Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Qupperneq 15
mikil vinna, og um leið þarf ég að hugsa fram í
tímann. Svo ákveð ég öll ferðalög og hvaða
dagskrá verður sett upp og hvaða dansarar
dansa hvaða hlutverk. Þetta tekur sinn tíma,“
segir hann.
„Það erfiðasta er sambandið við dansarana,
því ég sé algjörlega um þeirra feril. Ég er ein-
ráður með það; ákveð hvaða hlutverk þau fá.
Þau koma þá inn á skrifstofu og spyrja; af
hverju fæ ég ekki að dansa þetta hlutverk, ég
er betri en hann eða hún. Það er þetta sem ég
er að eiga við allan daginn, að mörgu leyti. Ég
er að tefla skák allan daginn. Svo þarf ég að
vanda mig hvernig ég svara þeim; að brjóta
þau ekki niður heldur benda þeim á sína
kosti.“
Nú eru liðin 34 ár sem stjórnandi. Verðurðu
ekkert leiður á þessu?
„Nei, að sjá unga dansara koma úr skólan-
um og komast inn í dansflokkinn er svo gef-
andi; að geta hjálpað þeim og leiðbeint. Og
einnig að sjá þegar kviknar á perunni hjá þeim
og þau uppgötva eitthvað nýtt í dansinum. Það
er gaman að sjá.“
Eins og fyrr segir er Helgi enn að kenna og
er hann yfir ballettskólanum. Hann hefur
einnig samið yfir fjörutíu balletta um ævina og
segist fá innblástur úr tónlistinni við sköpun-
ina.
„Sumir finna sögu og finna svo tónlist sem
gæti passað við söguna. Ég fer fyrst í músík-
ina. Þaðan fæ ég hugmyndir hvernig á að túlka
þessa músík. Þá sé ég hvernig formið verður,“
segir Helgi.
Blaðamanni verður á orði að hann sé ekkert
að yngjast, en að hreyfingarnar virðist enn
vera til staðar.
Helgi hlær. „Það er orðið aðeins erfiðara.
Það er kannski ein af ástæðunum fyrir því að
ég hef ekki samið neina balletta nýlega því ég
er vanur að geta sýnt dönsurunum allar hreyf-
ingarnar. Það er ekki eins auðvelt í dag. Ég er
hættur að stökkva þótt ég geri það einstaka
sinnum.“
Vinnunni fylgir mikið álag en að sögn Mar-
lene vinnur Helgi ákaflega vel undir pressu og
sýnir þá mikla yfirvegun.
„Það er alveg rétt, ég hef alltaf verið svoleið-
is. Einhver skrifaði um mig að ég réðist á
vegginn þar sem veggurinn er hæstur,“ segir
hann og hlær. „Ég hef alltaf verið svona; ef ég
þurfti að dansa mikið, hvort sem það var í
London, París eða Moskvu eða einhvers stað-
ar, þá var alltaf mikil spenna og stress áður en
ég kom á staðinn. En þegar ég kom á staðinn
þá róaðist ég. Þá vissi ég hvað ég gat gert. Ég
efaðist ekki um neitt,“ segir Helgi sem segist
alltaf hafa stigið á svið fullur sjálfstrausts.
Spurður um önnur áhugamál utan dans-
heimsins svarar Helgi:
„Það er svo lítill tími. Til þess að ganga vel í
starfi er ekki hægt að láta einhvern annan
gera hlutina fyrir sig. Við ferðumst töluvert og
þá reyni ég að sjá aðra dansflokka; sjá hvað
þeir eru að gera. Fylgjast með.“
Þetta er bara ævintýri
Helgi reynir að fara árlega til Íslands, þó það
hafi minnkað með árunum. Hann segist tala
við bróður sinn og frænku í síma og kíkir
reglulega inn á íslensku fréttamiðlana. Blaða-
manni þykir merkilegt að maður sem ekki hef-
ur búið á Íslandi í 62 ár skuli enn tala reip-
rennandi íslensku, þrátt fyrir að tala hana
sjaldan. Helgi segist finna fyrir því að hann
skorti stundum orð en minnir á að hann hafi jú
flutt af landinu fimmtán ára gamall. Hann er
auðvitað samt alltaf Íslendingur og hefur gam-
an af því að hitta landa sína.
„Mér finnst mjög gaman þegar Íslendingar
koma á sýningar hjá okkur, hvort sem það er í
San Francisco eða annars staðar. Og hitta mig
kannski baksviðs og spjalla. Mér finnst svo
gaman þegar Íslendingar koma og sjá hvað ég
get gert því ég hef svo fá tækifæri heima á Ís-
landi til að sýna þá listgrein sem ég stjórna
hérna. Hún er gífurlega fullkomin á þessum
stóru sviðum og í þessu stóru húsum erlendis
en það er varla hægt að sýna heima. Það tókst
mjög vel þegar ég kom heim síðast og sýndi í
Hörpu, en ég kom bara með brot úr ballettum;
það er ekki hægt að koma með stóra balletta.“
Ertu á leiðinni heim aftur með dansflokk-
inn?
„Það væri gaman. Það væri gaman ef það
væri hægt að gera það að minnsta kosti einu
sinni áður en ég hætti. En ég fer til Kaup-
mannahafnar í lok október og við dönsum þar
Romeó og Júlíu eftir mig, á nýja sviðinu hjá
Konunglega ballettnum.“
Klassísk spurning, hvenær ætlarðu á eftir-
laun?
Helgi skellihlær. „Það er nefnilega það. Það
virðist vera mikill áhugi á því að vita hvenær
ég ætla að hætta. Ég bara get ekki ímyndað
mér að vinna ekki lengur. Ég kann ekki að
vera iðjulaus og kannski hræðist ég það að
hætta. Vinnan hefur alltaf verið mitt líf. Ég hef
unnið frá því ég var drengur í sveit, átta, níu
ára gamall.“
Ef þú horfir til baka yfir langan feril, hvað
stendur upp úr?
„Ef ég horfi aftur í tímann er alveg stórkost-
legt að hugsa til þess að ungur drengur úr
Vestmannaeyjum fer í listgrein sem er ekki vel
þekkt á Íslandi og verður frægur dansari, einn
af þeim albestu, og þar fyrir utan er það lagt í
mínar hendur að stjórna einum besta dans-
flokki í heimi. Þetta er bara ævintýri. Ég fékk
tvo ferla, fyrst dansferil þar sem ég næ upp á
toppinn og svo sem stjórnandi fyrir dansflokk
sem er komin upp á toppinn. Mér var ætlað að
gera eitthvað mikið.“
Helgi kennir enn ungum dönsurum og
sýnir sjálfir taktana. Þrátt fyrir að nálg-
ast 77 ára aldur er Helgi enn sprækur
en segist að mestu hættur að stökkva.
’Einn læknirinn sagði við migað ég skyldi vita að ég myndialdrei dansa aftur. Það var alltsem ég þurfti að heyra og ég
sagði, það verður ekki, ég mun
dansa aftur. Ég var ekki búinn.
Kannski var þetta þessi íslenska
þrjóska, ég veit það ekki.
Morgunblaðið/Ásdís
Sonur Helga og Marlene, Erik Tomasson,
vinnur sem hirðljósmyndari San Franc-
isco-ballettsins. Hann kaus að feta ekki í
fótspor foreldranna.
„Ég var meira fyrir íþróttir. Foreldrar
mínir sögðu að ef ég vildi fara í danstíma
mætti ég það, en það var ekki fyrir mig.
Það var aldrei nein pressa,“ segir hann.
Erik segist bera mikla virðingu fyrir
dönsurum og vinnu þeirra, enda alinn upp
af tveimur dönsurum. „Ég kann að meta
dansinn en ég vissi sem ungur drengur að
ég hafði ekki ástríðu fyrir dansi sjálfur.“
Erik hóf nám í ljósmyndun og sneri sér
svo að kvikmyndagerð. Hann vann við
kvikmyndabransann í tíu ár og framleiddi
auglýsingar, myndbönd og stuttmyndir.
„Svo var það eitt sinn sem ég fór að hitta
danshópinn, sem var þá staddur á Grikk-
landi. Ég tók nokkrar myndir af þeim og
markaðsdeildin sá myndirnar og vildi
fleiri. Þetta var árið 2004 og hér er ég
enn,“ segir Erik og hlær.
Spurður um kosti Helga sem föður, seg-
ir Erik: „Hann er stórkostlegur faðir.
Hann hefur alltaf stutt mig í hverju sem
ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég get ekki
lofsamað hann nóg. Ég átti frábæra
æsku,“ segir hann.
„Sem persóna er hann hann mjög lóg-
ískur og sanngjarn. Hann lítur alltaf á báð-
ar hliðar málsins áður en hann tekur
ákvarðanir. Hann anar ekki út í neitt held-
ur hugsar hlutina til enda. Þessir kostir
hafa að sjálfsögðu hjálpað honum í starfi
en líka í fjölskyldulífinu. Hann er mjög ró-
legur maður og því meiri pressa, því ró-
legri verður hann.“
Erik kemur oft til Íslands og bjó hér á
landi í tvö ár. Hann segir Ísland töfrandi
land og hér á hann bæði fjölskyldu og vini.
Hann segist þó ekki tala mikla íslensku,
þar sem allir tali ensku á Íslandi.
„Allir ættingjar mínir ákváðu að æfa sig
í ensku þegar ég kom. Svo tók ég tíma í ís-
lensku og reyndi að æfa mig í búðum en
afgreiðslufólkið svaraði mér alltaf á
ensku,“ segir hann og brosir.
Helgi Tómasson er
hér með syni sínum
Erik Tomasson.
Hann er stórkostlegur faðir
Marlene Tomasson er frá Portland í
Oregon-fylki. Hún fór sautján ára að
heiman og gekk til liðs við American
Ballet Theater í New York og bjó þar í
borg þar til fjölskyldan fluttu til San
Francisco.
„Við Helgi hittumst í Joffrey-
ballettnum; við vorum bæði dansarar
þar. Við dönsuðum smá saman en ekki
mikið,“ segir Marlene og tekur undir
þegar blaðamaður spyr hvort þetta hafi
verið ást á dansgólfinu.
„Við áttum svo margt sameiginlegt.
Við smullum saman,“ segir Marlene,
sem segist lítið hafa vitað um Ísland áð-
ur en hún kynntist Helga.
„Ég hætti að vinna eftir að við kom-
um til San Francisco en er „auka sett“
af augum fyrir hann. Ég er ekki í vinnu
hjá dansflokknum en er mjög oft á
staðnum. Hann ber virðingu fyrir mín-
um hugmyndum og við tölum mikið um
dans.“
Hún segir Helga afar vinnusaman.
„Hann er þannig gerður að hann
verður að hafa nóg fyrir stafni; vera
með nóg af verkefnum. Hann er mjög
metnaðarfullur og hefur alltaf verið.
Sem dansari, sem danshöfundur og sem
listrænn stjórnandi. Hann hefur marga
hæfileika,“ segir hún.
„Dansinn er okkar líf, við höfum ekki
tíma fyrir önnur áhugamál. En við eig-
um hús í Napa-dalnum sem við reynum
að nota og njótum stunda þar. Svo för-
um við oftast til Evrópu á hverju ári,
meðal annars að heimsækja son okkar
og barnabörnin tvö sem búa í Münch-
en.“
Brúðkaupsdagur Helga og Marlene var þann
26. desember 1964 í Reykjavík.
Úr einkasafni.
Dansinn er okkar líf
9.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15