Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 1

Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 6. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  148. tölublað  107. árgangur  afsláttur í dag 99% Sólríkt ævintýri fyrir börnin GESTIR ÞURFA AÐ FARA ÚR SKÓNUM Í HAFNARHÚSINU SPJARA SIG VEL VEIÐIHÚS Í VANDA VEGNA VEÐURBLÍÐU MJALDRARNIR VIÐ GÓÐA HEILSU 11 VIÐSKIPTAMOGGINNRAGNHEIÐUR KÁRADÓTTIR 28  Á Íslandi var á síðasta ári hæst verðlag miðað við meðaltal ríkja Evrópu- sambandsins. Verðlagið hér á landi var 56% of- an meðaltals ESB-ríkjanna. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Evrópu, Eurostat, fyrir árið 2018. Samkvæmt þeim er verðlag á Íslandi vel ofan með- altals ESB í öllum vöru- og þjón- ustuflokkum. Þá er Ísland efst á blaði í nokkrum flokkum, t.d. verð- lagi almenningssamgangna og verðlagi fatnaðar. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir það ekki nýjar fréttir að verðlag á Íslandi sé einna hæst í Evrópu. Þó verði að gera fyrirvara um há laun hér á landi og að verðbólga skipti miklu þegar rætt sé um verðlag. »4 Ísland trónir á toppnum í verðlagi Verðlag Ísland 56% ofan meðaltals. Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Dur- an virtust engu hafa gleymt þegar þeir stigu á svið Laugardalshallar í gærkvöldi. Á meðal fyrstu laga sem hljómuðu á tónleikum sveit- arinnar voru A View To A Kill og The Wild Boys sem lengi hafa notið vinsælla. Áhorfendur voru sömuleiðis vel með á nótunum í Höllinni. Þetta voru aðrir tónleikar Duran Duran hér á landi en þeir fyrri voru í Egilshöll árið 2005. Morgunblaðið/Hari Duran Duran í góðu stuði í Laugardalshöll Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn Icelandair Group stefna að því að ljúka viðræðum við Airbus og Boeing um framtíðar- skipan flugvélaflota félagsins fyrir lok septembermánaðar. Samninga- nefndir frá flugrisunum tveimur hafa átt allnokkra fundi með lyk- ilstarfsmönnum Icelandair hér á landi á undanförnum vikum. Einn- ig hafa einhverjir fundir átt sér stað á starfsstöðvum Boeing í Bandaríkjunum og skrifstofum Air- bus í Evrópu. Á nýafstaðinni flug- sýningu í París, sem haldin er ann- að hvert ár, reyndist Airbus hlutskarpari aðilinn þegar kom að nýjum pöntunum frá flugfélögum og flugvélaleigufyrirtækjum. Þar vakti ekki síst athygli mikil vel- gengni vélar sem nefnd hefur verið Airbus A321XLR og búist er við að afhent verði kaupendum frá árinu 2023. Er sú vél talin álitlegur arf- taki Boeing 757-200-vélanna sem reynst hafa hryggjarstykkið í flota Icelandair allt frá árinu 1990. Hins vegar bíður flugheimurinn enn í of- væni eftir að sjá meira af vél sem Boeing segist vera með á teikni- borðinu og líklega mun fá tegund- arheitið 797. Sú vél er talin munu hafa á að skipa eiginleikum 757- vélanna og þar með geta hentað vel í flota Icelandair. Hins vegar er markaðurinn orðinn vantrúaður á að Boeing muni takast að afhenda þá vél frá árinu 2025 eins og talað hefur verið um. Áhöld eru um hvort Icelandair geti beðið mikið lengur með að skipta út 757-vél- unum sem allar eru að komast til ára sinna. »ViðskiptaMogginn Funda stíft með risunum  Samninganefndir frá Boeing og Airbus funda títt hér á landi með Icelandair Flóknir samningar » Icelandair stefnir að því að vera með 50 vélar í flota sínum árið 2025. » Stefnt er að því að félagið verði með minnst 16 737 MAX- vélar í flota sínum innan tíðar. » Breyttar áherslur gætu kall- að á tuga og hundraða millj- arða fjárfestingu.  Mette Frederiksen, formaður jafnaðarmanna, er nýr forsætisráð- herra Danmerkur. Hún mun leiða minnihlutastjórn flokks síns, sem studd verður af þingmönnum Ein- ingarlistans, Sósíalíska þjóð- arflokksins og Radikale Venstre. Samanlagt hafa flokkarnir 91 sæti, 93 séu þingmenn færeyskra og grænlenskra systurflokka með- taldir, af 175 á danska þinginu. Kos- ið var til þings 5. júní. „Það er mikið gleðiefni að okkur hafi nú, eftir þriggja vikna við- ræður, tekist að mynda nýja sósíal- demókratíska ríkisstjórn í Dan- mörku,“ sagði Frederiksen við blaðamenn í Kristjánsborgarhöll í gærkvöldi en blaðamenn höfðu beð- ið allan daginn á meðan leiðtogarnir lögðu lokahönd á stjórnarsáttmála. AFP Í forsæti Mette Frederiksen vann sigur í kosningunum í Danmörku 5. júní. Frederiksen nýr for- sætisráðherra Dana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.