Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Í
samtali við 200 mílur segir hann gesti af öllu Austurlandi
streyma í fjörðinn þessa helgi til að njóta þess sem þar er boðið
upp á.
„Það eru ef til vill helst siglingarnar og síðan ballið sem
dregur að, en það er af nógu öðru að taka,“ segir Kristinn, en
skipin Guðrún Þorkelsdóttir og Aðalsteinn Jónsson sigla með þá
sem vilja um fjörðinn frá klukkan 13 til 14 í dag, laugardag.
Hann segir hátíðarhöldin síst minnka með árunum, enda sé
sjávarútvegur enn mjög mikilvægur sveitarfélaginu og íbúum þess.
„Við erum alltaf sami hópurinn sem stendur að þessu og Eskja
stendur þétt við bakið á okkur. Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu
og við þrjóskumst við að halda þessu áfram, við megum ekki missa
þetta niður. Enda snýst þetta líka um að hafa gott líf í bænum.“
Allir koma á ballið á Eskifirði
„Það koma allir á ball á Eskifirði aðfara-
nótt sjómannadagsins. Það er bara
þannig, þetta er stærsta ball ársins,“
segir Kristinn Þór Jónasson, formaður
sjómannadagsráðs Eskifjarðar.
Hátíðarhöldin minnka síst með árunum, segir Kristinn Þór Jónasson, formaður sjómannadagsráðs Eskifjarðar.
Sundlaugarpartí var í Sundlaug Eskifjarðar í gærkvöldi og létu sundlaugargestir sér ekki leiðast í lauginni.
Dagskrá hefst á Eskjutúninu klukkan 14.30 þar sem m.a. verður reiptog, mennskt fótboltaspil og Nerf-stríð fyrir börnin.
Á fimmtudaginn leyfði Siglingaklúbbur Austurlands gestum að prófa seglbáta og kajaka í fjörunni við Mjóeyri.
Hátíðarhöldin í Fjarðabyggð hófust
raunar á miðvikudag, þegar haldnir
voru tónleikar til heiðurs söngkon-
unni Arethu Franklin. Á fimmtu-
daginn leyfði Siglingaklúbbur
Austurlands gestum að prófa segl-
báta og kajaka í fjörunni við Mjó-
eyri. Björgunarsveitirnar Brimrún
frá Eskifirði og Ársól frá Reyðar-
firði buðu upp á ferðir um fjörðinn
í björgunarbátum og þar á eftir
bauð Eskja upp á grillaða ham-
borgara.
Sýna frá fiskveiðum Færeyinga
Fyrirtækin Egersund Ísland og Lax-
ar héldu utan um hátíðardagskrá í
gær, þar sem boðið var upp á sýn-
ingarferðir um laxeldiskvíar Laxa,
siglt út í bátunum Hlín og Sögu og
viðstöddum leyft að fylgjast með
fóðrun.
Fyrir utan húsnæði Egersunds
var í boði grillaður lax, pylsur og
hoppukastalar, en einnig gafst færi
á skoðunarferð um starfsstöð
fyrirtækisins. Síðdegis í gær var
opnuð ljósmyndasýning í Rand-
úlffssjóhúsi um fiskveiðar Fær-
eyinga við Ísland og um kvöldið var
haldin sundlaugarteiti í Sundlaug
Eskifjarðar. Söngvarinn Einar
Ágúst hélt svo uppi fjörinu fram
eftir nóttu á kaffihúsinu Tindinum.
Dagskrá á Eskjutúni í dag
Í dag hefst dagskráin á dorg-
veiðikeppni á Sæbergs- og Rand-
úlffsbryggjunum klukkan 11, áður
en haldið er í siglingar um borð í
skipunum Guðrúnu Þorkelsdóttur
og Aðalsteini Jónssyni klukkan 13,
en á sama tíma opnar Sjóminja-
safn Eskifjarðar dyr sínar.
Dagskrá hefst á Eskjutúninu
klukkan 14.30, eða um leið og
skipin koma aftur í land. Fimm-
þrautarkeppni verður þar fyrir ár-
ganga, fyrirtæki, áhafnir eða hópa,
mennskt fótboltaspil, reiptog og
fleira. Svokallað nerf-stríð er þá
einnig í boði fyrir börnin.
Frá klukkan 14 til 16 stendur yfir
bílasýning þar sem sjá má marga
flottustu bíla Austurlands, gamla
sem nýja, en klukkan 16 keyra bíl-
arnir í gegnum bæinn, á Mjóeyri og
til baka.
Klukkan 17.30 hefjast tónleikar
undir yfirskriftinni „Heima í stofu“,
á bílastæðinu hjá Fossbergi inni í
dal. Andri Bergmann heldur þar
hita á viðstöddum með gítar í
hönd.
Loks er komið að sjómanna-
dagsballinu klukkan 23 og stendur
það yfir til klukkan þrjú í nótt.
Heiðra sjómann klukkan tólf
Klukkan ellefu í fyrramálið hefst
sérstök sjómannamessa í Eski-
fjarðarkirkju og klukkutíma síðar
verður athöfn við minnisvarðann
þar sem sjómaður verður sömu-
leiðis heiðraður.
Sjóminjasafnið opnar aftur dyr
sínar frá klukkan 13 til 17 og
áframhaldandi fjör verður á Eskjut-
úni. Slysavarnafélagið býður kaffi-
veitingar í Valhöll í boði Eskju frá
kl. 14.30 til 17, þegar hátíðinni
verður að lokum slitið.
Tvö skip sigla um
fjörðinn með gesti
Betra er að læra siglingahandtökin áður en lagt er af stað til sjós í firðinum.