Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is STIMPILPRESSUR Loftpressur af öllum stærðum og gerðum Mikið úrval af aukahlutum Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þ egar Kristján Þór er spurð- ur út í stöðu sjávarútvegs- ins og hvaða áskorunum atvinnugreinin standi frammi fyrir bendir hann á að hún hafi mikil áhrif á fjölda fólks um víða veröld og að sú staðreynd undirstriki þá alþjóðlegu samkeppni sem hún hrærist í. „Stóru áskoranirnar fyrir okkur sem þjóð felast í þeirri staðreynd að við flytjum út og seljum á erlendum mörkuðum um 98% af afurðum okkar í sjávarútvegi. Það lætur nærri að samsvara því að við framleiðum sem 350 þúsund manna þjóð 20 milljónir máltíða á dag úr sjávarfangi. Stóra áskorunin er því á þessu stóra mark- aðstorgi afurðanna að við stöndumst samkeppnina sem þar er.“ Segir hann að í raun megi dást að þeirri staðreynd hvernig sjávar- útvegurinn hefur náð að aðlagast breyttum aðstæðum á mörkuðum er- lendis. „Alveg frá smæstu einingum til stærstu eininga hefur hann á síðustu árum og áratugum náð að aðlagast þeim kröfum sem þarna eru gerðar. Að mínu mati hefur atvinnugreinin, og þá meina ég ekki bara útgerð og sjómennska, heldur allt sem á henni hangir, náð að byggjast upp og breytast í takti við kröfur á þessu al- þjóðlega markaðstorgi. Það þýðir að okkur hefur tekist ágætlega að selja afurðir okkar, erum þekktur fram- leiðandi, bæði á afurðum og tækja- búnaði, með miðlun þekkingar og öðru á þessu sérsviði okkar. En þegar samkeppnin er hörð á al- þjóðlegum markaði vakna einnig spurningar um hvort atvinnugrein- inni standi ógn af einhverju sérstöku. Segir Kristján að þær ógnir kunni jafnvel helst að liggja á heimavelli, fremur en á markaðnum þar sem keppt er. „Ógnirnar eru alltaf til staðar. Við getum tekið umræðu um fisk- veiðistjórnunarkerfið hjá okkur, mögulega breytingu á því, gjaldtöku af greininni allri, þekkingarstigið og hvernig við sjáum atvinnugreininni allri fyrir nægilega öflugu og mennt- uðu starfsafli. Þetta eru áskoranir sem maður sér eilíf átök um, eðlilega. Að því gefnu að við höldum sæmileg- um kúrs þá hef ég ekki áhyggjur af því en það er fyrirsjáanlegt að átökin muni standa enn um sinn. Þótt átökin um fiskveiðistjórnunarkerfið hafi tekið miklum breytingum, orðið mun skynsamlegri en fyrir einum til tveimur áratugum síðan þá er um- ræðan um gjaldtökuna enn dálítið á sama stað og hún var á sínum tíma. Hún á einfaldlega eftir að þroskast. Sjálfskapaðar ógnir Af orðum Kristjáns Þórs má ráða að ógnirnar séu fyrst og fremst þær sem tengist ákvörðunum sem eru í raun á hendi íslensks samfélags. Hann bendir þó á að breytingar í vistkerfinu geti líka haft mikil áhrif og vísar í því sambandi á loðnubrest sem varð á nýliðinni vertíð. „Hinar náttúrulegu sveiflur og breytingar í hafinu eru talsverðar. Þekking á hafinu, ekki aðeins hér á landi heldur um heim allan er í raun afar takmörkuð. Sagt er að maðurinn þekki betur yfirborð tunglsins en það sem býr í höfunum. En við vitum hins vegar að það eru miklar breytingar, þar má nefna hitastig sjávar, súrnun, breytingar á göngum fiskistofna á grundvelli þessara breytinga. Þetta eru sveiflur sem við vitum af og höf- um orðið fyrir. Við höfum aðlagast þeim þokkalega vel. Núna erum við að verða fyrir þessu áfalli sem loðnu- bresturinn er. Þetta er í annað sinn á rúmum áratug sem við verðum fyrir aflabresti þar og það er alveg ljóst að það mun taka einhvern tíma að ná henni til baka í því magni sem hún var fyrrum.“ Og breytinga er víðar vart, m.a. á stofnvísitölum þorsksins sem líta ekki eins vel út og mörg undanfarin ár. Kristján segir að taka verði þess- ar vísbendingar alvarlega en að á Skaffa 20 milljónir máltíða á dag Um þessar mundir eru ríflega átján mánuðir síðan Kristján Þór Júlíusson tók við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Eins og fyrri daginn er sjaldan lognmolla í kringum ráðherra sem fer með sjávarútvegsmálin og Kristján Þór segir mörg úrlausnarefni bíða ráðuneytisins á komandi misserum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kristján Þór Júlíusson hefur nú gegnt embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í eitt og hálft ár. Engin lognmolla hefur verið kringum hann þann tíma.  SJÁ SÍÐU 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.