Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Salka Sól Eyfeld, söng- og leikkona, er
ein af þeim sem valin var til þess að
taka þátt í verkefni sem nefnt er Skap-
andi sumarstörf í Kópavogi 2010.
Verkefni Sölku ásamt Evu Halldóru
Guðmundsdóttur, Gísla Gunnari
Didriksen og Aroni Steini Ásbjarn-
arsyni var að stofna tónlistar- og söng-
hóp sem lífga átti upp á bæjarbraginn
með skemmtun víða um Kópavog.
„Við sungum m.a. í sundlauginni,
strætó og á Rútstúni. Í skapandi sum-
arstörfum söng ég í fyrsta skipti með
hljómsveit og er ekki í vafa um að það
hafði mikið að segja um ákvörðun
mína að læra söng- og leiklist,“ segir
Salka sem bætir við að skapandi sum-
arstörf sé æðisleg leið til þess að prófa
sig áfram og kynnast sjálfum sér sem
listamanni á launum í tvo mánuði. Hún
hafi myndað tengsl við skemmtikrafta
sem hún búi enn að í dag og sjálfs-
traust hennar hafi aukist mikið sum-
arið 2010.
Fyrstu skrefin á listabraut
Kópavogsbær hefur í fjórtán ár
staðið fyrir skapandi sumarstörfum.
Að sögn Önnu Gísladóttur leiðbein-
anda eykst aðsóknin með hverju árinu.
Hún segir ýmsa listamenn hafa tekið
sín fyrstu skref á listabrautinni í skap-
andi störfum.
„Hugmyndir umsækjenda eru sí-
fellt fjölbreyttari og þróaðri. Við áttum
í miklum vandræðum með val á verk-
efnum og þruftum að hafna mörgum
spennandi verkefnum, “ segir Anna og
bætir við að 25 ungmenni á aldrinum
18 til 25 ára sinni 16 verkefnum í þær
átta vikur sem skapandi sumarstörf
standa yfir. Í sumar verði sú nýbreytni
að ráðin verða þrjú ungmenni til þess
að skapa vegglistaverk, graffiti sem
flokkað er sem jaðarlist. Unga fólkið
muni skreyta veggi og undirgöng í
Kópavogi með sínum hætti.
„Hugmyndin með skapandi sum-
arstörfum er að ungt fólk kynnist því
að vinna sem sjálfstæðir listamenn og
auðga á sama tíma menningarlíf bæj-
arins,“ segir Anna sem hvetur fólk til
þess að mæta á lokahátíð verkefn-
isins í Menningarhúsum Kópavogs
26. júlí og sjá afrakstur sumarsins.
Sem dæmi um verk sem unnin
verða í sumar er einleikur um um-
hverfisvernd, tilraunakennt brúðu-
leikhús fyrir börn og fullorðna. Stillu-
mynd eftir smásögu Svövu
Jakobsdóttur, rithöfundar en í því
verki taka m.a. eldri listamenn þátt
og skoðað verði hvernig Kópavogsbú-
ar sinna umhverfi sínu og minnka
vistspor sitt.
Ljósmynd/Tómas Halldórsson
Listsköpun Andrés Þór Þorvarðarson og Rakel Andrésdóttir skoða hluta af stillumyndaverkefninu Stop motion
sem Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson vinna að í Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar.
Listamenn hafa stigið
fyrstu skrefin í Kópavogi
Skapandi störf í Kópavogi í 14 ár Salka Sól söng þar í
fyrsta sinn með hljómsveit Ungmenni á listamannalaunum
Morgunblaðið/Eggert
Listamaður Salka Sól í hluverki Ronju ræningjadóttur á bókamessu 2018.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hlutfall reiðufjár í umferð á Íslandi
var í fyrra um 2,3 prósent af lands-
framleiðslu. Það er næstum sama
hlutfall og árið 2017 og það annað
hæsta á Íslandi frá árinu 1973.
Þetta má lesa úr gögnum sem
fylgja með nýjum Fjármálainnviðum
Seðlabankans. Hlutfall reiðufjár af
landsframleiðslu var tæplega 1,3
prósent 2008 en hækkaði og hefur
verið yfir 2 prósent frá árinu 2010.
Það fór í 2,24 prósent árið 2011 og
varð hæst rúm 2,3 prósent árið 2017.
Athygli vekur að hlutfallið var 0,9
prósent árið 2007 en hækkaði síðan í
1,58 prósent árið 2009.
Má í þessu efni rifja upp að er-
lendu vinnuafli fjölgaði mikið þenslu-
árin 2005-2008 en mögulega fylgdi
því aukin notkun reiðufjár. Þá var á
sínum tíma umræða um að sparifjár-
eigendur hefðu tekið út reiðufé í
miklum mæli eftir efnahagshrunið.
Í Fjármálainnviðum er einnig að
finna upplýsingar um niðurstöður
kannana á hlutfalli reiðufjár í stað-
greiðsluviðskiptum í 25 löndum.
Samkvæmt henni er hlutfallið 12
prósent á Íslandi, eða prósentustigi
lægra en í Svíþjóð. Danmörk er í
þriðja sæti en þar var hlutfallið 23
prósent og Bandaríkin eru í fjórða
sæti en þar er hlutfallið 30 prósent.
Hlutfallið var hæst í Grikklandi,
Kýpur og Möltu eða 88, 88 og 92 pró-
sent í þessari röð. Aukastafir eru
ekki gefnir upp í niðurstöðunum.
Frá mismunandi tímabilum
Tekið er fram að tölurnar séu ekki
alveg samanburðarhæfar þar sem
kannanirnar séu lagðar fyrir á mis-
munandi tímabili. Þær elstu séu frá
árinu 2016 og þær yngstu frá 2018.
Þá er vitnað í könnun Gallup frá
desember síðastliðnum um ástæður
þess að heimili á Íslandi geyma
reiðufé annars staðar en í banka.
Niðurstöðurnar voru þær að 37,5
prósent aðspurðra treystu ekki
bönkum, 21,9 prósent vildu vera með
reiðufé við höndina, meðal annars
fyrir varasjóð heimilis, 14,9 prósent
áttu eftir að fara með sparnaðinn í
banka og 8,2 prósent sögðust hafa
reiðufé vegna gjaldeyris. Loks gáfu
17,5 prósent aðspurðra upp aðra
ástæðu fyrir vörslu reiðufjár.
Reiðufé hafi sérstöðu
Rifjað er upp í Fjármálainnviðum
að brotthvarfi reiðufjár af sjónar-
sviðinu hafi lengi verið spáð.
„Ennþá hafa ekki komið fram raf-
rænir greiðslumiðlar sem hafa alla
eftirsóknarverða eiginleika reiðu-
fjár, en reiðufé útgefið af seðlabanka
hefur ákveðna sérstöðu sem enginn
markaðsaðili getur boðið upp á. Á
meðan svo er verður áfram eftir-
spurn eftir reiðufé,“ segir þar m.a.
Má í þessu efni rifja upp hug-
myndir Benedikts Jóhannessonar,
fyrrverandi fjármálaráðherra, á
árinu 2017 um að taka 5.000 og
10.000 króna seðla úr umferð, m.a. til
að berjast gegn skattsvikum. Af því
varð ekki – stjórnin féll um haustið
2017 – og eru seðlarnir enn í umferð.
Hlutfall reiðufjár sjaldan hærra
Reiðufé í umferð á Íslandi samsvaraði rúmum 2,3 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra
Það er annað hæsta hlutfallið frá 1973 Staðgreiðsluhlutfall reiðufjár er óvíða lægra en á Íslandi
Reiðufé í umferð 1961 til 2018
Útgefið reiðufé SÍ sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF)
5%
4%
3%
2%
1%
0%
’61 ’64 ’67 ’70 ’73 ’76 ’79 ’82 ’85 ’88 ’91 ’94 ’97 ’00 ’03 ’06 ’09 ’12 ’15 ’18
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands
72,8 ma.kr. voru útgefið reiðufé Seðlabanka
Íslands í lok ársins 2018
2,3%
4,77%
Ásgeir Pétursson, fyrr-
verandi sýslumaður í
Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu og bæjarfógeti í
Kópavogi, lést 24. júní sl.
á 98. aldursári.
Ásgeir fæddist 21. mars
1922 í Reykjavík. For-
eldrar hans voru hjónin
Pétur Magnússon, vara-
formaður Sjálfstæð-
isflokksins, alþingismaður
og ráðherra, og Þórunn
Ingibjörg Guðmunds-
dóttir. Þau bjuggu á Hólavöllum við
Suðurgötu þar sem Ásgeir ólst upp í
hópi átta systkina.
Ásgeir lauk lögfræðiprófi frá Há-
skóla Íslands 1950 og lagði stund á
framhaldsnám á sviði fjárlagagerðar
og stjórnarfarsréttar við Berkeley-
háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum
veturinn 1952-1953.
Hann kvæntist Sigrúnu Hannes-
dóttur 1946 og eignuðust þau fjögur
börn, Guðrúnu, Ingibjörgu, Sigríði og
Pétur. Sigrún lést 2006. Barnabörn og
barnabarnabörn Ásgeirs og Sigrúnar
eru 15 talsins.
Ásgeir var formaður Heimdallar,
félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, 1950-1952 og formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna
(SUS) 1955-1957. Á árunum 1951-1961
starfaði hann í forsætis- og mennta-
málaráðuneytinu sem fulltrúi, deild-
arstjóri og sem aðstoð-
armaður Bjarna
Benediktssonar mennta-
málaráðherra árin 1953-
1956.
Á löngum ferli gegndi
Ásgeir ýmsum trún-
aðarstörfum. Hann var
formaður Náttúrvernd-
arráðs Íslands 1956-1960
og stjórnarformaður Sem-
entsverksmiðju ríkisins
lengst af á árunum 1959-
1989. Sem sýslumaður
Borgfirðinga beitti hann sér m.a. fyrir
stofnun Tónlistarfélags Borgarfjarðar,
var formaður byggingarnefndar Dval-
arheimilis aldraðra í Borgarnesi og
síðar formaður stjórnar þess á árunum
1962-1978. Hann tók oft sæti á Alþingi
sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn á árunum 1964-1972 og kom
að mörgum landsmálum svo sem
stofnun Tækniskóla Íslands og Rík-
isendurskoðunar og að undirbúningi
að gerð Borgarfjarðarbrúar.
Ásgeir var bæjarfógeti í Kópavogi
frá árinu 1979 uns hann lét af störfum
1992.
Að loknum embættisferli var hann
formaður orðunefndar 1996-2001 og
árið 2006, er Ásgeir var 84 ára, gaf
hann út bókina Haustliti sem hefur að
geyma minningar um ýmsa þætti úr
lífi hans og kynni af mönnum og mál-
efnum.
Andlát
Ásgeir Pétursson
sýslumaður og bæjarfógeti