Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
amlegt ka
nýmalað,
en in h l i.
ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi.
s
k
é V ð jK k ffi
y
„VAR þetta mark?“ spurði ég
sambýliskonu mína sem var að
gefa sex mánaða gömlum syni
okkar að borða og hafði ekki litið
á sjónvarpsskjáinn í gott korter.
Eftir sirka fjórar mínútur fékk ég
svar við spurningu minni þegar
búið var að fara vel yfir allar end-
ursýningar. Þetta VAR víst mark,
það þurfti bara að taka af allan
vafa, en samt sem áður var ég
ekki sannfærður, löngu eftir að
leikurinn hafði verið flautaður af.
VAR-tæknin hefur verið í
miklu aðalhlutverki á heims-
meistaramóti kvenna í Frakk-
landi í sumar við misjafna hrifn-
ingu. VAR-tæknin er til þess
fallin að taka af allan vafa, hefði
maður haldið, en það virðist ekki
vera tilfellið í Frakklandi. Sjón-
varpsherbergin þar virðast vera
full af fólki sem „hefur ekki
hundsvit á fótbolta,“ eins og
Neymar komst að orði á In-
stagram fyrr í vetur og fékk fyrir
það þriggja leikja bann í Meist-
aradeildinni.
VAR er frábær hugmynd en
einhvernveginn finnst manni
eins og tæknin sé ekki rétt nýtt
oft á tíðum. Þetta hægir á leikn-
um, leikmenn þora ekki að fagna
mörkunum sínum og markmenn
þora varla að skutla sér af lín-
unni þegar vítaspyrna er dæmd.
Ég var ágætis talsmaður VAR á
sínum tíma en eftir að hafa
fylgst með HM kvenna spyr ég
sjálfan mig hvort þetta sé besta
þróunin fyrir knattspyrnuna.
Það er ekkert þreyttara en að
horfa á knattspyrnuleik og sjá
leikmenn agnúast út í dómarann
og biðja hann um að skoða eitt-
hvert fáránlegt atvik upp á nýtt.
Marklínutæknin er frábær tækni
sem mætti nota meira af í
stærstu deildunum en fyrir mitt
leyti þá er þetta VAR-bull komið
út í öfgar og farið að eyðileggja
leikinn.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
HANDBOLTI
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
„Ég tek við mjög góðu búi, það er
ekki hægt að segja annað,“ segir
Grímur Hergeirsson í samtali við
Morgunblaðið, en hann var á dög-
unum ráðinn þjálfari karlaliðs Sel-
foss í handknattleik sem vann sinn
fyrsta Íslandsmeistaratitil í vor.
Grímur samdi til tveggja ára.
Patrekur Jóhannesson hætti með
liðið í vor og tók við Skjern í Dan-
mörku. Hannes Jón Jónsson var
búinn að semja við Selfoss, en fékk
sig lausan til þess að taka við Bie-
tigheim í Þýskalandi. Síðan heyrð-
ist lítið frá Selfossi þar til Grímur
var ráðinn. Hann er bróðir Þóris
Hergeirssonar, landsliðsþjálfara
kvennaliðs Noregs, og hefur verið
aðstoðarþjálfari Selfoss síðastliðin
fjögur ár. Á þeim tíma hafa Sel-
fyssingar farið upp úr 1. deild og
alla leið að titlinum.
„Ég var beðinn um þetta strax
þegar lá fyrir að Patrekur færi. Þá
var talað við mig hvort ég væri
tilbúinn að taka við. Ég gaf það frá
mér þá, en svo þegar var talað við
mig aftur núna fyrir nokkrum vik-
um þá lofaði ég að skoða málið. Svo
á endanum náðum við að púsla
þessu saman,“ segir Grímur. Hans
hægri hönd verður Örn Þrastarson
sem mun einnig halda áfram sem
þjálfari kvennaliðsins og í akadem-
íu félagsins. Teymið verður allt
skipað heimamönnum.
„Hluti af þessum viðræðum mín-
um við Selfoss snerist um það að
ég hafði ákveðnar hugmyndir
hvernig ég sæi fyrir mér þjálf-
arateymið. Ég þekki það sjálfur að
þetta byggist á því að valinn maður
sé í hverju rúmi. Ég fékk stjórnina
til að fara í þá vinnu með mér og
það tókst að landa því,“ segir
Grímur, sem jafnframt er í anna-
sömu starfi í lögreglunni á Suður-
landi þar sem hann er meðal ann-
ars staðgengill lögreglustjóra. Það
eru því ólík störf sem þarf að
blanda saman.
Byggir áfram á góðum grunni
„Ég geri þetta í samvinnu við
mína yfirmenn og vinnuveitanda.
Ég mun hugsanlega minnka tíma-
bundið við mig vinnu í lögreglunni
þegar mesta álagið er, en annars
mun ég gera þetta saman. Ég er
búinn að vera aðstoðarþjálfari núna
síðastliðin fjögur ár og hef verið af
heilum hug í þjálfarastarfinu allan
þann tíma. Ég mæti á allar æfingar
og sinni öllu því sem snýr að liðinu,
svo þó að það verði smá viðbót-
arvinna þá á það allt saman að
ganga upp.“
Grímur hefur verið lengi viðloð-
andi þjálfun, meira á árum áður og
þá helst í yngri flokkum. Hann tók
tímabundið við kvennaliði Selfoss
fyrir tveimur árum en annars er
þetta fyrsta aðalþjálfarastarf hans
til lengri tíma með meistaraflokk.
„Þetta er spennandi verkefni, lið-
ið er spennandi og umgjörðin er
frábær og hefur verið undanfarin
ár. Ég er ekki að koma alveg nýr
inn í þetta og það er auðvitað kost-
ur. Það koma alltaf einhver ný at-
riði með nýjum þjálfara, en við
munum að sjálfsögðu byggja á
þeim grunni sem lagður hefur verið
síðustu ár og höldum áfram með
það. Við reynum svo að þróa okkur
áfram í öllum þáttum. Það er
markmiðið.“
Ætla sér stóra hluti í Evrópu
Elvar Örn Jónsson var valinn
besti leikmaður deildarinnar og
besti leikmaður úrslitakeppninnar á
nýafstöðnu tímabili, en hann hefur
yfirgefið liðið og fylgir Patreki til
Skjern. Hins vegar mun Haukur
Þrastarson, sem flest stórlið í Evr-
ópu horfa til, spila áfram með Sel-
fossi næsta vetur.
„Þó það sé mikill áhugi á honum
er hann búinn að taka ákvörðun
sjálfur, er með samning við okkur
og verður hérna áfram,“ segir
Grímur, sem þekkir Selfoss-liðið
inn og út en þó fyrirliðann sýnu
best enda er það sonur hans, Her-
geir Grímsson.
Auk Íslandsmeistaratitilsins fóru
Selfyssingar alla leið í þriðju um-
ferð EHF-bikarsins í vetur og voru
skrefi frá riðlakeppni. Selfoss tekur
aftur þátt í þeirri keppni næsta
vetur, en fyrir helgi var tilkynnt að
liðið fengi ekki sæti í Meistara-
deildinni þrátt fyrir að vera lands-
meistarar. Ástæðan er sú að ekkert
íþróttahús hér á landi uppfyllir
kröfur evrópska handknattleiks-
sambandsins til þátttöku. Grímur
segir þá niðurstöðu vera mikil von-
brigði.
„Strákarnir voru gríðarlega
spenntir að fá að taka þátt í þessu
og menn voru byrjaðir að hugsa
þangað. Þess vegna var þetta
svekkjandi hver lendingin var. En
við vorum fljótir að hrista það af
okkur, við ætlum okkur stóra hluti
í EHF-keppninni í staðinn og sýna
fram á að við eigum heima á meðal
bestu liðanna,“ segir Grímur Her-
geirsson við Morgunblaðið.
Heldur uppi lögum og
reglu innan og utan vallar
Nýr þjálfari Íslandsmeistara Selfoss er staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi
Ljósmynd/Selfoss
Selfoss Grímur Hergeirsson hefur í mörg horn að líta í bæjarfélaginu.
Átta liða úrslitin í Mjólkurbikar-
keppni karla í knattspyrnu hefjast í
kvöld þegar ÍBV og Víkingur eigast
við á Hásteinsvellinum í Vestmanna-
eyjum þar sem flautað verður til
leiks klukkan 18.
ÍBV sló ríkjandi bikarmeistara
Stjörnunnar út í 32-liða úrslitunum
og hafði betur gegn Fjölni í 16-liða
úrslitunum. Víkingur lagði 4. deildar
liðið KÁ að velli í 32-liða úrslitunum
og hafði betur gegn KA í 16-liða úr-
slitunum þar sem úrslitin réðust í
vítakeppni.
Eyjamenn, sem fögnuðu bikar-
meistaratitlinum fyrir tveimur ár-
um, sitja á botni Pepsi Max-
deildarinnar þar sem þeir hafa að-
eins unnið einn af níu leikjum sínum.
Víkingar hafa verið að rétta úr kútn-
um í deildinni þar sem þeir hafa unn-
ið tvo leiki í röð og eru í 9. sætinu.
Liðin gerðu 1:1 jafntefli í deildinni í
Eyjum fyrr í sumar.
Átta liða úrslitunum lýkur annað
kvöld en þá eigast við FH og Grinda-
vík, KR og Njarðvík og Breiðablik
og Fylkir. gummih@mbl.is
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fögnuður Víkingar fagna marki gegn KA um síðustu helgi.
Heldur sigurganga
Víkinga áfram?