Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Síða 6
Joshua virtist heillum horfinn þegar dómarinn ákvað að veifa bardagann af.
AFP
HEIMURINN
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019
Mike Tyson var á hátindi ferils
síns árið 1990. Hann hafði ekki
enn þurft að lúta í lægra
haldi fyrir öðrum manni í
boxhringnum og margir
hræddust þennan högg-
þunga mann. Fyrir bar-
daga sinn við Buster
Douglas virtist hann
þó villast allsvakalega
af leið; var meira um-
hugað um partístand
en æfingar. Hann
missti því heimsmeist-
aratitil sinn þrátt fyrir
að margir teldu óhugs-
andi að Douglas
myndi veita honum
einhverja keppni. Tyson náði
aldrei sama dampi eftir þetta
og varð þekktari fyrir annað og
verra en bardagalistir í seinni
tíð.
Margir sjá eflaust líkindi með
uppgangi Tysons og Joshuas en
báðir komust ungir í kast við
lögin og tóku m.a. þátt í götu-
slagsmálum. Varast verður þó
þennan samanburð þar sem
Joshua hefur náð góðu valdi á
sínu lífi en slíkt var ekki í spil-
unum hjá Tyson. Ólíklegt verð-
ur því að teljast að ferill Joshuas
fari sömu leið og ferill Tysons
þótt einungis tíminn muni leiða
það í ljós.
MIKE TYSON VAR „BÖSTAÐUR“
Koðnaði niður eftir tap
Sama hvað fólki finnst um boxog bardagaíþróttir elska alliröskubuskuævintýri. Boxarinn
Andy Ruiz yngri færði okkur eitt
slíkt um síðustu helgi með einum
óvæntasta sigri í titilbardaga í
manna minnum.
Ruiz, sem settur var á bardagann
aðeins mánuði fyrr, sigraði heims-
meistarann breska, Anthony Josh-
ua, á tæknilegu rothöggi í sjöundu
lotu af tólf og „sjokkeraði“ heiminn.
Gárungar vestanhafs segja þetta
jafnvel óvæntustu úrslit í þungavigt-
inni síðan Buster Douglas rotaði
Mike Tyson, sem þá var talinn nán-
ast ósigrandi, árið 1990.
Fyrir bardagann var Joshua, sem
um síðustu helgi barðist í fyrsta
skipti í Bandaríkjunum, handhafi
fjögurra heimsmeistaratitla og
ósigraður í 22 bardögum sem at-
vinnumaður. 21 þeirra hafði endað
með rothöggi, þar af margir gegn
sterkum andstæðingum. Bardaginn,
sem fram fór í Madison Square
Garden í New York, átti að vera ein-
hvers konar útgáfupartí fyrir Josh-
ua sem myndi vinna andstæðing
sinn nokkuð auðveldlega og vekja
um leið athygli Bandaríkjamanna.
Sterkir bardagamenn á toppi þunga-
vigtardeildarinnar voru svo næstir á
dagskrá, þar á meðal Deontay Wild-
er sem hélt eina titlinum utan greipa
Joshuas.
Kallaður Tundurspillir
Sá sem eyðilagði partíið var Andy
Ruiz yngri. Þótt enginn aumingi sé
ber hann ekki með sér útlit afreks-
íþróttamanns. Þónokkrum kílóum
of þungur og talsvert styttri en Jos-
hua gáfu margir honum ekki
minnsta möguleika á sigri. Hann
hafði að vísu unnið 32 af 33 bardög-
um á atvinnumannsferli sínum en
flestir sigrarnir voru gegn minni
spámönnum, að minnsta kosti eng-
inn gegn bardagamönnum í heimsk-
lassa. Ruiz var til að mynda ekki á
lista yfir 10 bestu bardagamenn í
heimi áður en síðasta helgi gekk í
garð.
Hann er 29 ára Bandaríkjamaður,
fæddur í Kaliforníu, en berst undir
merkjum Mexíkó þar sem foreldrar
hans eru fæddir þar og hann haldið
tengslum við móðurlandið. Hann
fékk viðurnefnið „Tundurspillir“ (e.
Destroyer) sem barn þar sem hann
var „var alltaf að eyðileggja hluti“,
eins og Ruiz segir sjálfur frá.
Hinn 1. maí síðastliðinn var
ákveðið að Ruiz skyldi berjast við
Joshua mánuði síðar. Slíkt telst
mjög stuttur fyrirvari þegar um titil-
bardaga er að ræða. Upphaflega átti
Jarrel Miller að berjast við heims-
meistarann en þurfti frá að hverfa
þar sem hann féll á lyfjaprófi. Ruiz
bauð sig fram en fáir þeirra sem
lögðu leið sína til Madison Square
Garden hinn 1. júní bjuggust við
flugeldasýningu frá kauða.
Sýndi þeim sem efuðust
Og það virtist ætla að verða raunin,
til að byrja með að minnsta kosti. Í
þriðju lotu sló Joshua Ruiz niður og
virtist aðeins tímaspursmál hvenær
dómarinn stöðvaði bardagann. En
öllum að óvörum sló Ruiz Joshua
niður 30 sekúndum síðar og aftur áð-
ur en lotan var á enda og mátti Josh-
ua teljast heppinn að bardaginn var
ekki stöðvaður þá. Ruiz batt að
lokum enda á bardagann með
því að slá Joshua tvisvar niður
með stuttu millibili í sjöundu
lotu sem varð til þess að
dómarinn veifaði
höndum og gaf til
kynna að bar-
daganum væri
lokið.
„Ég vildi sýna öllum að
þeir hefðu rangt fyrir sér.
Öllum sem efuðust um
mig og héldu að ég
myndi tapa,“ sagði Ruiz
eftir bardagann. „Ég
trúi varla að ég hafi
látið drauma mína
rætast.“ Með sigrinum varð hann sá
fyrsti af mexíkóskum ættum sem
kemur lúkum sínum um heimsmeist-
aratitil í þungavigt í boxi.
Leiðinlegir bræður
Undanfarna áratugi hafa vinsældir
boxíþróttarinnar, sér í lagi þunga-
vigtardeildarinnar, dalað verulega.
Ýmsu er um að kenna og kannski
hafa áhorfendur einfaldlega misst
áhugann á boxi. Ljóst er þó að leið-
inlegur stíll heimsmeistaranna fyrr-
verandi, bræðranna Wladimirs og
Vitalis Klitschkos, sem réðu lögum
og lofum innan deildarinnar frá 2006
til 2015, dró ekki marga að. Eins
hafa rannsóknir á höfuðmeiðslum
leitt skuggalega hlið íþróttarinnar í
ljós. Að lokum getur blaðamaður
ekki annað en furðað sig á þeim
fjölda heimsmeistaratitla sem keppt
er um og hvernig þeir sem berjast
um þá eru valdir. Ýmis hnefaleika-
sambönd útnefna hnefaleikakappa
sem heimsmeistara og geta því
margir í sama þyngdarflokki kallað
sig slíkan á sama tíma. Og þeir sem
nafnbótina bera geta svo að miklu
leyti valið þá sem þeir mæta í bar-
daga og þannig forðast þá sem lík-
legir eru til að velta þeim úr sessi.
Með tilkomu Joshuas, ásamt þeim
Deontay Wilder, Tyson Fury og
fleirum, á topp deildarinnar, virðist
áhuginn vera að aukast. Gaman
verður að sjá hvort sigur Tundur-
spillisins sé frekara vatn á myllu
deildarinnar. Sigurinn hefur að
minnsta kosti sýnt hvers vegna svo
margir fylgjast með boxi og öðrum
bardagaíþróttum, þrátt fyrir allt það
neikvæða sem um þær má segja.
Eyðilagði
partíið
Andy Ruiz yngri kom öllum nema sjálfum sér á
óvart þegar hann sigraði heimsmeistarann,
Anthony Joshua, í titilbardaga í þungavigt í boxi.
Úrslitin eru talin þau óvæntustu í háa herrans tíð.
Böðvar Páll Áseirsson bodvarpall@mbl.is
Ruiz stendur yfir Joshua eftir að hafa slegið hann niður í þriðju lotu bardagans í Madison Square Garden í New York.
Fyrr í sömu lotu hafði Ruiz sjálfur legið í gólfinu en kom öllum á óvart með bylmingshöggi 30 sekúndum síðar.
AFP
Fáir vildu verða
á vegi Tysons á
sínum tíma.