Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Page 14
spurði hana hvort hún hefði áhuga á að fá sér kaffi með mér. Hún þekkti konu sem var í ball- ettnum hjá Joffrey og talaði víst við hana og spurði hver þessi ókunnugi karlmaður sem væri að bjóða sér í kaffi væri eiginlega. Sú svaraði að hún myndi bara koma með á kaffi- húsið. Hún sagði, já, já, förum bara, engar áhyggjur, „he is nice!““ segir Helgi og skellir upp úr. Helgi og Marlene urðu þar með par og hafa verið samstiga í lífinu sem snúist hefur að miklum hluta um dansinn en einnig um fjöl- skylduna. Þau eiga tvo drengi, Kristinn er fæddur 1967, búsettur í Þýskalandi og Erik er fæddur 1971, ljósmyndari hjá San Francisco- ballettnum. „Hvorugur vildi fara í dansinn. Ég held að þeir hafi séð stritið sem fylgdi því að komast upp á toppinn. Líkamlegt strit, að vera alltaf þreyttur og svo er svo mikil samkeppni. Þeir sáu að þetta var ekki fyrir þá. Þar sem móðir mín leyfði mér að gera það sem mig langaði til, varð ég að gera það sama fyrir þá.“ Myndi aldrei dansa framar Lentirðu aldrei í meiðslum? „Jú, þegar ég var aðaldansari hjá New York City-ballettnum, 33 ára gamall. Þá var ég bú- inn að þjást í bakinu í nokkur ár og þurfti oft að fara í nudd og til kírópraktors. Svo kom það fyrir á sýningu að ég gat ekki hreyft mig. Ég komst af sviðinu en þetta var alveg í lokin, sem betur fer. Þetta var slæmt en ég gat komið mér af sviðinu,“ segir Helgi. „Þá bjó ég fyrir utan borgina en við höfðum keypt lítið hús í New Jersey og þangað keyrði ég heim úr vinnu á hverjum degi. Þennan dag get ég ekki ímyndað mér hvernig ég komst heim. Ég gat ekki hreyft mig og var með mikla verki. Næsta dag var ég sóttur og farið var með mig á spítala. Ég var þá með mjög slæmt brjósklos. Ég lá þar í viku, tíu daga í strekk- ingu og þar komu læknar að líta á mig á hverj- um degi. Einn læknirinn sagði við mig að ég skyldi vita að ég myndi aldrei dansa aftur. Það var allt sem ég þurfti að heyra og sagði, það verður ekki, ég mun dansa aftur. Ég var ekki búinn. Kannski var þetta þessi íslenska þrjóska, ég veit það ekki. Ég fór svo af spítal- anum til Íslands og lá þar í strekkingu í þrjár vikur. Ég lá kyrr og það voru lóð sem héngu niður og toguðu mann, líklega gamaldags lækningaaðferð,“ segir hann og hlær. „En hann vildi ekki skera mig upp og ég var ánægður með það því það eru bara helmings- líkur á það lagist við það. Þetta gerðist í janúar og ég var kominn á svið að dansa í júlí,“ segir hann. „Læknarnir höfðu rangt fyrir sér,“ segir hann sposkur. Ekkert minna en það besta Helgi var í fimmtán ár aðaldansari hjá Balan- chine. Hann dansaði til 42 ára aldurs, sem er nokkuð hár aldur í þessum bransa. „Það er erf- itt fyrir karldansara að endast svona lengi. Þá fékk ég boð að fara til Kaupmannahafnar að taka við sem stjórnandi Konunglega danska ballettsins. Þá kom boð um að koma til San Francisco en það var nefnd sem var að leita að stjórnanda. Sá sem hafði stjórnað flokknum hafði bent á mig, en hann vildi hætta. Það fór svoleiðis að ég fór til Kaupmannahafnar en það tókst ekki þessi samningur og þegar ég kem tilbaka les ég í New York Times að þessi mað- ur væri látinn. Þá hélt ég að það yrði ekkert meira af þessu en þá kom þessi nefnd til sög- unnar sem vissi af því að hann hafði haft sam- band við mig,“ segir hann og það fór þá svo að Helgi tók við sem listrænn stjórnandi San Fransisco-dansflokksins. Þar hefur hann nú stjórnað í 34 ár og gert dansflokkinn að því sem hann er í dag. Í upp- hafi var dansflokkurinn frekar lítið þekktur og alls ekki með þeim bestu í Bandaríkjunum. „Nefndin spurði mig hvort ég gæti gert flokkinn að einum af þeim bestu á landsvísu í Bandaríkjunum. Um leið á heimsmælikvarða. Ég hafði aldrei stjórnað neinu fyrirtæki áður en sagði: ég get gert það!“ segir hann og hlær. Varstu með hugmynd hvernig þú myndir gera það? „Já. Af því ég var að koma frá Balanchine sem var á þeim tíma einn albesti dansflokkur heims. Ég hafði aldrei hugsað mér að verða stjórnandi þótt ég hefði hugsað um að ég yrði kennari. En eitthvað hafði ég lært og ég vissi hvað það besta var. Og ég vildi ekkert minna en það. Ég þurfti að hugsa hvernig ég færi að því og fór strax að kenna á hverjum degi; sýna dönsurum hvernig sporin ættu að vera. Um leið fór ég að bjóða danshöfundum að skapa nýja balletta, því mér fannst vanta eitthvað nýtt. Það þurfti að opna gluggann og fá frískt loft inn í flokkinn.“ Nú eru liðin 34 ár, hvernig hefur dansflokk- urinn þróast? „Fyrstu árin voru erfið. Það hafði verið með- stjórnandi þessa manns sem lést sem var vin- sæll meðal áhorfanda og þótt hann hafi verið látinn fara, bjó hann enn í San Francisco og var meira að segja með skrifstofu í sama hús- næði og við vorum í. Þannig að ef dansarar sem höfðu verið áður hjá honum voru ekki ánægðir með mínar ákvarðanir fóru þeir niður til hans að klaga. Ég þurfti mikið að berjast þarna í byrjun, og líka við áhorfendur sem vildu ekki að ég væri að breyta öllu.“ Er ekkert erfitt að vera alltaf ferskur, koma alltaf með eitthvað nýtt? „Jú, það er það. Á hverju ári í janúar er ég með sýningu til þess að afla fjár fyrir flokkinn. Þetta er mikilvæg sýning. Fólk kemur gjarnan til mín á eftir og segir; þetta er það besta sem þú hefur gert. Þá fer ég alltaf strax að hugsa, hvað get ég gert betra á næsta ári. Ef þetta er best, hvað geri ég næst? Það er alltaf svoleiðis. Og líka með dagskrána sjálfa, ég þarf að hugsa tvö ár fram í tímann.“ Nú sýndir þú mjög sérstakan ballett við tón- list Bjarkar. Hvernig kom það til? „Við héldum hátíð í fyrra, Unbound Festi- val, og ég bauð manni að nafni Arthur Pita að koma á hana. Tilgangur hátíðarinnar var að gefa danshöfundum tækifæri til að gera eitt- hvað sem þeir höfðu aldrei gert áður og ég bauð tólf listamönnum að koma og skapa. Hann kom til mín og sagðist alltaf hafa verið hrifinn af Björk og langaði gífurlega mikið að nota tónlistina hennar, en fengi ekki leyfi til þess. Ég sagði honum að ég skyldi reyna að hjálpa til og hafði samband við kunningja og fjölskyldu heima til að komast í samband við Björk. Það hafðist og ég gat skrifað henni bréf á íslensku og útskýrði tilganginn og sagði henni að hann væri þekktur og hefði skapað mikið hér í London. Hún gaf honum þá leyfi til að nota tónlistina,“ segir Helgi. „Hann var yfir sig ánægður.“ Ég er einráður Ertu harður húsbóndi? Helgi hugsar sig um. „Að mörgu leyti. Fólk veit til hvers ég ætlast. Ég er kröfuharður.“ Hann segir að á dæmigerðum degi í San Francisco sé hann mættur til vinnu um tíuleyt- ið. Suma daga kennir hann. „Svo er alltaf eitt- hvað á skrifborðinu og ákvarðanir sem ég þarf að taka. Þarna er ég mestallan daginn en fer svo heim í mat og er svo kominn aftur í leik- húsið um kvöldið á sýningu. Þetta er gífurlega VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.