Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 LÍFSSTÍLL Það væri skiljanlegt ef þeir semsækja Kambódíu heim freist-ast til að kenna í brjósti um innfædda. Forfeður þessa heillandi fólks byggðu upp mikið veldi, sem frá 9. til 15. aldar lagði undir sig stóran hluta Suðaustur-Asíu, en í dag búa landsmenn við sára fátækt og eru nærri því ósýnilegir á milli nágranna sinna: ferðamannaparadísarinnar Taílands til vesturs, en til austurs Ví- etnams sem svo mörgum þykir – eins undarlegt og það kann að virðast – sveipað ákveðnum ljóma eftir stríðs- brölt Bandaríkjamanna þar á sínum tíma. Og hver veit; kannski myndi heimsbyggðin varla vita að Kambódía væri til ef ekki væri fyrir hallarbygg- ingarnar og musterin sem franskur landkönnuður rambaði á í frumskóg- inum á 19. öld, skammt frá borginni Siem Reap sem þá var bara agn- arsmátt þorp. „Hér eru byggingar sem jafnast á við musteri Salomóns, sem hljóta að hafa verið reist af ein- hvers konar Michelangelo fyrri alda,“ skrifaði Henri Mouhot í ferðabókum sínum. Í dag þykja Angkor Wat- musterisbyggingarnar einhver merk- ustu undur veraldar. Það var í þessu sama landi, þar sem konungar létu byggja risavaxin og óviðjafnanleg mannvirki, sem framdir voru einhverjir ljótustu glæpir okkar tíma: þegar Rauðu kmerarnir – Kommúnistaflokkur Kampútseu – komust til valda og murkuðu lífið úr fjórðungi lands- manna. Voðaverk þeirra voru slík að margir ferðamenn, og jafnvel fólk sem búið hefur og starfað lengi í höf- uðborgini Phnom Penh, hafa ekki geð í sér til að heimsækja safn sem þar er að finna í gamalli skólabyggingu sem notuð var sem fangelsi, pyntinga- og aftökustaður þeirra sem lentu í sigti Pol Pot og undirsáta hans. Þar voru 20.000 konur, karlar, ungmenni og börn leidd inn en aðeins tólf auðnaðist að komast þaðan á lífi. Hörmungarnar áþreifanlegar En þar byrjum við ferðina um Kambódíu, enda er S-21-fangelsið staður sem öllum er hollt að vitja, þó ekki væri nema til að muna hve brýnt það er að sitja ekki aðgerðalaus hjá þegar illskan lætur á sér kræla. Safnið lætur ekki mikið yfir sér, séð frá götunni, enda byggingin upp- haflega ósköp venjulegur skóli í ósköp venjulegu hverfi Phnom Penh. Skólastofunum var einfaldlega breytt í pyntingaklefa, eða hólfaðar niður með múrsteinum til að búa til agn- arsmá box þar sem hlekkjaðir fang- arnir biðu örlaga sinna. Það sem ger- ir heimsókn í S-21 svo áhrifaríka er að nánast engu hefur verið breytt og eins og pyntingatólin hafi síðast verið notuð í gær. Í fyrstu byggingunni sem gestir heimsækja, þar sem pynt- ingarnar fóru fram, standa ennþá úti á miðju gólfi sömu rúmgrindur og fangarnir voru festir við. Uppi á veggjum herbergjanna hanga myndir sem sýna fangana þar sem þeir lágu – liðin lík – í þessum sömu rúm- grindum, því þegar kvalarar þeirra lögðu á endanum á flótta gættu þeir þess að drepa fórnarlömb sín fyrst. Kmerarnir starfræktu a.m.k. 150 önnur fangelsi af svipuðum toga. Vönduð hljóðleiðsögn leiðir gesti frá byggingu til byggingar, frá her- bergi til herbergis, og við lok ferð- arinnar má staðnæmast við lítið hús þar sem einn af föngunum sem kom- ust lífs af er stundum til taks ásamt túlki, reiðubúinn að fjalla um það sem hann upplifði á þessum sama stað. Sagan er ekki fjarlægari en svo. Í átt til himins Eftir heimsókn í S-21 er ekki úr vegi að róa sálina og fá far með túk-túk að konungshöllinni. Hallarsvæðið er að stærstum hluta opið almenningi og þar má finna friðsæld í skrautlegum viðhafnarbyggingum og musterum sem teygja sig upp til himins. Létt- klæddir ferðamenn geta keypt léttar síðar buxur við innganginn til að hylja hnén eða sjöl til að hylja efri hlutann, því þyrpingin öll er helgur staður og trúarhefðirnar kalla á að sýna vissa virðingu í klæðaburði. Rétt er að benda sérstaklega á lítinn skála sem Napóleon III gaf konungi Kambódíu á 19. öld. Skálinn lítur næstum út eins og stórt dúkkuhús í evrópskum stíl og er gerður úr járni. Þar með eru áhugaverðustu áfangastaðir Phom Penh upptaldir, ef Hæstu hæðir og lægstu lægðir Eftir heimsókn til Kambódíu situr eftir í ferða- langnum hvað mannskepnan er fær um að gera bæði stórfenglega og hörmulega hluti. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Spírurnar á Bayon- musterinu brosa framan í gesti, rétt eins og heima- menn gera sjálfir. Ljósmynd /Ásgeir Ingvarsson Hennar hátign, Sita Norodom, segir svo ótalmargt fallegt að sjá og reyna í Kambódíu. Ljósmynd /Ásgeir Ingvarsson Hvenær er best að heimsækja? Ferðamenn virðast almennt forðast Siem Reap á rigningatímabilinu. Rigningin kemur samt yfirleitt ekki að sök, því þó að rigni mikið kemur yfirleitt bara ein stór skúr (sem gerir boð á undan sér) og þá hægt að skjótast inn á veitingastað á meðan eða gæða sér á nesti. Rigningamánuðirnir eru því ekki slæmur tími til að heimsækja og þeim fylgja bæði meira næði og lægra verð á hótelunum. Hvað þarf af lyfjum og bólusetningum? Þótt hættan á smiti í örstuttri ferð sé ekki mikil er alltaf betra að vera með bólusetningarnar í lagi. Hjá göngudeild sóttvarna má fá nýjustu upplýsingar og all- ar sprautur. Auk þess að endurnýja grunnbólusetn- ingar, ef þess þarf, má t.d. reikna með að læknir ráð- leggi bólusetningu gegn lifrarbólgu A og taugaveiki. Oft er heimsókn til Kambódíu hluti af stærra ferðalagi um SA-Asíu sem kallað gæti á frekari bólusetningar. Ferðalangar ættu að ræða við lækninn sinn um malaríuvarnir og er skynsamlegt að hafa líka með- ferðis lyf sem hjálpa við magaveiki, auk plástra s.s. til að verjast blöðrum og hælsærum. ópskt flugfélag er með beina tengingu við Siem Reap eða Phnom Penh. Þægilegt getur verið að fljúga með Icelandair og Thai Airways til Bangkok, ýmist í gegn- um Arlanda eða Kastrup, en fjöldi daglegra tenginga er á milli Bangkok og Kambódíu. Íslendingar búsett- ir á svæðinu mæla iðulega með leitarvélinni Ticket 2 Travel (www.t2t.is) til að finna hagstætt verð á flugi til þessa heimshluta. Ferðalangar ættu að hafa Bandaríkjadali með- ferðis, m.a. til að borga 30 dali fyrir vegabréfsáritun við komu í Kambódíu. Hverju á að klæðast? Velja ætti létta og góða gönguskó sem anda vel og höfuðfat til að verjast sterkri sólinni. Í musterum og höllum má reikna með að þurfa að klæðast fatnaði sem nær niður fyrir olnboga og hné og sýnir ekki of mikið af barminum. Nær alltaf er sölumaður í kall- færi með sjal eða „fílahirðabuxur“ til sölu, sem dug- ar til að fullnægja musterisreglunum. Hvernig er best að komast þangað? Hjá ferðaskrifstofunni Farvel (www.farvel.is) eru seldar ferðir til Kambódíu og nágrennis. Ekkert evr- Hagnýt ráð fyrir ferðalanginn 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.