Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 28

Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 emmessis.is Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Systurnar Katia og og Marielle Labèque munu koma fram á tón- listarhátíðinni Reykjavík Mid- summer Music sem fram fer í Hörpu 20. til 23. júní. Systurnar eru franskar og hafa öðlast heims- frægð fyrir píanódúó sitt. Á tónlistarhátíðinni munu þær bæði spila fjórhent og sexhent á eitt píanó, ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni, stofnanda og listrænum stjórnanda hátíðarinnar. Katia segir að þær hafi dáðst að Víkingi í þónokkurn tíma. „Við hittum hann í fyrsta skipti í nóv- ember síðastliðnum. Við höfum dáðst að honum nánast síðan hann byrjaði. Hann kom á tónleika hjá okkur og það var virkilega óvænt ánægja. Við vorum að spila mjög seint, í kringum miðnætti. Hann var sjálfur að spila klukk- an tvö um daginn og við vorum að koma langt að svo við misstum af tónleikunum hans. Víkingur kom aftur að hitta okkur á tónleikunum okkar sem við vorum virkilega ánægðar með og við höfum haldið sambandinu síðan.“ Samþykktu boðið samstundis Víkingur bað þær í kjölfarið að spila á hátíðinni. „Hann bauð okk- ur og við vorum alveg himinlifandi með það. Við samþykktum það samstundis þó að það hafi ekki verið auðvelt að koma þessu fyrir þar sem við erum að spila á tón- leikum daginn eftir. Við þurfum því að fara úr landi mjög snemma um morguninn og við krossum bara fingur um að við mætum tím- anlega á hina tónleikana. Okkur langaði virkilega mikið vera hluti af þessari hátíð,“ segir Katia. Verkin sem systurnar spila á hátíðinni völdu þær í takt við þemu hennar. „Við völdum verkin með Víkingi. Hugmyndin var að þau myndu passa við þemu hátíð- arinnar. Við lögðum til dæmis til að spila „Karnival dýranna“ í takt við þemað „Fiðrildi og fiðurfé“. Við munum spila það með fleiri tónlistarmönnum sem eru á svæð- inu.“ Hin sexhentu verk hafa syst- urnar ekki spilað áður fyrir allra augum, að sögn Katiu. „Við vild- um líka spila eitthvað með Víkingi vegna þess að við erum miklir aðdáendur hans. Við munum spila tvö verk með honum sem eru skrifuð fyrir sex hendur á eitt píanó en það spilum við í fyrsta sinn opinberlega á þessari hátíð.“ Systurnar spila einnig „Gæsa- mömmusvítu“ eftir Maurice Ravel, fjórhent á eitt píanó, en það kann- ast þær betur við en hið sexhenta verk. „Gæsamömmusvíta er eitt af fyrstu verkunum sem við spiluðum sem dúett. Við ólumst upp innan um tónlist hans þar sem mamma mín var nemandi hjá Marguerite Long sem var náinn vinur Maur- ice Ravel.“ Systurnar hafa spilað á píanó frá blautu barnsbeini en móðir þeirra var píanókennari. „Við ól- umst upp í franskri tónlist og ég veit að það var mikilvægt fyrir Víking að við myndum spila franska tónlist á hátíðinni,“ segir Katia. Að auki munu systurnar spila „Four Movements for two pianos“ eftir Philip Glass. „Hann er tón- skáld sem við erum mjög hrifnar af og þekkjum vel, hann er mikill vinur okkar. Við höfum nokkrum sinnum spilað verkin hans og okk- ur fannst vel til fundið að spila verk eftir hann þar sem „Four Movements for two pianos“ er frá- bært verk, eitt af þeim bestu fyrir tvö píanó. Verkið er þýðing- armikið í tónlistarheimi Philip Glass.“ Systurnar hafa oft spilað verkið. „Víkingur heyrði okkur spila það í Brussel fyrir stuttu síðan og spurði okkur hvort við vildum ekki spila það á hátíðinni. Að sjálfsögðu samþykktum við það því við erum virkilega hrifnar af þessu verki.“ Mikið til fyrir fjórar hendur Katia segir það alls ekki tak- markandi að spila fjórhent. „Við höfum spilað fjórhent á píanó allt okkar líf. Bach, Stravinsky, Moz- art og Schubert skrifuðu allir fyrir fjórhent píanó. Nú eru mörg ung og snjöll tónskáld að semja fyrir fjórhent píanó. Við vorum virki- lega heppnar að Tom Yorke, aðal- söngvari og tónskáld hljómsveit- arinnar Radiohead, skrifaði líka fyrir okkur fyrir tvö píanó. Bryce Dessner sem er í hljómsveitinni The National skrifaði líka fyrir okkur. Hann er vinur Víkings og er magnað tónskáld. Við erum virkilega heppnar að margir ungir höfundar eru að skrifa fyrir okkur en það er okkur mjög mikilvægt að spila nýja tón- list.“ Systurnar einbeita sér einmitt að því að styrkja nýja list, þ.e. upprennandi listamenn í gegnum stofnun sína KML foundation. „Við settum hana af stað til þess að aðstoða fólk sem skrifar tónlist sem fellur utan við boxið. Við er- um klassískir tónlistarmenn en spilum samt sem áður allar teg- undir tónlistar. Við höfum meðal annars styrkt breikdansara og fla- menkóleikara en við byrjuðum með mögnuðum vídeólistamanni í London, hann hafði lítinn mögu- leika á að skapa það sem hann vildi skapa svo við hjálpuðum hon- um að komast af stað. Við skipu- leggjum þetta allt sjálfar og setj- um okkar eigin peninga inn í stofnunina til þess að hjálpa lista- mönnum.“ Íslenskur umboðsmaður Systurnar hafa lengi átt í tengslum við Ísland en fyrsti um- boðsmaðurinn þeirra var athafna- konan Ingunn Sighvatsdóttir. Það lifnar yfir Katiu þegar minnst er á Ingunni. „Hún var fyrsti og síðasti að- stoðarmaðurinn okkar, hún að- stoðaði okkur fyrir mörgum árum. Síðan þá höfum við eiginlega ekki haft neina aðstoðarmenn, ég er með eina sem aðstoðar mig en Ingunn var við stjórnina á öllum tónleikunum okkar. Svo gifti hún sig og eignaðist börn svo hún skapaði sér annað líf. Hún er enn innan tónlistarheimsins en þegar hún vann með okkur þá bjuggum við í Flórens.“ Dagskrá Reykjavík Midsummer Music má finna á rmm.is. Ljósmynd/Umberto Nicoletti Íslandstenging Katia og Marielle Labéque hafa lengi átt í tengslum við Ísland en fyrsti umboðsmaðurinn þeirra var athafnakonan Ingunn Sighvatsdóttir. Systurnar hafa allt sitt líf leikið fjórhent á píanó og nú bætast tvær við. Sexhentur píanóleikur í Hörpu  Heimsfrægur píanódúett Labéque-systra kemur fram á tónlistarhátíðinnni Reykjavík Midsummer Music  Systurnar segjast miklir aðdáendur stjórnanda og stofnanda hátíðarinnar, Víkings Heiðars Kvikmyndin Avengers: Endgame og sjón- varpsþáttaröðin Game Of Thrones hlutu verðlaun sem besta kvikmyndin og besta sjónvarpsþáttaröðin á kvikmynda- og sjón- varpsverðlaunahátíð MTV sem haldin var í fyrrakvöld í Kaliforníu. Besta hetjan og óþokkinn voru einnig úr persónugalleríi Avengers, þ.e. Járnmaðurinn og Þanos. Lady Gaga fékk verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikara í kvikmynd fyrir A Star Is Born og Elisabeth Moss sambærileg verð- laun fyrir sjónvarpsþættina The Handmaid’s Tale. Hátíðin er að mörgu leyti ólík öðrum sem verðlauna kvikmyndir og sjónvarps- þætti og eru m.a. veitt verðlaun fyrir „ótta- slegnasta leik“ í kvikmynd en þau hlaut Sandra Bullock sem var viti sínu fjær af ótta í kvikmyndinni Bird Box. AFP Himinlifandi Elisabeth Moss með MTV-verðlaunin sín. Avengers og GoT hlutu verðlaun MTV Men in Black International Ný Ný The Secret Life of Pets 2 2 2 Aladdin 3 4 Rocketman 4 3 X-men: Dark Phoenix 1 2 Godzilla 2: King of the Monsters 5 3 John Wick: Chapter 3 – Parabellum 6 5 Pokémon Detective Pikachu 9 6 Avengers: Endgame 7 8 The Hustle 8 6 Bíólistinn 14.–16. júní 2019 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bíóaðsókn helgarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.