Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2019 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 SINFONIA er einstaklega þægileg dýna með 7 hægindalögum. Lögin eru samsett úr hágæða svampi og lagi úr náttúrulegu Talalay-latexi sem saman gefa mýkt og stuðning á réttum svæðum. Sinfonia er með 5 svæðaskiptu pokagormakerfi og stýrist hreyfing gormanna af mismunandi þunga líkamssvæða. Þannig veitir dýnan alltaf hárréttan stuðning. Gormakerfið er mýkra á axlasvæðum og við mjóbak til að halda réttri sveigju á líkamanum alla nóttina. Steyptar kantstyrkingar gefa þér um 25% meira svefnrými og eykur það endingu dýnunnar. Áklæðið utan um dýnuna er úr 100% bómull og andar einstaklega vel. Í tilefni 25 ÁRA AFMÆLIS BETRA BAKS höfum við í náinni samvinnu við sérfræðinga SERTA, stærsta dýnuframleiðanda veraldar, sérhannað og framleitt Sinfoniu, einstaka heilsudýnu fyrir viðskiptavini sem kjósa gæði og gott verð. S TÆRS T I DÝNU­ FRAMLE IÐAND I VERALDAR 25 ÁRA AFMÆLISDÝNA BETRA BAKS Sinfonia SERTA SINFONIA ÓTRÚLEGT AFMÆLISVERÐ STÆRÐ AFMÆLISVERÐ STÖK DÝNA AFMÆLISVERÐ MEÐ COMDORT BOTNI OG FÓTUM 120x200 cm 65.900 kr. 103.940 kr. 140x200 cm 72.900 kr. 115.875 kr. 160x200 cm 79.900 kr. 133.375 kr. 180x200 cm 89.900 kr. 152.060 kr. 180x210 cm 95.900 kr. 166.745 kr. 192x203 cm 99.900 kr. 170.745 kr. VERSLANIR BETRA BAKS ERU LOKAÐAR Á HVÍTA­ SUNNUD. OG 2. Í HVÍTAS. VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN Systurnar Sæunn, Marín og Hafrún Birna Helgadætur þóttust hafa himin höndum tekið þegar þær áttuðu sig á því að Ariana Grande yrði með tónleika í borginni Tampa á sama tíma og fjölskyldan yrði í sumarfríi í Flórída nú í maí enda er poppgyðjan í miklu uppáhaldi hjá þeim. Miðar voru keyptir í snarhasti og eftir- vænting mikil. Systrunum var því kippt ræki- lega niður á jörðina þegar tölvuskeyti barst þremur tímum fyrir tónleikana með þeim upp- lýsingum að þeim hefði verið aflýst vegna veik- inda söngkonunnar. „Þetta var ofboðslegt áfall og sorgin gríðarleg,“ segir faðir stúlknanna, Helgi Mar Árnason, „enda átti þetta að vera há- punktur ferðarinnar.“ Helgi Mar tók ljósmynd af dætrunum við þessar ömurlegu aðstæður í lífi þeirra og skellti henni á Twitter og „taggaði“ frk. Grande, eins og það er kallað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og innan hálftíma hafði fréttamaður við svæðissjónvarpsstöð í Tampa samband og óskaði eftir viðtali við fjölskylduna vegna málsins. „Við drifum okkur á staðinn, staðráðin í að búa til skemmtilega minningu. Stelpurnar höfðu mjög gaman af þessari óvæntu stefnu sem málið tók og þetta mildaði höggið. Við bárum okkur að vonum illa í viðtal- inu og stelpurnar settu að lokum fram þá einlægu ósk sína að frk. Grande bætti þeim þetta upp með því að halda tónleika við fyrsta tækifæri á Íslandi,“ segir Helgi Mar. Ekkert hefur enn heyrst úr her- búðum frk. Grande en Helgi Mar og dæt- ur hans eiga ekki von á öðru en að gyðj- an sjái sóma sinn í því að verða við þessari sanngjörnu áskorun. Systurnar Sæunn, Hafrún Birna og Marín augna- bliki eftir að þær fengu hinar ömurlegu fréttir. Vilja fá Grande til Íslands Skora á Ariönu Grande að koma til Íslands eftir að hafa orðið af tónleikum ytra. „Heimir Karlsson sýndi í gær- kvöldi að hann hefur litlu gleymt eftir nokkurra ára fjarveru úr 1. deildinni, þrátt fyrir að virka heldur þyngri en áður. Hann var síógnandi að marki síns gamla félags, og það var viðeigandi að hann skyldi einmitt skora sigur- markið. Glæsilegt mark með skalla tryggði Val stigin þrjú gegn Víkingi og var sigurinn sanngjarn.“ Með þessum orðum hófst um- sögn Skapta Hallgrímssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, um knattspyrnuleik Vals og Vík- ings fyrir réttum 30 árum. Skapti sagði liðin hafa boðið upp á bráðfjöruga kafla, leik- menn beggja hefðu reynt að leika fallega – sérstaklega Vals- menn. „Samleikurinn tókst þó ekki alltaf, en viðleitnina verður að virða.“ Loks sagði í umsögninni: Þetta var annar leikur Vals á æfinga- velli sínum að Hlíðarenda í sum- ar – áður hafði liðið lagt ÍA að velli, 2:0, með glæsimörkum Sævars og Ingvars. Enn hefur því ekki verið boðið upp á annað en glæsimörk á vellinum; og spurn- ing hvort áhangendur Valsliðsins fara ekki að fjölmenna á æfingar þess – því þær fara jú fram á þessum velli ...“ Spurning hvort Valur ætti að skipta yfir á æfingavöllinn nú! GAMLA FRÉTTIN Gullskalli Heimis Heimir Karlsson vann sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 á þessum árum og komst fyrir vikið í smá klemmu þegar hann sýndi valda kafla úr téðum leik Vals og Víkings. Ekki síst þegar kom að því að lýsa sigurmarkinu. Morgunblaðið/Júlíus ÞRÍFARAR VIKUNNAR Aquaman ofurhetja Fjölnir Bragason húðflúrlistamaður Max Cavalera málmlistamaður Ariana Grande nýtur lýðhylli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.