Morgunblaðið - 25.06.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
✝ Gísli Jónssonbifreiðarstjóri
fæddist í Ólafsvík
3. ágúst 1931.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Brákarhlíð 14. júní
2019.
Foreldrar hans
voru Lára Bjarna-
dóttir, kaupmaður
frá Brimilsvöllum í
Fróðárhreppi, og
Jón Gíslason, póstmeistari frá
Hjarðarholti í Dölum. Systkini
Gísla voru: Birna, Úlfljótur og
Hörður, öll látin.
Gísli ólst upp í Ólafsvík ásamt
foreldrum sínum og systkinum
og vann m.a. á unglingsárum
við verslun foreldra sinna.
Hann stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni, tók
meirapróf og starfaði lengst af
sem bifreiðarstjóri í Ólafsvík,
en síðar sem verslunarmaður
og húsvörður í Reykjavík. Gísli
hafði mikið yndi af ferðalögum
og ungur að árum fór hann í
stjúpbörn Gísla eru: 1) Steinunn
Ósk Kolbeinsdóttir, f. 8. júlí
1957, gift Ísólfi Gylfa Pálma-
syni. Börn þeirra eru: a) Pálmi
Reyr, f. 8. október 1979, kvænt-
ur Bergrúnu Björnsdóttur og
eiga þau tvær dætur, b) Mar-
grét Jóna, f. 12. september
1984, sambýlismaður hennar er
Þórður Freyr Sigurðsson og
eiga þau tvær dætur, c) Kol-
beinn, f. 16. apríl 1986, kvæntur
Berglindi Ýri Jónasdóttur og
eiga þau tvö börn, d) Birta, f.
12. júlí 1988, sambýlismaður
hennar er Kristján Pétur Sæ-
mundsson og eiga þau eina
dóttur. 2) Sigurður Hreinsson,
f. 1. september 1962, sambýlis-
kona hans er Bryndís Hulda
Guðmundsdóttir. Börn þeirra
eru a) Anna Sesselja, f. 20. maí
1986, sambýlismaður hennar er
Ingvar Arndal Kristjánsson og
eiga þau tvo syni, b) Guðmund-
ur Andri, f. 30. júlí 1993, giftur
Gintare Dadurkiene sem á eina
dóttur, c) Steinunn Ósk, f. 19.
júní 2002.
Útför Gísla fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 25. júní
2019, og hefst athöfnin klukkan
15.
heimsreisu og einn-
ig margar ferðir til
Spánarstranda
ásamt fjölskyldu
sinni.
Árið 1967 giftist
Gísli Jónu Birtu
Óskarsdóttur, f. 16.
október 1934, frá
Hábæ í Þykkvabæ.
Þau bjuggu lengst
af í Ólafsvík en síð-
ar í Reykjavík. Síð-
ustu árin naut Gísli aðhlynn-
ingar á hjúkrunarheimilinu
Brákarhlíð í Borgarnesi.
Börn Gísla og Jónu Birtu eru:
1) Ragnheiður, f. 25. nóvember
1967. Börn hennar og Jóhanns
Pálmasonar eru: a) Askur, f. 26.
ágúst 1999, og b) Alfa, f. 7. des-
ember 2002, 2) Björk, f. 22. júní
1969, gift Guðbrandi Erni Arn-
arsyni. Börn þeirra eru a) Gísli
Örn, f. 14. september 1996, hans
sambýliskona er Eydís Ylfa Er-
lendsdóttir, b) Birnir, f. 7. októ-
ber 1996, c) Melkorka, f. 21.
mars 2002. Börn Jónu Birtu og
Takk, elsku pabbi, fyrir að gefa
mér mitt góða líf.
Takk fyrir að hafa verið alltaf
til staðar, stutt mig í einu og öllu,
kenndir mér svo endalaust margt.
Alltaf hafðir þú endalausa þolin-
mæði að hafa mig með í öllum
framkvæmdum. Ég var ekki há í
loftinu þegar þú byrjaðir að leyfa
mér að stússast í öllu með þér,
hvort sem það var að mála heilu
herbergin eða stússast í rafmagn-
inu og pípulögnunum. Við gátum
gert allt saman. Takk fyrir að
treysta mér, trúa á mig og styðja
mig.
Þú varst með svo stórt hjarta
og fjölskyldan var þér allt, alltaf
baðstu mig um að fara varlega.
Þú varst endalaust stoltur af
börnunum þínum.
Þú kenndir mér að nýta vel
hlutina og fara vel með eigur mín-
ar. Mikilvægi þess að eiga fyrir
hlutunum. Bera virðingu fyrir
mönnum og dýrum.
Þessa góðu minningu um þig
varðveiti ég og kem áfram til
komandi kynslóða.
Kveð ég þig með bæn sem við
fórum alltaf með eftir faðirvorið.
Við skulum ekki gráta og ekki tala ljótt
Þá verðum við svo falleg og vöxum við
svo fljótt
Við skulum lesa bænirnar þá sofum við
svo rótt
Guð og allir englarnir þeir vaka hveja
nótt.
(Karólína Jónsdóttir)
Nú veit ég að þú ert kominn í
fangið hennar mömmu og það
veitir mér huggun.
Þín yngsta dóttir,
Björk.
Pabbi þreyttist seint á því að
segja mér söguna um það þegar
hann fór til Reykjavíkur í nóvem-
berlok fyrir rúmum fimmtíu ár-
um að sækja okkur mömmu á
fæðingardeildina. Hann fór á
vörubílum, setti burðarrúmið á
vélarhlífina á milli sætanna og
kom okkur þremur til Ólafsvíkur
þar sem þau höfðu búið sér til
heimili í Hjarðartúninu. Ég var
fyrsta barn þeirra pabba og
mömmu og heima biðu þau Stein-
unn og Sigurður. Þetta var ein af
mörgum ferðum mínum í vöru-
bílnum með pabba sem endalaust
var umvafinn litlum farþegum því
allir vildu fá að sitja í bílnum
hans. Ég á svo margar góðar
minningar frá okkar samveru-
stundum, allar ljúfar og góðar því
pabbi minn var sá allra besti mað-
ur sem ég hef kynnst, alltaf sýndi
hann mér umhyggju, ást og alúð á
sinn einstaka, rólega og yfirveg-
aða hátt. Minningarnar eru marg-
ar frá æskustöðvum mínum í
Ólafsvík þar sem við bjuggjum
fram á mín fullorðinsár, fléttaðar
hafinu og höfninni, fuglunum og
náttúrunni, fjallinu og fossinum.
Allt hefur þetta mótað mig að
þeirri manneskju sem ég er í dag
og fyrir það er ég endalaust þakk-
lát.
Hann reyndist mér og börnum
mínum afar vel alla tíð, stóð þétt
við bakið á okkur í gleði og sorg.
Hans verður sárt saknað en okk-
ar huggun er sú að hann er nú
loksins kominn í ömmufaðm.
Hvíldu í friði, elsku pabbi minn.
Þín að eilífu,
Ragnheiður.
Smám saman dofnar glampinn
í augunum og sá sem okkur þótti
svo vænt um hefur fjarlægst okk-
ur smátt og smátt. Kveðjustundin
var löng, miklu lengri en slík
stund á að vera. Og við þurfum
kannski að hnippa aðeins í okkur
sjálf til að minna okkur á þann
sem hvarf.
Ég kynntist Gísla stjúpa mín-
um ung að árum þegar hann var
orðinn kærasti mömmu minnar. Í
fyrstu veitti hann okkur systkin-
unum, mér og Sigurði ekki mikla
athygli, hann var uppteknari af
mömmu. En þegar hann gerði sér
grein fyrir því að það var mamma
sem hann vildi, þá varð ekki aftur
snúið og við urðum umsvifalaust
hans krakkar, hans fjölskylda.
Gísli var ekki venjulegur karl
þess tíma. Hann var orðinn nokk-
uð roskinn piparsveinn sem bjó
einn hjá mömmu sinni við afar
gott atlæti. Það hljóta því að hafa
verið mikil viðbrigði að taka að
sér unga og athafnasama konu
sem átti þar að auki tvo óþæga
krakka. En Gísli gerði það með
bravör, eins og hann væri þaul-
æfður í þessu nýja hlutverki. Það
var ekki sjálfgefið á þessum árum
að menn væru góðir, þolinmóðir
og umhyggjusamir við annarra
manna börn, en það var hann svo
sannarlega og gerði aldrei upp á
milli okkar og systra okkar sem
síðar komu til sögunnar. Gísli var
eiginlega hálfgerður femínisti,
hafði gaman að því sem aðrir kall-
ar litu á sem kvennastúss og var
aldrei með neina karlrembu.
Hann hafði unun af eldamennsku
og átti sér þann draum að verða
bryti á skemmtiferðaskipi. Þá
hefði hann getað sameinað tvö
helstu áhugamálin, ferðalög og
eldamennsku, með dassi af
djammi um borð og sólböðum
þess á milli. En það varð ekki
hans hlutverk. Hann var ábyrgur
maður, sinnti sinni vinnu, vörubíl-
unum, mömmu og okkur af alúð
alla tíð. Hann dekraði mömmu á
margan hátt og lét það eftir henni
að flytjast til Reykjavíkur þó
meiri Ólsari væri vandfundinn.
Aðstæður í atvinnulífinu í Ólafs-
vík höfðu breyst, tekjumöguleik-
ar minnkað og hann var tilbúinn
að vinna við hin ólíklegustu störf í
Reykjavík. Hann vildi líka vera
nær fjölskyldunni, okkur krökk-
unum og barnabörnunum sem fór
nú óðum fjölgandi. Börnin mín
voru mikil afa- og ömmubörn og
er ég Gísla og mömmu alltaf
þakklát fyrir alla hjálpsemina. Og
ekki síst er ég þakklát Gísla fyrir
hans miklu umhyggju og alúð við
móður okkar í veikindum hennar.
Það er margs að minnast úr
uppeldinu í Ólafsvík, víkin sem
var okkar eigin heimur þar við
sem krakkarnir nutum lífsins á
okkar forsendum. Lífið var í föst-
um skorðum, matseðill vikunnar
alltaf sá sami, fiskur, grjóna-
grautur og yndisleg sunnudags-
steik. Gísli gerði ýmsar tilraunir í
matargerð, sveið sviðalappir, salt-
aði kjöt, flakaði fisk og verkaði
allskonar mat sem var fullur af
hollustu. Hann gerði mat sem til-
heyrði tvennum tímum, gamla
tímanum og nútímanum. Hér var
þó ekki boðið upp á neitt pakka-
fæði.
Ég er Gísla afar þakklát fyrir
að vera besti stjúpi sem hægt er
að hugsa sér. Undir yfirborði
þessa hægláta manns leyndist
stórt og hlýtt hjarta. Við fengum
að njóta þess og það var gott.
Góða ferð kæri vinur, skilaðu
kveðju til mömmu og allra hinna.
Þín,
Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.
Kær móðurbróðir okkar systk-
ina, Gísli Jónsson, er látinn og á
þeim tímamótum rifjast upp
minningar um hann og frændfólk-
ið okkar í Ólafsvík.
Þegar við vorum börn og
dvöldum á sumrin hjá ömmu okk-
ar, Láru Bjarnadóttur, í Hjarð-
arholti, bjó Gísli, sem þá var eft-
irsóttur piparsveinn, í
móðurhúsum. Afi okkar, Jón
Gíslason, var þá fallinn frá en
hann var frá Hjarðarholti í Dölum
og því var húsið þeirra í Ólafsvík,
sem þau byggðu árið 1930, nefnt
eftir æskuheimili hans í Dölunum.
Amma var frá Brimilsvöllum í
Fróðárhreppi.
Heimilið Hjarðarholt í Ólafsvík
var annálað menningar- og at-
hafnaheimili. Fyrir utan börnin
fjögur, móður okkar Birnu, Úlf-
ljót, Gísla og Hörð, var á heim-
ilinu ung stúlka, Hallveg Jóns-
dóttir, sem kom sem barnfóstra á
barnmargt heimilið. Halla, eins
og hún var kölluð, ílentist í Hjarð-
arholti og varð sem ein í systk-
inahópnum. Hörður lést rétt um
tvítugt af slysförum. Hann var
einstakt mannsefni og öllum
harmdauði. Amma bognaði vissu-
lega og hjarta afa okkar brast en
hann dó nokkrum misserum síð-
ar.
Enginn gististaður var í Ólafs-
vík þessa tíma og var oft leitað til
húsbændanna í Hjarðarholti
varðandi gistingu og viðurgjörn-
ing. Við munum svo vel þegar
sýslumaðurinn í Stykkishólmi,
með kaskeiti og gylltum hnöppum
prýddur, átti erindi sín til Ólafs-
víkur með fylgdarlið sitt. Þá var
öllu til tjaldað og handagangur
mikill í litla eldhúsinu hennar
ömmu. Eitt sinn var húsmóðirin
ekki heima en Gísli tók á móti
embættismönnunum með glæsi-
brag og bauð upp á íslenska kjöt-
súpu að hætti móður sinnar.
Á neðri hæðinni var rekin
margs konar starfsemi, má þar
nefna pósthús, fjölbreytta verslun
hvar seldar voru snyrtivörur,
kvenundirföt, vefnaðarvörur,
bækur og ritföng sem og trúlof-
unarhringir. Þar var einnig af-
greiðsla Eimskips og afgreiðsla
Morgunblaðsins. Langferðabíl-
arnir lögðu upp frá Hjarðarholti
og endastöð þeirra var á sama
stað. Í þessu fjöruga umhverfi
ólst Gísli upp í athafnasemi, dugn-
aði og eindrægni sinnar stóru fjöl-
skyldu.
Svo bar það við að árið 1965
kom ung og falleg kona, Jóna
Birta Óskarsdóttir, ættuð úr
Þykkvabænum, með tvö mann-
vænleg börn, þau Steinunni og
Sigurð, til sumardvalar til Hall-
dóru systur Jónu. Það var mikið
gæfuspor fyrir Gísla frænda okk-
ar, Jónu og börnin tvö þegar þau
síðan giftu sig og fluttu í nýbyggt
húsið að Hjarðartún 3 þar sem
fyrir voru Úlli frændi, Ingibjörg
Pétursdóttir og þeirra börn. Gísli
og Jóna eignuðust saman dæt-
urnar yndislegu Ragnheiði og
Björk.
Gísli var sérstakur barnakarl,
glaðlegur og ljúfur. Hann var
lengi vörubílstjóri í Ólafsvík. Það
var ævintýri fyrir litla frændfólk-
ið, einkum ungu drengina, að sitja
dögum saman með Gísla í vöru-
bílnum. Gísli var áhugasamur um
laxveiði og var um hríð með
Holtsá á Snæfellsnesi á leigu
ásamt Úlfljóti bróður sínum.
Hann var lunkinn veiðimaður og
tók okkur krakkana gjarnan með
í veiðiferðir, kenndi okkur að
veiða með spún og maðki.
Það er svo margt fallegt hægt
að segja um hann Gísla frænda
okkar en upp úr stendur að hann
var fyrst og fremst góður maður.
Með þakklæti og gleði þökkum
við Gísla Jónssyni og öllu okkar
góða frændfólki, sem horfið er,
fyrir samfylgdina.
Hildur og Hörður Birnu-
og Sigurðarbörn.
Sólarlagið er einstaklega fal-
legt í Ólafsvík þar sem ég kynnt-
ist öndvegismanninum Gísla,
kaupmannssyni á staðnum. Þá
var faðir Gísla, löngu látinn en í
versluninni sem alltaf var kölluð
Lárubúð var móðir Gísla, atorku-
konan Lára Bjarnadóttir frá
Brimilsvöllum. Þar vann einnig
kona Gísla, Jóna Birta Óskars-
dóttir. Þær voru báðar skapmikl-
ar dugnaðarkonur en vel fór á
með þeim engu síður. Gísli varð
ungur innanbúðarmaður og það
var sveifla á Láru kaupmanni
enda heimskona.
Það má segja að sól hafi verið
hvað hæst á lofti í lífi Gísla þegar
leiðir okkar lágu saman. Á þeim
tíma fórum við Steinunn Ósk
stjúpdóttir hans að rugla saman
reytum. Þau Gísli og Jóna tóku
mér með miklum hlýhug. Það var
reyndar ekki alveg rétti pólitíski
liturinn á stráknum að mati Gísla
og seinna var haft eftir Láru móð-
ur hans: „Hann er ósköp góður
greyið þó hann sé framsóknar-
maður.“ Líklega mesta hrós sem
ég hef fengið um ævina. Á þessum
tíma var Gísli áhugasamur Lions-
maður í bláum blazerjakka og það
var reisn yfir karli. Gísli hafði
yndi af því að ferðast og það hafði
Jóna Birta einnig og þau áttu
margar góðar stundir á Spánar-
ströndum. Hann sagði gjarnan
frá því að 1947 hefði hann fengið
úthlutað leyfi til að kaupa jeppa –
en hann seldi leyfið og fór í stað
þess í Evrópureisu með vinum
sínum. Slíkar ferðir voru afar fá-
tíðar á Íslandi á þeim tíma.
Gísli þótti án efa eftirsóknar-
verður piparsveinn. Hann hafði
reist ásamt bróður sínum stórt og
myndarlegt þriggja hæða og
þriggja íbúða hús í Ólafsvík. Það
urðu straumhvörf í lífi Gísla þeg-
ar hann og Jóna Birta hófu bú-
skap og giftu sig. Jóna átti fyrir
tvö börn, Steinunni Ósk og Sig-
urð. Fljótlega fæddust þeim dæt-
urnar Ragnheiður og Björk.
Heimilið var hlýlegt enda Jóna
mjög myndarleg í öllum verkum
sínum og Gísli hafði yndi af og
áhuga á matreiðslu sem fátítt var
um karla á hans aldri. Síðar reistu
þau sér nýtt hús við Ennisbraut í
Ólafsvík. Ungur keypti Gísli vöru-
bifreið sem hann gerði út meðan
hann bjó í Ólafsvík og hafði elsti
sonur okkar Steinunnar mikið
yndi af því að vera með afa sínum
í bílnum og þeir reiknuðu saman
hvað afi græddi í uppskipun eða
vegavinnu. Gísli græddi ekki eins
mikið þegar hann var að flytja
hljóðfærin fyrir okkur hljóm-
sveitartöffarana, en fékk stund-
um greitt í fljótandi formi sem
honum þótti reyndar betra en að
fá peninga. Það var oft glatt á
hjalla í Hjarðartúninu þegar
Tommi og Halldóra, systir Jónu,
eða Rögnvaldur frændi og Jóna á
Sandi komu í heimsókn.
Jóna og Gísli fluttu til Reykja-
víkur árið 1987. Þau unnu við
verslunarstörf í borginni og urðu
síðar traustir húsverðir í Breiða-
bliki í Efstaleiti. Sólin lækkaði á
lofti í lífi Gísla þegar Jóna Birta
veiktist af krabbameini og lést ár-
ið 2008. Síðustu árin bjó Gísli við
gott atlæti á hjúkrunarheimilinu
Brákarhlíð í Borgarnesi. Þar
hneig lífssól Gísla til viðar á bjart-
asta tíma ársins. Ég trúi á uppris-
una og að að handan taki á móti
honum vinir og ættingjar og aftur
hefjist gleðskapur eins og í
Hjarðartúninu forðum daga. Guð
blessi minningu Gísla Jónssonar.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Gísli Jónsson
✝ Erla Kristjáns-dóttir fæddist
þann 19. júlí 1932 í
Reykjavík. Hún
lést 1. júní 2019 á
HVE á Akranesi.
Hún var dóttir
hjónanna Unnar
Þorsteinsdóttur,
húsfreyju, frá
Bugðustöðum í
Helludal í Dölum,
og Kristjáns Vig-
fússonar, bifreiðarstjóra, frá
Úlfsbæ í Bárðardal í S.-
Þingeyjarsýslu.
Systir Erlu, Sólrún, f. 14. jan-
úar 1937, er búsett í Svíþjóð,
ekkja Jóns Friðsteinssonar.
Börn hennar eru Andrea, Vil-
borg, Kristján, Margrét, Unnar
og Guðjón.
Erla giftist þann 17. júlí 1966
Bjarna Steingrímssyni múrara,
f. 5. júní 1920, d. 27
ágúst 2014. Þau
stofnuðu sitt fyrsta
heimili í Reykhóla-
bænum, síðar á
Hraunteigi 22, og
enn síðar í Snæ-
landi 5. Bjarni
gerðist húsvörður
við Langholtsskóla
og Erla ganga-
vörður þar og
fluttu þau í hús-
varðaríbúð skólans og voru þar
búsett uns Bjarni lét af því
starfi 67 ára að aldri. Síðustu 14
árin bjuggu þau í Norðurbrún 1.
Erla átti sinn bás í Kolaport-
inu í mörg ár, þar sem hún seldi
m.a. lopapeysur sem hún prjón-
aði og málverk sem hún málaði.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 25. júní
2019, klukkan 15.
Elsku Erla frænka er komin í
sumarlandið til Bjarna síns og
hefur fengið hvíld frá veikindum
sínum.
Þau Erla og Bjarni voru ein-
staklega samrýnd hjón og voru
þau stór partur af æsku okkar
systra, mikill samgangur var á
milli heimilanna þar sem
mamma okkar Hólmfríður
(Lilla) og Erla voru dætur
bræðranna Kristjáns og Sigurð-
ar Lúthers frá Úlfsbæ í Bárð-
ardal. Það var mikill missir fyrir
Erlu þegar mamma okkar Lilla
Lúthers lést fyrir 12 árum enda
var mjög kært á milli þeirra og
einstakt samband, höfum við
systur gætt þess vel að rækta
samband okkar við Erlu eftir að
mamma lést.
Við yljum okkur við fallegar
minningar, munum þegar við
fengum að gista sem litlar stelp-
ur hjá þeim hjónum Erlu og
Bjarna, hjá þeim áttum við ávallt
öruggt skjól. Við munum eftir
spilakvöldunum, kókosbollutert-
unni, þegar við fengum að
hlaupa um Langholtsskóla þegar
Bjarni var húsvörður þar og
bjuggu þau Erla í íbúð í skól-
anum. Mikil tilhlökkun var hjá
okkur þegar þau fóru til útlanda
því þá færðu þau okkur systrum
fallegar gjafir við heimkomuna,
einstakar gjafir sem við munum
enn.
Eftir að mamma og pabbi
fluttu norður var ekki minna um
heimsóknir, þau Erla og Bjarni
voru dugleg að koma norður í at-
hvarfið sitt í Barnafelli. Bjarni
tók okkur með í veiðiferðir í
Barnafoss og berjatínslan á
haustin var fastur liður, bestu
bláberin á landinu koma frá
Barnafelli. Erlu þótti vænt um
æskuslóðir sínar og fólkið sitt í
sveitinni og fylgdist vel með ætt-
ingjum og vinum.
Síðustu ár hefur ætíð verið
fastur liður hjá okkur systrum
að kíkja í Kolaportið til Erlu
frænku þegar við förum til
Reykjavíkur. Skemmtilegast var
að koma henni á óvart, sjá svip-
inn á henni þegar við komum og
þá sérstaklega ef börnin okkar
voru með í för, þá ljómaði hún,
enda hefur hún fylgst vel með
þeim í gegnum árin.
Erla var hjartahlý kona sem
vildi allt fyrir okkur gera, hún
var einstaklega gjafmild og bera
heimilin okkar systra svo sann-
arlega merki um það. Hún Erla
var mjög listræn og á veggjum
okkar hanga falleg málverk eftir
Erlu, jólastellin sem hún málaði
á eru þau fallegustu í heimi. Á
heimilum elstu dætra okkar má
líka finna fallegu jólabollana frá
Erlu en hún passaði vel upp á að
þær fengju bollastell frá henni
þegar þær hófu búskap, því eng-
inn mátti vera útundan.
Við erum þakklátar fyrir að
Erla hafi komist norður sl. sum-
ar til okkar og litið á æskuslóðir
sínar í hinsta sinn, sú ferð var
henni afar dýrmæt og áttum við
góðar stundir með henni.
Erla missti mikið þegar
Bjarni hennar lést fyrir 5 árum,
en nú er hún loksins komin í
faðm hans aftur.
Við systur kveðjum kæra
frænku í dag, frænku sem alltaf
hefur verið okkur svo hlý og góð
og vottum ástvinum hennar sam-
úð.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Svava og Sif Lillu & Sigga-
dætur.
Erla
Kristjánsdóttir