Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Page 29
og slökkviliðsmanna sem börðust við
eldinn sem upp kom vegna spreng-
ingarinnar, lést eða varð fyrir varan-
legum skaða af völdum þeirrar gífur-
legu geislavirkni sem var á svæðinu
eftir slysið. 134 voru færðir á sjúkra-
hús og dóu 28 þeirra innan nokkurra
mánuða og fleiri dóu á næstu árum. Í
nálægð við Tsjernóbíl, þá helst í borg-
inni Pripjat, um tvo kílómetra frá
kjarnorkuverinu, var mikill fjöldi
barna sem glímdi við ýmis vandamál
sem rekja má til geislunar.
Svo lesendur átti sig á því magni
geislavirks efnis sem sleppt var út í
andrúmsloftið í slysinu var það u.þ.b.
400 sinnum meira en þegar kjarn-
orkusprengjur sprungu yfir Hiros-
hima og Nakasaki í Japan í heims-
styrjöldinni síðari.
Sannleiknum er alveg sama
Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO
hefur framleitt leikna þáttaröð í fimm
hlutum sem fjallar um slysið. Hver
hluti er um klukkutíma langur og
kom sá síðasti út á mánudaginn var.
Þættirnir hafa hlotið mikið lof gagn-
rýnenda og eru að auki bæði efstir á
vinsældalista IMDB og með hæstu
einkunn nokkurrar þáttaraðar á síð-
unni.
HBO hefur gefið út hlaðvarpsþætti
sem út komu eftir hvern þátt fyrir
sig. Þar taka Craig Mazin, höfundur
þáttanna, og hlaðvarpsstjórnandinn
Peter Sagal, einn þátt fyrir í einu. Þar
gefst áhorfendum kostur á að kafa
dýpra í efnið og öðlast innsýn inn í
gerð þáttanna.
Eins og upphafsatriði þáttanna
gefur til kynna einblínir Mazin á lyg-
ar og afleiðingar þeirra. „Þegar fólk
ákveður að ljúga, og þegar fólk
ákveður að trúa lyginni, og þegar allir
taka þátt í því að viðhalda lyginni
frekar en að afhjúpa sannleikann,
getum við komist upp með það í lang-
an tíma. En sannleiknum er alveg
sama. Og hann mun ná þér á end-
anum,“ segir Mazin í áðurnefndum
hlaðvarpsþáttum. Hann bætir við að
þeir sem á endanum þjáist af völdum
lyganna séu ekki þeir sem lugu.
Þættirnir sýna hvernig afneitun og
lygar stjórnenda í Tsjernóbíl og ráða-
manna innan sovéska ríkisins um al-
varleika slysins höfðu hræðilegar af-
leiðingar í för með sér. Frásögnin
virðist eiga vel við í dag, á tímum þar
sem falsfréttir fá áður óþekkta dreif-
ingu.
Ef marka má fyrsta þáttinn í þátta-
röðinni er um að kenna eitraðri
menningu innan stjórnkerfis Sovét-
ríkjanna þar sem mikilvægara var að
ríkið héldi velli og farið væri að vilja
þess heldur en lífum yrði bjargað.
Hugmyndafræðin var sett ofar öllu
og sjá má hvernig samskipti milli yf-
ir- og undirmanna eru þrungin fyrir-
litningu og hræðslu. Til að koma í veg
fyrir að fréttir um slysið kæmu
slæmu orði á ríkið var mikilvægum
upplýsingum um geislavirkni á svæð-
um í nálægð við Tsjernóbíl haldið frá
almenningi fyrst um sinn.
Þessi menning hafði einnig áhrif í
aðdraganda slyssins. Yfirverkfræð-
ingur kjarnorkuversins, Anatólí Djat-
lov, sem hafði yfirumsjón með örygg-
isprófinu, var dæmdur, ásamt tveimur
öðrum, í 10 ára fangelsi fyrir að fara
ekki eftir settum öryggisreglum.
Mikið lagt í framleiðsluna
Um framleiðslu þáttanna er ekki
hægt að segja annað en tekist hafi vel
til. Að minnsta kosti eru áhorfendur
sáttir. Miklu púðri er varið í að hafa
uppsetningu sem raunverulegasta og
er stjórnborðið innan orkuversins til
að mynda nákvæm eftirlíking þess
upprunalega. Þá hafa áhorfendur lýst
yfir ánægju sinni með ýmis önnur
smáatriði sem vel hefur verið haldið
utan um.
Borgin Pripjat var ekki rýmd fyrr
en um 36 klukkutímum eftir slysið.
Upplýsingum hafði þá verið haldið
frá yfirvöldum á svæðinu og margir
veikst af völdum geislunar. Á end-
anum var afmarkað svæði þar sem
ekki var óhætt að fara um. Það náði
upphaflega yfir allt svæði sem var
innan 30 kílómetra radíuss frá verinu
en hefur verið hnikað til. Enn þann
dag í dag er aðkoma fólks takmörkuð
að svæði sem nær yfir u.þ.b. 2.600
ferkílómetra vegna hættu á að verða
fyrir geislun. Í borginni bjuggu tæp-
lega 50 þúsund manns þegar kjarni
kjarnakljúfs nr. 4 sprakk en enginn
nokkrum dögum síðar. Þar býr eng-
inn enn þann dag í dag.
Jared Harris fer með
hlutverk aðalsöguhetju
þáttanna, Valery Legasov.
IMBD
9.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn í
sumar
POPP Með hverjum deginum sem
líður styttist í komu söngvarans
geysivinsæla, Ed Sheeran, til lands-
ins. Hann heldur tónleika á Laugar-
dalsvelli í ágúst og hefur nú þegar
valið sér tónlistarmenn til að hita
upp fyrir sig. Hin íslenska Glowie
mun hita upp lýðinn ásamt James
Bay og Zöru Larson. Glowie er að-
eins 21 árs gömul en hefur nú þeg-
ar landað stórum plötusamningi við
bandaríska útgáfufyrirtækið
Columbia sem heyrir undir
stórfyrirtækið Sony.
Hitar upp Laugardalsvöll
Glowie hitar upp fyrir Sheeran.
Morgunblaðið/Eggert
BÓKSALA 29. MAÍ - 4. JÚNÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 WOW – ris og fall flugfélags Stefán E. Stefánsson
2 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan
3 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson
4 Engin málamiðlun Lee Child
5 Gæfuspor – gildin í lífinu Gunnar Hersveinn
6 Gullbúrið Camilla Läckberg
7 Silfurvegurinn Stina Jackson
8
Gamlinginn sem hugsaði
með sér að hann væri
farinn að hugsa of mikið
Jonas Jonasson
9 Þín eigin saga – draugagangur Ævar Þór Benediktsson
10 Síðasta stúlkan Nadia Murad
1 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson
2 Þín eigin saga – draugagangur Ævar Þór Benediktsson
3 Svarta kisa – barnið Nick Bruel
4 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir
5 Lukka og hugmyndavélin Eva Rún Þorgeirsdóttir
6 Svarta kisa – móri frændi Nick Bruel
7 Þín eigin saga – piparkökuhúsið Ævar Þór Benediktsson
8 Risasyrpa – íþróttakappar Walt Disney
9 Barist í Barcelona Gunnar Helgason
10 Hundurinn með hattinn Guðni Líndal
Allar bækur
Barnabækur
How to Be Right er ný bók eftir breska þáttastjórn-
andann James O’Brien þar sem hann fer yfir það
hvernig eigi að bera sig að þegar rætt er við fólk sem
stendur manni á öndverðu meiði er varðar hin ýmsu
umdeildu málefni. Í hverjum kafla kafar O’Brien í
eitt álitamál og skoðar þannig hvernig fólk hefur ver-
ið blekkt til þess að hugsa eins og það gerir. Hann fer
auk þess yfir lykilspurningar sem nota má til að
brjóta niður rök þess. Penguin gefur út.
Síðasta stúlkan er ný endurminningabók eftir
Nadiu Murad, sem fæddist og ólst upp í Kocho, litlu
þorpi í Írak. Þegar Nadia var aðeins 21 árs gömul
réðust vígamenn ISIS á þorpið og tóku af lífi fjölda
fólks. Nadia var flutt til Mosul og gerð að ambátt
ISIS-manna. Hún náði að flýja og hlaut friðar-
verðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína fyrir
betri heimi. BF gefur út.
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR
Bók sem ég hef lesið: Alkemistinn
eftir Paulo Coelho. Ég las hana
fyrst einfaldlega vegna þess að ein-
hver gaf mér hana og sagði mér að
lesa hana og gerði
það án þess að taka
mikið eftir því hvað
væri að gerast eða
hver boðskapurinn
væri. Síðan þá hef ég
lesið hana nokkrum
sinnum og alltaf læri
ég eitthvað nýtt eða
átta mig á einhverju öðru. Í einni
setningu þá segir þessi bók manni
að ef maður vill eitthvað nægilega
mikið þá mun heimurinn allur
vinna að því og hjálpa manni að fá
það.
Bók sem ég er að
lesa: Solve for happy
eftir Mo Gawdat. Ég
er kominn langleið-
ina með þessa bók
sem er ótrúlega
áhugaverð. Höfund-
urinn, sem er verkfræðingur og var
t.d. háttsettur stjórnandi hjá Go-
ogle, segist vera búinn að finna
formúluna fyrir hamingjunni. Ég
hef mikinn áhuga á hamingju-
hugtakinu þessa dagana og þessi
bók kemur með marga skemmti-
lega vinkla á hvað hamingja er og
hvernig við verðum hamingjusöm.
Bók sem mig langar að lesa:
Thinking, Fast and
Slow eftir Daniel
Kahneman. Þessa
bók langar mig mikið
að lesa, en hún er dá-
lítið eins og kennslu-
bók þannig að mað-
ur þarf að gefa sér
tíma í hana. Höfundurinn, sem er
sálfræðingur og hagfræðingur, fer
með okkur í ferðalag um hugann og
reynir að útskýra kerfin tvö sem
stýra því hvernig við hugsum. Mjög
spenntur að leggjast yfir þessa.
ARNAR SVEINN ER AÐ LESA
Formúla hamingjunnar
Arnar Sveinn
Geirsson er
leikmaður
Breiðabliks í
Pepsi Max-
deildinni í
knattspyrnu.