Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það voru listilegir leikrænir tilburðir þegar gamli flug- maðurinn, Bush forseti yngri, lenti herþotunni á flug- móðurskipinu forð- um. Fljótandi virkið var skreytt borðum þar sem til- kynnt var að Markmiðunum væri náð (Mission accompl- ished). Það var sjálfsagt gert í góðri meiningu. Forsetinn hélt ræðu en sagði aldrei þessa frægu setningu þar. Þvert á móti lagði hann áherslu á að enn væri mikið verk óunnið og það fjarri því að vera lokið. En „myndin lýgur ekki,“ og forset- inn alsaklaus er kominn með óskoraðan höfundarrétt á þess- ari stórkarlalegu yfirlýsingu. Það hefur sjálfsagt verið farið að renna upp fyrir honum fyrir nokkru að þótt Íraksher hefði reynst aumur og illa þjálfaður og einræðisherrann Saddam Hussein hírðist í holu væri ekki víst að tala um sannfærandi sigur. Ekki síst vegna þess að markmiðin með aðgerðunum voru óljós frá byrjun. Banda- ríkin eru að mestu laus við ábyrgð sína á Írak. En það land er þó fjarri því að teljast til vina- eða bandalagsríkis, og hefur hrakist í fang aðalóvin- arins í Íran. Bandaríkin eru á leið út úr Afganistan og líkleg- ast að talíbanar muni fljótlega ná völdum í höfuðborginni Ka- búl og miðaldir á þeirra vísu renna upp. Það hefur áður verið fullyrt að miklu erindi hafi lokið með sigri og það ekki gengið eftir. Þannig eru ekki mörg misseri síðan Mario Draghi, stjórnandi Seðlabanka evrunnar, gaf út yf- irlýsingu af þeim toga. Hann hafði í aðdraganda síns erindis boðað að banki myntsvæðisins myndi beita öllum úrræðum sínum til að stöðva þann efna- hagslega samdrátt sem væri að heltaka svæðið. Með „öllum“ var einkum átt við tvennt: Ann- ars vegar að keyra opinbera vexti niður fyrir núllið með fleiri en einni aðgerð og hins vegar að keyra prentvélar pen- inganna á yfirhraða og moka fjármunum inn á markaði og viðskiptalíf með stórtækari hætti en áður hefði sést. Eins konar félagslegri fjárhags- aðstoð við frjálst hagkerfi á sterum. En þessi „mission“ reyndist draumur einn og Mario Draghi hefur nú hrokkið upp með andfælum ekki ósvip- að George Bush, þótt djöflarnir sem dansa í þeirra martröðum séu ólíkir. Í síðustu viku viðurkenndi seðlabankastjórinn dapur að fyrra mat sitt um að mynt- svæðið hefði komist fyrir vind hefði verið byggt á sandi. Ástandið hefði ekki verið orðið eins gott og talið var og hætturnar fram undan stór- lega vanmetnar. Og hverju gat hann bætt við? Bara gömlu klisjunni um að öllum tækjum yrði nú beitt til að bregðast við. Það var ekki sannfærandi því að tækin eru uppurin. Vextir eru þegar með neikvæðum formerkjum og peningaprentun sem skila átti verbólgu og vöxtum í hið eft- irsótta tveggja prósenta mark gerði það ekki. Og nú bættust nýjar aðstæður við. Það var komið tístandi tröll í Hvíta hús- ið. Mario Draghi hafði varla lokið máli sínu þegar að Donald Trump hafði tíst: „Mario Draghi just announced more stimulus could come, which immediately dropped the Euro against the Dollar, making it unfairly easier for them to com- pete against the USA. They have been getting away with this for years, along with China and others.“ Forsetinn fullyrti að yfirlýs- ingar Draghi bankastjóra væru settar fram til að veikja gengi evrunnar og væru augljós gengis „manipulation“. Boðuð peningaprentun væri einnig gengisfelling í dulargervi. Leiðarahöfundar Wall Street Journal töldu að forsetinn væri ekki aðeins að tala við Draghi. Hann væri að senda skilaboð á sinn eigin seðlabankastjóra, þar sem hann teldi vexti hans og þar með gengi dollarans óeðlilega hátt. En WSJ sagði að forsetinn ætti sjálfur nokkra sök á því með miklum skatta- lækkunum sínum sem ekki hefði verið fylgt eftir með nið- urskurði á ríkisútgjöldum og peningalegu aðhaldi seðlabank- ans. En hvað sem þeirri deilu líð- ur má augljóst vera að evrópski seðlabankinn mun ekki fá frítt spil núna eins og síðast. Hann má búast við gagnaðgerðum sem bíta. Því Trump er ekki stjórnmálamaður sem lætur tístið tómt duga eins og flestir hinna. Það er því ekki víst að áframhaldandi lággengi evru verði tryggt. En það gagnast Þjóðverjum best og tryggir þeirra yfirgengilega viðskipta- afgang sem þrengir að flestum eða öllum samvistarmönnum þeirra í evrunni. Vinni Boris Johnson í Bretlandi, þrátt fyrir að Bára þeirra þar hafi hlerað íbúðina hans, þá hverfa Bretar út úr ESB-feninu eftir fjóra mánuði. Á því tapar álfan en Bretar græða. Mæti Draghi fljótlega aftur í míkrafóninn og segist „muni gera það sem þarf“ er eins víst að hann eigi þá aðeins við það að nú taki hann hatt sinn og staf, og staulist heim til Rómar. Óskhyggjan er oft á ferðinni. Jafnvel á hinum stærstu svið- um mannlífsins} Erfiði er eitt, erindi annað Í gær var kynnt fyrir Alþingi ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Um er að ræða stjórnsýsluúttekt sem Ríkisendurskoðun var falið að framkvæma að beiðni fjárlaganefndar. Ríkisendurskoðun er ein þeirra sjálfstæðu og óháðu stofnana sem annast eftirlit fyrir okkur öll, hefur eftirlit með því hvernig stofnanir í op- inberri eigu gegna hlutverki sínu, hvernig þær fara með opinbert fé og síðast en ekki síst hvernig þær uppfylla lagalegar skyldur sínar. Nokkuð hefur verið beðið eftir þessari skýrslu, ekki síst vegna þess að á því löggjaf- arþingi sem nú er senn á enda hefur verið unn- ið að breytingu á heildarlögum um póstþjón- ustu á Íslandi. Fjallað hefur verið um hvernig haga skuli þeirri grunnþjónustu, hver skuli með hana fara og hvernig ríkið eigi að koma að því verkefni. Um næstu áramót munu breytingar verða á bréfasendingum en þá mun einkaréttur Íslandspósts til bréfadreifingar falla niður og má þá fela hverjum þeim að- ila sem til þess þykir bær að annast verkefnið. Því miður tókst Ríkisendurskoðun ekki að ljúka við gerð skýrsl- unnar áður en Alþingi afgreiddi með hraði ofangreint frumvarp né var meirihluti Alþingis samþykkur því að bíða með afgreiðslu laganna þar til skýrslan yrði gerð op- inber. Því höfum við nú sett lög, án þess að vita nokkuð um það hvert framhaldið verður á þessari grunnþjónustu. Fyrir liggur að stjórnvöld áætla að gera samning við Ís- landspóst um dreifingu á bréfpósti, en ekkert liggur fyrir um hver kostnaður við það eina verk á að vera og hver á að greiða fyrir. Skýrsla ríkisendurskoðunar er vægast sagt svört og því má velta fyrir sér hvort félagið sé heppilegt til samningagerðar við ríkið. Öllum var kunnugt um bága fjárhagsstöðu félagsins enda hafði Alþingi samþykkt að lána hinu ógreiðslufæra opinbera hlutafélagi 1.500 millj- ónir króna á fjárlögum þessa árs til að félagið gæti sinnt sinni grunnskyldu, að koma bréfum og bögglum milli húsa. Alþingi var hins vegar ekki kunnugt um hvernig á því stóð að félagið stóð svona illa né var það upplýst um hver að- dragandi þess var utan einstaka skýringar stjórnenda. Þá var einnig óljóst hver bar ábyrgð, hvað stjórn félagsins vissi um ástandið og hvað ráðuneytin tvö sem með málefni fé- lagsins fara, fjármálaráðuneytið og samgöngu- ráðuneytið vissu um stöðu félagsins. Áður en að kynningu skýrslunnar kom vissum við heldur ekki að stjórnendur félagsins hefðu dregið það mjög að veita Ríkisend- urskoðun umbeðnar upplýsingar né að stjórnendur hefðu ítrekað óskað eftir því við Ríkisendurskoðanda að hann leyndi Alþingi tilteknum upplýsingum um rekstur félags- ins. Um það fengum við upplýsingar á fundi fastanefnda Alþingis í gær! Er alveg víst að þetta félag sé heppilegasti aðilinn til starfans? Helga Vala Helgadóttir Pistill Af okkar Pósti Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Niðurstaða þjóðaratkvæðis Breta um útgöngu eða veru Bretlands í Evrópusambandinu virðist aftur hafa gert Hatton Rockall-svæðið að þrætuepli. Eru það nú Skotar og Ír- ar sem deila mjög um fiskveiðar þar, en svæði þetta má finna suður af Ís- landi og vestan Bretlandseyja. Segja skoskir ráðamenn írska sjó- menn nú mega búast við handtöku haldi þeir veiðum sínum áfram inn- an 12 mílna landhelgi við Rockall- klettinn. Skoska heimastjórnin segist munu siga eftirlitsbátum á írsk fiski- skip haldi þau sig ekki fjarri Roc- kall. Hefur Fergus Ewing, ráðherra fiskveiðimála í skosku heimastjórn- inni, sagt Íra stunda „ólöglegar“ veiðar við klettinn. Láti Írar ekki af þessum veiðum munu Skotar beita sér, senda mannskap um borð í um- rædd fiskiskip og grípa til aðgerða í samræmi við lög og reglur. Er þetta meðal þess sem fram kemur í um- fjöllun Irish Times um deiluna. „Við munum grípa til viðeigandi aðgerða í samræmi við lög til að tryggja að komið verði í veg fyrir þessar ólöglegu aðgerðir,“ er haft eftir ráðherranum. „Írska ríkis- stjórnin ætti að segja sjómönnum sínum að pakka saman.“ Aldrei viðurkennt kröfuna Michael Creed, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Írlands, segir Íra aldrei hafa viðurkennt kröfu Bretlands um yfirráð yfir Rockall og að írskir sjómenn ættu fullan rétt til að stunda veiðar í ná- munda við klettinn, samkvæmt lög- um Evrópusambandsins. Segir Creed Íra meðal annars reiðubúna til að vísa deilunni til Alþjóðadóm- stólsins í Haag. Þá hefur sú krafa komið upp meðal Íra að þeir sendi herskip á hafsvæðið til að vernda fiskiskip sín ákveði Skotar að senda mannskap um borð í þau. Creed segir það aftur á móti einungis munu verka sem olía á eldinn. Sjálfir segjast írskir sjómenn ekki ætla að fara að þessari kröfu Skota. Munu þeir þess í stað halda veiðum sínum áfram við Rockall. „Ef skoskir ráðamenn ætla að beita sér þá munum við af krafti verja [veiðarnar] og við ætlumst til þess og trúum að írska ríkisstjórnin styðji það heilshugar,“ segir Seán O’Donoghue, hjá útgerðinni í Killy- begs í Írlandi, og heldur áfram: „Þeir [sjómennirnir] hafa af þessu miklar áhyggjur, í ljósi þess að þeir hafa venju samkvæmt undanfarna áratugi veitt bæði innan og utan 12 mílna lögsögu Rockall án nokkurra vandræða.“ „Við sáum aldrei neitt vanda- mál. Við fengum algert áfall þegar ráðherrann tilkynnti okkur ákvörð- un skoskra ráðamanna um að þeir myndu framfylgja bannsvæði við Rockall. Augljóslega höfum við mannskap þarna, þeir voru við veið- ar. […] Þeir hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. Í sannleika sagt þá kom þetta eins og sprengja, þeir bara trúa því ekki að skoskir ráða- menn séu að fara þessa leið.“ Að sögn O’Donoghue eru vanalega 10- 12 skip við veiðar á hafsvæðinu. „Þetta er mikilvægur hluti af inn- komu þeirra, sér í lagi þegar kemur að ýsu og smokkfiski – þetta eru tvær helstu tegundirnar sem þeir ásælast.“ Þá hafa Samtök skoskra sjó- manna lýst yfir „fullum stuðningi“ við afstöðu stjórnvalda þar í landi og segja írska sjómenn ekki eiga rétt til veiða innan 12 mílna. Skotar sýna klærnar við Rockall-svæðið Morgunblaðið/Árni Sæberg Við veiðar Lengi hefur verið deilt um Hatton Rockall-svæðið og nú eru það Skotar og Írar sem eru komnir í hár saman. Mynd tengist frétt óbeint. Fjögur ríki hafa gert tilkall til landgrunns á Hatton Rockall- svæðinu á Norður-Atlantshafi. Eru það Ísland, Bretland, Ír- land og Danmörk, fyrir hönd Færeyinga. Fulltrúar þessara ríkja hófu viðræður sín á milli árið 2001 að frumkvæði Ís- lendinga. Þótt ríki sem liggi að sjó eigi almennt rétt til 200 sjó- mílna efnahagslögsögu út frá landi sínu veitir hafrétt- arsamningur Sameinuðu þjóð- anna ríkjunum rétt til land- grunns lengra út á haf við ákveðnar náttúrulegar að- stæður. Ríki sem ræður yfir landgrunni hefur aftur á móti ekki umráðarétt yfir auðlind- um hafsins sjálfs heldur ein- ungis þeim sem liggja á eða undir hafsbotninum. Á þetta til að mynda við olíu og gas. Viðræður fjögurra ríkja HATTON ROCKALL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.