin Húnar. Sigurbjörg Friðriksdóttir Skúli Þórðarson Rósa F. Friðriksdóttir Guðmann Jóhannesson Erna Friðriksdóttir Bjarki Haraldsson Haraldur Friðrik Arason barnabörn og langömmubörn Húsnæði óskast Íbúð óskast til leigu Óska eftir lítilli 2 herbergja eða rúmgóðri stúdíóíbúð á Reykja- víkursvæðinu helst til langtíma- leigu. Ég er 53 ára maður, er reyklaus,reglusamur og rólegur. Upplýsingar í síma 895120. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Tilboð/útboð Reykja vík ur borg Innkaupaskrifstofa Borgartún 12-14, 105 Reykja vík Sími 411 1042 / 411 1043 Bréfsími 411 1048 Netfang: utbod@reykjavik.is Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Rafrænt greiðslukerfi fyrir Strætó bs., EES - Forval nr. 14580. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod ÚTBOÐ Tilkynningar Tilkynningar Announcement Føroya Landsstýri – The Government of the Faroe Islands Prospectus The Føroya Landsstýri has published a prospectus regarding the issue of DKK 300,000,000 1.00 per cent. Fixed Rate Notes due 11 June 2020. The notes will be consolidated and form a single series with the existing DKK 1,045,000,000 1.00 per cent. Fixed Rate Notes due 11 June 2020 issued on 11 June 2015. The consolidated nominal amount outstanding is hereafter DKK 1,345,000,000. The notes will con- stitute direct, general and unconditional obligations of the Government of the Faroe Islands. Title of the notes: Føroya Landsstýri DKK 300,000,000 1.00 per cent Fixed Rate Notes 11 June 2015 / 11 June 2020 Issue date: 20 June 2019 Maturity date: 11 June 2020 Currency: Danish kroner Denomination: DKK 1,000 Nominal amount: DKK 300,000,000 Consolidated nominal amount: DKK 1,345,000,000 Interest: 1.00 per cent fixed rate interest is payable on the notes, calculated from and including 11 June 2019. Class: The issue of the notes con- sists of only one class ISIN: DK0030381223 Application has been made for trading and official listing of the notes on the main markets of Nasdaq Iceland hf. and Nasdaq Copenhagen A/S with ex- pected effect from 20 June 2019. The Prospectus can be obtained from the website of Landsbanki Føroya: www.landsbankin.fo The Prospectus is also available in printed form and copies may be obtained from: Nordea Danmark, Filial af Nordea Bank Abp, Finland, Grønjordsvej 10, DK-2300 Copenhagen S, Denmark; and Landsbanki Føroya, Kvíggjartún 1, FO-160 Argir, Faroe Islands. 19 June 2019, Tórshavn, Faroe Islands Auglýsing vegna úthlutunar byggða- kvóta á fiskveiðiárinu 2018/2019 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 685, 5. júlí 2018 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Fjarðabyggð (Stöðvarfjörður) Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í ofanskráðu byggðarlagi sbr. auglýsingu nr. 563/2019 í Stjórnartíð- indum. Ath.: Umsóknum skal skila í gegnum rafræna umsóknargátt en vinnslusam- ningum er skilað í tölvupósti á byggðakvoti@fiskistofa.is á eyðublöð- um sem er að finna á heimasíðu stofn- unarinnar (fiskistofa.is), þar eru ofan- greindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2019. Fiskistofa, 18.06.2019 Kjósarhreppur auglýsir skv. 41 og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á deiliskipulagi í landi Flekkudals í Kjósarhreppi Samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 4. júní 2019, að breyta deiliskipulagi í landi Flekkudals, frístundabyggðar á Nesi, dags. í maí 2015. Breyting deiliskipulagsins felur í sér breytingu á skipulags- og byggingarskilmálum fyrir Nesveg 4 og 6. Þ.e. á hæð húsanna, sem og að þakform frístundahúsa verður frjálst og einnig þakhalli. Skipulagsuppdráttur er óbreyttur. Breytingin er í samræmi við Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017- 2029. Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt án athugasemda. Kjósarhreppur 18.06.2019 Sigurður H. Ólafsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps. Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Bridge kl. 12.30. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-15. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Áskirkja Sumarferð 7. júlí. Leggjum af stað frá Áskirkju kl. 8.30. Heimsækjum Pál listamann á Húsafelli. Hádegisverður á Brúarási. Sr. Sigurður Jónsson mun síðan messa í Reykholti kl. 14. Kaffistopp á Hvanneyri á heimleið. Áætluð heimkoma kl. 18.30. Verð 9000 kr. Skráning hjá Petreu í s. 891-8165 fyrir 1. júlí. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Áskirkju Boðinn Sundleikfimi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8:50. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11:30. Salatbar kl. 11:30-12:15. Miðvikufjör Stefanía Þórhildur Hauksdóttir spilar og syngur. Gáfumannakaffi kl. 14:30. Hugmynda- bankinn opinn kl. 9-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabæ Vatnsleikfimi. Sjál. kl. 8:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 08:30-16:00. Útskurður m/leiðbeinanda kl. 09:00-12:00. Línudans kl. 11:00-12:00 Leikfimi Helgu Ben kl. 11:00-11:30. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl 13:00- 16:00. Félagsvist kl. 13-16. Döff Félag heyrnalausra Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 13.00 félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, samverustund kl. 10.30 og hádegismatur kl. 11.30. Liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag gengið frá Borgum. Opið hús í dag í Borgum frá kl. 13:00 til 16:00 félagsvist, hannyrðir, spjallhópur og gleðileg samvera, kaffi á könnunni og kaffimeðlæti, allir velkomnir. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10:30, botsía í salnum Skóla- braut kl. 10:00, spjaldtölvunámskeið kl. 13:00, vatnsleikfimi í Sund- laug Seltjarnarness kl. 18:30. Sumargleði verður haldin í salnum Skólabraut fimmtudaginn 27. júní n.k. skemmtum okkur saman, dönsum, syngjum og tröllum. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Færir þér fréttirnar mbl.is Smá- og raðauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.