Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 32
Schola Cantorum á hádegistónleikum Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, heldur hádeg- istónleika í kirkjunni kl. 12 alla miðvikudaga frá 19. júní til 28. ágúst í sumar, að undanskildum 18. júlí. Á efnisskrá verða innlendar og erlendar kórperlur frá ýmsum tím- um og í sumum þeirra svífur róm- antískur andi þjóðararfsins yfir vötnum en annars staðar er trúar- legur tónn ráðandi, eins og því er lýst á vef kórsins. Klais-orgelið kemur einnig við sögu og af og til mun einsöngv- ari úr röðum kórfélaga hefja upp raust sína. Stjórnandi kórs- ins er Hörður Áskelsson. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sjö Evrópuþjóðir munu leika í 8- liða úrslitum HM kvenna í fótbolta sem hefjast annað kvöld. Banda- ríkin eru eina þjóðin sem eftir stendur og er utan Evrópu. Holland komst í gær í fyrsta sinn í 8-liða úr- slit og Ítalía tryggði sér sæti þar í fyrsta sinn frá árinu 1991. Staða Evrópuþjóðanna gæti hjálpað Ís- landi að komast á HM. »27 Evrópuþjóðirnar farnar að ráða ríkjum á HM ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Á endanum náðum við að púsla þessu saman,“ segir Grímur Her- geirsson meðal annars í Morgun- blaðinu í dag, en hann er staðgeng- ill lögreglustjóra á Suðurlandi og nýráðinn aðalþjálfari Íslandsmeist- ara Selfoss í handknattleik. Hann hefur verið aðstoðarþjálf- ari Selfoss síðustu ár en tekur nú við sem aðalþjálfari. Hann segir það spenn- andi verkefni í frábærri um- gjörð þar sem áfram verði byggt á góðum grunni sem skilaði Sel- fossi alla leið í vor. »25 Samtvinnar lögregluna og þjálfarastarfið Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Frumbyggjar og börn þeirra á Holt- inu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Holtið var á enda Digranesvegar í austurbænum, teygði sig að sveita- bænum Digranesi og byggðist á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Þar eru nú meðal annars götu- heitin Digranesheiði, Tunguheiði og Skálaheiði. Jón Baldur Þorbjörns- son, sem enn býr í Kópavogi, ákvað að bjóða fólkinu heim til sín, fyrst og fremst til þess að rifja upp liðna tíð, en ekki síst til þess að styrkja vin- skapinn. Jón segir að hann hafi starfað sem leiðsögumaður frá 1983 og það sé eins og að vera í siglingum, menn ráði ekki sínum næturstað. Því hafi hann fjarlægst gamla og góða vini og jafnvel ekki náð að fylgja þeim síð- asta spölinn. „Það er dapurlegt eftir langt vinasamband, sem rofnaði reyndar í um 50 ár,“ segir hann og minnist uppvaxtaráranna á Holtinu. „Það er leiðinlegt að hafa ekki getað kvatt gamla vini af tilhlýðilegri virð- ingu.“ Hann bætir við að í stað þess að naga sig í handarbökin hafi hann ákveðið að blása til samkomu og endurnýja kynnin áður en það yrði of seint. Skemmtilegt samfélag „Samfélag frumbyggjanna á Holt- inu var gríðarlega skemmtilegt og þarna bjó fólk sem kunni og varð að bjarga sér, hvunndagshetjur,“ rifjar Jón upp. Hann segir að tveir ár- gangar barna, 1949 og 1955, hafi ver- ið sérlega sterkir. „Við í yngri hópn- um litum upp til stóru strákanna sem voru svo duglegir og sterkir, lögðu meira af mörkum í áramóta- brennuna og gátu lyft stærri og þyngri hlutum upp í köstinn.“ Jón segir að almennt hafi verið barnmargar fjölskyldur á Holtinu og allar mæður heimavinnandi. „Við vorum sjálfala, gengum inn og út á öllum heimilum. Samheldnin var mikil og mikill samgangur barna og fullorðinna.“ Hann segir alla hafa komið saman á gamlárskvöld auk þess sem algengt hafi verið að börn og fullorðnir hafi farið í útileiki á kvöldin. Á öðrum tíma hafi börnin siglt bátum og öðrum fleytum, jafn- vel bílþökum, á pollunum í sand- gryfjunum í Kópavogsdal. Í Kópa- vogslæk hafi þau veitt silunga og hornsíli og þar fram eftir götunum. „Heimasmíðaðir kassabílar komu sér vel til flutninga á bátskektum og öðru og og þarna urðu áreiðanlega margir sjálfstæðir atvinnurekendur til.“ Um 40 til 50 manns mættu í garð- veisluna og sumir þurftu að gera grein fyrir sér. „Fyrstu mínúturnar fóru í að finna út hver væri hver,“ segir húsráðandinn. Bætir við að fljótlega hafi verið eins og hópurinn hafi aldrei tvístrast. Um nóg hafi verið að ræða og tíminn liðið hratt við grillið. „Við rifjuðum upp gamla tíma, prakkarastrik og stríðni sem flokkast nú undir einelti, leiki og ýmis ævintýri.“ Í því sambandi segir hann að „Tóti á númer 109“, þ.e. Digranesvegi 109, hafi verið báts- maður á varðskipi og eitt sinn farið með nokkra stráka með sér til Kefla- víkur. „Hann var á vakt og á meðan lékum við nokkir 10 ára pattar okkur á lítilli gúmmítuðru með utanborðs- mótor í höfninni. Þannig var barna- uppeldið, en þetta væri óhugsandi nú.“ Ekkert var ákveðið um að hittast aftur. „Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Jón, en Linda Ágústsdóttir hafi opnað síðuna „Krakkarnir á Holtinu“ á Fésbók- inni og hugsanlega verði hún virkjuð á ný. „Drifkrafturinn er í vin- skapnum,“ segir hann. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Krakkarnir á Holtinu Um 40 til 50 manns mættu í garðveisluna, en sumir þeirra komu seinna en aðrir. Hittust eftir hálfa öld  Krakkarnir á Holtinu í Kópavogi endurnýjuðu og styrktu vinskapinn og höfðu engu gleymt  Prakkarastrik og stríðni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.