Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 24

Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is N ýi vitinn er samstarfs- verkefni Reykjavíkur- borgar og Faxaflóahafna. Reiknað er með að þessi staður við Sæbraut verði fjölsóttur af ferðamönnum, líkt og listaverkið Sólfarið er í dag. Sólfarið, verk Jóns Gunnars Árnasonar, hef- ur lengi fangað athygli ferðamanna og er vel sóttur viðkomustaður í borginni. Innsiglingarviti við Sæbraut hef- ur verið lengi á áætlun Faxaflóa- hafna. Hann kemur í stað vita í turni Sjómannaskólans sem þjónaði hlut- verkinu allt fram á síðustu ár, eða þar til háhýsin við Höfðatún fóru að skyggja á hann. Þrátt fyrir að skip og bátar séu í dag með fullkomnustu siglingatæki þykir hafnaryfirvöldum samt sem áður þörf á að hafa inn- siglingarvita til að vísa leiðina inn Engeyjarsund. Þá hafi vitinn einnig þýðingu fyrir skipaumferð um Sundahöfn. Vitasaga hafnarinnar er orðin löng, eða 122 ár. Jafnvel 149 ár þeg- ar til þess er litið að árið 1870 voru að kröfu skipstjórans á póstskipinu Diönu sett upp tvö ljósker. Annað ljóskerið var í Engey en hitt á Arnarhólstúni. Ekki var þó kveikt á þessum ljósum nema sérstaklega væri um það beðið. Þetta voru ekki eiginlegir vitar en vísir að innsigl- ingarvitum. Það var svo árið 1897 að stigið var mikið framfaraskref. Það ár voru þrír nýir vitar teknir í norkun við Faxaflóa, á Garðskaga, í Gróttu og í Reykjavík. Sá viti var stundum kall- aður Skuggahverfisviti en það hverfi austan Kvosarinnar var „fyrsta for- takslausa og ómengaða alþýðuhverfi Reykjavíkur og þar með landsins,“ eins og sagt var. Páll Líndal lýsir hinum nýja vita Reykvíkinga í bók sinni, Reykjavík. Sögustaður við Sund: Árið 1897 var viti reistur í landi Helgastaða og stóð hann skammt austan við húsið Bjarnaborg. Þetta var timburturn, 4-5 metrar í ummál og 10-12 metra hár, að því sagt er, til að leiðbeina skipum á leið til Reykjavíkur, en byggður því nær í dæld, svo sem minnst beri á honum. Þegar bærinn stækkaði hurfu vitaljósin í önnur ljós. Var þá byggð- ur turn ofan á vatnsgeyminn á Rauðarárholti og vitinn fluttur þangað, segir Páll. Þetta mun hafa verið árið 1927. Umræddur vatns- geymir var byggður 1917 og stendur við Háteigsveg, milli Sjómannaskól- ans og kirkju Óháða safnaðarins. Eftir brunann mikla í miðbænum 1915 var talin þörf á að byggja vatnsgeymi til að auka þrýsting í kerfinu og bæta skilyrði til slökkvi- starfa. Vitahúsið á vatnsgeyminum var grár stöpull og ljósker, samtals 5 metrar á hæð en hæð vitaljóssins yf- ir flæðarmál um 55 metrar, segir í frásögn í blaðinu Ísafold í apríl 1929. Varð rafljósaviti 1945 Þarna var Reykjavíkurvitinn í átján ár eða þar til Sjómannaskólinn nýi var tekinn í notkun 1945. Var vit- anum komið fyrir í turni hans og jafnframt gerður að rafljósavita. Vitastígur og Vitatorg draga nöfn sín af áðurnefndum vita í landi Helgastaða í Skuggahverfi. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, hinn kunni blaðamaður, tók árið 1956 við- tal við Pétur Pétursson vitavörð, sem fæddur var 1884. Hann gerðist vitavörður árið 1920 og gegndi starf- inu í áratugi. „Fyrst í stað þurfti ég að fara í vit- ann á hverjum degi, nema björtustu sumarmánuðina. Það var vandasamt á vetrum að halda glerjunum auð- um, það var verst þegar var mikið frost og byljir. Ég þurfti ekki aðeins að gæta vitans vel, þegar veður voru slæm, heldur varð ég að sjálfsögðu að sjá um að alltaf væri nóg af gasi. Gæslan var erfiðust meðan vitinn var í turnhúsinu en hún var einnig erfið þegar vitinn var á vatnsgeym- inum,“ sagði Pétur. Honum bárust oft kvartanir en hann fékk lítið við ráðið stundum vegna þokunnar. „Ýmsar aðferðir voru reyndar til að halda glerjunum auðum vegna frostanna en lítið dugði. En þegar vitinnn var settur í turn Sjómannaskólans fundu menn upp á því að setja tvöfalda glugga. Þeir voru alveg þétt og það dugði,“ sagði Pétur í viðtalinu. Hin nýja bygging Sjómannaskól- ans (Stýrimannaskólans, Vélskól- ans) var reist á árunum 1942-45. Þetta er glæsibygging og ekkert var til hennar sparað, þótt reist væri á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson teiknuðu húsið sem talið hefur verið síðasta stórvirki stein- steypuklassíkur á Íslandi. Það var svo í byrjun árs 2018 að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að fara í fram- kvæmdir við að koma fyrir nýjum innsiglingarvita við Sæbraut. Yrki arkitektar teiknuðu umhverfi vitans. Vitinn átti að koma í stað eldri vitans í turni Sjómannaskólans sem var í notkun allt þar til háhýsin við Höfðatún fóru að skyggja á hann. Staðsetning nýja vitans er sam- kvæmt tillögu sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/sisi Sæbrautin. Hinn nýi viti stendur á sjávarbakkanum skammt frá Höfða. Útsýnið yfir Sundin til Esjunnar er glæsilegt og vitinn á örugglega eftir að verða vinsæll áningarstaður ferðamanna, líkt og Sólfarið hefur verið. Leiðbeinir skipum til hafnar Skuggahverfi. Nyrsti vitinn stóð skammt frá sögufrægu húsi, Bjarnaborg við Vita- stíg. Þetta var turn úr timbri, 10-12 metra hár. Hann var tekinn í notkun árið 1897. Morgunblaðið/sisi Háteigsvegur. Fremst á myndinni er vatnsgeymirinn, en þangað var innsiglingar- vitinn fluttur 1927. Fjær er Sjómannaskólinn, en í turn hans fór vitinn 1945. Nýi vitinn við Sæbraut verður með ljósmerki fyrir tvær sigl- ingaleiðir, þær sömu og vitinn í Sjómannaskólanum sýndi áður. Þessar siglingaleiðir eru:  Innsigling um Engeyjarsund að Gömlu höfninni.  Siglingaleið austan Engeyjar að innsiglingu Sundahafnar. Í vitanum verður jafnlengdarljós. Hann mun blikka hvítum, rauðum og grænum ljósgeislum á fjögurra sekúndna fresti. Starfsmenn vitadeildar Vega- gerðarinnar unnu að því í byrjun maí að koma fyrir ljósabúnaði í vitanum. Sjómælingar Íslands eru að vinna í gerð nýrra sjókorta og þau fara síðan til staðfestingar Sam- göngustofu. Þegar hún liggur fyr- ir er mögulegt að kveikja á vit- anum, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Reykjavíkurborg. Blikkar hvít- um, rauðum og grænum Nýr siglingaviti fyrir Reykjavíkurhöfn verður brátt tekinn í notkun. Hann er staðsettur við Sæbrautina, skammt norðaustan við hið sögufræga hús Höfða. Vitasaga Reykjavíkur nær langt aftur, eða allt til nítjándu aldarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.