Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 G U N N A R JÚ L A R T Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á fram berast jákvæðar fréttir af þróun slysa á sjó og liðu bæði 2017 og 2018 án þess að banaslys yrðu í sjómanna- stétt. Þá hefur ekkert banaslys orðið það sem af er þessu ári. „Þetta er virkilega góður og eftirtektarverður árangur sem er m.a. afrakstur góðrar samvinnu sjó- manna, útgerða og annarra sem að málaflokkn- um koma,“ segir Karlotta Halldórsdóttir, verk- efnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Að bera saman öryggi sjómanna í dag og fyrir aðeins 20 eða 30 árum er eins og að bera sama svart og hvítt. Banaslys á íslenskum sjómönnum voru 203 á tímabilinu 1971 til 1980 en einn tíundi af því, eða 21 slys, varð á árunum 2001 til 2010. Undanfarinn áratug eru banaslysin 11 talsins og lætur nærri að tíðni banaslysa helmingist á hverjum áratug. Karlotta segir að þessa þróun megi fyrst og fremst þakka því að sjávarútvegurinn í heild sinni hafi tekið öryggismálin mjög föstum tök- um. Slysavarnaskóli sjómanna markaði kaflaskil og er nú svo komið að nær allir sjómenn hafa fengið þjálfun hjá skólanum. „Það er sífellt reynt að gera betur og m.a. jákvætt að sjá hvernig það er orðið að reglu hjá mörgum útgerðum að halda oftar æfingar um borð. Er þá farið ítarlega yfir öryggisreglur, og æft hvernig bregðast skuli við hinum ýmsu aðstæðum. Allir vita því upp á hár hvert þeirra hlutverk er ef óhapp verður og vinna markvisst saman hvort sem eldur kviknar um borð eða skipsverji lendir í sjónum.“ Ekki aðeins er þróun tíðni banaslysa í rétta átt heldur hefur líka orðið veruleg fækkun á slysum sem leiða til örorku. Segir Karlotta að það haldist í hendur við bætta öryggisstefnu al- mennt og sé ekki síður mikilvægt að fækka þessum alvarlegu slysum. „Hins vegar er ennþá töluvert um smáslys, s.s. skurði, tognanir og meiðsli eftir hras eða fall.“ Haldið utan um „næstumslys“ Öryggisumhverfið fer sífellt batnandi og bendir Karlotta á að endurnýjun skipaflotans gefi til- efni til bjartsýni. Sum skip hafi verið komin vel til ára sinna en nú hafi þeim verið skipt út fyrir ný og betri fley. Nýju skipin eru flest búin full- komnustu tækni sem sjálfvirknivæðir erfiðustu og hættulegustu störfin. „Að vísu er það þannig að með nýju skipi geta komið nýjar hættur sem áhöfnin þarf að koma auga á og læra að um- gangast. Það getur tekið eitt til tvö ár að öðlast góða reynslu á nýju skipi og gera úrbætur þar sem hættur kom í ljós.“ Hér kemur Karlotta inn á nýjasta vopnið í baráttunni gegn slysum í sjávarútvegi en það er Karlotta Halldórsdóttir segir árangurinn í öryggismálum sjómanna á heimsmælikvarða. Slysatölur stefna í rétta átt Þróunin hefur verið þannig að banaslysum á sjó fækkar um helming á milli áratuga. Sjálfvirknivæðing og endur- nýjun skipaflotans ætti að draga enn frekar úr slysum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.