Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 26

Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa Á að setja einhverjar reglur hvar landslið mega spila heima- leiki sína? Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari karlalands- liðsins í handknattleik, sagði við mbl.is um helgina að kvartað hefði verið til Evrópska hand- knattleikssambandsins fyrir úti- leik við Grikki í síðustu viku. Grikkirnir spiluðu heima- leik sinn í borginni Kozani, sem er í norðurhluta landsins. Þang- að er erfitt að fá tengiflug og ís- lenska liðið þurfti að auki að keyra í fimm tíma fram og til baka, sem jafngildir nánast flug- inu aðra leið. Íslenska liðið ferð- aðist samtals í 50 klukkustundir fyrir þennan eina leik, þó legg- urinn út hafi lengst duglega við það að flug hafi verið fellt niður. Þetta er ekki einsdæmi. Fyr- ir þremur árum spilaði karla- landsliðið við Úkraínu og var þá leikið í borginni Sumy í norðaust- urhluta landsins. Eftir tengiflug til þess að komast til Kiev þurfti að keyra um 400 kílómetra til þess að komast á leikstaðinn í Sumy. Þá var nærri 18 tíma ferðalag að baki frá Íslandi. Þetta er svipað því og ís- lenska landsliðið færi að spila heimaleiki sína á Vopnafirði, að því er virðist bara til þess að þreyta andstæðinginn. Þó ég styðji sannarlega uppbyggingu íþróttamannvirkja á landsbyggð- inni þá er það ekki til eftirbreytni að fara að þessum brögðum. En þau virðast virka, því Ísland tap- aði í Úkraínu og var heppið með jafntefli í Grikklandi þrátt fyrir að teljast sterkara lið. Ferðalögin voru til umræðu í bæði skiptin. Það er ef til vill lítill grundvöll- ur fyrir því að setja reglur hvar megi spila landsleiki og hvar ekki. En það hlýtur að vera hægt að gera reglur um hámarks ferðatíma, eða krefjast þess að fulltrúar heimaliðsins hjálpi til og auðveldi ferðaskipulagningu. BAKVÖRÐUR Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is mótinu á síðasta ári og vann Ástr- alía þá 4:3-sigur í bráðfjörugum leik. Jamaíka varð fyrsta liðið í sögu HM sem fær á sig þrjú mörk eða meira frá sama leikmanni, í öllum leikjum í riðlakeppninni. Það „met“ verður sennilega seint slegið. Stuðn- ingsmenn Jamaíka fögnuðu hins vegar ógurlega þegar Havana So- laun skoraði fyrsta mark þjóð- arinnar á lokamóti HM á 49. mín- útu. Ólík saga Brasilíu og Ítalíu Það verður spennandi að sjá hvað Brasilía gerir þegar lengra er komið í keppninni. Liðið er ekki eins sterkt og það hefur verið undan- farin ár, eins og níu töp í röð fyrir lokakeppnina sýna. Það býr hins vegar gríðarleg reynsla í brasilíska liðinu, sem gæti komið því langt þegar í útsláttarkeppnina er komið. Liðið mætir að öllum líkindum heimakonum í Frakklandi, sem hafa ekki spilað sérlega vel á mótinu til þessa, í næstu umferð. Brasilía hef- ur nú komist í útsláttarkeppnina sex ár í röð. Ítalía er hins vegar í útsláttar- keppninni í fyrsta skipti og hefur komið mörgum á óvart. Fáir bjugg- ust við að Ítalía myndi vinna riðilinn enda að leika á lokamóti HM í fyrsta skipti í 20 ár. Ástralía hefur fallið úr leik í átta liða úrslitum á síðustu þremur heimsmeistara- mótum. Sú besta var hetjan og skráði sig í sögubækurnar  Marta ein markahæst  Ítalía vann óvænt riðilinn  Ástralía mætir Noregi AFP Markahæst Marta er orðin markahæst í sögu lokakeppni HM og fagnaði hún skiljanlega vel og innilega. HM 2019 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Marta Vieira da Silva, oftast kölluð Marta, er af mörgum talin besta knattspyrnukona sögunnar. Hún hefur sex sinnum verið kjörin besti leikmaður heims, síðast í fyrra. Hún bætti við enn einni rós í hnappagat sitt í gær. Hún skoraði þá sig- urmark Brasilíu í 1:0-sigri á Ítalíu í C-riðli á HM í Frakklandi. Markið var það sautjánda sem hún skorar í lokakeppni heimsmeistaramóts og er hún markahæst allra á því sviði, karla og kvenna. Hún er einnig eini leikmaðurinn sem er búinn að skora á fimm lokamótum HM. Hún kann best við sig þegar mest er undir. Markið í gær kom úr vítaspyrnu á 74. mínútu. Brasilía þarf hins vegar að sætta sig við þriðja sæti riðilsins, þar sem Ástralía vann 4:1-stórsigur á Jamaíka. Ítalía tók toppsætið, þrátt fyrir tapið. Ítalía mætir einu af liðunum sem enda í þriðja sæti í sínum riðli, lík- legast Kína eða Nígeríu. Brasilía mætir að öllum líkindum heimakon- um í Frakklandi í sextán liða úrslit- unum. Kerr skoraði fjögur Samantha Kerr sá ein síns liðs um markaskorun Ástralíu gegn Ja- maíka. Kerr skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og bætti við tveimur mörk- um í þeim seinni og er hún með fimm mörk á mótinu. Kerr lék tíu leiki á lokamóti HM áður en hún skoraði fyrsta markið sitt, en óhætt er að segja að hún sé dottin í gang á stærsta sviðinu. Var þetta í fyrsta skipti sem leikmaður Ástralíu skor- ar þrjú mörk eða meira í leik á loka- móti HM. Ástralía mætir Noregi í sextán liða úrslitum í Nice á laug- ardag. Liðin mættust á Algarve- Það er sannkallaður stórleikur á Meistaravelli í Frostaskjóli í kvöld þegar Reykjavíkurrisarnir KR og Valur leiða saman hesta sína í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna á leiktíðinni. KR-ingar hafa aðeins tapað einum af átta leikjum sínum í deildinni og eru í öðru sæti deild- arinnar en vesturbæjarliðið gerði góða ferð upp á Akranes um síðustu helgi og vann þar sanngjarnan 3:1 sigur á móti heimamönnum. Valsmenn, Íslandsmeistarar síð- ustu tveggja ára, hafa hins vegar verið í miklu basli í sumar. Þeir hafa tapað fimm af átta leikjum sínum í deildinni og eru í níunda sæti með 7 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Meistararnir sýndu hins vegar góða frammistöðu á laugardaginn þar sem þeir pökkuðu Eyjamönnum saman 5:1. Þetta verður 117. viðureign Vals og KR í efstu deild. Valur hefur unn- ið 43 af þessum leikjum, KR 40 og 33 sinnum hefur jafntefli orðið niður- staðan. gummih@mbl.is Morgunblaðið/Valli Slagur Haukur Páll Sigurðsson spyrnir í boltann í leik KR og Vals í fyrra. Mikið undir á Meistaravelli í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.