Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Síða 13
sjóveikiþrungna siglingu og sagt: „Þvílík and- skotans sjóferð og það fyrir eina litla sýningu á hjara veraldar!“ Þú áttir glæstan feril og varst talinn einn besti dansari heims á þessum tíma. Af hverju varst þú einn af þeim bestu? „Það er góð spurning. Það var mikil vinna á bakvið það. Ég vissi alltaf að ég ætti eftir að verða einn af þeim bestu. Ég var talinn vera einn af fimm bestu í heiminum á þessum tíma, sem er alveg stórkostlegt. Það var þessi innri trú, þetta var mér ætlað; þetta var mitt verk- efni. Að gleðja fólk og gefa því listgrein sem er mjög falleg. Ég var talinn mjög músíkalskur. Ég naut þess að dansa í músíkinni. Hún fór al- veg í gegnum mig þegar ég var að dansa.“ Ást við fyrstu sýn Þegar Helgi var kominn aftur til New York eftir seinna sumarið í Kaupmannahöfn bank- aði ástin upp á. Hann kom auga á unga konu sitja á stól fyrir utan skrifstofur á Joffrey- skólanum. Þar reyndist vera lífsförunauturinn, dansarinn Marlene. „Ég var búinn að vera í skólanum í tæpt ár þegar hún kom þangað að þreyta inntökupróf. Það var ást við fyrstu sýn. Ég var að koma úr tíma og hún sat þarna fyrir utan. Ég sá þessa ungu stúlku og ég veit ekki hvað kom yfir mig en ég taldi í mig kjark og fór til hennar og „Fólk kemur gjarnan til mín á eftir og segir; þetta er það besta sem þú hefur gert. Þá fer ég alltaf strax að hugsa, hvað get ég gert betra á næsta ári. Ef þetta er best, hvað geri ég næst?“ segir Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins. Morgunblaðið/Ásdís 9.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Arthur Pita notar hina töfrandi tónlist Bjarkar til að semja heillandi dansverk. Dagblaðið The Guardian kallar það „fáránlega skemmtilegt“. Verkið var eitt af mörgum sem San Francisco-ballettinn sýndi í London nýlega. Pita er danshöfundur, alinn upp í Suður-Afríku. Hann tók þátt í Unbound Festival sem Helgi Tómasson stóð fyrir, og samdi þá verkið Björk Ballet. Í viðtali á heima- síðu San Francisco-ballettsins segir Pita að honum hafi ætíð fundist tónlist Bjarkar mjög leikræn og vildi fá tæki- færi til að túlka tónlist Bjarkar í dansi. „Ég tel tónlistina bjóða upp á dans á undursamlegan hátt og þótt hún sé tónlistarmaður er líkt og heill heimur fylgi henni; plánetan Björk, og mig langaði að heimsækja hana. Um leið og maður kveikir á tónlistinni er eins og það myndist rafstraumur sem fer inn í líkama dans- arana,“ segir Pita. „Settið er frekar einfalt og vildi ég skapa hughrif nátt- úrunnar og skapaði ég nokkurs konar akur úr stáli til að fá tilfinningu fyrir eins konar byrjun á nýjum heimi; eða eins og við værum á annarri plánetu. Þetta er sambland af náttúru og tækni og úr því verður spennandi heimur,“ segir hann. „Þetta snýst um hvað er að gerast í hreyfingum, í tón- listinni og í leikræna hlutanum en í grunninn snýst þetta um dansarana, að þeir finni að þetta er út fyrir kassann og þeir fái að brjótast út í túlkun sinni. Ljósmynd/Erik Tomasson Að heimsækja plánetu Bjarkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.