Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 22
Fyrir 1
10 fersk myntulauf
½ límóna, skorin í 4 báta
2 msk. sykur
1 bolli ísmolar
45 ml romm (hvítt)
½ bolli sódavatn
Setjið myntulauf og
einn bát af límónu í
glas.
Kremjið laufin og
límónuna. Setjið tvo
báta af límónu til við-
bótar ásamt sykri
og kremjið
áfram. Ekki
sigta burt
gumsið.
Fyllið
glasið
næstum
alveg með
ísmolum. Hellið rommi yfir ís-
inn og svo sódavatn. Hrærið
og smakkið og bætið við sykri
ef þurfa þykir. Skreytið með
síðasta límónubátnum.
Sumarlegur Mojito
Fyrir 2 lítra
2 pokar svart te, t.d.
Earl Grey
1,7 l vatn
2,5 dl safi úr sítrónum
börkur af einni sítrónu,
rifinn
5 msk. hrásykur
5 msk. hunang
Hitið vatn í stórum
potti og látið suðuna
koma upp. Lækkið þá
hitann og setjið te-
pokana út í. Látið
pokana liggja í tíu
mínútur; takið upp
úr og kreistið vatnið
úr þeim ofan í pott-
inn.
Rífið börk af einni
sítrónu út í pottinn,
bætið við sítrónu-
safa, hrásykri og hun-
angi. Hrærið vel í þar
til sykurinn og hun-
angið leysast upp.
Síið teið til að
losna við sítrónu-
börkinn, setjið á
flöskur og kælið.
Fyllið glas með
klaka, skerið sítrónu-
sneið og setjið í glas-
ið og fyllið upp með
ísteinu.
Ískalt íste
Fyrir 1
1 bolli frosin jarðarber
safi úr einni sítrónu
¾ bolli Sprite
1 msk. sykur
Setjið í blandara og maukið.
Smakkið til og sykrið meir ef
þurfa þykir. Berið fram strax,
ískalt og svalandi.
Frosin
jarðarberja-
dásemd
Ískaffi með
ís og rjóma
Fyrir 2 stór glös eða 4 lítil
1 bolli þeyttur rjómi
1 msk. flórsykur
500 ml vanilluís
2 bollar kalt sterkt kaffi, t.d.
espresso eða að eigin vali
2 msk. romm, valfrjálst
Þeytið rjómann með
sykrinum og geymið.
Setjið 1-2 ískúlur í hvert
glas.
Hellið einum bolla af
kaffi yfir ísinn ásamt
romminu, ef þið það
kjósið. Toppið með
þeyttum rjóma og berið
fram strax.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019
LÍFSSTÍLL
Fyrir 3
½ bolli ferskur sítrónusafi
½ bolli sykur
2½ bolli vatn (í tveimur
hlutum)
Setjið sykur og ½ bolla af
vatni í lítinn pott. Sjóðið
þar til sykurinn er upp-
leystur.
Hellið í bolla og kælið.
Blandið saman sítrónusaf-
anum, 1⁄3 bolla af sykurvatn-
inu og restinni
af vatninu.
Hrærið.
Smakkið
og bætið við
sykri ef þurfa
þykir. Hellið í
glas með ís-
molum og
njótið!
Límónaði
Sumarlegt
og svalandi
Sól skín í heiði og dásamlegt er að
njóta útiverunnar nú í upphafi
sumars. Komdu fjölskyldu og vinum
á óvart með spennandi heimatil-
búnum sumardrykkjum því fátt er
betra en að liggja á pallinum með
svaladrykk í hönd í góðra vina hópi.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is