Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Side 2
Hvað er Öll brögð möguleg?
Öll brögð möguleg er listasýning í Kling og Bang. Þau
hringdu í okkur, alla sem eru að sýna og báðu okkur um að
sýna allskonar. Þetta er ekki ákveðinn listahópur, heldur
sýningastýra þau þessu og gefa okkur alveg frjálsar hend-
ur. Ég þekkti bara rétt um helminginn af þeim sem eru að
sýna en ég held að allir þekkist að eitthverju leyti. Sumir
eru gamlir skólafélagar eða hafa sýnt saman áður. Sýningin
byrjar áttunda júní og verður áfram í sumar, í tæplega sex
vikur. Þetta er sumarsýningin, þannig að hún verður í smá
tíma.
Hverjir fleiri taka þátt í sýningunni?
Almar Atlason, Indriði Arnar Ingólfsson, Petra Hjartar-
dóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Ieva Grigelionyté og Svanhildur
Halla Haraldsdóttir.
Við hverju má fólk búast á sýningunni?
Ég held að þetta verði svolítið létt, hún Hekla dögg, lista-
kona og prófessor í LHÍ, sagði að þetta minnti sig svolítið á
eitthverskonar spa að koma þangað inn, því þetta er svolítið
þægileg og ekki beint svona krefjandi, þung stranglínulist.
Ert þú með eitthvað fleira í pípunum í
sumar?
Já, ég er að fara að spila á hátíð í Berlín með hljómsveitinni
Russian Girls. Ég vissi ekki að fólk ætti að plana sumarfríið
sitt almennt, en svo ætla ég bara að reyna að vera dugleg-
ur. Það er sexí að vera duglegur.
Morgunblaðið/Hari
GYLFI FREELAND SIGURÐSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Engin krefjandi
stranglínulist
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019
Lífið hverfist á svo margan hátt um afstöðu. Það kom glögglega í ljós íviðtali sem Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir átti við Má Gunn-arsson í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á dögunum. Már, sem er
blindur, hefur ekki látið fötlun sína koma í veg fyrir að hann næði mark-
miðum sínum í lífinu og léti drauma sína rætast. Þrátt fyrir ungan aldur,
hann er aðeins nítján ára, hefur Már náð framúrskarandi árangri í sundi og
er leiftrandi músíkalskur; leikur á píanó, syngur og semur lög. Lífsgleðin og
jákvæðnin skinu af þessum unga manni í viðtalinu og hann er augljóslega
ekki í minnsta vafa um að honum standi allar dyr opnar; hindranir séu aðeins
til þess fallnar að ryðja þeim úr vegi. Frábær skilaboð til okkar hinna, hvort
sem við erum blind eða alsjáandi.
Samhljómur er með afstöðu Más
og magnaðs manns sem ég tók viðtal
við seint á síðasta ári, Valdimars
Sverrissonar ljósmyndara. Hann
missti sjónina fyrir nokkrum árum í
kjölfar heilaaðgerðar en í stað þess
að „leggjast í volæði“, eins og hann
orðaði það, ákvað Valdimar að sjá
tækifærin í myrkrinu. Hann er far-
inn að gera allt mögulegt sem hann
þorði ekki að gera áður; eins og að
syngja opinberlega og vera með
uppistand. Það reynist Valdimari
miklu auðveldara í dag enda þarf
hann ekki að hafa áhyggjur af áhorfendum – hann sér þá ekki. Og leitun er að
meiri húmorista. Þannig var Valdimar ekki fyrr búinn að missa sjónina en
hann hringdi á ritstjórnarskrifstofu Séð & heyrt og spurði hvort hann ætti
ekki rétt á 50% afslætti af blaðinu.
Annar flugbeittur blindur húmoristi er Arnþór Helgason sem starfaði sem
blaðamaður hér á Sunnudagsblaði Morgunblaðsins fyrir um áratug. Haldi
menn að það sé flókið fyrir blinda að skrifa í blöðin er það mikill misskiln-
ingur; Arnþór var ekki búinn að vera hérna nema í nokkrar vikur þegar hann
kunni orðið betur á ritstjórnarkerfið en ég.
Mjög auðvelt er að gleyma því að Arnþór er blindur og í eitt skiptið spurði
hávönduð samstarfskona okkar hann út í konu sem hann hafði tekið viðtal við
og hún taldi sig þekkja. „Er hún ekki örugglega rauðhærð?“ spurði blaða-
konan. „Ja,“ svaraði Arnþór með hægð. „Ég tók nú ekkert eftir því!“
Svo var það þegar Séð & heyrt hafði viðtal við Arnþór og ljósmyndari var
sendur hingað upp í Hádegismóa. Honum þótti heldur klént að taka myndina
við skrifborðið og bað Arnþór að standa upp, rölta út að glugganum og „horfa
út á vatnið“, þ.e. Rauðavatn. „Nú, en skemmtilegt,“ svaraði Arnþór með
sömu hægð og áður. „Ég hafði ekki hugmynd um að það væri vatn þarna!“
Er vatn þarna?
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Er hún ekki örugglegarauðhærð?“ spurðiblaðakonan. „Ja,“ svaraðiArnþór með hægð. „Ég
tók nú ekkert eftir því!“
Helga Ósk Hreinsdóttir
Ég ætla að lesa Sumareldhús Flóru
eftir Jenny Colgan og Glæpur við
fæðingu eftir Trevor Noah.
SPURNING
DAGSINS
Hvað ætlar
þú að lesa í
sumar?
Felix Lummer
Ég ætla að lesa margar námsbækur.
Ég er í doktorsnámi og hef engan
tíma fyrir yndislestur.
Oddný Björg Stefánsdóttir
Fréttablaðið. Og einhverjar saka-
málasögur líka, líklega Yrsu eða
Stefán Mána.
Aron Franklín Jónsson
Ég er ekki alveg búinn að ákveða
mig, en það er um margt að velja.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Samsýningin Öll brögð möguleg byrjar 8. júní í Kling og Bang í
Marshallhúsinu og stendur yfir til 4. ágúst. Lokað er á mánudögum
og þriðjudögum. Aðgangur er ókeypis.
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC