Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Dagskrá um sjómannadagshelgina í
Ólafsfirði er hin glæsilegasta, en sjó-
mannadagsráð Sjómannafélags
Ólafsfjarðar hafði veg og vanda af
gerð dagskrárinnar, sem á að höfða
til fólks á öllum aldri.
Sjómannadagurinn hefur lengi
verið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði
enda mikilvægur í augum íbúa svæð-
isins og sjómennskan nátengd sögu
Ólafsfjarðar. Sjómannadagsráðið
hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að
halda veglega hátíð í tilefni sjó-
mannadagsins og stendur hún yfir í
þrjá daga. Þannig hefur hátíðin mark-
að sér sérstöðu á Norðurlandi, enda
kemur fólk víða að til að skemmta
sér og njóta dagsins í Ólafsfirði.
Dorgveiðikeppni fyrir börnin
Dagskráin hefst strax á föstudeg-
inum en þann dag verður meðal ann-
ars bein útsending á FM95Blö, leir-
dúfuskotmót sjómanna og uppistand
í Tjarnarborg þar sem Ari Eldjárn
mun setja saman hóp uppistandara.
Herra Hnetusmjör og Huginn ljúka
svo kvöldinu með balli í Tjarnarborg.
Á laugardeginum verður mikið um
dýrðir en dagurinn verður tekinn
snemma með dorgveiðikeppni fyrir
börnin við höfnina. Allan daginn verð-
ur eitthvað um að vera; keppnir,
knattspyrnuleikur KF og Sindra og
knattleikur sjómanna. Úrslitaleikur
Meistaradeildarinnar verður sýndur á
risaskjá við Tjarnarborg.
Hjómsveitin Ronja og ræningjarnir
heldur svo uppi fjörinu á útiskemmt-
un frá kl. 21 á laugardagskvöldinu en
veislan endar á því að Stebbi Jak. og
Andri Ívars taka föstudagslögin í
Tjarnarborg fram á nótt.
Skrúðganga og heiðra sjómenn
Á sjálfan sjómannadaginn byrjar dag-
skrá með skrúðgöngu frá Hafnar-
voginni. Gengið verður að Ólafs-
fjarðarkirkju en þar verður haldin
hátíðarmessa til heiðurs sjó-
mönnum.
Fjölskylduskemmtun verður svo
við Tjarnarborg þar sem fram koma
meðal annars Jói Pé og Króli, Ronja
og ræningjarnir, uppistandararnir
Pétur Jóhann, Ari Eldjárn, Auddi og
Steindi, en einnig verða hoppkastalar
fyrir börnin. Hátíðinni lýkur svo með
veglegri árshátíð sjómanna í íþrótta-
húsinu.
Leggja mikið upp úr því
að halda veglega hátíð
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Þ
etta er stór og mikil hátíð og hefur alltaf verið að
stækka. Í raun er um að ræða þriggja daga
hátíðarhöld í Ólafsfirði sem hefjast á föstudeg-
inum klukkan fjögur og lýkur svo ekki fyrr en
með árshátíð sjómanna á sunnudagskvöldinu,“
segir Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningar-
fulltrúi Fjallabyggðar.
„Dagskráin hefst á föstudeginum með beinni útsend-
ingu FM95Blö, sem send verður út á FM957 frá Ólafsfirði.
Svo tekur við þetta hefðbundna; leirdúfuskotmót sjó-
manna, sjóarasveiflan á golfvellinum og uppistand í
Tjarnarborg í boði Ara Eldjárn. Á laugardeginum heldur
þessi frábæra hátíð áfram, alveg frá klukkan níu um
morguninn og fram á rauða nótt,“ segir Linda Lea.
Lýkur með árshátíð sjómanna
„Á sjómannadaginn er að sjálfsögðu skrúðganga og hátíð-
armessa þar sem við heiðrum sjómenn. Að henni lokinni
tekur við fjölskylduskemmtun með tónlistaratriðum, uppi-
standi, hoppköstulum og stanslausu fjöri. Loks taka
hátíðarhöldin enda með árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu,
en þar verður boðið upp á hátíðarkvöldverð og fjölbreytta
skemmtidagskrá, með dansleik og stuði fram á nótt.“
Þriggja daga hátíðarhöld í Ólafsfirði
Í Fjallabyggð fer vart framhjá neinum þegar sjómannadagshelgin gengur
í garð, enda er öllu tjaldað til í sveitarfélaginu til að íbúar og gestir geti
komið saman, skemmt sér og fagnað sjómannadeginum.
Róið af kappi. Hátíðin í Ólafsfirði endar venju samkvæmt með árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu að kvöldi sjómannadagsins.
Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra
innilega til hamingju með Sjómannadaginn
ÞEGAR MIKIÐ EÐA LÍTIÐ LIGGUR VIÐ
ER TREYST Á OKKUR
kafari.isKöfunarþjónustan er á lista Creditinfo yfirFramúrskarandi fyrirtæki 2017 og 2018
Verki lokið
og farsæll endir
Frá strandi sementsflutningaskipsins Fjordvik í Helguvík í
nóvember. Köfunarþjónustan kom að björgun skipsins í samstarfi
við alþjóðlega björgunarfélagið Ardent
Óseyrarbraut 27, 220 Hafnarfjörður | Sími 863 5699 | diving@diving.is
Við höfum nú flutt í glæsilegar bækistöðvar
að Óseyrarbraut 27 í Hafnarfirði