Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Afrekskylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði upp fyrri helming keppnistímabils síns í snörpum pistli á Facebook í gær. Þar kveðst hún gera allt sem hún geti til að bæta sig og „læra af því liðna“ en að það sé krefjandi að vita sjaldnast hvar og hvenær sín næstu mót séu. Ólafía var með fullan keppnisrétt í LPGA-mótaröð- inni, sterkustu mótaröð í heimi, í fyrra en er með tak- markaðan keppnisrétt í ár. Þess vegna skýrist það oftast ekki fyrr en rétt fyrir mót hvort að hún fær boð. Hún hefur leikið á tveimur LPGA-mótum í ár, og var annað þeirra US Open-risamótið, en vill fleiri slík. Ólafía keppir svo einnig í Symetra-mótaröðinni, þeirri næst- sterkustu í Bandaríkjunum, þar sem næsta mót hennar hefst á föstudaginn. „Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur,“ skrifaði Ólafía á Facebook. Hún segist leita sér aðstoðar hjá góðu fólki til að takast á við sínar áskoranir en frábiður sér hjálp þeirra sem ekki þekkja til: „Ég kæri mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim. En ég skil að hann haldi að þetta sé svo einfalt og að hann geti „lagað“ mig,“ skrifar Ólafía. Dansar á „LPGA-línunni“ Ólafía Þórunn Kristinsdót tir 1:0 Sjálfsmark 3. 1:1 Svanhildur Ylfa Dagbjarts- dóttir 81. 2:1 Agla María Albertsdóttir 90. I Gul spjöldSólveig Jóhannesdóttir Lar- sen (Breiðabliki). Dómari: Steinar Berg Sævarsson, 8. Áhorfendur: 402. MM Audrey Baldwin (HK/Víkingi) BREIÐABLIK – HK/VÍKINGUR 2:1 M Agla María Albertsdóttir (Breiða- bliki) Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðabliki) Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki) Selma Sól Magnúsdóttir (Breiða- bliki) Arna Eiríksdóttir (HK/Víkingi) Gígja Valgerður Harðardóttir (HK/ Víkingi) Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/ Víkingi) FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson Jóhann Ingi Hafþórsson Skúli B. Sigurðsson Breiðablik og Valur verða bæði með fullt hús stiga þegar þau mætast í uppgjöri toppliðanna í næstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knatt- spyrnu. Óhætt er þó að segja að það hafi ekki mátt tæpara standa þar sem Breiðablik vann hádramatískan sigur á HK/Víkingi á Kópavogsvelli í 7. umferðinni í gærkvöldi, 2:1. Leikurinn var eiginlega hreint út sagt ótrúlegur. Breiðablik átti 28 til- raunir að marki, þar af 18 á ramm- ann, en skoraði ekki sigurmarkið fyrr en nánast með síðustu spyrnu leiks- ins á fjórðu mínútu uppbótartíma. Þá var fyrra markið sjálfsmark strax í upphafi leiks. Það var með hreinum ólíkindum að fylgjast með Blikunum láta skotum rigna að markinu allan leikinn án þess að boltinn vildi inn. Selma Sól Magnúsdóttir og Agla María Albertsdóttir, sem skoraði sig- urmarkið með fallegu skoti, voru skotglaðastar og hefðu eflaust sofið illa ef sigur hefði ekki unnist. Hvort hægt sé að tala um meistarabrag á sigrinum skal ósagt látið, en færin sem fóru út í sandinn verða fljót að gleymast fyrst niðurstaðan varð þessi. Audrey Baldwin átti alveg magn- aðan leik í marki HK/Víkings, en hægt er að fullyrða að viðlíka frammistaða sést ekki oft á tímabili. Bakverðirnir áttu erfiðan dag að glíma við Öglu Maríu og Selmu Sól, en annars var baráttan alltaf til stað- ar og þolinmæðin sömuleiðis. Þegar liðið fór markvisst að bíta frá sér skil- aði það laglegu marki sem kom al- gjörlega aftan að Blikum. Þótt skrítið sé að segja það miðað við tölfræðina þá gátu gestirnir verið afar svekktar með niðurstöðuna úr því sem komið var. Hins vegar er alveg deginum ljós- ara að það Breiðablik kemst ekki upp með svona skotnýtingu aftur. Næsti leikur gegn Val mun ráða miklu um framhaldið í toppbaráttunni og þó liðið komi sér alltaf í færi þá er það aðeins hálfur sigur. Smiðshöggið verður að vera til staðar til að full- komna verkið. yrkill@mbl.is Stig sem bæði lið þiggja Fylkir og Selfoss gerðu 1:1- jafntefli í Árbænum. Bæði lið eru í mikilli baráttu í neðri hluta deild- arinnar. Þau eru nú með sjö stig, einu stigi meira en HK/Víkingur sem er í fallsæti. Selfoss byrjaði mun betur og með Hólmfríði Magn- úsdóttir spræka í framlínunni sköp- uðu gestirnir fín færi. Hólmfríður er 34 ára, en virkar í afar góðu standi. Hún er með mjög mikil gæði, og á sama tíma vinnusöm. Hún hljóp og var á fullu allan leikinn. Það var við hæfi að Hólmfríður skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu með hnit- miðuðu skoti. Með fínni spilamennsku var Sel- foss líklegt til að bæta við mörkum, en þess í stað jafnaði Fylkir á loka- sekúndum fyrri hálfleiks. Ída Marín Hermannsdóttir náði þá í víta- spyrnu sem hún skoraði sjálf úr. Dómurinn var kolrangur, hjá ann- ars góðum dómara leiksins. Fylkir var sterkari aðilinn í seinni hálfleik, en tókst ekki að skapa nægilega góð færi og jafntefli varð niðurstaðan, sem eru sanngjörn úrslit. Eftir töp í undanförnum leikjum voru bæði lið nokkuð sátt við úrslitin. Þau eru í baráttu þar sem eitt stig getur reyndst dýrkeypt. Á meðan hin reynslumikla Hólm- fríður var sterk hjá Selfossi, spilaði Ída Marín mjög vel hjá Fylki. Hún er fædd árið 2002. Ída er ófeimin við að reyna á varnarmenn og taka þá á. Hún olli Selfyssingum miklum usla og verður gaman að sjá hversu langt hún nær á næstu árum. johanningi@mbl.is Mátti ekki tæpara standa  Sigurmark Öglu Maríu í blálokin  Keflavík valtaði yfir Stjörnuna Morgunblaðið/Hari Efnileg Sveindís Jane Jónsdóttir var góð í 5:0-sigri Keflavíkur. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik – HK/Víkingur.....................2:1 Fylkir – Selfoss......................................1:1 Keflavík – Stjarnan ...............................5:0 Staðan: Valur 7 7 0 0 26:4 21 Breiðablik 7 7 0 0 20:5 21 Þór/KA 7 4 1 2 13:13 13 ÍBV 7 3 0 4 13:11 9 Stjarnan 7 3 0 4 5:13 9 Selfoss 7 2 1 4 7:13 7 Fylkir 7 2 1 4 7:16 7 Keflavík 7 2 0 5 13:12 6 HK/Víkingur 7 2 0 5 5:12 6 KR 7 1 1 5 7:17 4 Inkasso-deild karla Njarðvík – Haukar................................1:5 Ari Már Andrésson 49. – Aron Freyr Ró- bertsson 16., Fareed Sadat 25., Alexand- er Freyr Sindrason 34., Ísak Jónsson 45., Daði Snær Ingason 90. Staðan: Þór 8 5 1 2 15:6 16 Fjölnir 8 5 1 2 14:9 16 Keflavík 8 4 2 2 13:7 14 Grótta 8 4 2 2 16:13 14 Fram 8 4 2 2 13:10 14 Víkingur Ó. 8 4 1 3 9:6 13 Leiknir R. 8 4 0 4 13:14 12 Þróttur R. 8 3 1 4 15:13 10 Haukar 9 2 3 4 13:15 9 Afturelding 8 3 0 5 12:18 9 Njarðvík 9 2 1 6 8:17 7 Magni 8 1 2 5 10:23 5 HM kvenna 16-liða úrslit: Spánn – Bandaríkin..............................1:2 Jennifer Hermoso 9. – Megan Rapinoe 7. (víti), 76. (víti).  Bandaríkin mæta Frakklandi í 8-liða ú.. Svíþjóð – Kanada ..................................1:0 Stina Blackstenius 55.  Svíþjóð mætir Þýskal. í 8-liða úrslitum. Svíþjóð Norrby – Syrianska ..............................3:2  Nói Snæhólm Ólafsson lék allan leik- inn fyrir Syrianska. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Ásvellir: Haukar – FH ..........................19.15 Eimskipsvöllur: Þróttur R – ÍA ...........19.15 4. deild karla: Víkingsvöllur: Mídas – Vatnaliljur ...........20 Stokkseyri: Stokkseyri – Berserkir .........20 Þróttarvöllur: Kóngarnir – KÁ.................20 FRJÁLSAR Vormót ÍR-inga í frjálsum íþróttum verður haldið í 77. sinn á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 17.30. Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.