Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Skúli Halldórsson sh@mbl.is A kureyri hefur auðvitað um langan aldur verið einn helsti útgerðar- bær landsins og Akureyrarstofa hefur tekið höndum saman við Sjómannafélag Eyjafjarðar, strákana á eikarbátnum Húna II, Skáta- félagið Klakk og fleiri aðila til að fagna sjómannadeginum eins og vera ber,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson, verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála Akureyrar- bæjar. Þrautabrautir og smábátar „Við ákváðum að þessu sinni að vera með fjölskylduskemmtun á útivistarsvæði skát- anna á Hömrum á laugardaginn frá klukk- an 14 til 16, þar sem verða skemmtiatriði á sviði frá klukkan 15, en þá munu Lína Langsokkur, töframaður, trúbador og fleiri góðir gestir stíga á svið,“ segir hann. „Á svæðinu verða þrautabrautir, smá- bátar, hoppkastalar og alls konar fleira fyr- ir unga fólkið og fjölskyldur þess. Einnig verður smá fjáröflun á vegum skátanna þar sem grillaðar pylsur verða seldar á kostnaðarverði. Þá verða sömuleiðis hátíðarhöld í Hrísey og Grímsey á laugar- deginum og á sunnudag verður til að mynda sjómannadagskaffi klukkan 15 í fé- lagsheimilinu Múla í Grímsey.“ Ókeypis sigling um Pollinn Ragnar segir sjómannadaginn sjálfan hefj- ast með sjómannadagsmessu í Glerárkirkju. „Síðan verður lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjó- menn. Eftir hádegið bera skipverjarnir á Húna II hitann og þungann af hátíðarhöld- unum. Þeir bjóða upp á ókeypis siglingu um Pollinn klukkan 13, 16 og 17, en klukk- an 13 er vonast til að sem flestir smábáta- eigendur á Akureyri sláist í för með þeim í hópsiglingu um Pollinn,“ segir hann. „Þegar Húni II leggst síðan að Torfunefs- bryggju eftir fyrstu ferðina, um klukkan 14, mun Lúðrasveit Akureyrar spila á bryggj- unni og síðan ætlar Félag vélstjóra og málmtæknimanna að heiðra einn af sínum ágætu félagsmönnum fyrir vel unnin störf,“ bætir hann við. „Veðurspáin fyrir helgina hefur ekki verið neitt sérlega kræsileg en ég sé ekki betur en hún batni með hverri klukkustundinni sem líður.“ Útivistar- og tjaldsvæðið á Hömrum verður opnað klukkan 14 í dag, laugardag, en þar verða hoppkastalar, rafmagnsbílar, kodda- slagur, flekahlaup, smábátar á tjörnum og fleira, auk þess sem grillaðar pylsur verða til sölu. Klukkan 15 hefst dagskrá á sviði á Hömr- um, en á pall stíga þau Lína Langsokkur, Gutti og Selma, Guðmundur töframaður og Anton Líni. Allir velkomnir í siglingu Sjómannadagurinn hefst á sjómannadags- messu í Glerárkirkju klukkan ellefu að morgni. Klukkan 12.15 verður svo lagður blómsveigur við Glerárkirkju að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. Ekki löngu síðar, eða klukkan 13, sigla Húni II og fleiri bátar frá Torfunefsbryggju að Sandgerðisbót þar sem bátar munu safnast saman. Hópsigling verður um Pollinn og eru allir velkomnir í siglingu með Húna II. Hátíðir í Hrísey og í Grímsey Um klukkan 13.45 leikur Lúðrasveit Akureyr- ar nokkur létt lög á Torfunefsbryggju á sama tíma og félagar í Siglingaklúbbnum Nökkva sigla seglum þöndum. Gert er svo ráð fyrir að Húni II leggist aftur að Torfunefsbryggju klukkan 14, en þá mun Félag vélstjóra og málmtæknimanna veita Neistann, sérstaka viðurkenningu fyrir vel unnin vélstjórastörf. Húni II heldur svo áfram að sigla um Pollinn klukkan 16 og 17. Enginn aðgangseyrir er að hátíðinni og eru allir velkomnir. Í Hrísey hefst hátíð í dag klukkan tíu og í Grímsey klukkan 14, en sjómannadagskaffi er í Múla í Grímsey á morgun klukkan 15. Koddaslagur, flekahlaup og Lína Langsokkur Lengi verið einn helsti útgerðarbærinn Nóg verður um að vera í höfuðstað Norðurlands þessa sjómannadagshelgi sem aðrar. Blásið verður til fjölskylduskemmtunar í bænum í tilefni sjómannadagsins og eru bæjarbúar hvattir til að draga íslenska fánann að húni á sunnudag. Hópsigling með Húna II um Pollinn á að hefjast klukkan 13 á morgun, sjómannadaginn. Lína Langsokkur stígur á pall í dag ásamt Gutta og Selmu, Guðmundi töframanni og Anton Líni.Skipverjarnir á Húna II bera hitann og þungann af hátíðarhöldunum eftir hádegi sjómannadagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.