Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Þ að verður gaman að fá gesti og gangandi inn af Hátíð hafsins, en það er alltaf mikið um að vera á svæðinu um þessa helgi,“ segir Berta Daníelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sjávarklasans, í sam- tali við 200 mílur. Hún bendir á að í fiskmarkaðinum nýja felist í raun framlenging á mathöllinni sem þeg- ar er í húsnæðinu, en hún opnaði dyr sínar fyrst fyrir réttu ári. „Það sem við erum að gera er að opna innsýn í fiskmarkaðinn. Nú eru komnir gluggar á vegginn þar sem hægt er að sjá það sem fram fer á raunverulegum íslenskum fiskmarkaði,“ segir hún. Vekur athygli ferðamanna „Gluggarnir hafa verið uppi í smá- tíma núna og þetta hefur vakið mikla athygli hjá þeim ferðamönn- um sem hafa komið til okkar. Þau hafa alveg fallið í stafi. Eins og við vitum þá vilja margir þeir sem koma til landsins sjá inn í fisk- vinnslur en það er erfitt að bjóða upp á það – að stöðva ferlið og vinnsluna til að taka á móti gestum. Þetta er aftur á móti auðveldara í framkvæmd og reynsla okkar nú þegar er sú að ferðamönnum sem og Íslendingum þykir þetta mjög spennandi.“ Settur hefur verið upp skjár við markaðinn, í samstarfi við Sea Data Center, sem sýnir markaðs- verð á helstu fjórum tegundunum hverju sinni, það er á þorski, ufsa, ýsu og karfa. Leggja traust sitt á fólk „Þessu til viðbótar þótti okkur snið- ugt að setja upp litla sjálfs- afgreiðsluverslun, þar sem í boði verða mestmegnis vörur þeirra frumkvöðla sem starfa innan klas- ans og í samvinnu við okkur. Við framkvæmum þetta í samstarfi við Sales Cloud, þannig að þú afgreiðir þig sjálfur, og í staðinn fyrir hefð- bundin strikamerki þá velurðu ein- faldlega mynd af vörunni,“ segir Berta. „Við leggjum einfaldlega traust okkar á fólk, eftir að hafa séð til dæmis hvernig gengur á Flúðum, þar sem sveppir eru seldir úti á götuhorni og viðskiptavinir beðnir um að skilja peninga eftir í bauk. Munurinn er sá að við verðum með posa á staðnum.“ Morgunblaðið/Eggert Fiskmarkaðurinn á Granda opnaður í dag Sjávarklasinn opnar í dag nýtt sýningar- og sölurými við Granda Mathöll, sem ganga á undir nafninu „Grandi food hall & fish market“. Gestum fiskmarkaðarins mun gefast kostur á að sjá þegar ferskur fiskur, sem landað er við Grandabryggju, kemur inn á Fiskmarkað Íslands og fer þar á uppboð, en uppboðið fer venju samkvæmt fram á vefnum klukkan 13 á virkum dögum. Uppbyggingin á Granda undanfarin ár hefur vart farið fram hjá neinum sem þangað hefur komið. Berta segir mikið framfaraskref hafa verið stigið með henni. „Við erum náttúrlega aðeins að stækka miðbæ Reykja- víkur með þessari uppbyggingu. Mér finnst sérstaklega gott fyrir borgina að fá þetta aukna líf við höfnina en á sama tíma náum við að halda í sérkennin, til að mynda með starf- semi á borð við Sjávarklasann, og nú erum við að stíga skrefinu lengra með því að opna þessa innsýn í fiskmarkað- inn,“ segir Berta. „Það er mikilvægt að halda áfram þessu starfi og teygja mannlífið hingað út á Grandann. Miðbærinn tekur ekki endalaust við. Það geta ekki allir verið á Lauga- veginum og Austurstræti, þannig að við þurfum að dreifa álaginu. Grandinn sem slíkur er mjög sérstakur og við erum núna að vinna að því með miðborgaryfirvöldum að kynna hann sem sérstakt svæði innan borgarinnar, í líkingu við til dæmis kjötpökkunarhverfið í Chicago, „Chicago Meatpack- ing District“. Grandinn er náttúrlega hjarta hafnarinnar og er þannig í raun okkar fiskihverfi,“ bætir hún við. „Nú bíðum við bara eftir að fleiri verbúðastæði verði laus. Uppbyggingin mun halda áfram hér á Grandanum, það er alveg klárt mál.“ Uppbyggingin heldur áfram á Granda Berta Daníelsdóttir stýrir klasanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.