Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 23

Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 „HANN TRUFLAÐI SPJÓTKASTSNÁMSKEIÐIÐ.” „ÉG VONA AÐ ÞÚ VERÐIR EKKI SVONA Á LAUGARDAGINN. SYSTIR MÍN ÆTLAR AÐ KOMA Í HEIMSÓKN.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fá hlýjar móttökur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER BÚINN AÐ ÚTBÚA HNYTTNA SAMRÆÐUPUNKTA FYRIR STEFNUMÓTIÐ Í KVÖLD JÁ, JÁ, EN ÞEIR VILJA LÍKA STRJÚKA Á ÞÉR SKALLANN Í GÆFUSKYNI! „HALLÓ, KALLÓ, BIMBÓ!” „HVAÐ SYNGUR?” DÖMUR MÍNAR OG HERRAR, LADDI! BRÓÐIR ÓLAFUR, LIÐIÐ VILL AÐSTOÐ HJÁ ÞÉR FYRIR BARDAGANN! VILJA ÞEIR AÐ ÉG BIÐJI FYRIR ÞEIM? 10.11. 1980, húsmóðir í Reykjavík. Börn Arnar og Kristínar eru 1) Óskar Örn, f. 18.7. 1983, flugmaður hjá Icelandair. Eiginkona hans eru Guðbjörg Kristín Haraldsdóttir, líf- fræðingur hjá Decode. Börn þeirra eru Arna Sigurlaug 11 ára, Lóa Krist- ín 9 ára og Haraldur Örn 5 ára; 2) Erna Ósk, f. 21.4. 1989 doktorsnemi. Sambýlismaður hennar er Andri Yngvason þjónustustjóri hjá Tesla Ísland; 3) Sólrún María, f. 22.11. 1993 jógakennari. Sambýlismaður hennar er Chandler Scott hjúkrunarfræð- ingur. Alsystir Arnar er Jónína Margrét Árnadóttir, f. 16.7. 1951, fyrrverandi ritari í Verslunarskólanum. Systir Arnar sammæðra er Svanlaug H. Árnadóttir, f. 25.3. 1949, fyrrverandi læknaritari. Foreldrar Arnar eru hjónin Árni Tryggvason, f. 19.1. 1924, leikari, og Kristín Nikulásdóttir, f. 1.12. 1928, húsfreyja. Þau eru búsett í Reykja- vík. Örn Árnason Helga Bjarnadóttir húsfreyja á Hreimsstöðum Helgi Árnason bóndi á Hreimsstöðum í Norðurárdal í Borgarfi rði Jónína Guðbjörg Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík Kristín Nikulásdóttir húsfreyja í Reykjavík Nikulás Árni Halldórsson trésmiður í Reykjavík Þórdís Nikulásdóttir húsfreyja í Reykjavík Halldór Þorsteinn Halldórsson verkamaður í Reykjavík Sigmann Tryggvason sjómaður í Hrísey Jónas Tryggvason húsvörður á Siglufi rði og áhugaleikari Tómas Knútsson umhverfi s verndar- maður og kafari Anna Nikulásdóttir húsfreyja í Kefl avík og Svíþjóð Árni Helgason íþróttafrömuður í Borgarnesi og á Langárfossi Kristín Sigurðardóttir húsfreyja á Víkurbakka Gísli Þorvaldsson bóndi á Víkurbakka á Árskógsströnd Margrét Gísladóttir húsfreyja í Hrísey Tryggvi Ágúst Jóhannsson sjómaður og fi skimatsmaður í Hrísey Sigurbjörg Jónasdóttir húsfreyja á Galmarsstöðum Jóhann Árnason bóndi á Galmarsstöðum í Arnarneshr., Eyj. Úr frændgarði Arnar Árnasonar Árni Tryggvason leikari í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leikarinn Örn Árnason. Ég fékk gott bréf frá Fjólu Kr.Ísfeld á Akureyri á dögunum. Þar segir hún að Tenerife hafi ver- ið og sé draumaland okkar Íslend- inga. Hún rifjar upp, að fyrir nokkrum árum hafi Svandís dóttir hennar verið þar fararstjóri og beð- ið hana að yrkja vísur til tilbreyt- ingar fyrir kveðjustundina þegar heimförin fór að nálgast. Fjóla skellti þessum vísum saman í hvelli, en ögn hafði rignt: Suðurlönd með sól og regn sveipuð gullnum töfrum; ylur streymir ört í gegn eftir flestra þörfum. Kemur senn að kveðjustund, kát nú heim þið svífið. Eigum seinna endurfund, auðgum sífellt lífið. Hér var gleði, hér var fjör. Hér var mikið gaman. Það voru okkar kostakjör að koma hingað saman. Sigurlín Hermannsdóttir hafði orð á því, að erfitt væri að gera mönnum til hæfis. – Það kom best í ljós við upphaf þingfundar en for- seti hafði fært málþófsumræðu- málin aftast á dagskrána: Fundur byrjar, fátt er þarna fínna kosta. Á dagskránni er fyrir það fyrsta fjárans orkan neðst á lista. Þingmenn byrja þras og Steingrím þurfa að skensa. Forseti vill fáu ansa finnst sú umræða til vansa. Fyrst ekki mega áfram ræða orkupakka málþóf grípur marga flokka masa um dömubindi og smokka Pétur Stefánsson orti á kvöld- göngu 6. júní: Í Elliðaárdalnum frið ég finn, fer þangað oft að ganga, þar sem golan kyssir kinn og kvöldsól skín á vanga. Friðrik Steingrímsson sendi kveðju úr Mývatnssveit: Er á kvöldin kular smá kvíð’að mörgum setur, „þá er fögur sjón að sjá“ sólina skína á Pétur. Páll J. Árdal orti þegar fyrir al- þingi lá frumvarp um að taka upp þegnskylduvinnu hér á landi: Ó, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur frá Tenerife og af þingfundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.