Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 2
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Höfnin Ísborg og Hera sigla úr Ísa-
fjarðarhöfn í fyrra skiptið.
Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísa-
firði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og
Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin
í brotajárn, þurftu að snúa við í
fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni.
Þau voru þá komin fyrir Straumnes.
Skipin komu til Ísafjarðar í gær-
morgun. Arnar Kristjánsson útgerð-
armaður sagði í gærkvöldi að verið
væri að gera við bilunina og skipin
færu aftur af stað um miðnætti eða í
nótt. Ísborg siglir fyrir eigin vél-
arafli og dregur Heru. helgi@mbl.is
Reyna aftur
við Belgíu
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Skoðið úrvalið á facebook
DimmalimmReykjavik
40-60% afsláttur
af útsölufatnaði
20-40% afsláttur
af skóm
Útsalan
er hafin
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ráðist verður í frekari hagræðingu
Með fjölgun póstboxa má fækka pósthúsum Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu úr 8 í 4 til 5
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nýr forstjóri Íslandspósts segir að
stjórnendur einbeiti sér að því að
taka til í rekstri fyrirtækisins, ekki
síst yfirbyggingu. Birgir Jónsson
segir að viðskiptavinir fyrirtækis-
ins hafi upplifað skerta þjónustu og
allar aðrar leiðir verði reyndar áð-
ur en farið verði frekar út á þá
braut.
Skýrsla sem Ríkisendurskoðun
gerði fyrir Alþingi um Íslandspóst
var kynnt á sameiginlegum fundi
fjárlaganefndar og stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar í gærmorgun.
Þar eru settar fram nokkrar til-
lögur til úrbóta. Meðal annars
kemur fram það álit ríkisendur-
skoðanda að ástæða sé til að ráðast
í margvíslegar hagræðingaraðgerð-
ir, einkum að sameina enn frekar
dreifikerfi bréfa og pakka í þétt-
býli.
Stafræn þjónusta er lykillinn
Í skýrslunni eru rifjuð upp áform
fyrirtækisins um að auka notkun
póstboxa og sjálfvirkni í póstaf-
greiðslu. Meðal annars standi til að
fjölga póstboxum á landsbyggðinni.
Þá sé stefnt að því að auka sjálf-
virkni í afhendingu sendinga og
rafræn samskipti í því efni.
Með þessu sé unnt að fækka
pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu
úr 8 og niður í 4-5.
Í gær tilkynnti Íslandspóstur um
skipulagsbreytingar, annars vegar
fækkun framkvæmdastjóra og hins
vegar flutning skrifstofa fyrirtækis-
ins. Birgir segir að tilviljun hafi ráð-
ið því að áherslur nýs forstjóra voru
kynntar sama dag og skýrslan.
Megintilgangur breytinganna er að
setja þjónustu Íslandspósts í for-
gang og þá sérstaklega stafræna
þjónustu. Birgir segir að leggja
þurfi mun meiri áherslu á stafræna
þjónustu og stafræna ferla. Það sé
lykillinn að allri hagræðingu.
Nú eru átta póstbox, flest á höf-
uðborgarsvæðinu. Þangað geta við-
skiptavinir sótt pakka sína í stað
pósthúss. Birgir segir að þetta kerfi
sé ekki nógu þjált fyrir viðskipta-
vini. Forsenda þess að auka þessa
þjónustu er að allt utanumhald
verði með stafrænum hætti.
Tekið til í rekstrinum
Birgir segir að tilkynningin í
gærmorgun sé fyrsta skrefið í hag-
ræðingaraðgerðum. Telur hann
unnt að spara meira í rekstri og
áherslan á næstunni verði á það,
meðal annars að draga úr kostnaði
við yfirbyggingu. Segir Birgir að
viðskiptavinir hafi upplifað mikla
skerðingu þjónustu með fækkun
pósthúsa, breytingum á útburði og
hækkun gjaldskrár og vill leggja
áherslu á tiltekt í rekstrinum áður
en gripið verði til þess að skerða
þjónustuna frekar.
Morgunblaðið/Eggert
Pósturinn Draga þarf úr kostnaði.
Stjórn Lífeyrissjóðs verslunar-
manna (LV) vinnur að því að svara
fyrirspurnum Fjármálaeftirlitsins
(FME) varðandi útskiptingu VR á
sínum fjórum stjórnarmönnum.
Frestur til að svara erindinu rennur
út á hádegi í dag og segir Ólafur
Reimar Gunnarsson, formaður
stjórnar LV, að svarið verði sent
tímanlega fyrir þann tíma.
Í kjölfar þess að VR ákvað að aft-
urkalla umboð stjórnarmanna sinna
og tilnefna nýja sendi FME fyrir-
spurn til stjórnar sjóðsins um fyr-
irkomulag tilnefninga og það sem
stofnunin telur íhlutun í störf stjórn-
ar. Ólafur segir að stjórnin hafi falið
lögmanni að fara yfir málið og skrifa
drög að svari.
Ólafur segir að það flæki málið að
ekki sé búið að staðfesta nýjar sam-
þykktir lífeyrissjóðsins, þar sem
kveðið er á um það hvernig standa
skuli að tilnefningu fólks í stjórn.
Nýtt fyrirkomulag var ákveðið í
samningum Samtaka atvinnulífsins
og Alþýðusambands Íslands en sam-
þykktirnar taka ekki gildi fyrr en
fjármálaráðuneytið hefur staðfest
þær, að fenginni umsögn FME. Ólaf-
ur segir ljóst að það gerist ekki fyrr
en í haust. VR hefur unnið sam-
kvæmt þessum tillögum að sam-
þykktum við sínar tilnefningar.
FME virðist vera að skoða málið út
frá gömlu samþykktunum og hvaða
áhrif þær nýju kunni að hafa.
Sitja að beiðni FME
Ólafur Reimar og hinir þrír
fulltrúar VR í stjórn LV ákváðu að
sitja áfram til bráðabirgða þrátt fyr-
ir ákvörðun VR. Ólafur Reimar segir
að það sé gert í framhaldi af þeim
skilaboðum frá FME að ef þeir segi
af sér eigi varamenn að taka þeirra
sæti, ekki þeir fulltrúar sem VR vill
nú tilnefna í þeirra stað. helgi@mbl.is
Stjórn LV svarar FME í dag
FME vill vita
um íhlutun og til-
nefningar í stjórn
Morgunblaðið/Eggert
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóður versl-
unarmanna er í Húsi verslunarinnar.
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hófst í gær-
kvöldi í Reykjavík með því að keppendur í ein-
staklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað en
þeir hjóla hringinn í kringum landið. „Þetta fór
vel af stað og mikill hugur í fólki og stemmning
hjá Hjólakraftskrökkunum,“ sagði Björk Krist-
jánsdóttir keppnisstjóri. Keppendur í flokkum A
og B sem eru fjögurra og tíu manna lið, leggja
svo í hann í kvöld.
Mikill hugur í þátttakendum í hjólreiðakeppni
Morgunblaðið/Hari
Keppni hófst í WOW Cyclothon í gærkvöldi
Stjórn Arion
banka hefur ráðið
Benedikt Gíslason
verkfræðing í
starf bankastjóra.
Benedikt hefur
umfangsmikla
reynslu af störf-
um á íslenskum
fjármálamarkaði,
m.a. með setu í
stjórn Kaupþings og Arion og í starfs-
hópi um afnám fjármagnshafta.
Benedikt Gíslason
Benedikt nýr banka-
stjóri Arion banka