Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 40
Kvartett söngkonunnar Helgu
Maríu Ragnarsdóttur kemur fram
á KEX hosteli við Skúlagötu í kvöld
kl. 20.30. Helga stundar nám við
djassdeild tónlistarháskólans í Pi-
teå í Svíþjóð. Með henni leika þau
Sara Mjöll Magnúsdóttir á píanó,
Valdimar Olgeirsson á kontrabassa
og Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir
á trommur og hyggst kvartettinn
túlka nokkra vel valda standarda.
Kvartett Helgu Maríu
flytur valda standarda
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Valur og Breiðablik mætast í hrein-
ræktuðum toppslag í næstu umferð
úrvalsdeildar kvenna í fótbolta,
bæði með fullt hús stiga eftir sjö
umferðir. Það stóð þó tæpt í gær-
kvöld en Agla María Albertsdóttir
tryggði Breiðabliki 2:1-sigur á HK/
Víkingi með marki í uppbótartíma.
Keflavík vann 5:0-stórsigur á
Stjörnunni og fór úr fallsæti. »34
Agla María bjargaði
Blikum fyrir horn
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Bandaríkin, ríkjandi heimsmeistari,
eru komin í 8-liða úrslit HM kvenna
í fótbolta í Frakklandi og hafa þar
með komist á það stig keppninnar í
öll átta skiptin sem hún hefur verið
haldin. Svíþjóð komst einnig í 8-
liða úrslit í gær með 1:0-sigri á
Kanada og mætir Þýskalandi.
Bandaríkjakonur mæta
hins vegar heimaliði
Frakka eftir að hafa slegið
út Spánverja með 2:1-
sigri þar sem þær
fengu tvær víta-
spyrnur.
Með sigri
jafna
Bandaríkin
met sem Nor-
egur hefur átt í
20 ár. »33
Bandaríkin segja ekki
upp áskriftinni
SLIPPFÉLAGIÐ
Skútuvogi 2 og Fellsmúla 26, Reykjavík, s. 588 8000
Dalshrauni 11, Hafnarfirði, s. 588 8000
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, s. 421 2720
Gleráreyrum 2, Akureyri, s. 461 2760
Opið: 8-18 virka daga, 10-14 laugardaga
slippfelagid.is
Útimálning
sem endist
og endist
MÁLA
Í SUMAR?
VITRETEX vatnsþynnanleg
akrýlmálning á steininn og
HJÖRVI vatnsþynnanleg
akrýlmálning á járn og
klæðningar. Hágæða efni
sem þola íslenskt veðurfar.
Reynslan er dýrmæt og við
byggjum á henni.
– Komdu og fáðu faglegar
ráðleggingar áður en þú
byrjar verkið.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jón Baldursson var tekinn inn í
frægðarhöll Bridgesambands Evr-
ópu í liðinni viku og er sennilega
fyrsti Íslendingurinn sem er tekinn
inn í alþjóðlega frægðarhöll. Frægð-
arhöll Bridgesambands Evrópu var
stofnuð 2017 og þá voru átta brids-
spilarar teknir inn, tveir í fyrra og
tveir núna. „Þetta er óvænt ánægja,“
segir Jón, sem gat ekki verið við-
staddur útnefninguna, þar sem hann
vissi ekki af henni með nægum fyr-
irvara.
Brids hefur verið sem rauður
þráður í lífi Jóns frá hausti 1972. „Ég
hef oft sagt skákmönnum að eftir að
hafa fylgst með Bobby Fischer sigra
Boris Spassky í einvíginu á heims-
meistaramótinu í Reykjavík hafi ég
séð hvað Fischer var góður og að ég
ætti enga möguleika í skákinni og því
skipt yfir í bridsið,“ segir hann. Bæt-
ir við að hann hafi reyndar verið
byrjaður að handleika spilin áður.
Jón var fyrst valinn í landsliðið
1975, þá 21 árs, er enn í fremstu röð,
hefur spilað lengur en nokkur annar
með landsliðinu og á um 600 lands-
leiki að baki. Hann hefur 15 sinnum
orðið Íslandsmeistari í sveitakeppni,
oftast allra, og sex sinnum í tvímenn-
ingi. Fyrir skömmu varð hann Norð-
urlandameistari í fimmta sinn og hef-
ur enginn Norðurlandabúi fagnað
sigri eins oft. Hann hefur tvisvar orð-
ið óopinber Norður-Ameríkumeistari
og heimsmeistaratitlinum fagnaði
hann með liðsfélögum sínum fyrir
tæplega 30 árum.
Fyrst í landsliðið 1975
„Heimsmeistaratitillinn 1991
stendur auðvitað upp úr,“ segir Jón.
„Það er hápunkturinn og erfitt verð-
ur að gera betur.“ Hann segir að
gaman hafi verið að fagna Norður-
landameistaratitlunum og óopinberi
heimsmeistaratitillinn í einmenningi
1994 sé eftirminnilegur. Sigur í liða-
keppni í sömu keppni 1996, þar sem
fjórir Íslendingar hafi verið í liði með
tveimur breskum konum, hafi líka
verið ánægjulegur. „En þetta er allt
skemmtilegt.“
Jón segir að fjölbreytileikinn sé
það skemmtilegasta við bridsið. „Það
er allt í þessu,“ segir hann og nefnir
til dæmis samspilið, spennuna, út-
reikningana, mat á mótherjum og
stöðumat. Hann segist ekki æfa eins
mikið og áður og hugsi oft um hvort
ekki sé komið nóg en hafi alltaf vikið
slíkum hugsunum í burtu um leið.
„Evrópumótið er á næsta ári,“ bendir
hann á.
Mótin eru orðin mörg og glæstir
sigrar safnast saman. Í vetur sigruðu
Jón og Sigurbjörn Haraldsson, spila-
félagi hans síðan 2013, á sterku boðs-
móti í Rússlandi. Mótið er til minn-
ingar um rússneskan skákmann, sem
dó ungur, og haldið árlega. 20 erlend-
um pörum er boðið en 44 rússnesk
pör vinna sér þátttökurétt. „Það er
gott að spila með Sigurbirni því hann
er núna bestur hjá okkur.“
Þegar allir þeir bestu geta spilað
með landsliðinu segir Jón að það sé
vel samkeppnisfært við bestu lands-
lið heims. „Vandamálið er að við höf-
um oft verið í vandræðum með að
safna saman okkar bestu mönnum í
eitt lið.“ En hann er bjartsýnn á
framtíðina og þakklátur fyrir auð-
sýndan heiður. „Mér vitanlega fylgja
hvorki réttindi né skyldur útnefning-
unni.“
Morgunblaðið/Eggert
Frægðarhöll Jafet Ólafsson, formaður Bridgesambands Íslands, afhendir Jóni Baldurssyni viðurkenninguna í gær.
Jón á enn einn stallinn
Er sennilega fyrsti Íslendingurinn sem er tekinn inn í al-
þjóðlega frægðarhöll Norðurlandameistari oftast allra