Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 25
Bræðralag þeirra endurspegl-
aðist svo vel og fallega í gegnum
síðasta árið hans Didda. Þeir töl-
uðu saman í síma á hverjum degi
stundvíslega kl. 14.03 (eftir frétt-
ir). Þetta var fastur punktur. Svo
hittust þeir oft, borðuðu saman og
ferðuðust.
Núna hefur Diddi lagt af stað í
nýtt ferðalag. Þar sem hann er
aldrei einn.
Elsku hugrakki frændi minn,
blessuð sé minning þín.
Elsku Lonni Björg, Lilja Bryn-
dís, Örn Aron og fjölskyldur. Inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar.
Arnór Már Másson
(Addi frændi).
Við í stjórn akstursklúbbs
starfsmannafélags SVR sitjum
hljóðir og hugsum um liðnar
stundir. Við minnumst daga þar
sem úrlausnir og framkvæmd
aksturskeppna lágu ekki fyrir. Við
minnumst stunda þar sem við sett-
um saman lista yfir hugsanlegt að-
stoðarfólk. Við minnumst þeirra
aðila sem alltaf voru til staðar og
tilbúnir að gefa tíma sinn í verk-
efnið. Við minnumst vinar, Sigur-
björns Frímanns Halldórssonar,
sem gaf sér alltaf tíma í verkefnið.
Þau eru óteljandi verkefnin sem
Diddi tók að sér og tíminn sem
hann eyddi í samferðarfólk verður
ekki mældur í árum. Hann sinnti
félagsstörfum sem trúnaðarmaður
og ávann sér virðingu sem slíkur.
Hann átti margar samræður um
öll þau hjartans mál er skiptu máli,
við alla þá er vildu þau ræða. Hann
var ekki alltaf sammála öllu sem
sagt var, en hann fylgdi sannfær-
ingu sinni og stóð með sínu fólki.
Þau eru ófá skiptin, sem Diddi var
tekinn fyrir á árshátíðum og þorra-
blótum og alltaf hló hann manna
hæst að þeirri vitleysu. Hann átti
það líka til að kvarta ef ekki var
nóg um hann fjallað á þeim vett-
vangi. Það er ekki öllum gefið að
standa í félagslegu argaþrasi og af-
ar óeigingjörnum störfum, sem
flestir geta gagnrýnt, en vilja ekki
leggja á sig sjálfir. Þar gekk Diddi
af auðmýkt, farveg sem oft var
stórgrýttur og vandfarinn. Hann
bar hlutina ekki utan á sér og
kvartaði ekki undan álagi eða öðr-
um leiðindum sem fylgdu því að
sinna trúnaðarmálum starfsfélaga.
Hann talaði heldur ekkert um
sjálfan sig eða sín vandamál, veik-
indi eða veraldlega hluti, við aðra.
Hann fór sínar leiðir og var oftar
en ekki ráðgjafi í lífsdansi sam-
ferðarmanna sem áttu þar góðan
vin. Það er alveg víst að Diddi var
ekki mikið fyrir hólið, allavega
ekki í óhófi og þótt honum hafi
fundist hann hafa fullkominn
íþróttasmekk, sem aðdáandi KR
og Liverpool, þá tók hann því með
jafnaðargeði þegar minnst var á
ósigra þessara liða og benti jafnan
á þroskaleysi okkar hinna sem sáu
ástæðu til að núa salti í sárin. Hann
var hins vegar mættur með salt-
baukinn og saltaði allt og ekkert
þegar illa gekk hjá okkar liðum. Þá
var það líka okkar þroskaleysi að
halda að við myndum ekki fá end-
urgreitt af hans hálfu.
Diddi hóf ungur störf fyrir SVR,
sem síðar varð Strætó bs. og vann
þar alla sína starfsævi. Hann til-
heyrir þeim gamla armi vagnstjóra
SVR sem sinntu vinnu sinni af
kostgæfni og metnaði. Hann var
lengstum vagnstjóri, en sinnti síð-
ar stöðu varðstjóra. Þegar við
minnumst Didda og hugsum um
staði og stundir þar sem hlátur,
grín og gaman, einstaka rifrildi og
ósætti, samræður og skoðanir, áttu
sér líf og langan dag, þá minnumst
við félaga og vinar sem vildi leysa
alla hluti af einlægni og óvinur var
bara orð. Maður á marga kunn-
ingja en fáa vini. Sannur vinur er
sá sem kemur þegar allir aðrir
hverfa á braut.
Við þökkum þér samfylgdina
kæri vinur.
Hugheilar samúðarkveðjur til
fjölskyldu og aðstandenda.
Stjórn Ak.St.SVR,
Hörður Tómasson,
Jóhann Gunnarsson,
Kristján Kjartansson.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
✝ Rúnar HeiðmarGuðmundsson
fæddist á Húsavík
11. mars 1972.
Hann lést 8. júní
2019.
Hann var sonur
hjónanna Bertu J.
Einarsdóttur, f.
17.9. 1941, frá
Húsavík og Guð-
mundar Heiðmars
Gunnlaugssonar, f.
25.9. 1935, d. 14.8. 2005, frá
Skógum í Reykjahverfi.
Rúnar var yngstur í systkina-
hópnum, eldri eru Arna Heið-
mar, f. 22.4. 1965, og Harpa
Heiðmar, f. 19.5. 1966, báðar bú-
settar á Akureyri.
Rúnar kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Rannveigu Han-
sen Jónsdóttur, 3.8. 2006, dóttur
Ruthar Hansen, f. 28.2. 1944, d.
11.6. 2014, og Jóns Dans
Jóhannssonar, f. 22.1. 1943. Dæt-
tíma hjá Eimskip, en fór mjög
fljótlega í útkeyrslu hjá Vífilfelli
þar sem hann starfaði í tíu ár. Þá
lá leiðin til Ferro Zink þar sem
hann vann í fjögur ár á lager og
síðar í verslun, fyrir ári síðan hóf
hann störf hjá Straumrás.
Rúnar átti fjölmörg áhuga-
mál, hann stundaði skotveiði,
rjúpnaveiði hér áður en aðallega
gæsaveiði hin síðari ár. Hann
var félagsmaður í Skotfélagi
Akureyrar, stangveiði var hans
yndi, hvort sem það var silungs-
veiði í ám eða vötnum eða í gegn-
um ís, hann var einnig félags-
maður í Stangveiðifélagi Akur-
eyrar.
Í æsku var Rúnar löngum
stundum fram í Reykjahverfi
með föður sínum í Skógum í
ýmsum sveitastörfum. Hann réð
sig meðal annars 16 ára gamall
sem fjósamann að Hnjóti í Ör-
lygshöfn. Hann var einnig
kaupamaður hjá Siggu og Davíð
í Glæsibæ.
Rúnar og Rannveig keyptu
sér sumarhús haustið 2008 í
landi Laxamýrar.
Útför Rúnars fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 25. júní
2019, klukkan 13.30.
ur Rannveigar eru
Dana Ruth Hansen
Aðalsteins, f. 27.5.
1985, gift Andra
Rúnarssyni, f. 13.7.
1982. Börn þeirra
eru Júlía Hrund, f.
13.1. 2009, Bjarki
Snær, f. 16.1. 2012,
og Valur Elí, f.
11.10. 2018. Þau
búa á Húsavík. Kar-
en Ruth Hansen Að-
alsteins, f. 28.2. 1994, unnusti
hennar er Ragnar Már Arnfinns-
son Heinesen, f. 6.9. 1990, þau
búa á Akureyri.
Rúnar var fæddur og uppal-
inn á Húsavík. Hann vann hjá
Byggingarvörudeild KÞ, Bíla-
þjónustu Húsavíkur hjá frænda
sínum þangað til hann fór í
meiraprófið og hóf að keyra hjá
Alla Geira, síðar Flytjanda. Árið
2005 flutti hann til Akureyrar
með eiginkonu sinni, starfaði um
Ástin ber umbun sína í sjálfri
sér.
Elsku besti Rúnar minn, af
hverju þú fórst svona snöggt og
alltof ungur á ég erfitt með að
sætta mig við, en því get ég ekki
breytt og framundan er leiðin að
læra að lifa við breyttar aðstæð-
ur. Ég á svo margt annað til að
lifa fyrir, það mun hjálpa, en
fyrst af öllu mun það hjálpa mér
að rifja upp allar góðu stund-
irnar okkar, og það er ekki lítið
af þeim þó að ég hafi bara fengið
þig að láni í 15 ár.
Ég get fullseint þakkað for-
lögunum sem leiddu okkur sam-
an árið 2003, fyrst sem traustur
vinur sem þróaðist í annað og
meira. Á þeim tíma varstu ósköp
feiminn og óframfærinn, með
brotna sjálfsmynd. „Ég skil ekki
hvað þú sérð við mig?“ var
spurning sem ég þurfti ansi oft
að svara fyrstu árin, en það eru
mörg ár síðan þú komst yfir það,
og skildir og naust þess sem ást-
in og lífið hefur upp á að bjóða.
Þú varst barnlaus en „ég eignast
dætur þínar ef ég má eiga þær
með þér“. Strax kom í ljós að þú
sannarlega ætlaðir að vera
pabbi. Og auðvitað varðst þú afi
á sama hátt.
Minningarnar streyma og
þær eru svo góðar, en það að
eiga innihaldsríkt líf með besta
vini sínum þar sem við sinntum
okkar áhugamálum í sátt við
hvort annað og gerðum svo rest-
ina saman, það er svo mikils
virði. Það voru engir sparidagar
þar sem við vönduðum okkur í
samskiptum, hversdagsdagarnir
voru allir eins, hlaðnir væntum-
þykju og virðingu hvort fyrir
öðru. Við gerðum óspart grín
hvort að öðru en aldrei fór það
út í kvikindisskap, það var bara
svo gaman hjá okkur.
Svo gerðum við margt sem
þig hafði dreymt um. Eitt það
fyrsta var að fara til útlanda í
fyrsta skipti og hvert lá leiðin?
Auðvitað í Mekka veiðimanna,
Cabelas. „Ég er í himnaríki
Rannveig,“ ég vona svo innilega
að það sé alvöru Cabelas í
himnaríki.
Í örmum mínum óx þú, öðl-
aðist aukið sjálfstraust, tókst
fram hamarinn og smíðagræj-
urnar og gerðir bústaðinn okkar
sem við keyptum fyrir 11 árum
að okkar dásamlega hreiðri sem
það er í dag. Þú áttir marga
trausta vini sem þú sannarlega
ræktaðir sambandið við, alltaf
gafstu þér tíma til að stoppa við,
spjalla, knúsa fólk og fá fréttir
þegar þú hittir einhvern. Ótelj-
andi matarboð í Skógum á ég
minningar um, þú elskaðir að
bjóða fólki í mat og veita vel, það
fór enginn svangur frá okkur.
Mikið á ég eftir að sakna þín
þegar ég fer heim úr Skógum.
Þar var bara gengið í frágang án
orða, þú gerðir þitt og ég „oftast
mitt“ en mjög oft varstu búinn
með mitt líka, hjartagullið mitt.
Elsku sveitastrákurinn minn,
þú eyddir síðasta sólahringnum í
allt sem þú lifðir fyrir, mömmu-
matur, stöngin handleikin, byss-
an, girðingarvinna, og síðast en
ekki síst kúrðir þú hjá mér og
knúsaðir mig bless um morgun
og sagðir „sjáumst um hádeg-
isbil“. Ég á engar slæmar minn-
ingar, engin eftirsjá í neinu. „Ég
elska þig“ „love you too“ „love
you three“ „love you four“ „love
you more“ var grínið okkar, og
svo sannalega sýndir þú það í
verki að þú elskaðir mig út af líf-
inu alla daga.
Hjarta mitt er fullt af söknuði
en líka ást.
Þangað til við hittumst á ný.
Ps. Ég passa mömmu.
Þín
Rannveig.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku pabbi.
Orð fá ekki lýst hversu sárt
ég sakna þín og aldrei hefði mig
órað fyrir að þurfa að kveðja þig
svona snemma. Fáir eru svo lán-
samir að eiga náið og gott sam-
band við stjúpfeður sína og þrátt
fyrir að ég kynntist þér ekki fyrr
en ég var tíu ára gömul varstu
ekki lengi að vinna mig á þitt
band.
Þú varst minn helsti stuðn-
ingsmaður í náminu og hvattir
mig áfram þegar kvíðinn og efa-
semdin bankaði upp á. Mér er
það minnisstætt að ósjaldan kom
ég heim og rauk beint inn í her-
bergi. Þú komst nokkrum mín-
útum síðar, bankaðir létt á hurð-
ina, opnaðir smá rifu og
hvíslaðir: „Er ekki allt í góðu,
elskan?“ Við áttum ófá samtöl
um lífið og tilveruna og það var
alltaf gott að spjalla við þig. Þú
hafðir einstaklega góða nærveru
og varst mjög næmur á fólkið í
kringum þig. Ég gat alltaf treyst
á þig og mömmu.
Þú hafðir stóran og hlýjan
faðm og krafðist þess iðulega að
fá knús og koss í hvert skipti
sem við kvöddumst, sama hversu
stutt væri þar til við hittumst
næst. Fátt var ósagt á milli okk-
ar og það hlýjar mér um hjarta-
rætur að hafa verið búin að
segja þér hvernig mér leið.
Verst þykir mér þó að þú munir
ekki fá tækifæri til að leiða mig
upp að altarinu og kynnast börn-
unum mínum þegar sá tími kem-
ur.
Ég er þér ævinlega þakklát
fyrir að hafa valið móður mína
sem förunaut í lífinu og fyrir að
hafa ákveðið að verða pabbi
minn. Ég elska þig og mun alltaf
gera.
Þín dóttir,
Karen Ruth.
Af öllu hjarta allt mitt líf.
Í dag kveð ég son minn og
besta vin. Þessi rólegi og ynd-
islegi góði sonur, vinur og félagi,
sem deildi gleði og sorgum með
mér alla tíð. Sárt sakna ég þín,
elsku Rúnar minn. Með þakklæti
og auðmýkt bið ég fyrir þér. All-
ar góðu stundirnar okkar geymi
ég í hjarta mínu. Aldrei féll
skuggi á lífsgöngu okkar saman.
Gæfusporið þitt var að hitta
Rannveigu sem þú elskaðir af
öllu hjarta. Þið voruð innilegir
vinir, gerðuð allt saman, voruð
eins og eitt alla tíð. Það var okk-
ar gæfa að þú komst með þessa
yndislegu konu inn í fjölskyld-
una. Takk fyrir að vera þú, elsku
Rannveig mín. Megi góðu engl-
arnir hjálpa okkur að halda
áfram. Elsku Atli og Sif, stórt
faðmlag til ykkar fyrir einstaka
vináttu við Rúnar, alltaf.
Með virðingu og þakklæti fyr-
ir allt, elsku Rúnar minn.
Þín
mamma.
Kveðja frá systrum og
fjölskyldum
Í dag kveðjum við litla bróður,
mág, frænda og vin. Við skiljum
ekki hvað hefur gerst, hann er
allt of ungur til að kveðja okkur
núna í blóma lífsins. En það er
ekki í okkar höndum að stjórna
því. Þegar við sitjum og rifjum
upp liðna tíð þá minnast börnin
okkar þess hve barngóður og
skemmtilegur Rúnar var þegar
verið var að heimsækja ömmu
og afa á Húsavík. Seinna kynnist
Rúnar Rannveigu sinni og var
dásamlegt að sjá hve samhent
þau voru að láta draumana ræt-
ast með ferðalögum, vinnu við
fallegt heimili og sumarbústað-
inn þar sem Rúnar naut sín við
veiði og að geta dvalið í sveitinni.
Missir þinn er mikill, Rannveig
mín, og ekki síður mömmu sem
átti einstaklega fallegt og náið
samband við sinn son. Við mun-
um aldrei gleyma en nú reynum
við að standa saman og þökkum
fyrir þann tíma sem við áttum.
Hvíldu í friði, elsku Rúnar.
Arna, Harpa og fjölskyldur.
Æ, hvar er leiðið þitt lága?
Mig langar að mega
leggja á það liljukrans smáan,
því liljurnar eiga
sammerkt með sálinni þinni
og sýna það, vinur minn besti,
að ástin er öflug og lifir
þótt augun í dauðanum bresti.
(Jóhann Sigurjónsson)
Við höfum misst góðan vin og
samferðamann.
Minningin mun lengi lifa.
Atli Vigfússon,
Sif Jónsdóttir.
Rúnar Heiðmar
Guðmundsson
✝ GuðmundurArnarsson
fæddist í Reykjavík
5. apríl 1959. Hann
lést á heimili sínu á
Lærdalseyri í Nor-
egi 16. maí 2019.
Foreldrar hans
voru Arnar Guð-
mundsson, f. 1.
október 1931, d.
20. júní 2018, og
Elsa Unnur Guð-
mundsdóttir, f. 20. maí 1934, d.
24. febrúar 2017. Systkini Guð-
mundar eru Svanhildur, f. 8.
ágúst 1955, Guðfinna, f. 27.
október 1956, Hrönn, f. 6. nóv-
ember 1961, Arna Bára, f. 13.
september 1964, og Linda Rós,
f. 23. apríl 1983.
Guðmundur kvæntist Sigur-
björgu Gunnars-
dóttur 30. maí
1987. Börn þeirra
eru: 1) Reynheiður
Þóra, f. 14. apríl
1985, maki Svanur
Örn Þrastarson, f.
8. apríl 1981, börn
þeirra Hafrós
Lilja, f. 7. janúar
2013, og Hrafn El-
ís, f. 19. október
2015. 2) Arnar Jak-
ob, f. 31. mars 1987, maki Þor-
gerður Egilsdóttir, f. 16. febr-
úar 1979, barn þeirra Sólveig
Sigurbjörg, f. 23. desember
2016.
Minningarathöfn fer fram
frá kapellunni í Hafnarfjarð-
arkirkjugarði í dag, 25. júní
2019, klukkan 15.
Það er skrítin tilfinning að
vera ekki lengur við fimm
systkinin. Tvær eldri systur,
bróðir okkar í miðjunni og svo
tvær yngri. Hann bróðir okkar
fékk ómælda samúð fyrir það
að vera umvafinn systrum.
Hann var ólátabelgur á meðan
við systurnar vildum helst lesa,
hlusta á Bítlana eða jafnvel
prjóna!
Hann Gummi okkar var
strákur sem var uppátækja-
samur og hafði yndi af að fikta
í öllu sem hægt var að taka í
sundur en honum fannst það
ekki endilega nauðsynlegt að
setja hlutina saman aftur. Okk-
ur þótti ósköp vænt um hann
bróður okkar og það er skrítið
að hann er ekki lengur hérna í
veröldinni með okkur hinum.
Við áttum okkur sameiginlega
sögu frá uppvexti okkar og það
er ekki lítils virði.
Í desember greindist Gummi
með langt gengið krabbamein
en hann hafði verið búsettur í
Noregi undanfarin átta ár. Í
febrúar fórum við þrjár af
systrunum og heimsóttum hann
og Sifu eiginkonu hans í Leir-
dalinn þar sem þau höfðu kom-
ið sér upp fallegu heimili. Þau
hefðu átt þrjátíu og tveggja ára
brúðkaupsafmæli núna í maí.
Gummi og Sifa eignuðust tvö
börn, þau Arnar Jakob og
Reynheiði Þóru, og barnabörn-
in eru þrjú og það fjórða á leið-
inni. Hann var mikill afi og
þegar þau Sifa töluðu um ferð-
ina sem þau fóru með börnin og
barnabörnin í Legoland birti
yfir honum. Hann var svo glað-
ur að hafa náð öllum saman í
þessa skemmtilegu fjölskyldu-
ferð.
Það var erfitt að horfa upp á
bróður okkar sem aldrei gat
setið kyrr, vera orðinn það
veikan að hann varð að sætta
sig við að eiga erfitt með flest-
allt.
Hann gat þó alltaf grínast og
fíflaðist ýmist í hjúkrunarfólk-
inu eða okkur hinum.
Hann og við vorum svo
ánægð með að hittast þrátt fyr-
ir kringumstæðurnar og það
var svo gott að sjá hvað þau
Sifa náðu að ganga þétt saman
þessa stigu sem fæst okkar
vilja fara.
Í apríl náði hann að fagna
sextugsafmælinu sínu í faðmi
fjölskyldunnar. Stuttu seinna
var ljóst í hvað stefndi og vildu
þau Sifa aðeins komast út úr
aðstæðunum og þrátt fyrir
veikindin fóru þau í sumarhús
einnar okkar til Spánar. Það
reyndist ljúfsár tími því það
var ljóst hversu langt leiddur
hann Gummi okkar var en hann
vildi njóta hverrar mínútu eins
og hann mögulega gat. Sem
hann og Sifa gerðu, þvílíkar
hetjur, bæði tvö.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Svanhildur, Guðfinna,
Hrönn og Arna Bára.
Gummi bróðir fékk ekki
nógu langan tíma með okkur,
hann lifði hratt og fór allt of
snemma úr þessum heimi. Eng-
an grunaði að ekki yrði ár á
milli feðganna.
Þeir geta nú þrasað um
hvaðeina, rökrætt gengi Man-
chester United og allt milli
himins og jarðar, lausir við
kvalir þessa lífs. Sá eldri sadd-
ur lífdaga en því miður ekki sá
yngri.
Það var aldrei lognmolla í
kringum Gumma. Mörg símtöl,
fyrst yfir í Hafnarfjörð og svo
til Lærdals í Noregi, fólu í sér
orðin: „Og hvað gerði Gummi
nú?“ Fréttist til dæmis af
virðulegum afa að nálgast sex-
tugt sem ákvað að taka kaffi-
pásuna sína sitjandi á grein í
háu tré í Noregi.
Verst var að ótuktar greinin
gaf sig og Gummi hrapaði
greina á milli niður á jörð.
Mætti kappinn merkilega hress
í vinnuna daginn eftir.
Gummi kom nefnilega alltaf
niður á fótunum í hverju sem
hann lenti.
Hann lamaðist eftir mislukk-
aða brjósklosaðgerð, og þá var
einfaldlega ekkert annað í spil-
unum en að læra að ganga á ný
og trúði ekki nokkur því þegar
frá leið að þessi fílhrausti mað-
ur hefði verið bundinn við
hjólastól um tíma.
Það var gaman að fylgjast
með Gumma og Sifu verða að
afa og ömmu. Ferðir í verslanir
með þeim í Noregi voru ein-
staklega áhugaverðar þar sem
Gummi birtist gjarnan hlaðinn
bleikum kjólum og barnadóti
fyrir afabörnin.
Gummi var heljarmenni að
burðum og einn sá litríkasti
maður sem ég hef orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að þekkja.
Heimurinn missti stóra rós úr
hnappagati sínu þegar krabba-
meinið bar sigur úr býtum eftir
snarpa baráttu.
Ég votta Sifu mágkonu,
Reynheiði, Arnari og fjölskyld-
um þeirra mína dýpstu samúð.
Linda Rós Arnarsdóttir.
Gummi kom inn í líf mitt
þegar hann var um fjórtán ára
gamall.
Hann bjó eftir það hjá pabba
sínum og mér. Eftir að hann
stálpaðist og eignaðist eigin
fjölskyldu með henni Sifu sinni,
þau Reynheiði og Arnar, þá
voru þau í miklu og góðu sam-
bandi við okkur.
Ávallt var Gummi tilbúinn að
rétta gömlu hjónunum hjálpar-
hönd.
Hans er sárt saknað og fékk
hann skemmri dvöl í þessu
jarðlífi en réttmætt hefði verið.
Elsku Sifa, Reynheiður, Arn-
ar og fjölskyldur, ég votta ykk-
ur mína dýpstu samúð.
Sólveig Guðrún
Kristjánsdóttir.
Guðmundur
Arnarsson