Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
F
yrirtækið hafði áður haft
hug á framkvæmdum við
lóð á Laxabraut 1, eins og
200 mílur greindu frá í
apríl á síðasta ári. Með
þessu samkomulagi stefnir fyrir-
tækið hins vegar að því að koma
upp aðstöðu við Laxabraut 21, 23
og 25.
„Þetta er stærra svæði, rétt rúm-
lega átján hektarar, og býr þannig
yfir betri möguleikum til stækk-
unar þegar til framtíðar er litið,“
segir Ingólfur. „Enn fremur er
vatnsforðinn á nýja svæðinu meiri,
sem hentar okkur þá enn betur.“
Seinni hálfleikur hafinn
Hann segist reikna með að fram-
kvæmdir geti hafist á næsta ári.
„Stærsta málið er að ljúka um-
hverfismatinu og þar erum við
komin í seinni hálfleikinn ef svo má
segja. Við erum einbeitt í því að
skila því vel af okkur til að við get-
um tekið næsta skref. Ef allt geng-
ur að óskum þá er von á fyrstu
flökum seinni hluta árs 2022.“
Áformað er að sjó verði dælt úr
berginu og upp í eldiskör fyrir-
tækisins. Til að koma í veg fyrir
slysasleppingar frá stöðinni verða
settar upp gildrur, ásamt síunar-
útbúnaði á útrennsli, til að aðskilja
úrgang frá eldisvökvanum. Hluti
úrgangsins á þannig ekki að fara í
sjóinn, heldur í aðra framleiðslu, til
að mynda á áburði.
Einnig eru til skoðunar nokkrir
áhugaverðir möguleikar sem eru í
þróun í greininni er varða afskurð
og úrgang, til dæmis framleiðsla líf-
ræns úrgangs og orku.
Horfa líka til bleikjueldis
Ekki verður aðeins alinn lax í eld-
inu heldur hugsanlega einnig
bleikja að sögn Ingólfs. „Það er
óráðið hvernig við munum skipta
framleiðslunni, það er hvort hún
verði til helminga bleikja og lax eða
með öðrum hætti. Okkar mat er
það að markaðsþróun fyrir bleikj-
una þurfi ef til vill meiri tíma. Þess
vegna væri kannski skynsamlegra
að hafa stærri hluta framleiðsl-
unnar á laxi, en á sama tíma væri
spennandi að taka þátt í vöruþróun
fyrir bleikjuna, þó ekki væri nema
að litlu leyti,“ segir hann.
„Helsta áskorunin fyrir þá sem
eru í framleiðslu bleikju er sú að
búa til vitund um notkun bleikj-
unnar sem áhugaverðs valkostar í
eldamennsku. Til þess þarf hún að
vera spennandi og neytandinn, sem
hugsanlega þekkir ekki hvað
bleikja er sem matvara, þarf
fræðslu um möguleikana sem eru
fyrir hendi þegar hann setur saman
matarkörfuna. Vöruþróunin næstu
árin þarf að vera markviss og ég
held að óskynsamlegt væri núna að
hlaupa bara af stað og framleiða
eingöngu bleikju. En óneitanlega
erum við spennt fyrir henni.“
Jákvæður og mikill vöxtur
Ingólfur segir sveitarfélagið vera
að breytast mjög hratt.
„Ölfus hefur verið í miklum vexti
og það er jákvætt fyrir alla. Við er-
um bara einn hluti af þessari heild-
arþróun og það gætu vel skapast
samlegðaráhrif á milli þeirra fyrir-
tækja sem þarna hyggjast koma
sér upp aðstöðu. Að mínu mati er
Þorlákshöfn í góðri stöðu til stækk-
unar og mun þannig komast betur á
kortið. Þetta svæði allt saman fyrir
austan er að verða sífellt meira eins
og eitt samfellt svæði, það er Þor-
lákshöfn, Hveragerði, Selfoss,
Eyrarbakki og Stokkseyri.“
Landeldi vinnur náið með sveit-
arfélaginu og Skipulagsstofnun til
að ná að vinda verkefninu fram.
„Það gengur mjög vel núna og við
erum ánægð með samstarfið við
Skipulagsstofnun. Þessi vinna er á
nokkuð góðri leið í dag.“
Sterk heildarsýn hjá Ölfusi
Að sögn Ingólfs er það einkennandi
fyrir sveitarfélagið hversu sterk
heildarsýnin sé hjá sveitar-
stjórninni um hvert förinni sé heit-
ið. „Bæði hvað varðar atvinnulífið
og búsetuskilyrðin. Ef maður skoð-
ar áform bæjaryfirvalda næstu ár
þá er ljóst að það er ofboðslegur
fjöldi tækifæra í Þorlákshöfn. Ég
hugsa að í náinni framtíð verði Þor-
lákshöfn mjög öflugt atvinnusvæði.
Við erum ekki eina fyrirtækið sem
stendur þarna í uppbyggingu og
svo má ekki gleyma því hversu
stórt og auðugt sveitarfélagið Ölfus
er í raun og veru,“ segir hann.
„Móðurfélag Landeldis á töluvert
land í Ölfusi, nær Hveragerði og
undir Kömbunum, þar sem áform
eru uppi um byggingu seiðaeldis-
stöðvar. Þar er mikið af heitu vatni
sem skiptir okkur líka miklu máli.“
Í fyrsta áfanga hyggst Landeldi
koma upp 2.500 tonna framleiðslu
en sótt hefur verið um leyfi fyrir
samtals 5.000 tonna ársframleiðslu
af fullvaxta laxi. Stefnt hefur verið
á að eldið geti myndað um fimmtíu
störf í sveitarfélaginu og um 25
önnur í tengdum greinum.
Eldi á landi vekur athygli
„Fimm þúsund tonna framleiðsla er
þó ekki endilega mjög mikil, þegar
litið er til þeirra möguleika sem eru
til staðar,“ segir Ingólfur og bendir
á að á svæðinu sem áður var fyr-
irhugað undir framleiðsluna hefði
fimm þúsund tonna framleiðsla ef-
laust fullnýtt möguleika þess
svæðis.
„Við horfum þess vegna til
stækkunar þegar fram líða stundir
en einmitt núna einbeitum við okk-
ur að því að koma þessum fyrsta
áfanga á fót.“
Sífellda athygli vekja þau áform
að hafa eldið á landi en ekki í sjó,
að sögn Ingólfs.
„Við ákváðum að staðsetja okkur
á þessum væng geirans en erum
meðvitaðir um öll þau fyrirtæki
sem standa í fiskeldi á Íslandi.
Nýja svæðið býður upp
á meiri möguleika til að
auka framleiðsluna.
Landeldi semur um
stærra svæði í Ölfusi
Ingólfur Snorrason, forsvarsmaður og einn eigenda Landeldis ehf., og Elliði
Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, hafa skrifað undir nýjan leigusamning sem
kveður á um úthlutun þriggja lóða við götuna Laxabraut í sveitarfélaginu. Þar
hyggst fyrirtækið koma upp einu stærsta landeldi laxfiska á Íslandi. Ingólfur Snorrason, forsvarsmaður Landeldis, og Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Flutningaskipið Mykines í höfninni í Þorlákshöfn. Elliði bæjarstjóri segir að í bænum sé vaxandi útflutningshöfn.