Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 13
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Minnst 28 létust þegar bygging sem
enn var í byggingu hrundi rétt fyrir
dögun aðfaranótt laugardags í
strandborginni Sihanoukville á suð-
urströnd Kambódíu. Tveir fundust á
lífi í gærmorgun þegar öll von um að
finna fleiri eftirlifendur hafði verið
gefin upp á bátinn.
„Ég hef gefið upp alla von um að
eiginmaður minn hafi lifað af. Líkin
sem verið er að draga úr rústunum
hafa verið flött út,“ hafði eiginkona
annars mannanna sem bjargað var
sagt áður en hún fékk af því fregnir að
eiginmanni og frænda hennar hefði
verið bjargað í gærmorgun.
Forsætisráðherrann á slysstað
Um sjö hæða byggingu sem var í
eigu kínverskra aðila er að ræða en
eins og áður segir var byggingin enn í
byggingu þegar hún hrundi snemma
á laugardagsmorgun. Þeir sem létust
voru iðnaðarmenn sem unnu að bygg-
ingunni og lágu sofandi innanhúss
þegar húsið hrundi yfir þá.
Forsætisráðherra landsins, Hun
Sen, heimsótti slysstaðinn í gær-
morgun og fylgdist með því þegar
tveir menn voru grafnir úr rústunum,
enn þá á lífi. Þá höfðu þegar liðið
nokkrar klukkustundir frá því að talið
var að öngvir fleiri eftirlifendur
myndu finnast í rústunum.
Héraðsstjóri Preah Sihanouk-hér-
aðs, sem Sihanoukville-borg tilheyrir,
hefur eftir að slysið átti sér stað sagt
af sér embætti. Hefur hann viður-
kennt að hafa gert „stjórnunarmis-
tök“, að því er fram kom á fésbók-
arsíðu forsætisráðherrans Hun Sen.
Efuðust um gæði bygginganna
Þá hafa þrír kínverskir eftirlits-
menn með framkvæmdunum og einn
kambódískur landeigandi verið teknir
höndum og yfirheyrðir vegna máls-
ins.
Forsætisráðherrann Hun Sen hef-
ur fyrirskipað rannsókn á öllum bygg-
ingarsvæðum í Sihanoukville. Þar á
sér nú stað gríðarmikil uppbygging,
fjármögnuð af kínverskum fjárfest-
um, en um einum milljarði dala var
varið í fjárfestingar í Prea Shianouk-
héraði á árabilinu 2016-2018. Íbúða-
byggingar og hótel spretta þar upp
eins og gorkúlur í kjölfar mikillar
ásóknar kínverskra ferðamanna til
borgarinnar vegna fjölda spilavíta
sem þar eru. Í dag eru spilavítin um
fimmtíu talsins, í kínverskri eigu, en
að auki eru tugir hótela í byggingu.
Nágrannar byggingarinnar sem
hrundi sögðu að þeir hefðu um langa
tíð verið hræddir um að harmleikur
væri handan við hornið. „Þessar
byggingar rísa bara á ári. Við höfum
lengi haft áhyggjur vegna gæða þess-
ara kínversku bygginga,“ sagði Sock
Dara, 45 ára íbúi í nágrenni hrundu
byggingarinnar.
Þá sögðust ættingjar manna sem
lentu í slysinu og héldu til á spítala í
nágrenninu telja að tylft manna væri
enn föst í rústum byggingarinnar.
Samkvæmt Alþjóðlegu vinnumark-
aðsstofnuninni (ILO) er talið að um
200.000 iðnaðarmenn starfi í Kambó-
díu, sem flestir eru vanþjálfaðir,
treysta á daglaun og eru án verndar
stéttarfélaga.
Lágu sofandi þegar
byggingin hrundi yfir þá
Minnst 28 létust þegar sjö hæða bygging hrundi Tveir fundust á lífi í gær
AFP
Bjargað Viðbragðsaðilar flytja annan þeirra sem fannst á lífi í rústum sjö hæða byggingarinnar í gærmorgun.
Á slysstað Hun Sen í sjúkrabílnum
sem flutti annan hinna slösuðu í burtu.
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom til Sádi-Arabíu
í gærmorgun til að ræða við ráða-
menn þar vegna aukinnar spennu
milli Bandaríkja og Írans. Síðdegis
flaug hann áfram til Sameinuðu ar-
abísku furstadæmanna og ræddi við
ráðamenn þar um sömu mál. Heim-
sóknin var skipulögð á föstudag,
degi eftir að Íranar skutu niður
ómannaðan bandarískan dróna, en
eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu á laugardaginn var herlið
Bandaríkjamanna komið í við-
bragðsstöðu til að hefja árásir á
írönsk skotmörk í hefndarskyni fyrir
drónann. Hætt var við árásirnar á
síðustu stundu.
Sendu sameiginlega yfirlýsingu
„Við munum ræða við þá um
hvernig við getum fullvissað okkur
um að við séum hernaðarlega sam-
stillt og hvernig við getum byggt
upp hnattrænt bandalag,“ sagði
Pompeo í samtali við fjölmiðlafólk í
Washington áður en hann flaug af
stað til Arabíu. Sagði hann jafnframt
að Bandaríkin væru að leita að
bandalagi við lönd, „ekki einungis
við Persaflóa heldur einnig í Asíu og
í Evrópu, sem skildu þessa áskorun
og sem væru reiðubúin til að spyrna
við fótum gegn því ríki sem mest
styður við hryðjuverk (e. state spon-
sor of terror).“
Síðdegis í gær sendu Bandaríkja-
menn, Bretar, Sádi-Arabar og Sam-
einuðu arabísku furstadæmin frá sér
sameiginlega yfirlýsingu sem sagði:
„Við biðlum til Írans að hætta við
frekari aðgerðir sem ógna stöð-
ugleika á svæðinu, og hvetjum til
diplómatískra lausna til að draga úr
spennunni.“
Vilja draga úr
spennu við Írani
Pompeo heimsótti Araba í gær
AFP
Samstarfsmenn Salman, konungur
Sádi-Arabíu, og Pompeo í gær.
Samræmdum
prófum fyrir
fjórtán ára börn í
frönskum skólum
hefur verið
seinkað fram í
næstu viku vegna
hitabylgjunnar
sem nú ríður yfir
meginland Evr-
ópu. Þykir þessi
seinkun sér-
staklega óvenjuleg og til marks um
hversu alvarlegum augum menn
líta væntanlegan hita í Frakklandi.
Frökkum er enn í fersku minni
hitabylgjan sem reið yfir Evrópu
árið 2003 og er talin hafa banað um
15.000 manns í Frakklandi. Stjórn-
völd voru gagnrýnd fyrir það
hvernig þau brugðust við þá. Hins
vegar varði sú hitabylgja í tvær vik-
ur meðan sú sem nú ríður yfir á
samkvæmt spám að vara í nokkra
daga. Í París er áætlað að kælirými
fyrir almenning verði opnuð og að
bráðabirgðavatnshanar verði settir
upp.
FRAKKLAND
Prófum seinkað
vegna hitabylgju
Hiti Kona með
blævæng í Lyon.
Ítalski mafíufor-
inginn Rocco
Morabito flúði úr
fangelsi í höf-
uðborginni Mon-
tevideo í Úrúgvæ
seint á sunnudag.
Frá þessu
greindi innanrík-
isráðuneytið í
Úrúgvæ frá í
gær en Morabito
var að bíða þess að vera framseldur
til Ítalíu.
Ásamt þremur öðrum föngum
flúði Morabito „gegnum gat í þaki
byggingarinanar seint á sunnu-
dag“. Þar á eftir rændi hann ábú-
endur á bóndabæ í nágrenni fang-
elsisins, sagði í tilkynningunni frá
innanríkisráðuneytinu.
Morabito var handtekinn í Úrú-
gvæ árið 2017 eftir áratugi á flótta
frá lögreglu. Vita brot hans flest að
alþjóðlegum flutningi á fíkniefnum.
ÚRÚGVÆ
Ítalskur mafíósi
flúði fangelsi
Mafíósi Rocco
Morabito er laus.