Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Mikil fjölgun varð á kvörtunum
varðandi heilbrigðisþjónustu sem
bárust embætti landlæknis árið
2018 en þeim fjölgaði um 59 á
milli ára. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu embættisins sem birt var
á föstudaginn var. Þar kemur
fram að alls hafi kvartanir og
skyld erindi verið 336 talsins í
fyrra. Samkvæmt upplýsingum
frá Dagrúnu Hálfdánardóttur,
sviðsstjóra á sviði eftirlits og
gæða hjá embætti landlæknis, tel-
ur embættið tvær skýringar vera
á fjölguninni.
Ekki endilega kvartanir
„Í fyrsta lagi vegna þess að fólk
er orðið meðvitaðra um rétt sinn
og í öðru lagi er þetta betri
skráning hjá okkur,“ segir Dag-
rún. Hún segir að erindin sem
berist séu ekki endilega beinar
kvartanir heldur einnig ábend-
ingar um eitthvað sem betur megi
fara.
Hún staðfestir að embættinu sé
lögum samkvæmt skylt að sinna
erindum frá öllum notendum heil-
brigðisþjónustu sem telur sig hafa
orðið fyrir vanrækslu eða mistök-
um. Lögin taki til hvers kyns heil-
brigðisþjónustu á öllu landinu,
bæði til stofnana og starfsstöðva
og allra heilbrigðisstarfsmanna.
Aðstandendur meðvitaðri
Dagrún segir flestar kvartanir
varða lækna en þar á eftir komi
kvartanir vegna hjúkrunarfræð-
inga og tannlækna.
Segist hún finna fyrir því að
aukinn þungi sé í aðsendum er-
indum frá bæði sjúklingum en
sérstaklega frá aðstandendum.
Segist hún einkum hafa tekið eftir
því að aðstandendur barna, aldr-
aðra og geðsjúkra séu orðnir mun
meðvitaðri en áður en mörg erindi
frá þessum þremur hópum bárust
embætti landlæknis í fyrra.
Kvörtunum til
embættis land-
læknis fjölgar
Telja fólk meðvitaðra en áður
Flestar kvartanir vegna lækna
Morgunblaðið/Ásdís
Læknar Flestar kvartanir sem berast
embætti landlæknis varða lækna.
Kvartanir til landlæknis
» 336 kvartanir bárust til emb-
ættis landlæknis 2018 en að-
eins 277 árið 2017 og 238 árið
2016.
» 112 erindi flokkuðust sem
kvartanir samkvæmt 12. gr. laga
um landlækni og lýðheilsu, 37
erindi voru athugasemdir að-
standenda vegna heilbrigð-
isþjónustu, 63 voru erindi varð-
andi sjúkraskrá, læknisvottorð
og örorkumat, 45 voru tilkynn-
ingaskyld óvænt atvik og 16
kærur vegna málsmeðferðar
kvartana, eftirlitsaðgerða, synj-
ana um starfsleyfi eða rekstur
heilbrigðisþjónustu o.fl.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Sá skemmtilegi atburður átti sér
stað síðastliðinn laugardag að
mæðgur luku meistaranámi frá Há-
skóla Íslands á sama tíma.
Ragnheiður Hergeirsdóttir út-
skrifaðist með MA gráðu í fé-
lagsráðgjöf en dóttir hennar, Fann-
ey Svansdóttir, brautskráðist með
meistarapróf í menningarfræði.
Þær héldu sameiginlega útskrift-
arveislu eftir útskriftina sem, að
sögn Fanneyjar, var haldin „í garð-
inum hjá mömmu“ á Selfossi í frá-
bæru veðri.
„Það er auðvitað voðalega
skemmtilegt að vera báðir nemar,
mamman og litla stelpan,“ segir
Ragnheiður en hún segir að mikill
skilningur og stuðningur hafa ríkt á
milli mæðgnanna í náminu og að
þær hafi getað hjálpast að við vinnu
lokaverkefnanna.
Nánar og góðar vinkonur
Fanney segir að henni hafi fund-
ist ótrúlega gaman að vera sam-
ferða móður sinni í meistaranáminu
og segir frábært hvað þær hafi get-
að stutt hvor aðra mikið.
„Venjulega hefur mamma yf-
irleitt lesið öll verkefni yfir fyrir
mig en núna gat hún það ekki enda
skilaði ég á undan henni. En við
gátum hjálpast mikið að þótt við
værum með mjög ólík verkefni,“
segir Fanney sem segir þær mæðg-
ur vera ákaflega nánar og góðar
vinkonur.
„Það kom mér á óvart að ég gat
hjálpað henni aðeins. Mér fannst
það ótrúlega gaman, af því að ég
hef alltaf litið svo mikið upp til
hennar og hún var að gera svo stóra
ritgerð. Þannig að ég gat hjálpað
henni að skrifa heimildir og svona.
Það var mjög gaman að geta end-
urgoldið henni fyrir allt sem hún
hefur lesið yfir fyrir mig í gegnum
tíðina.“
Skiluðu ólíkum lokaverkefnum
Spurð um viðbrögð fólks við sam-
eiginlegri útskrift segist Fanney
hafa fundið fyrir því að fólki þætti
þetta mjög skemmtilegt. „Ég var
svo ótrúlega stolt af henni og hún af
mér. Þetta var einhvern veginn svo
krúttlegt allt saman,“ segir Fanney.
Báðar voru mæðgurnar með
áhugaverð lokaverkefni sem hafa
vakið talsverða athygli.
Meistaraverkefni Fanneyjar ber
titilinn „Svæpað til hægri: Fram-
setning á sjálfinu á Tinder - áhrif
og afleiðingar,“ og fjallar um hvern-
ig framsetning á sjálfinu fer fram á
stefnumótaforritinu Tinder. Fanney
segist hafa fengið mikil viðbrögð
vegna verkefnisins enda segir hún
málefnið eiga erindi við samtímann.
Ragnheiður, sem hlaut starfsrétt-
indi í félagsráðgjöf árið 1987, skrif-
aði lokaverkefni um viðbrögð fé-
lagsþjónustunnar í Árborg við
Suðurlandsskjálfta og bankahruni
árið 2008.
„Þetta er mjög spennandi við-
fangsefni. Það er vaxandi þörf á
þekkingu á þessu sviði, sérstaklega
í ljósi samfélagsbreytinga og lofts-
lagsbreytinga,“ segir Ragnheiður.
„Það er mikilvægt að standa vörð
um velferð fólks á öllum tímum og
að til sé þekking og fyrirliggjandi
upplýsingar um hvað fólk á að gera
ef það verður áfall, hvort sem það
er jafðskjálfti, eldgos, bankahrun
eða ofsaveður. Það getur verið svo
margt sem skapar þær aðstæður að
samfélagið verður fyrir áfalli,“ segir
Ragnheiður en hún hlaut tvo styrki
vegna rannsóknar sinnar, annars
vegar frá rannsóknarsjóði Suður-
lands og öndvegissetrinu NORD-
FRESS.
Ljósmynd/Ragnheiður Hergeirsdóttir
Mæðgur á tímamótum Ragnheiður og Fanney útskrifuðust saman frá HÍ.
Mæðgur fá meistara-
gráðu á sama tíma
„Ég var svo
stolt af henni
og hún af mér“
Meirihluti landsmanna er hlynntur
borgarlínunni, fleiri karlar en konur
eru andvígir henni og þeir sem búa í
Reykjavík, eru háskólamenntaðir eða
kjósa Samfylkinguna eru hlynntastir
þessari framkvæmd. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í nýrri könnun
Maskínu.
Þar kemur fram að fólk á aldrinum
30-39 ára sé hlynntast framkvæmd-
inni en þeir sem eru 60 ára eða eldri
eru sá aldurshópur sem er henni mest
mótfallinn. Rúm 54% landsmanna eru
mjög eða fremur hlynnt borgarlínu,
57,6% kvenna og 51,2% karla og hef-
ur stuðningur við hana aldrei verið
meiri. Hann er mestur meðal Reyk-
víkinga. Austfirðingar eru andvíg-
astir borgarlínunni og eru þeir einu
sem eru andvígari henni nú en fyrir
ári.
63% háskólamenntaðs fólks eru
fylgjandi borgarlínunni, 48,4% þeirra
sem lokið hafa framhaldsskóla eða
iðnmenntun og 43,8% þeirra sem lok-
ið hafa grunnskólaprófi.
Tæp 74% kjósenda Miðflokksins
eru andvíg borgarlínu, 56,4% kjós-
enda Framsóknar eru sömu skoðunar
og rúm 40% kjósenda Flokks fólks-
ins. 35,8% kjósenda Sjálfstæðisflokks
eru andvígir en 33,2% hlynntir. Um
73,5% kjósenda VG eru hlynntir
borgarlínu, 83% stuðningsmanna Við-
reisnar og 79,9% Pírata. Könnunin
var gerð 7.-24. júní og voru svarendur
dregnir úr Þjóðskrá af tilviljun.
Aldrei meiri
stuðningur
við borgarlínu
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 4.990
Str. 2-9
(38/40-50/52)
8 litir
- hvítt
- svart
- bleikt
- dökkblátt
- mosagrænt
- ljósgrátt
- beige
- rautt
Cherry Berry
buxurnar komnar aftur
WOW Cylothon-hjólreiðakeppnin
brestur á í dag og mun standa yfir
fram á laugardag. Keppendur
munu hjóla hringinn í kringum
landið áttunda árið í röð, þrátt fyrir
gjaldþrot WOW air.
Hjólaleiðin er 1.358 kílómetrar
sem liðsfélagar skipta á milli sín í
boðsveitarformi en keppendur í
einstaklingsflokki hjóla hver og
einn alla kílómetrana. Keppendur
hafa 72 klukkustundir til að ljúka
hringnum og koma í mark.
Keppendur safna áheitum og í ár
er hjólað til styrktar sumarbúð-
unum í Reykjadal, sem eru fyrir
börn og ungmenni með líkamlegar
og andlegar fatlanir.
„Hugsjónin er að ágóði söfnunar-
innar verði nýttur í mikla og þarfa
viðbyggingu við sumarbúðirnar,
sem mun bæta aðstöðu og aðgengi
að þeim til muna,“ segir Díana
Sjöfn Jóhannsdóttir, markaðsstjóri
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra,
sem rekur sumarbúðirnar í Reykja-
dal. Áætlað er að styrkurinn frá
áheitasöfnun hjólreiðakeppninnar
muni verða mikil lyftistöng fyrir
uppbyggingu á Reykjadal.
Rúmlega 570 keppendur eru
skráðir til leiks í ár, þar af þrír í
einstaklingsflokki, níu lið í A-flokki,
47 lið í B-flokki og eru 60 þátttak-
endur skráðir í Hjólakraftsflokk,
sem eru sérstök hjólasamtök ætluð
ungu fólki. Keppendur í flokki ein-
staklinga og Hjólakraftur hefja
leika við Egilshöll í dag en á morg-
un hefst keppni í A og B-flokki.
Áheitum safnað í
hjólreiðakeppni
WOW Cyclothon
Keppendum gert að hjóla 1.358 kíló-
metra á innan við 72 klukkustundum
Ljósmynd/WOW Cyclothon
Hjólað Um 570 keppendur eru
skráðir til leiks í WOW Cyclothon,
þar af 3 í einstaklingsflokki.