Morgunblaðið - 25.06.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.2019, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 10. UMFERÐ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Eftir að Íslandsmeistarar Vals og þeirra erfiða byrjun í Pepsi Max- deild karla í knattspyrnu var aðal- umræðuefnið í fyrstu umferðunum beinast spjótin nú fast að FH- ingum. FH tapaði fyrir KR í gríðar- lega mikilvægum leik í 10. umferð- inni um helgina, situr í 7. sæti og er ellefu stigum frá toppnum. Sumarið í fyrra var vonbrigði hjá FH, en eftir sama leikjafjölda í fyrra var FH samt með fjórum stigum meira en nú og var aðeins tveimur stigum frá toppnum. Hafnfirðingar hafa nú aðeins náð í tvö stig af síð- ustu 15 mögulegum og eru allt í einu aðeins tveimur stigum fyrir ofan Valsmenn. Þar sem Valur hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum, síðast 1:0 gegn Grindavík, er ekki ástæðulaust að pressan er farin að færast yfir í Hafnarfjörðinn. Það eru hins vegar KR-ingar sem hafa sýnt mestan stöðugleika og hafa unnið Val og FH í síðustu tveimur leikjum sínum. Sex sigrar í röð hjá Vesturbæingum, sem gefur liðinu eins stigs forskot á Breiðablik, en liðin mætast einmitt í næstu um- ferð. Þar eru gríðarlega mikilvæg stig í titilbaráttunni í boði, en liðin hafa skilið sig svolítið frá pakkanum sem er í baráttu um Evrópusæti. Blikarnir verða nú án Jonathans Hendrickx sem er farinn frá félag- inu eftir að hafa verið einn besti leik- maður deildarinnar. Innkoma Arn- ars Sveins Geirssonar í vor er enn mikilvægari af þeim sökum og þá leysti hinn ungi Davíð Ingvarsson hlutverk sitt vel í síðasta leik. Þjálf- arinn Ágúst Gylfason boðar hins vegar breytingar þegar félaga- skiptaglugginn opnast í byrjun næsta mánaðar, en skarðið sem Hendrickx skilur eftir sig er stórt. Þakkaði traustið og vel það Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks, er besti leikmaður 10. umferðar að mati Morgunblaðsins. Eftir að hafa breytt leik Blika með innkomu sinni af bekknum í leiknum á undan endurheimti Aron sæti sitt í byrjunarliðinu gegn ÍBV í umferð- inni og átti heiðurinn af tveimur mörkum liðsins í 3:1-sigri. Hann fór æði oft illa með Eyjamenn með hraða sínum og tækni á vinstri vængnum og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína. Aron er nú efstur Blika í einkunnagjöf blaðsins í ár. Aron er 23 ára gamall, fjölhæfur miðju- og sóknarmaður, og er að spila sitt þriðja tímabil með Blikum. Hann hefur skorað 12 mörk í 48 leikjum með liðinu í efstu deild, þar af fjögur í sumar, en hann kom þangað frá ÍBV þar sem hann spilaði í tvö ár. Þá lék Aron áður með Fram og uppeldisfélagi sínu Þrótti R. Hann á að baki 111 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 24 mörk. Yngsti markaskorari í átta ár HK-ingurinn Valgeir Valgeirsson er besti ungi leikmaður 10. umferðar að mati Morgunblaðsins. Hann skor- aði seinna mark HK í 2:0-sigrinum á ÍA og er þetta fyrsta mark hans í meistaraflokki á Íslandsmóti. Val- geir er aðeins 16 ára og 273 daga gamall og er yngsti markaskorari efstu deildar síðan Hjörtur Her- mannsson skoraði fyrir Fylki gegn Víkingi árið 2011, þá 16 ára og 215 daga gamall. Eiður Smári Guðjohn- sen á enn metið, en hann skoraði 15 ára og 253 daga gamall fyrir Val gegn ÍBV árið 1994. Valgeir á að baki 17 leiki með U17 ára landsliði Íslands og var í stóru hlutverki með liðinu í úrslitakeppni Evrópumóts 17 ára landsliða á Ír- landi í síðasta mánuði. Þar spilaði hann allar mínútur í öllum þremur leikjum Íslands þar sem liðið vann Rússland en tapaði fyrir Portúgal og Ungverjalandi. Pálmi kominn í fámennan hóp  Pálmi Rafn Pálmason, leik- maður KR, spilaði sinn 400. deild- arleik á ferlinum, innanlands sem erlendis, þegar KR vann FH í Kaplakrika, 2:1. Pálmi er aðeins 25. íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem nær að spila 400 deildarleiki á ferlinum en sá þriðji sem nær því á þessu ári. Hinir eru Aron Einar Gunnarsson og Bjarni Ólafur Eiríksson. Pálmi Rafn, sem er 34 ára gamall, spilaði sinn fyrsta leik með Völsungi árið 2000. Einnig lék hann hér heima með KA og Val áður en hann fór til Noregs og spilaði 166 deildarleiki með Stabæk og Lilleström. Hann er nú á sínu fimmta tímabili með KR og hefur leikið með liðinu 94 deildar- leiki, en fyrr á þessu keppnistímabili skoraði Pálmi sitt 100. deildarmark á ferlinum.  Sindri Snær Magnússon, fyr- irliði ÍBV, spilaði sinn 100. leik í efstu deild í umferðinni þegar Eyja- menn töpuðu 3:1 fyrir Breiðabliki.  Tveir leikmenn skoruðu sín fyrstu mörk í efstu deild hér á landi í umferðinni. Telmo Castanheira skoraði fyrir ÍBV í tapinu fyrir Breiðabliki og Alexander Groven skoraði fyrir KA í 4:3-tapi fyrir Vík- ingi R. í markaleik fyrir norðan.  Hinn 17 ára gamli Jón Gísli Ey- land, leikmaður ÍA, spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild þegar ÍA tap- aði 2:0 fyrir HK. Þá spilaði Skúli Jón Friðgeirsson sinn fyrsta leik í sumar með KR, en hann hefur verið lengi frá vegna höfuðmeiðsla. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Óskar Örn Hauksson, KR 10 Aron Bjarnason, Breiðabliki 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 8 Ólafur Karl Finsen, Val 8 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 8 Damir Muminovic, Breiðabliki 7 Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 7 Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 6 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki 6 Ásgeir Marteinsson, HK 6 Brandur Olsen, FH 6 Guðmundur Kristjánsson, FH 6 Helgi Valur Daníelsson, Fylki 6 Jónatan Ingi Jónsson, FH 6 Marcus Johansson, ÍA 6 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 6 Leikmenn með fi mm M: Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK, Ásgeir Eyþórsson, Fylki, Birkir Már Sævarsson, Val, Björn Berg Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 7 Ólafur Karl Finsen, Val 5 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 5 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 5 Pálmi Rafn Pálmason, KR 5 Markahæstir Breiðablik 55 KR 54 ÍA 46 Stjarnan 46 KA 43 Valur 42 Fylkir 40 HK 40 FH 39 Víkingur R.39 Grindavík 35 ÍBV 27 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 10. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 3-4-3 Arnar Freyr Ólafsson HK Aron Bjarnason Breiðabliki Ólafur Karl Finsen Val Alex Þór Hauksson Stjörnunni Guðmundur Andri Tryggvason Víkingi R. Hilmar Árni Halldórsson Stjörnunni Tobias Thomsen KR Valgeir Valgeirsson HK Viktor Örn Margeirsson Breiðabliki Bjarni Gunnarsson HK Kristinn Jónsson KR Bryde, HK, Einar Logi Einarsson, ÍA, Elfar Árni Aðalsteinsson, KA, Elias Tamburini, Grindavík, Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni, Gunnar Þorsteinsson, Grindavík, Hannes Þór Halldórsson, Val, Höskuldur Gunn- laugsson, Breiðabliki, Kolbeinn Þórðar- son, Breiðabliki, Sölvi Geir Ottesen, Víkingi R., Víðir Þorvarðarson, ÍBV 3 3 4 FH tekur við pressunni  FH hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum en Valur hefur rétt úr kútnum  Meðbyrinn er allur með KR-ingum  Breytinga að vænta hjá Blikum Morgunblaðið/Hari Öflugur Aron Bjarnason reyndist ÍBV afar erfiður í sigri Breiðabliks. Ljósmynd/HK Ungur Valgeir Valgeirsson, 16 ára, skoraði sitt fyrsta mark fyrir HK.  Körfuknattleikskappinn Arnór Her- mannsson er genginn til liðs við ÍR. Arnór kemur til félagsins frá Breiða- bliki sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Arnór átti flott tímabil með Blikum og skoraði 7 stig að meðaltali í vetur og gaf 4 stoðsendingar. ÍR lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð þar sem Breiðhyltingar töpuðu í oddaleik gegn KR í Vesturbænum.  Helgi Mikael Jónasson dæmir leik Prishtina frá Kósóvó og St Joseph’s frá Gíbraltar í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu sem fram fer í Pristina á fimmtudaginn. Honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson og fjórði verð- ur Þorvaldur Árnason.  Varnarjaxlinn Sverrir Pálsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samn- ing við Íslandsmeistara Selfoss í handbolta. Sverrir hefur verið lykil- maður í varnarleik Selfoss-liðsins frá því hann fór upp með liðinu á sínum tíma og í úrslitakeppninni um Íslands- meistaratitilinn í vor átti hann frá- bæra leiki í miðju varn- arinnar. Selfyss- ingar gengu loks frá þjálf- ara- málum sínum á dögunum en Grímur Hergeirsson var ráðinn þjálfari liðsins í stað Patreks Jóhannessonar sem er tekinn við danska úrvalsdeildarlið- inu Skjern. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.