Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 30

Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að má veiða fisk á fleiri vegu en einn, og ekki bara til að koma honum beint í fiskvinnslu og á markað erlendis heldur líka til að hafa gaman af veið- inni og áskoruninni sem felst í því að ná í sem flesta og stærsta fiska af sem flestum tegundum. Sjóstangaveiði er stunduð af nokk- uð stórum og virkum hópi fólks hér á landi og keppnir haldnar víða um land þar sem er held- ur betur hægt að fá útrás fyrir veiðiþörfina. Matthías Sveinsson er formaður Sjóstanga- veiðifélags Norðjarðar, Sjónes, sem er eitt átta félaga sem eiga aðild að Landssambandi sjó- stangafélaga. Hann segir um 30-40 manns taka þátt í dæmigerðu sjóstangaveiðmóti og eru þá þrír til fjórir keppendur úr bát, hver úr sínu liðinu. „Kemur reglulega fyrir að þátttakendur eru mun fleiri og er áætlað að á landinu séu á bilinu 400-500 virkir sjóstangaveiði-iðkendur og hefur mest verið á annað hundrað keppenda á einu móti.“ Vigta aflann af nákvæmni Sjóstangaveiði er á ýmsa vegu frábrugðin bæði stangveiði í ám og línuveiði í atvinnuskyni. Alla jafna fara keppnir þannig fram að róið er út kl. 6 að morgni og veitt til kl. 14 og veitt bæði á föstudegi og laugardegi. Keppt er í liðum og dreifa liðsmenn sér á báta svo að aldrei eru tveir úr sama liði í bát. Einn trúnaðarmaður er um borð í hverjum bát og skipstjóri. Er markmiðið að veiða sem mest af fiski, sem flesta fiska og sem flestar tegundir, en Matthías segir aflann vigtaðan upp á brot úr grammi. Eru bæði veitt einstaklingsverðlaun, verðlaun fyrir aflahæstu keppnissveitina, og verðlaunað bæði í karla- og kvennaflokki. Veiðistöngin sem sjóstangaveiðifólk notar er tiltölulega stutt en sterkbyggð og línan hefur þrjá öngla. „Yfirleitt er 400-600 gramma sakka fest á línuna og veiðifélagið sem heldur mótið skaffar beituna sem yfirleitt er síld eða smokk- fiskur og nota allir sömu beitu. Þá geta kepp- endur notað gervibeitu ef þeir vilja,“ útskýrir Matthías. Gengur oft mikið á við veiðarnar og getur þurft að hafa töluvert fyrir því að ná aflanum um borð ef stór fiskur er á hverjum öngli. „Við getum byrjað strax í maí og síðustu mótin eru haldin seint í ágúst. Kostnaðurinn er ekki mik- ill en leigja þarf bátinn og eru þátttökugjöld um 15.000 kr. fyrir mótið.“ Fullur bátur af fiski Einn stærsti munurinn á sjóstangaveiði og stangveiði í ám er, að sögn Matthíasar, að það veiðist yfirleitt mjög vel. Í laxveiðiánum getur það alveg gerst að menn reyni árangurslaust að fá laxinn til að taka og snúi heim með tvær hendur tómar en í sjóstangaveiðinni er annað uppi á teningnum. „Í stað þess að kasta línunni er hún látin síga beint niður á botn, svo dregin örlítið upp og byrjað að skaka. Þá fer fiskurinn að bíta á agnið og aldrei að vita hvaða tegund kemur í ljós þegar línan er dregin upp,“ út- skýrir hann. „Ef fiskast illa þá eru færin dreg- in upp og skipstjórinn freistar þess að finna betri stað til að stoppa og slaka aftur niður.“ Þeir sem vilja sjá fjölbreytnina í veiðunum ættu að kíkja inn á heimasíðu Landssambands sjóstangaveiðifélaga, Sjol.is, en þar er haldið ítarlegt bókhald yfir stærstu fiskana sem veiðst hafa af hverri tegund. Kemur þar t.d. fram að Hilmar Zophaníasson í Sjóstanga- veiðifélagi Snæfellsness krækti í 31,5 kg þung- an þorsk á móti í ágúst í fyrra. Jafnaði hann þar með met Jóns Inga Jónssonar í Sjóstanga- veiðifélagi Akureyrar, sem árið 2006 veiddi jafnþunga lúðu. Á lista Sjól má einnig finna 35 g loðnu, 5,05 kg ýsu, 544 g flundru, 1,45 kg skötu, 10,9 kg skötusel og 100 g sandsíli, svo nokkur dæmi séu nefnd. Margt getur gerst með þrjá öngla í sjónum Í sjóstangaveiði er keppt um bæði hver nær að veiða mest og hver fær flestar tegundir til að bíta á agnið. Ekki er erfitt að sjá hvað heillar við að renna fyrir fisk úti á sjó á góðviðrisdegi. Á stærstu sjóstangaveiðimótum hafa hátt á annað hundrað manns tekið þátt. Ljósmyndir/Sjónes Eins og sést getur veiðst mjög vel í sjóstangaveiðikeppnum. Fólkið á þessum báti veiddi nærri 1.300 kg á einum morgni á innanfélagsmóti Sjónes 2016. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.