Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
Hamingjan er afstætt fyr-irbæri.“ Þannig hugsareinn af mörgum semhægt er að titla sem að-
alpersónu bókarinnar Ráðgátan
Henri Pick með sér. Maðurinn,
Jean-Michel Rouche, er ört fölnandi
bókagagnrýnandi sem má muna fífil
sinn fegurri á allan hátt. Hárum hef-
ur fækkað á höfðinu, færri aurar á
milli handanna og ástarsambandið
nánast komið að endastöð. Hann
hefst hins vegar handa við að leysa
ráðgátu um hver sé höfundur bók-
arinnar Hinstu stundir ástarsögu
sem tröllríður Frakklandi við út-
gáfu. Eða tröllríður eins og bækur
geta nú á tímum Netflix, Hulu og
alls þess einfalda sem sjónvarpið
hefur upp á að bjóða.
Í stuttu máli er hægt að lýsa bók-
inni á þann hátt að ritstjórinn
Daphne finnur fyrir tilviljun handrit
verðandi metsölubókar eftir óþekkt-
an höfund, mann sem lést tveimur
árum áður. Sérfróðum þykir bókin
listavel skrifuð en það sem vekur
enn meiri athygli er saga höfund-
arins; Henri Pick. Sá hafði þótt frek-
ar þurr á manninn og enginn hafði
nokkru sinni séð hann lesa svo mikið
sem dagblað og hvað þá skrifa eitt-
hvað.
Af þeim sökum eru ekki
allir sannfærðir um að Pick
sé réttmætur höfundur
metsölubókarinnar og fer
áðurnefndur Rouche
fremstur í flokki við að
reyna að fletta ofan af því
hver réttur höfundur er.
Fjöldi persóna verður á
einhverjum tímapunkti
bókarinnar „aðalpersóna“
en persónurnar skiptast á
að segja söguna, sem hefði getað
gert hana ruglingslega en gerir bók-
ina frekar lifandi og skemmtilega að
mínu mati.
Ótrúlegar vinsældir
bókar Pick, sem hafði unn-
ið við að baka flatbökur
alla sína ævi, hafa áhrif á
flesta sem standa honum
eða bókinni næst. Fólk
færist nær eða fjarlægist
maka sinn, veltir því fyrir
sér hvort tímanum sé sóað
með núverandi félaga og
gamlir félagar skjóta örv-
um amors. Allt vegna einn-
ar bókar.
Bókin er frábærlega vel skrifuð
með miklu háði og endirinn er bæði
hugljúfur og óvæntur. Ef hægt er að
halda slíku fram. Það á við um
Hinstu stundir ástarsögu eins og
margt í þessu blessaða lífi okkar að
umbúðirnar virðast skipta meira
máli en innihaldið. Það að bókin sé
einhvers konar ráðgáta, skrifuð af
manni sem hafði ekkert lesið eða
skrifað, skipti mun meira máli en
innihaldið.
Ráðgátan Henri Pick er að flestu
leyti mjög góð bók en þó er seinni
hluti hennar alveg frábær. Þar flétt-
ast saman, svei mér þá, allar mann-
legar tilfinningar og lesandi heldur
að áðurnefndur Rouche sé að leysa
gátuna. Eða hvað?
Einhvers konar ráðgáta
Skáldsaga
Ráðgátan Henri Pick bbbbm
Eftir David Foenkinos
Yrsa Þórðardóttir þýddi.
Benedikt, 2019. Kilja, 257 bls.
JÓHANN
ÓLAFSSON
BÆKUR
Óvæntur endir „Bókin er frábærlega vel skrifuð með miklu háði og endirinn er bæði hugljúfur og óvæntur,“ segir
meðal annars í gagnrýni um bók franska rithöfundarins David Foenkinos, Ráðgátan Henri Pick.
Hinn dáði ítalski
leikstjóri Franco
Zeffirelli er lát-
inn, 96 ára að
aldri.
Samkvæmt
frétt The Guardi-
an á Zeffirelli yf-
ir 60 ára leik-
stjórnarferil að
baki í kvikmynd-
um, leikhúsi og
óperu. Hann vakti meðal annars at-
hygli fyrir uppsetningu sína á Ro-
meó og Júlíu Shakespeares í Lond-
on með Judi Dench í einu
aðalhlutverka og Óskarsverðlauna-
kvikmynd hans frá 1968 eftir sama
verki varð gífurlega vinsæl. Þar
fóru Olivia Hussey og Leonard
Whiting með aðalhlutverkin. Leik-
stjórinn átti sæti í öldungadeild
ítalska þingsins fyrir flokk Silvio
Berlusconi í sjö ár, frá 1994. Zeff-
irelli var sleginn til riddara Bresku
krúnunnar árið 2004.
Ítalski leikstjórinn
Zeffirelli látinn
Franco
Zeffirelli
Söngvari banda-
rísku þunga-
rokksveitarinnar
Megadeath, Dave
Mustaine, hefur
greinst með
krabbamein í
hálsi. Þetta kem-
ur fram í til-
kynningu á
heimasíðu
hljómsveitar-
innar. Mustaine hefur hafið með-
ferð við krabbameininu og því
hefur langflestum tónleikum
sveitarinnar verið aflýst.
Dave
Mustaine
Þungarokkari með
krabbamein í hálsi
Kvartettinn Dea Sonans heldur tón-
leika í kvöld í Stykkishólmskirkju
kl. 20 og annað kvöld í Listasafni Ís-
lands kl. 17.15 í tónleikaröðinni
Freyjujazz. Kvartettinn var stofn-
aður snemma árs í fyrra af fjórum
tónlistarkonum og í kjölfar tónleika-
raðarinnar Freyjujazz. Kvartettinn
leikur einkum tónlist eftir meðlimi
sína og er tónlistin fjölbreytt, allt frá
latintónlist til rólegs kammerdjass,
eins og segir í tilkynningu. Tónlistin
er ýmist með eða án söngs.
Kvartettinn skipa Alexandra
Kjeld sem leikur á kontrabassa og
syngur, Rósa Guðrún Sveinsdóttir
sem syngur og leikur á saxófón og
þverflautu, Sigrúnu Kristbjörgu
Jónsdóttur sem syngur og leikur á
básúnu, fiðlu og slagverk og Sunnu
Gunnlaugsdóttur sem leikur á pí-
anó.
Dea Sonans leikur í kirkju og listasafni
Djassklúbburinn
Múlinn heldur
áfram með sum-
ardagskrá sína,
Jazz með útsýni,
á Björtuloftum í
Hörpu í kvöld kl.
21. Þá hefur leik
tríó þriggja vina
sem kynntust í
tónlistarnámi í
Amsterdam en
þeir eru Mikael Máni Ásmundsson
sem leikur á gítar, píanóleikarinn
Floris Kappyne og Pierre Balda
sem leikur á bassa. Tríóið blandar
saman ýmsum tónlistarstefnum í
lögum sínum sem mætti einna helst
lýsa sem einskonar kammerdjassi.
Lögin eru samin af Mikael Mána en
tónsmíðarnar eru notaðar sem efni-
viður fyrir spuna og samleik.
Efniviður fyrir
spuna og samleik
Mikael Máni
Ásmundsson
Áhorfendamet Borgarleikhússins
var slegið á lokasýningu þess á
hinu gríðarvinsæla leikriti Elly á
Stóra sviði leikhússins á laugar-
daginn, 15. júní. Áhorfendafjöldi
sýningarinnar fór upp í 104.466
talsins og var sýningin sú 220. í
röðinni sem er einnig met í Borg-
arleikhúsinu. Sýningin fjallar um
ævi og ástir söngkonunnar Ellyjar
Vilhjálms og var frumsýnd á Nýja
sviði Borgarleikhússins 18. mars
árið 2017. Allar sýningar leikárs-
ins seldust upp á mettíma og varð
fljótt ljóst að það þyrfti að færa
sýninguna á stærra svið sem varð
úr haustið 2017 og var sýningin
frumsýnd á Stóra sviðinu fimmtu-
daginn 31. ágúst það ár.
Hvert metið á fætur öðru var í
kjölfarið slegið og er verkið nú
það sem Borgarleikhúsið hefur
sýnt oftast og engin sýning önnur
hefur náð viðlíka fjölda gesta.
Höfundar verksins eru Ólafur
Egill Egilsson og Gísli Örn Garð-
arsson og er Gísli einnig leikstjóri
sýningarinnar. Katrín Halldóra
Sigurðardóttir hefur leikið Elly og
vakið mikla athygli fyrir. Í til-
kynningu kemur einnig fram að
sýningin hefur verið sýnd í um
623 klukkutíma eða 26 sólar-
hringa.
104.466 gestir á Elly
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Raddfögur Katrín Halldóra Sigurðardóttir í hlutverki Ellyjar Vilhjálms.