Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það eru litlu hlutirnir í þessu lífi sem gleðja mig mest. Smáatriðin. Þann-ig hefur það alltaf verið og verður örugglega áfram meðan almættiðhefur áform um að tefla mér hér fram. Ég hef ekki dýran smekk á nokkrum sköpuðum hlut, safna engu sérstöku og er bara almennt býsna „djollí“, eins og kær kunningi minn orðar það, ef ég kemst reglulega í bumbubolta og fæ minn málm í eyrun. Ég get glaðst yfir ólíklegustu hlutum, eins og þegar hávaxinn maður í skó- síðum pels gekk framhjá sveitasetri mínu fyrir nokkrum árum. Sú sýn færði mér ósvikna gleði í marga daga – og gerir raunar enn, þegar ég hugsa og skrifa um það. Þessi maður, sem ég gaf að vonum umsvifalaust nafnið Pelsmaðurinn, gekk ekki bara einu sinni hjá, heldur oft og iðulega um nokkuð langt skeið. Og yfirleitt á sama tíma sólar- hrings, klukkan 23.32. Og alltaf var hann í þessum tilkomumikla skósíða pels, vetur, sumar, vor og haust. Greinilega gott í þeirri flík. Ef þið haldið að ég sé að spauga þá særið þið mig. Þetta er eins dag- satt og annað sem stendur í þessu blaði. Fljótlega varð þetta hápunkturinn á deginum hjá mér – að sjá Pels- manninn líða hjá en göngulagið var ofan á allt saman óvenju elegant. Hann gekk hröðum skrefum og sjálfstraustið skein af honum. Sem betur fer bý ég að gólfsíðum frönskum gluggum og útsýnið var því á heims- mælikvarða. Ekki veitti af enda maðurinn í skósíðum pels, eins og þið munið. Dag einn hætti Pelsmaðurinn að ganga framhjá sveitasetri mínu. Sísona. Engin skýring fékkst á hvarfi hans en því miður kynntist ég þessum ágæta manni aldrei persónulega, jafnvel þótt hann léki svona stórt hlutverk í lífi mínu, og gat ekki leitað hann uppi. Það er enginn Pelsmaður skráður á ja.is. Um stund velti ég því meira að segja fyrir mér hvort hann hefði yfirhöfuð verið af þessum heimi. Þegar maður pælir í því, þá var hann svolítið annars- heimslegur (er það orð, Þuríður?). En eiginkona mín sá hann líka og fleiri íbúar í hverfinu veittu honum athygli (maður hefði þurft að vera djúpfoldað- ur til að gera það ekki), þannig að allar líkur eru á því að hann hafi verið og sé vonandi enn á sama tilverustigi og við hin. Nokkur ár eru liðin frá hvarfi Pelsmannsins. Hafir þú séð hann, lesandi góður, máttu gjarnan senda mér línu. Kappinn er auðþekkjanlegur. Karlinn í pelsinum Pistill Orri Páll Orm- arsson orri@mbl.is ’Um stund velti ég þvímeira að segja fyrirmér hvort hann væri yf-irhöfuð af þessum heimi. Þegar maður pælir í því, þá var hann svolítið ann- arsheimslegur. Unnur Björk Jóhannsdóttir Já, ég geri það. Ég elska lyktina af rigningunni. SPURNING DAGSINS Saknar þú rigning- arinnar? Andri Snær Helgason Nei, mjög sáttur við sólina. Magdalena Faltir Nei, það var vont í fyrra. Nú er það svo gott og nú er ég alltaf í góðu skapi. Glenn Barkar Nei, þetta er besta sumar í manna minnum. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Bergrún Íris Sævarsdóttir er teiknari og barnabókahöfundur. Nýjasta bók hennar, Kennarinn sem hvarf, vann til Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur fyrr á árinu. Um hvað fjallar bókin Kennarinn sem hvarf? Kennarinn sem hvarf fjallar um hóp af krökkum sem mæta í skólann og kennarinn þeirra mætir ekki. Þau bíða og bíða eftir að kennarinn komi, en hún lætur ekki sjá sig. Í staðinn fyrir að láta vita og fá afleysingakennara ákveða þau að segja ekkert og nýta daginn í hangs. Svo kemur kennarinn ekki heldur daginn eftir, og þau fer að gruna að það sé ekki allt í lagi. Þá berast þeim dularfull skilaboð frá einhverjum sem kallar sig Gátumeistarann sem segir að þau verði að leysa gátu til þess að frelsa kennarann úr haldi mannræningja. Hvers vegna ákvaðst þú að skrifa barnabækur? Ég ákvað þetta eiginlega ekki. Þetta er bara krafa frá hugmyndunum sem ég fæ. Þetta eru bara hugmyndirnar sem áreita mig þangað til ég sinni þeim. Ég skrifaði fyrstu barnabókina mína þegar strákurinn minn var að verða tveggja ára. Sú bók varð til í samtali við hann. Það hefur einhvern veginn gerst af sjálfu sér. Eftir fyrstu þrjár bæk- urnar ákvað ég að helga starfsferilinn þessu, allavega í bili. Ég er teiknari líka, þannig að ég kem inn í bransann frá þeirri hlið. Hvers vegna telur þú mikilvægt fyrir ungt fólk að lesa bækur? Þetta er bara svo gott svar við öllum hraðanum og áreitinu í samfélaginu sem við búum við núna 2019, þegar öll tæki öskra á mann að maður eigi að sinna þeim og vera alltaf sítengdur þá er bókin svo mikil jarðtenging og þetta er eins og langur góður jógatími að setjast niður með góða bók og aðeins sökkva sér ofan í ævintýr. Það á sérstaklega við krakka, þau eru með allskonar græjur á heimilinu, og stundum eru fyrirmyndirnar, foreldrarnir, líka með nefið ofan í símanum. Besta leiðin til að hvetja börn til að lesa er ekki að segja þeim að lesa, heldur að lesa sjálf. Við þurfum að byrja á fullorðna fólkinu ef við viljum að börnin api eftir. Góð bók eins og jógatími

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.