Morgunblaðið - 25.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, segir að
borgastjóri haldi leyndri svokallaðri
fimmskólaskýrslu. Vegna fjölda
ábendinga og kvartana um ástand
húsnæðis í skólum í Reykjavík hafi
hún kafað ofan í málin og óskað eftir
umræðu um ástand skólahúsnæðis
og byggingar- og viðhaldsþörf skóla
á fundi borgastjórnar 4. júní sl. Kol-
brún segir að það læðist að henni sá
grunur að skólarnir fimm, Haga-
skóli, Melaskóli, Austurbæjarskóli,
Laugarnesskóli og Háteigskóli, séu
verstu tilfellin í Reykjavík.
,,Ég hef séð sláandi lista yfir van-
líðan unglinga í Hagaskóla vegna lé-
legra loftgæða í skólanum og gef lít-
ið fyrir skýringar borgastjóra að
minnihlutinn fái ekki að sjá fimm-
skólaskýrsluna vegna þess að hún sé
hluti af fjárfestingaráætlun. Það lít-
ur út fyri að það sé verið að fela eitt-
hvað,“ segir Kolbrún sem gagnrýnir
meirihluti borgarstjórnar fyrir að
fara í vörn í umræðunni í stað þess
að viðurkenna að viðhaldi í skólum á
höfuðborgasvæðinu sé ábótavant.
Hún segir börnum skylt að mæta í
skóla og það hljóti að vera skylda
borgaryfirvalda að sjá til þess að
nemendur þurfi ekki að sækja skóla
í óviðunandi húsnæði.
Slæm loftgæði í átta stofum
Hagaskóli í Vesturbæ Reykjavík-
ur er grunnskóli þar sem nemendur
8. til 10. bekkjar stunda nám. Að
sögn Ingibjargar Jósefsdóttur
skólastjóra Hagaskóla er skólinn
byggður árið 1957. Þegar Ingibjörg
tók við stjórn skólans árið 2007 hafi
hún strax bent á að rífa þyrfti átta af
stofum skólans og byggja við hann.
Ekkert hafi gerst í þeim málum
þrátt fyrir að hún hafi gengið á eftir
því í rúman áratug.
„Nú er svo komið að Vinnueftirlit-
ið hefur gefið Reykjavíkurborg frest
til 1. október til að gera úrbætur á
átta stofum þar sem loftgæðismæl-
ingar hafa sýnt tvö ár í röð að loft-
gæði séu slæm í stofunum,“ segir
Ingibjörg en hún telur að gæðin hafi
versnað til muna síðustu tvö ár.
Ingibjörg veitti Morgunblaðinu leyfi
til þess að birta kvartanir sem for-
eldar hafa sent skólanum vegna líð-
anar barna sem stunda nám í stof-
unum átta. Þar kemur fram að
börnin kvarti m.a. yfir höfuðverk,
ógleði, slappleika, auknu mígreni,
kvíða og grátköstum. Auk þess hafi
kennarar sem hætt hafa að kenna í
viðkomandi stofum fundið fyrir
bættri líðan eftir að þeir hættu að
kenna í þeim. Með aukinni teym-
isvinnu í þeim bekkjum sem stunda
nám í stofunum átta hafa kennarar
getað borið saman bækur sínar og
komist að því að þeir séu jafnvel á
sömu stera- eða sýklalyfjum.
Reynir ítrekað að fá svör
,,Það er tvennt sem gerir ástandið
slæmt. Annars vegar er loftræsting-
in í stofunum barn síns tíma og end-
ar á milli lofta. Slík loftræsting væri
ekki leyfð í nýbyggingum í dag en er
látin óáreitt af því að skólinn var
byggður áður en ný reglugerð tók
gildi og borgaryfirvöld nýta sér það.
Hitt málið er að það eru allt of
margir nemendur í hverri skólastofu
og þannig hefur það verið lengi. Um-
ræða hefur komið upp um að fá laus-
ar stofur á lóðina en ekki hefur verið
orðið við því,“ segir Ingibjörg sem
er ósátt við að reglugerð um gerð og
búnað grunnskóla sem sett var 2009
sé brotin árum saman.
„Nemendur Hagaskóla eiga ekki
að líða fyrir að búa í Vesturbænum
og sækja skóla í gömlu húsnæði.
Borgin slær um sig og talar um að ef
byggður verði nýr skóli í Skerjafirði
þá muni nemendum í Hagaskóla
fækka en bygging skóla tekur ein-
hver ár,“ segir Ingibjörg sem er orð-
in leið að því að fá engin svör um
framhaldið. Ingibjörg segir að henni
hafi verð bent á það af sviðstjóra á
skólasviði borgarinnar að ná fundi
með borgastjóra. Eftir að hafa óskað
eftir fundi án árangurs sendi Ingi-
björg 16. maí sl. beiðni eins og borg-
arbúum er boðið að gera í gegnum
vefinn og óskaði eftir fundi með
borgastjóra. Hún segist enn ekki
hafa fengið boð um að funda með
honum rúmum fimm vikum síðar.
Að sögn Ingibjargar myndu
vandamál Hagaskóla leysast með
nýrri tveggja hæða byggingu sem
ætla mætti að tæki um tvö ár að
byggja. Á meðan gæti skólastarf
farið fram í húsnæði skólans þar
sem skátastarf hefur farið fram í
áratug.
Áhyggjufullir foreldar
,,Húsnæðið var reyndar orðið
mjög illa farið og lak. En nú er búið
að gera við þakið og til stendur að
hreinsa út úr öllu rýminu,“ segir
Ingibjörg sem hefur miklar áhyggj-
ur af skólastarfinu í haust ef ekkert
verður að gert. Hún segir að best
væri að hefja framkvæmdir þar sem
skátarnir voru í sumar þannig að
skólastarf gæti hafist þar 22. ágúst
nema borgin ætli að lagfæra loft-
gæðin í stofunum átta í sumar. Um
það viti hún ekkert enda fái hún
enginn svör við erindum sínum.
Bætt loftgæði bæti ekki þá stöðu að
allt of margir nemendur séu í skóla-
stofum og hún viti til þess að margir
foreldar séu áhyggjurfullir að senda
börn sín í Hagaskóla í haust.
Ingibjörg vonast til þess að fá
fréttir af viðbrögðum borgarinnar
við bréfi Vinnueftirlitsins en niður-
staða úttektar frá 7. júní var send
frá Vinnuefitirlitinu 13. júní. Ingi-
björg segir að vel hafi verið brugðist
við þegar leki kom upp í skólanum.
Erfiðara sé að festa hendur á léleg
loftgæði heldur en leka og myglu.
Svo virðist vera sem borgin bregðist
fyrr við mygluskemmdum og leka en
slæmum loftgæðum.
„Ég veit að innan borgarkerfisins
er vitneskja um of marga nemendur
í skólastofnunum og farið er að ræða
um hugsanlega nýbyggingu við skól-
ann. Það er nóg pláss á skólalóðinni
fyrir hana ef stofunar átta verða
rifnar,“ segir Ingibjörg sem vonast
til að skólahald hefjist í bættum
húsakosti Hagaskóla í haust. Hún
segir að skemmtilegir unglingar
haldi sér í starfi í skólanum.
Morgunblaðið/Eggert
Hagaskóli Unglingar una sér vel í skólastarfi í Hagaskóla en slæm loftgæði í átta stofum skólans kalla fram slapp-
leika, vanlíðan og veikindi nemenda og starfsfólks. Myndin var tekin þegar skólinn sigraði í Skrekk árið 2016.
Sláandi listi yfir vanlíðan nemenda
Vinnueftirlitið gefur borginni frest til 1. október til að laga loftgæði í Hagaskóla Kolbrún Baldurs-
dóttir segir borgarstjóra halda fimmskólaskýrslu leyndri Of margir nemendur í sumum skólastofum
Ingibjörg
Jósefsdóttir
Kolbrún
Baldursdóttir
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Sprenging hefur orðið í sölu á viftum
þetta sumarið. Svo virðist sem
skyndilegan áhuga fólks á viftukaup-
um megi beintengja við hræðslu við
hið alræmda lúsmý sem dreifst hefur
víða um land. Er ástæðan líklega sú
að flugan á ekki að geta bitið í vindi
og því hafi margir gripið til þess ráðs
að kaupa viftu sér til varnar.
Sölutölur á viftum í Byko hafa hátt
í tífaldast þetta sumarið miðað við
tvö síðustu ár, samkvæmt upplýsing-
um frá Sveini Sveinssyni, vöru-
flokkastjóra verslunarinnar. Hann
segir heppilegt hversu stóran lager
verslunin hafi átt af viftum þetta
sumarið.
„Þetta er örugglega lúsmýið og
hitinn. Fyrst og fremst held ég að
þetta sé lúsmýið. Fólk hefur greini-
lega hlustað á það hvað er hægt að
gera til að verja sig.“
Í Húsasmiðjunni hefur salan tvö-
faldast síðan í fyrra, samkvæmt upp-
lýsingum frá innkaupadeild verslun-
arinnar en Kristín Sævarsdóttir,
vörustjóri hjá Húsasmiðjunni, segir
vifturnar hafa selst upp víða í versl-
unu Húsasmiðjunnar, meðal annars í
stærstu verslun hennar í Skútuvogi.
Hún staðfestir að hitinn og lúsmýið
sé líkleg ástæða á bak við aukna sölu
á viftum.
Viftur í versluninni Heimilistæki
eru nánast allar uppseldar að sögn
Jóhanns Viðarssonar, sölustjóra hjá
versluninni. Segir hann að viftusalan
hafi stóraukist miðað við undanfarin
sumur og bætir við að verslunin eigi
von á stórri aukapöntun á næstu
tveimur til þremur vikum. „Við tók-
um inn einhver 800 stykki af viftum
núna í apríl sem eru allar farnar. Ég
gæti trúað því að þetta séu um 1.000
viftur sem við höfum selt í sumar,“
segir Jóhann. „Það eru bæði búin að
vera óvenju mikil hlýindi og svo er
það lúsmýið. Það er ekki spurning.“
Viftusala hátt í tífaldast
vegna hlýinda og lúsmýs
Starfsmenn sammála um að lúsmýið sé sökudólgurinn
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Örfá dæmi um pósta sem foreldar
hafa sent Hagaskóla um líðan
barna þeirra í stofunum átta sem
Vinnueftilitið hefur gefið Reykja-
víkur frest til að lagfæra fyrir 1.
október.
Sæl mig langar að segja frá því
að ** hefur fundið fyrir höfuðverk,
slappleika og miklu nefrennsli.
Dóttir mín, ** í 8.**, hefur verið
mikið slöpp síðastliðinn vetur. Hún
er með mígreni og hefur það aldr-
ei hrjáð hana jafn mikið og síðan
hún byrjaði í Hagaskóla. Hún fór
hress í skólann á morgnana en
kom iðulega heim til að taka mí-
grenilyf í hádeginu. Ég er alveg
viss um að það sé eitthvað í loftinu
í skólanum sem hefur haft slæm
áhrif.
Vildi ég láta vita af syni mínum
** í 8.**. Hann er með þekkt mí-
greni en síðustu önn hefur hann
ítrekað þurft að fara fyrr úr skól-
anum vegna höfuðverkja sem er
óvenjulegt fyrir hann þar sem
hann hefur yfirleitt fengið mígreni
seinni part dags eða á kvöldin og
einnig hafa köstin aukist frá því
um áramót. Við erum að fara hitta
taugalækni ** í næsta viku og mun
ég spyrja hann hvort slæm loft-
gæði gætu valdið þessari versnun
á mígreninu.
Það er ótvírætt að húsnæðið
hefur valdið dóttur minni, ** í 8. **
óþægindum. Í haust, stuttu eftir
skólabyrjun, skrifaði ég ** um að
henni liði illa í skólastofunni vegna
loftleysis. Nú í vor var það enn
verra, hún var með höfuðverk oft-
ar en ekki, ógleði og slappleika.
Fór heim a.m.k. einu sinni úr skóla
fyrr út af óþægindum, og fannst
oft erfitt að einbeita sér síðustu
tímana. Þetta var aðeins skárra í
vetur þegar kaldara var. Hvar
verða 9. bekkirnir næsta vetur og
er ástandið í lagi þar?
Ég á ** í 8. bekk og hefur hann,
sem aldrei fyrr verið að glíma við
þreytu, höfuðverk og óskilgeindan
slappleika í vetur og oft fengið að
koma fyrr heim úr skólanum. Við
höfum verið að fara yfir þetta því
hér er um að ræða dreng sem lík-
lega missti áður úr skóla einn eða
2 daga vegna veikinda - öll árin.
Upplýsingar frá foreldum um líðan nemenda
Unglingar með höfuð-
verk, ógleði og mígreni