Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 50 ára Lilja er Akur- eyringur en býr í Nes- kaupstað. Hún er hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og starfar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Maki: Hákon Erluson, f. 1967, starfs- mannastjóri Síldarvinnslunnar. Börn: Sylvía Kolbrún, f. 1993, Hákon Huldar, f. 2002, og Sólveig Sigurjóna, f. 2008. Barnabarn: Hákon Hólm Blöndal. Foreldrar: Ágúst Ellertsson, f. 1946, vél- stjóri, og Sigríður Ásdís Sigurðardóttir, f. 1948, skrifstofumaður. Þau eru búsett á Akureyri. Lilja Ester Ágústsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Þér finnst þú eitt- hvað týnd/ur og tröllum gefin/n en með haustinu rofar til. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólki finnst þú áhugaverð/ur af því þú hefur ævinlega ferska sýn á viðfangs- efnið. Skemmtu þér með fjölskyldunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hak- anum. Þú ert ekki að missa af lestinni þó þú sért komin/n yfir þrítugt hvað mennt- un varðar, láttu slag standa. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Streita er kannski óþægileg, en hún er ástæðan fyrir frábærum árangri þínum. Fólk er fljótt að fyrirgefa ef það er beðið afsökunar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess síðar í sumar. Hertu upp hugann. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu ekki verkefni safnast fyrir á skrifborði þínu. Fólk í kringum þig er flinkt í að þykjast, og þú ert jafn góð/ur leikari þegar þú þarft á að halda. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ástæðulaust að troða öðrum um tær þegar hægt er að ná takmarkinu öðruvísi. Kæruleysi í fjármálum er ekki í boði hjá þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur nægan kraft til að draga að þér hvað sem þú vilt. Þú missir móðinn í smástund en kemur svo tvíefld/ ur til baka. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er í lagi að vilja ekki lána eitthvað sem maður á. Heilsufarið hefur ekki verið upp á það besta síðustu vikur en allt stefnir þetta í rétta átt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óvænt atvinnutilboð gæti bor- ist þér í dag. Ekki reyna að leyna fjölskyld- una líðan þinni, hún sér í gegnum þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eitthvað verður til þess að trufla þitt daglega mynstur. Þér finnst fok- ið í flest skjól í ástarsambandinu en þú vilt samt ekki gefast upp. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ágreiningur er partur af lífinu – hagaðu seglum eftir vindi. Sýndu öðrum þínar bestu hliðar. Ekki mála alltaf skratt- ann á vegginn um leið og á móti blæs. starfsmenn úr fluginu reglulega og dunda mér á yndislegri jörð sem við eigum vestur á fjörðum ,,Í dag fer ég daglega út að ganga með Bjart, hundinn okkar, hitti góða og gamla vini og sam- H arald Snæhólm fæddist í Þránd- heimi í Noregi 25. júní 1939. Hann fluttist með for- eldrum sínum til Íslands árið 1946 og ólst svo upp í Kópavogi þar sem hann hefur búið alla tíð síðan. Hann gekk í Kópavogsskóla, sem þá var eini barnaskólinn í Kópavogi, fór síðan í Reykjaskóla í Hrútafirði þaðan sem hann lauk landsprófi. Vegna þrúgandi og ævarandi flugbakteríu lagði hann land undir fót, fór aftur til Noregs árið 1957 og hóf flugnám við Thor Solberg flugskólann í Tönsberg og lauk þaðan flugprófi, þá 19 ára gamall. Að loknu flugnámi starfaði Har- ald hjá A/S Norrönalfy við póst- flug í Noregi á sjóflugvélum og hjá flugfélaginu Continentale í Þýska- landi á fjörkunum eða DC-4. Hann starfaði ásamt atvinnufluginu sem þjálfunar- og eftirlitsflugstjóri hjá Flugleiðum og Icelandair í 26 ár. Harald flaug sitt síðasta áætl- unarflug hinn 24. júní árið 2004 og lauk þar með 46 ára avinnuflugi sem hófst í Noregi. „Ég vil þakka farsælt ævistarf með góðum og traustum félögum.“ Harald er handhafi flug- skírteinis númer 370 á Íslandi. Hann var ráðinn til Loftleiða hf. árið 1961, fyrst sem aðstoðar- flugmaður en hann varð flugstjóri hjá Loftleiðum árið 1965, þá 25 ára gamall. Hann flaug talsvert fyrir Cargolux á árunum 1970-1980, var þriðji flugstjórinn hjá félaginu þegar það tók til starfa, og Air India Cargo 1980-1982, flaug í mörgum pílagrímaflugferðum Loftleiða og Flugleiða og fyrir Hjálparstarf kirkjunnar eða Joint Church Airlift í Bíafrastríðinu ár- ið 1969. Hann var í áhöfn einnar flugvélar félagsins sem var skotin niður í lendingu á Uli-flugvellinum í einni af næturflugferðunum á milli Bíafra og portúgölsku eyj- unnar Sao Tome. Harald var einn af þeim fimm Íslendingum sem lifðu af hið hörmulega flugslys á Srí Lanka í nóvember árið 1978. þar sem er bæði skot- og stanga- veiði og keyri svo stundum um landið um mitt sumar. Fjölskyldan Harald Snæhólm, fyrrverandi flugstjóri – 80 ára Hjónin Harald Snæhólm og Þórunn Hafstein stödd á Flugsafni Íslands á Akureyri. Með flugbakteríuna í blóðinu Flugstjórinn Harald í háloftunum á Boeing 757. Vestur á fjörðum Harald og Bjartur. 30 ára Viktor er Hafn- firðingur en býr í Vest- urbæ Reykjavíkur. Hann er með BA í ljós- myndun frá Berlín og starfar sem ljósmynd- ari á auglýsingastof- unni Sahara. Maki: María Dagbjört Sveinsdóttir, f. 1989, vinnur við móttöku hjá Reykjavík- urborg í Borgartúni. Dóttir: Una Viktorsdóttir, f. 2015. Foreldrar: Þorlákur Richard Rich- ardsson, f. 1969 og varð fimmtugur í gær, starfsmaður Morgunblaðsins, bús. í Hafnarfirði, og Steinunn Bára Þorgils- dóttir, f. 1968, sjúkraliði á Hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík, bús. í Grindavík. Viktor Richardsson Til hamingju með daginn Reykjavík Óliver Leó Þórisson fædd- ist 20. september 2018 á Landspít- alanum í Reykjavík, kl. 17.27. Hann vó 4.010 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Sandra Sif Sverrisdóttir og Þórir Björgvinsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.