Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 52
Pétur Hreinsson peturh@mbl.is F élagið Snarfari var stofnað árið 1975 og hefur um 340 félaga. Hafa þeir aldrei verið fleiri að sögn Kolvið- ar Helgasonar, formanns félagsins, sem hefur verið formaður þess í tvö ár og viðloðandi smá- bátagreinina í um 25 ár. Að sögn Kolviðar eru félagar í Snarfara bæði sportbáta- og skútueigendur en svo eru einnig trillueigendur með aðstöðu við höfnina. „Yngra fólk er dálítið að sækja í þetta núna á meðan þessi gamli kjarni sem kom að stofnun félagsins er smátt og smátt að hverfa frá þessu. Það er að koma töluvert af nýju og yngra fólki inn hjá okk- ur á hverju ári,“ segir Kolviður, en ekki er gert skilyrði um að eiga bát til þess að vera meðlimur. Fljótandi sumarbústaðir Smábátahöfnin er 200 báta höfn og nokkur ásókn er í stæði við höfnina en að sögn Kolviðar stendur til að stækka hana. „Við erum nýbúin að undirrita samkomulag við Reykjavíkurborg um aðstöðu hérna til næstu 50 ára og um stækkun á höfninni um 30%. Þetta er að komast inn í aðal- skipulagið og þarna kemur höfnin til með að vera,“ segir Kolviður, sem bindur vonir við að fram- kvæmdir geti hafist næsta vetur. „Það er mikil þörf á þessu. Það er mikil ásókn og alltaf biðröð eftir stæðum. Það er í reglum félagsins að ef menn eru ekki að nota stæðin sín – það kemur alltaf fyrir að menn hvíla sig í eitt ár eða fara með bátana út á land – þá getum við sett þá sem eru nýir inn í stæð- in á meðan,“ segir Kolviður. Mikið er um sportfiskirí hjá með- limum að sögn Kolviðar og svo er einnig vinsælt að fara í stutt ferða- lög. „Við erum með aðstöðu úti í Þerney sem er mikið notuð og einnig í Hvammsvík. Menn fara þangað mikið um helgar og gista í bátunum. Margir hverjir eru bát- arnir orðnir aðeins stærri í smíð- unum og 10-15 metra langir. Þetta er bara orðið eins og sumarbú- staður á floti,“ segir Kolviður. „Annars eru menn að dudda í bátunum stöðugt, á hverjum ein- asta degi yfir vetrartímann. Við er- um með ágætis aðstöðu til þess og svo er ansi mikið líf í félagsheim- ilinu,“ segir Kolviður. –En þorir fólk út á sjó í hvaða veðri sem er? „Fólk er ekkert að fara nema það sé gott veður. Það er ekkert gaman að þessu nema svo sé. Það þarf svo sem ekkert að vera sól – bara að það sé ekki mjög hvasst,“ segir Kolviður. Eins og fyrr segir verður blásið til veisluhalda í dag og ýmiss konar húllumhæ verður í boði. Að sögn Kolviðar hefur félagið ávallt verið með svokallaða sjósetningarhátið á hverju ári og kaffisamsæti á sjó- mannadaginn. Nú er hins vegar bú- ið að slá þessum viðburðum saman í einn en áður fyrr var hátíðin haldin í byrjun maí þegar allra veðra var von. Í dag gefst meðal annars tæki- færi til þess að fara í smá bunu með svokölluðum rib-bátum, sem eru hraðskreiðir slöngubátar og þá verður einnig keppt í róðrarkeppni á sundunum og í reiptogi á kajak. Svo verða að sjálfsögðu leiktæki fyrir krakkana. „Við vorum að taka við kapp- róðrarbátum Sjómannadagsráðs. Þeir voru alltaf með kappróðrar- báta og kepptu í kappróðri á sjó- mannadaginn en hafa ekki gert það undanfarin ár. Við tókum bátana þeirra í okkar vörslu og ætlum á laugardaginn að endurvekja kapp- róðurinn og fá lið til þess að keppa,“ segir Kolviður. Snarfari hyggst einnig að sögn Kolviðar stofna róðrarfélag og sér þar sókn- arfæri. „Við ætlum að fá fólk út úr lík- amsræktarstöðvunum og út í vor- nóttina að róa. Þarna erum við að reyna að laða að okkur fólk sem hefur gaman af útiveru og eins líka áhugafólk um báta. Við ætlum að reyna að búa til smá klúbb í kring- um þetta og þá getur fólk verið að dudda í bátunum yfir vetrartímann og verið svo úti að róa á vorin. Það verða engin inntökugjöld í þetta og almenningur getur þarna tekið þátt í þessu undir leiðsögn,“ segir Kol- viður. Um kvöldið verður síðan gilli þar sem einn þekktasti félagi Snarfara, tónlistarmaðurinn KK, tekur lagið fyrir matargesti. Hann nýtur sín vel á færeyska trilluhorninu sínu sem ber heitið Æðruleysi. „Þetta eru hans bestu stundir og hann kemur hingað til þess að slaka á. Æðruleysið er í höfninni hjá okkur. Hann er mikill og góður félagi,“ segir Kolviður. Úr líkamsræktarstöðvum út í vornóttina að róa Nóg verður um að vera hjá Snarfara, félagi smábátaeigenda, í dag og í kvöld, er vorhátíð þess fer fram. Keppt verður í róðrarkeppni á sundunum og í reiptogi á kajak og þá býðst gestum einnig að fara í eina bunu á slöngubáti. Tónlistarmaðurinn og Snarfarafélaginn KK tekur svo lagið fyrir gesti um kvöldið. Morgunblaðið/Eggert Smábátahöfnin við Naustavog mun stækka um 30% að sögn Kolviðs Helgasonar, formanns Snarfara. 200 bátar geta legið við bryggju í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg KK er bátaáhugamaður og félagi í Snarfara. Kolviður Helgason 52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.