Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 Línur eru aðeins farnar að skýrast í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu nú þegar deildin er rétt að verða hálfnuð. Fram til þessa hefur mótið verið skemmtilegt þar sem margir ungir og sprækir strákar hafa komið fram á sjónarsviðið. Ég held að það sé nokkuð ljóst að meistarabikarinn fer úr bikaraskápnum á Hlíðarenda en Valur, meistari síðustu tveggja ára, er í áttunda sæti heilum 13 stigum á eftir toppliði KR. Valsmenn hafa valdið mikl- um vonbrigðum í sumar og sömu sögu er að segja um FH-inga. Þessi lið ætluðu sér stóra hluti en spilamennska beggja liða hef- ur verið langt undir væntingum. KR-ingar sendu skýr skila- boð úr Kaplakrika í fyrrakvöld þegar þeir lögðu FH-inga að velli. Þetta var sjötti deildarsigur KR- inga í röð og þeir og Blikar eru þau lið sem mér þykir líklegust til að slást um titilinn í ár. Liðsheildin hefur verið aðalsmerki hjá KR og Breiðabliki í sumar og það verður áhuga- verður slagur á mánudaginn þeg- ar toppliðin tvö eigast við á Meistaravöllum. Í millitíðinni spila liðin í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar þar sem Breiðablik tekur á móti Fylki og KR fær Inkasso-lið Njarðvíkur í heimsókn. Það stefnir líka í spennandi fallbaráttu. Það verður að segjast eins og er að falldraugurinn er á sveimi í Eyjum en ÍBV hefur að- eins náð að vinna einn leik af níu leikjum sínum í deildinni. Eyja- menn binda vonir við að Gary Martin blási nýju lífi í leik liðsins en hann verður löglegur með lið- inu 1. júlí. Ég tel að HK, Grindavík og Víkingur verði með ÍBV í bar- áttunni um að forðast fallið í ár. BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is HM Í FRAKKLANDI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Svíþjóð og Bandaríkin tryggðu sér í gær sæti í 8-liða úrslitum HM kvenna í fótbolta og miðað við sög- una þá ætti það ekki að koma nein- um á óvart. Bandaríkin hafa nú kom- ist á þetta stig keppninnar í öll átta skiptin sem hún hefur verið haldin, en aðeins Þýskaland getur státað sig af því sama. Svíþjóð er svo komin í 8- liða úrslitin í sjötta sinn því liðið hef- ur aðeins tvívegis fallið úr keppni fyrir þau, árin 2007 og 2015. Svíþjóð sló Kanada út í gær með 1:0-sigri þar sem Stina Blackstenius skoraði sigurmarkið eftir frábæran undirbúning Kosovare Asllani. Asl- lani fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir hendi um miðjan seinni hálfleik en Kanada tókst ekki að jafna metin því Hedvig Lindahl varði frábærlega frá Janine Beckie. „Hún skaut þarna líka þegar við mættumst í Algarve-bikarnum [og skoraði, fyrr á árinu], en við vorum líka búin að afla okkar meiri upplýs- inga. En svo veit maður náttúrulega aldrei, hún getur alltaf skipt um horn til að skjóta í,“ sagði Lindahl hógvær við C More eftir leik. Martina Voss-Tecklenburg, þjálf- ari Þýskalands, tilkynnti í gær að hún myndi geta teflt hinni mögnuðu Dzsenifer Marozsan fram í leiknum við Svíþjóð þar sem að hún hefði jafnað sig eftir að hún brákaði bein í tá í fyrsta leik á mótinu. Bandaríkin fengu loks á sig mark á HM í gær þegar Jennifer Hermoso skoraði fyrir Spán eftir varn- armistök, en tvö mörk frá Megan Rapinoe úr vítaspyrnum dugðu til 2:1-sigurs. Bandaríkin, sem unnu HM fyrir fjórum árum, hafa þar með unnið níu leiki í röð á heimsmeist- aramótum og eru einum sigri frá metinu sem Noregur setti með sig- urgöngu á HM 1995 og 1999. Banda- ríkin mæta Frakklandi á fimmtu- dag. AFP Sigurmark Stina Blackstenius fagnar eftir að hafa skorað markið sem tryggði Svíþjóð sigur á Kanada. Á afskaplega kunn- uglegum slóðum  Svíþjóð mætir Þýskalandi og Bandaríkin Frakklandi Búið er að draga í riðla á heims- meistaramóti kvenna í hand- knattleik sem fram fer í Japan dagana 30. nóv- ember til 15. des- ember í vetur. Frakkar eiga þar titil að verja en þeir höfðu betur gegn Norðmönnum, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, í úrslita- leiknum í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Riðlarnir eru þannig skipaðir: A-riðill: Holland, Noregur, Serb- ía, Slóvenía, Angóla, Kúba. B-riðill: Frakkland, Danmörk, Þýskaland, S-Kórea, Brasilía, Ástr- alía. C-riðill: Rúmenía, Ungverjaland, Svartfjallalandi, Spánn, Senegal, Kasakstan. D-riðill: Rússland, Svíþjóð, Japan, Kína, Argentína, Kongó. gummih@mbl.is Riðlarnir klárir fyrir HM í Japan Þórir Hergeirsson Hinn 48 ára gamli José Hombrados, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður Spánverja í hand- knattleik, hefur skrifað undir nýj- an samning við spænska úrvals- deildarliðið Guadalajara. Hombrados mun því spila 27. leiktíðina í spænsku deild- inni á næsta tímabili en hann hefur spilað með Guadalajara frá árinu 2015 en árin tvö þar á undan lék hann með þýska liðinu Wetzlar. Hombrados lék í mörg ár með spænska landsliðinu og varð heimsmeistari með því árið 2005. Fékk nýjan samning 48 ára gamall José Hombrados Hannes Jón Jónsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Bietigheim, segist ekki hafa svikið Selfyssinga eins og Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, orð- aði það í viðtali við mbl.is á dög- unum. Í janúar gerði Hannes Jón samning við Selfyssinga um að hann tæki við þjálfun liðsins af Patreki Jóhann- essyni í sumar en í apríl rifti Hann- es samningi sín- um við Selfyss- inga og gerði tveggja ára samning við Bietig- heim. Undanfarnar vikur hafa Sel- fyssingar verið í þjálfaraleit sem lauk loksins fyrir helgina þegar Grímur Hergeirsson var ráðinn þjálfari en hann hefur verið aðstoð- arþjálfari liðsins undanfarin fjögur ár. „Í fyrsta lagi óska ég Selfyss- ingum til hamingju að vera komnir með nýjan þjálfara og að mínu mati er þetta frábær lausn fyrir þá að hafa fengið Grím. Af því að Þórir notaði þetta orðalag að ég hafi svik- ið Selfoss þá hefur fullt af fólki komið að máli við mig og spurt mig hvort þetta hafi verið eitthvað öðru- vísi en það skildi það fyrst. Við gerðum starfslokasamning þar sem báðir aðilar skrifuðu undir og ég lít ekki á þetta sem nein svik af minni hálfu. Selfoss fær að mínu mati miklu meira en sanngjarnt verð greitt fyr- ir mig þrátt fyrir að það hafi verið þrír mánuðir þar til ég átti að hefja störf hjá félaginu,“ sagði Hannes Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég fór þess á leit við Selfyssinga að samningurinn myndi ekki taka gildi. Þeir gengust við því og fengu fyrir það greiðslu. Ef þeir hefðu ekki gengist við þessu þá var ég með samning sem ég hefði uppfyllt. Ég hélt að þetta hefði verið gert í þokkalegri sátt en ég skil alveg að þetta hafi verið högg fyrir þá. Þeg- ar ég skrifaði undir samninginn við Selfoss var það gert af heilum hug. Ég var með klásúlu í samningnum sem gilti til 15. febrúar sem ég nýtti mér ekki því við fjölskyldan vorum á leiðinni heim. Ef ég hefði nýtt mér hana hefði Selfoss ekki fengið krónu fyrir mig. Ég er með fimm manna fjölskyldu og við mátum það þannig að það væri best fyrir okkur að vera áfram úti og þess vegna fór ég þess á leit að samningi mínum yrði sagt upp en svik voru þetta ekki. Ég óska Selfyssingum alls hins besta í framtíðinni.“ gummih@mbl.is Þetta voru ekki nein svik af minni hálfu Hannes Jón Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.