Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Skúli Halldórsson sh@mbl.is E lliði Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Curio, segir að styrkurinn hafi skipt sköpum hvað varðar getu til að þróa búnaðinn áfram. Við ákvörðun ESB um styrkveiting- una hafi vegið þungt að búnaðurinn myndi bæta nýtingu aflans, minnka kolefnisfótspor vinnslunnar og draga úr matarsóun. Elliði segir helstu markaðstæki- færi fyrir vélina leynast í Noregi en einnig víðar í Evrópu, svo sem í Fær- eyjum, Litháen, Lettlandi, Póllandi, Rússlandi, Portúgal og Ítalíu. Þá geti hún líka komið að gagni fyrir vinnslur vestanhafs. Hjá fyrirtækinu starfa nú um fimmtíu manns, en tiltölulega skammt er síðan reist var sérstök kennslubygging við höfuðstöðvar Curio í Hafnarfirði. Er í byggingunni boðið upp á námskeið fyrir starfs- menn í þeim vinnslum sem kaupa vél- ar Curio, svo þeir læri að stilla og stýra vélunum. Til viðbótar við höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði er Curio með útibú á Húsavík sem Elliði segir hafa stækk- að mikið á undanförnum árum. Nú stendur einnig yfir stækkun útibús- ins í Skotlandi, en verið er að setja upp verksmiðju þar í Peterhead. Morgunblaðið/Eggert Styrkurinn frá sambandinu skiptir sköpum fyrir framþróun verkefnisins, segir Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio. Tæknifyrirtækið Curio hefur hlotið 2,3 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að geta þróað áfram frumgerð nýrrar klumbuskurðarvélar. Vélin sker klumbubeinið af bolfiski fyrir flökun, en til þessa hafa menn ýmist gert það í höndum eða með vélum sem ekki eru hannaðar til verksins. Bætir nýtingu, minnkar fótsporið og dregur úr matarsóun Þ að segir ýmislegt um samband manns og fisks hve oft fiskveiðar koma við sögu í kvikmyndum. Handritshöf- undarnir í Hollywood virðast hafa gaman af að nota fiskveiðitúra sem umgjörð utan um bæði gaman- og hasar- Tim Burton tók óvænta stefnu í myndinni Big Fish árið 2003. Eins og hans er von og vísa er myndin fantasíukennd, en þó með meiri tengsl við veruleikann en mörg önnur verk hans. Þrátt fyrir titil myndarinnar koma fiskar og fiskveiðar ekki mikið við sögu en gegna þó mikilvægu hlutverki sem mynd- hvörf fyrir tilveru mannsins, sem á vissan hátt er stöðugur eltingaleikur við risavaxinn feng sem virðist ómögulegt að ná. Ewan McGregor, Billy Crudup og Albert Finney hafa aldrei verið betri á hvíta tjaldinu og lætur þessi fallega saga um samband föður og sonar engan ósnortinn. Nokkrar myndir um fiska sem bera af Robert Redford fékk útrás fyrir leikstjórnarhæfileikana í kvikmyndinni A River Runs Through It sem kom út árið 1992. Craig Sheffer, sem í dag er þekktastur sem sjónvarpsleikari, fór með aðalhlutverkið og hinn eini sanni Brad Pitt fékk að sýna sínar krúttlegustu hliðar í aukahlutverki í þessari mynd um uppvaxtarár tveggja prestssona í Klettafjöllum Bandaríkjanna á árunum milli fyrra stríðs og krepp- unnar miklu. Er það mat margra að allir þeir sem hafa yndi af að renna fyrir fisk þurfi að sjá þessa mynd og þykir hún mikil veisla fyrir augað enda hlaut A River Runs Through It Óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku og tilnefningu fyrir vandaða tónlist og vel heppnað handrit. Þökk sé hryllingsmyndinni Jaws (ísl. Ókindin) frá 1975 voru margir kvikmyndahúsagestir lengi á eftir hræddir við að stinga litlutá í sjóinn. Steven Spielberg kom, sá og sigraði með þessari mynd um mann- ýgan risahákarl sem hrellir íbúa smábæjar og gleypir þá einn af öðrum, með húð og hári. Hákarlar eru merkilegar skepnur, þó flestir séu hin mestu meinleysisgrey, en kvikmyndin fangar ákveðinn ótta við hið óþekkta og ósýnilega sem leynist undir dökkbláu yfirborði hafsins. Blessunarlega kom eitilharður sjómaður til bjargar í Jaws – en ekki hvað – og hjálpaði við að ráða niðurlögum skrímslisins óstöðvandi. myndir, og ófá verðlaunamyndin hefur sýnt sjómenn í hetjuljóma. Hér eru nokkrar góðar myndir sem væri upplagt að hlaða niður í tölvuna og horfa á þegar tækifæri gefst til í næsta túr. ai@mbl.is Þegar kvikmyndasagan er skoðuð kemur í ljós fjöldi kvikmynda sem tengist veiðum á fiski með einum eða öðrum hætti. Sumar segja af ævintýrum og áskorunum grjótharðra sjómanna sem bjarga deginum, og aðrar tvinna fisk saman við angurværar þroska- og ástarsögur. Leitun þykir að fallegri ástarsögum en Brokeback Mountain sem Ang Lee leikstýrði og gerði eftir sam- nefndri smásögu Annie Proulx. Enda rakaði myndin til sín Óskarsverðlaunum. Þeir Heath Ledger og Jake Gyllenhaal náðu einstaklega vel saman í hlutverkum sínum sem elskendurnir Ennis Del Mar og Jack Twist. Leiðir þeirra liggja fyrst saman uppi á fjalli þar sem þeir gæta kindahjarðar, og fella hugi saman yfir varðeldinum, en síðan er það stangveiðin sem þeir nota sem afsökun til að hittast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.