Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is „Það má segja að þetta sýni sögulega einhæfni í íslensku atvinnulífi. Eitt sinn var það bara sjávarútvegur og fiskur. Nú er það liggur við bara ferðaþjónustan. Það er ekkert svaka- lega mikið að gerast í öðrum grein- um,“ segir Ari Skúlason, hagfræð- ingur hjá Landsbankanum sem í nýrri Hagsjá bankans fór yfir þróun starfa í íslensku hagkerfi frá árinu 2010. Þar kom í ljós að á tímabilinu 2010- 2018 hafi starfsfólki á vinnumarkaði fjölgað um rúm 40 þúsund. Á þessu átta ára tímabili sem um ræðir skap- aði ferðaþjónustan fjögur af hverjum tíu störfum sem urðu til. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands um ein- kennandi atvinnugreinar í ferðaþjón- ustu fjölgaði starfsfólki í þeim grein- um um rúmlega 16 þúsund frá árinu 2010 til 2018 en mest var fjölgunin í rekstri gististaða og veitingasölu og þjónustu. Fjölgun starfsfólks í þeim rekstri nam tæpum átta þúsundum. WOW-áhrif ekki komin fram Fram til ársins 2018 nam meðal- fjölgun starfsfólks frá 2010 á ári í ferðaþjónustugreinni 11,6%. Sé litið á fyrstu þrjá mánuði ársins 2018 og 2019 fækkaði hins vegar um 630 í þessum greinum, fyrst og fremst í rekstri gististaða. WOW air var enn í rekstri og áhrifa gjaldþrots félagsins gætir því ekki í tölunum. „Mikið áhyggjuefni“ „Árið 2010 voru afleiðingar hruns- ins komnar meira og minna í gegn. Þá var byrjað á nýjum grunni og þá kemur í ljós að ferðaþjónustustörfin eru að bera uppi þessa fjölgun fyrir utan byggingamarkaðinn sem hefur tekið við sér aftur,“ segir Ari sem segir aðspurður að ekki sé auðvelt að benda á atvinnugrein sem gæti mögulega tekið við keflinu. „Það er ekki augljóst eða sýnilegt að eitthvað eitt komi og taki við eins og gerðist árið 2010 þegar ferðaþjón- ustan fór að rífa upp hagkerfið,“ seg- ir Ari við Morgunblaðið. Eins og fyrr segir gætir áhrifa af gjaldþroti WOW air ekki í atvinnu- leysistölunum sem unnið var með í Hagsjánni. Skráð atvinnuleysi sam- kvæmt Vinnumálastofnun var að meðaltali 3,1% á fyrsta ársfjórðungi árið 2019 en var komið í 3,6% í maí. Atvinnuleysi á Suðurnesjum nam 5,1% fyrstu mánuði ársins en var komið í 6,6% í apríl. „Þetta er mikið áhyggjuefni. At- vinnuleysi er að aukast, sérstaklega á Suðurnesjum sem eru mjög tengd ferðaþjónustunni. Það er gefið mál að þessi þróun sem er að byrja þarna á eftir að halda áfram. Sérstaklega í ferðaþjónustunni,“ segir Ari. Hann bendir einnig á að mesta fækkun starfa á tímabilinu sem um ræðir er í fjármálaþjónustu, að tryggingafélögum og lífeyrissjóðum undanskildum. Frá 2010 til 2018 hef- ur fækkað um 1.100 manns í grein- inni til viðbótar við 1.300 manna fækkun á tímabilinu 2008-2010. „Það hafa verið nokkrar upp- sagnahrinur en smám saman hefur greinin dregist saman um 1.100 manns frá 2010. Að mestu leyti er um að ræða atvik þar sem einhver hættir og enginn er ráðinn í staðinn. En síð- ustu árin hafa uppsagnir svolítið ver- ið útskýrðar með því að tæknin hafi tekið yfir störf. En hugsanlega má segja að sú þróun hafi orðið hægari en menn áttu von á.“ Einhæfni í atvinnulífinu Mesta fjölgun starfa 2010-2018 Þær níu greinar sem voru með mesta fjölgun, þúsundir starfa Heimild: Hagstofa Íslands og Hagfræðideild Landsbankans Heildverslun Heilbrigðisþjónusta Opinber stjórnsýsla Vörugeymsla Smásöluverslun Flutningar með fl ugi Ferðaskrifstofur Bygg.starfs. og mannv.gerð Gistist. og veit.rekstur 0 2 4 6 8  Ferðaþjónustan skapaði fjögur af hverjum tíu störfum sem urðu til á árunum 2010-2018  Fækkað um 2.400 manns í fjármálaþjónustu frá árinu 2008 Fjölgun starfa frá 2010 » Starfsfólki fjölgaði um 40 þúsund 2010-2018. » Ferðaþjónustan skapaði fjögur af hverjum tíu störfum sem urðu til á þessu tímabili. » Í samanburði við fyrstu þrjá mánuði ársins 2018 hefur fækkað um 630 í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar. » Þar gætir áhrifa vegna gjald- þrots WOW air ekki. Tölvuteks, í samtali við mbl.is. For- svarsmenn Tölvuteks kusu að tjá sig ekki frekar um málið þegar þeir voru inntir eftir viðbrögðum í gær. Daníel sagði þó að rætt verði við fjöl- miðla eftir að gengið hefur verið frá „ákveðnum þáttum“ síðar í dag. Félagið líklega gjaldþrota Þá hvetur fyrirtækið viðskiptavini, sem greitt hafa með korti og hafa ekki fengið vöruna afhenta, að stöðva greiðslurnar. Í samtali við mbl.is í gær sagði Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, að lítið benti til annars en að um gjaldþrot væri að ræða. Þá sagði hann mikilvægt að viðskiptavinir, sem keypt hafa gjafa- kort eða eiga inneignarnótur, lýsi kröfum í þrotabú félagsins þegar það hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta. Óvíst sé þó hvort nokk- uð fáist greitt enda velti það á því hvaða eignir eru í búinu þegar for- gangskröfur hafa verið gerðar upp. Að því er fram kemur í ársreikn- ingi Tölvuteks fyrir árið 2017 nam eiginfjárhlutfall félagsins 12% en fé- lagið tapaði 5.851.718 kr. sama ár. Alls námu skuldir Tölvuteks 429.615.371 kr. og jukust um 88.340.190 kr. milli ára. Rekstr- artekjur ársins 2017 voru 1.363.674.471 kr. og drógust lítillega saman frá árinu áður. Rekstri verslana Tölvuteks var hætt í gær. Tilkynnt var um rekstr- arstöðvunina á samfélagsmiðlum fyrirtækisins, en liðin eru tólf ár frá því að tölvuverslunin hóf fyrst starf- semi. Tölvutek hefur verið einn stærsti dreifingar- og söluaðili tölvu- búnaðar til einstaklinga hér á landi. Alls misstu fjörutíu manns vinn- una, en starfsmönnunum var fyrst tilkynnt um málið á starfsmanna- fundi í gærmorgun. Þetta staðfesti Daníel Helgason, rekstarstjóri Rekstur Tölvuteks stöðvaður í gær  Fjörutíu starfsmenn fyrirtækisins misstu vinnuna í gærmorgun  Taprekstur árið 2017 og mikil skuldaaukning milli ára Morgunblaðið/Kristinn Verslun Tölvutek lokaði í gær. ● Nokkuð rautt var um að litast í Kaup- höll Íslands við lokun markaðar í gær. Mest lækkuðu hlutabréf Símans, eða um 1,29% í 65 milljóna króna við- skiptum og stendur verð á hverjum hlut nú í 4,59 krónum. Hlutabréf í Marel lækkuðu um 1,25% í 130 milljóna króna viðskiptum og nemur verðið á bréfum þess 552 krónum. Bréf Marels hækk- uðu um 0,3% í Euronext-kauphöllinni í Amsterdam og standa í 3,952 evrum. Hlutabréf Haga hækkuðu um 1,89% í 211 milljóna króna viðskiptum, eða mest allra félaga í Kauphöllinni. Heild- arvelta þar á bæ nam rúmum milljarði króna í gær. Hagar hækkuðu um tæp tvö prósent í Kauphöll 25. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.78 125.38 125.08 Sterlingspund 158.09 158.85 158.47 Kanadadalur 94.61 95.17 94.89 Dönsk króna 18.899 19.009 18.954 Norsk króna 14.561 14.647 14.604 Sænsk króna 13.289 13.367 13.328 Svissn. franki 127.03 127.73 127.38 Japanskt jen 1.1603 1.1671 1.1637 SDR 173.04 174.08 173.56 Evra 141.11 141.89 141.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.3869 Hrávöruverð Gull 1388.35 ($/únsa) Ál 1742.5 ($/tonn) LME Hráolía 64.86 ($/fatið) Brent ● Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA Capital Management við fjóra sjóði Júpíters rekstrarfélags. Þannig renna í fyrsta lagi saman Júpíter - innlend skuldabréf og GAMMA: Credit fund, í öðru lagi Rík- isskuldabréfasjóður og GAMMA: Iceland Government Bond Fund, í þriðja lagi Lausafjársjóður og GAMMA: Liquid Fund og í fjórða lagi Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund.Samruninn kemur til í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management en Júpíter rekstr- arfélag er í eigu fyrrnefnda fyrirtækisins. Samruni Kviku og GAMMA var sam- þykktur af Samkeppniseftirlitinu í mars síðastliðnum en tilkynnt hafði verið um kaup fyrrnefnda félagsins á því síð- arnefnda í nóvember 2018. Samruni sjóða GAMMA og Júpíters samþykktur STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.