Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
2-3 svefnherbergi
2 baðherbergi
Flott hönnun, vandaður frágangur
Frábært útsýni
Geymsla og stæði í bílakjallara
Hægt að velja um tilbúnar íbúðir
eða íbúðir í byggingu
Alg jör paradís fyrir golfara
Verð frá 34.900.000 Ikr.
(246.000 evrur, gengi 1evra/142 Ikr)
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
GLÆSILEGAR LÚXUSÍBÚÐIR
Las Colinas
margverðlaunað sem eitt besta golfsvæðið á Spáni
50 ára Svavar er
Sauðkrækingur, fædd-
ur þar og uppalinn.
Hann er mjólkurfræð-
ingur að mennt og er
framleiðslustjóri Voga-
bæjar. Hann er einnig
meindýraeyðir að
aukastarfi.
Maki: Eva Jóhanna Óskarsdóttir, f. 1972,
kennari í Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra.
Börn: Helena Þórdís, f. 1994, Anna Val-
gerður, f. 1998, og Óskar Hallur, f. 2001.
Foreldrar: Reynir Barðdal, f. 1949, fyrr-
verandi loðdýrabóndi, og Helena Jónína
Svavarsdóttir, f. 1948, sjúkraliði. Þau eru
búsett á Sauðárkróki.
Svavar
Sigurðsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Brjóttu odd af oflæti þínu og þiggðu
aðstoð samstarfsmanna þinna. Sýndu
dugnað og samviskusemi í starfi og þá er
allt í lagi að slá á létta strengi þegar við á.
20. apríl - 20. maí
Naut Sá sem ekki spennir bogann of hátt
fær oft meira í aðra hönd en hann átti von
á. Aðgerðaleysi er ekki alltaf ávísun á hvíld,
stundum er það merki um að sitja fastur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert að hugsa um of mörg mál í
einu og missir við það alla starfsorku.
Gefstu samt ekki upp því fyrr eða síðar
stendur þú með pálmann í höndunum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú mátt ekki vanmeta vinsældir
þínar en mátt heldur ekki misnota þér vel-
vild annarra. Gættu þess að ganga ekki
fram af sjálfum þér og hvíldu þig inn á milli.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert svo upptekinn af tæknilegum
atriðum þess sem þú ert að bauka að þú
verður að passa þig að missa ekki sjónar á
stóru myndinni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt einhver snurða hlaupi á þráðinn
milli þín og vinar þíns, máttu ekki loka á vin-
áttuna. Vertu á verði og láttu gott tækifæri
ekki renna þér úr greipum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vanalega ertu mjög þolinmóð/ur, en
við að sjá fyrir endann á einhverju verki,
finnst þér þú hreinlega fara út úr lík-
amanum. Að vinna ekki sigur er ekki sama
og tapa.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér hefur vegnað vel og mátt
því svo sannarlega gleðjast yfir árangrinum
með þínum nánustu vinum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Til þess að geta hjálpað öðrum
þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum
þér. Láttu aðra ekki draga úr þér kjarkinn,
því bak við úrtölur býr öfund.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er aldrei of seint að bæta við
menntun sína og til þess eru ótal mögu-
leikar. Vinna þín batnar örugglega á árinu,
hafðu það bak við eyrað.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það skiptir engu máli hversu
lengir þú talar, fólk er ekki að hlusta.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú kannt að fá boð um skemmtileg-
heit og átt að þiggja það sé þess nokkur
kostur. Forvitni er þér eðlislæg og þú fellur
aftur og aftur fyrir hinu eilífa nýjabrumi.
í sjöundu uppfærslunni af Egner, í til-
efni af 70 ára afmæli Þjóðleikhússins.
Ég er búinn að leika Bangsapabba,
Lilla klifurmús og Hérastubb bakara
í Dýrunum í Hálsaskógi og alla
rængjana í Kardemommubænum og
nú er ég að fara að leika Bastían bæj-
arfógeta. Ég kem ekki til með að
leika Soffíu frænku og á þá bara eftir
að leika Tóbías og vona að ég fái að
þáttagerð um margra ára skeið og má
þar nefna þættina um Afa, Imbakass-
ann og Spaugstofuna. Örn gaf út plöt-
una Afi á sjóræningjaslóðum fyrir
nokkrum árum og hefur sungið inn á
nokkrar hljómplötur. Hann hefur
unnið ótal önnur verkefni tengt
menningu og listum og hefur einnig
sinnt leiklistarkennslu.
„Ég er að fara að leika næsta vetur
Ö
rn Árnason fæddist 19.
júní 1959 á Unnarstíg 2 í
Vesturbæ Reykjavíkur.
Hann flutti um 6 ára
aldurinn upp í Bólstað-
arhlíð 60 og bjó þar til rúmlega tví-
tugs. Hann dvaldi á sumrin í Hrísey
með foreldrum sínum en vann svo á
sumrin frá 16 ára í Sænska frystihús-
inu, Sláturfélagi Suðurlands og fleiri
stöðum.
Örn kláraði smíðadeild í Ármúla-
skóla en tók svo pásu eftir það og fór
að vinna þar til hann innritaðist í
Leiklistarskóla Íslands 1978 og út-
skrifaðist 1982. Hann sótti söng-
námskeið í Kaupmannahöfn hjá
Súsönnu Eken um nokkurra mánaða
skeið 1994
Örn var fastráðinn leikari við Þjóð-
leikhúsið í mörg ár en undanfarin ár
hefur hann verið sjálfstætt starfandi
sem leikari, framleiðandi, leikstjóri
og höfundur. Í Þjóðleikhúsinu hefur
Örn leikið fjölmörg eftirminnileg
hlutverk eins og Lilla í Dýrunum í
Hálsaskógi, Jónatan, Jesper og
Kasper í Kardemommubænum, Max
í Hallæristenórnum, Leikarann í
Gamansama harmleiknum og Geir
Vídalín í Gleðispilinu. Hann lék
Bangsapabba í Dýrunum í Hálsa-
skógi og ýmis hlutverk í Klaufum og
kóngsdætrum. Meðal nýlegra verk-
efna hans þar eru afmælissýning
Spaugstofunnar Yfir til þín – Spaug-
stofan 2015 þar sem hann lék og var
einn handritshöfunda, Umhverfis
jörðina á 80 dögum, Óvitar, Spamalot,
Tveggja þjónn, Ballið á Bessastöðum
og Bjart með köflum. Á síðasta leik-
ári lék hann í sirkussöngleiknum Slá í
gegn og Ronju ræningjadóttur. Hann
hefur einnig leikið í sýningunni How
to become Icelandic í Hörpunni frá
2011.
Meðal verkefna í Borgarleikhúsinu
var Harry og Heimir í sem Örn samdi
og lék í ásamt Sigurði Sigurjónssyni
og Karli Ágústi Úlfssyni. Síðan var
gerð bíómynd upp úr því leikriti.
Örn hefur talsett fjölda teikni-
mynda bæði fyrir sjónvarp og kvik-
myndahús og var einn stofnenda tal-
setningarfyrirtækisins Hljóðsetning.
Hann hefur unnið við sjónvarps-
leika hann eftir tíu ár og loka ferl-
inum með því.“
Örn lauk námi í Leiðsöguskólanum
2016 og starfar sem slíkur milli verk-
efna. „Ég var spenntur fyrir því að
prófa leiðsögumanninn og tók meira-
próf og er ökuleiðsögumaður. Ég sé
mig ekki fyrir mér setjast í eitthvert
fyrirbæri sem heitir helgur steinn.
Ég verð alltaf að hafa eitthvað að
sýsla,“ en Örn er vanur því að vinna
með mörg verkefni í einu.
Meðal áhugamála Arnar er lestur
fræðibóka og hefur hann því getað
miðlað margvíslegum fróðleik til
ferðamanna. Núna er Örn á tíu daga
ferðalagi með Bandaríkjamönnum og
verður hann því í vinnunni í dag. „Ég
kaupi mér bara litla tertu á Akureyri
í tilefni dagsins. Það er engin ástæða
til að fagna því frekar að vera orðinn
árinu eldri. Ég er þá reyndar búinn
að uppfæra mig úr 5.9 í 6.0.“
Fjölskylda
Eiginkona Arnar er J. Kristín Ósk-
arsdóttir, f. 4.2. 1957, grunnskóla-
kennari. Foreldrar hennar voru hjón-
in Óskar Frímannsson, f. 13.8. 1930,
d. 3.12. 2008, starfsmaður Olís, og
Hólmfríður Jónsdóttir, f. 5.6. 1933, d.
Örn Árnason leikari – 60 ára
Spaugstofumenn Spaugstofan er líklega vinsælasta íslenska sjónvarpsefni sögunnar.
Uppfærir sig úr 5.9 í 6.0
Afi Örn byrjaði að leika afann þegar hann var 26 ára.
30 ára Elí Þór er
Reykvíkingur en býr á
Egilsstöðum. Hann
rekur Dyravarðaþjón-
ustu Austurlands, er
rekstrarstjóri hjá East
Highlanders fjórhjóla-
leigu og vinnur einnig
hjá 701 Hotels sem reka Hótel Valaskjálf
og Hótel Hallormsstað auk nokkurra
veitingastaða.
Hálfsystkini: Arnar Ingi Gunnarsson, f.
1998, og Dóra Kristný Gunnarsdóttir, f.
2000.
Foreldrar: Gunnar Jónas Einarsson, f.
1966, matreiðslumaður hjá Bönunum, og
Sigríður Lund Vídó Hermannsdóttir, f.
1970, útvarpskona á Bylgjunni.
Elí Þór Vídó
Gunnarsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is