Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 vansvottuð etra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Ný kynslóð málningarefna ONE SUPER TECH S b u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi u Fyrir við, bárujárn og innbrenndar klæðningar u Þekur ótrúlega vel u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi Veldu betri málningu Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is 07.00 Strumparnir 07.25 Tindur 07.40 Heiða 08.05 Blíða og Blær 08.30 Mæja býfluga 08.40 Elías 08.50 K3 09.00 Mamma Mu 09.05 Skoppa og Skrítla í Afr- íku 09.30 Tommi og Jenni 09.50 Ævintýri Tinna 10.15 Lukku láki 10.35 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Friends 11.20 Ellen 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Friends 13.45 Ellen’s Game of Games 14.25 Splitting Up Together 14.50 I Feel Bad 15.15 Fósturbörn 15.40 A Plastic Tide 16.30 Jamie’s Quick and Easy Food 17.00 Atvinnumennirnir okkar 17.40 60 Minutes 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Sportpakkinn 19.05 Britain’s Got Talent 20.15 Britain’s Got Talent 20.40 GYM 21.10 Big Little Lies 22.05 Absentia 22.50 Crashing 23.20 Foster ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Að austan 20.30 Eitt og annað 21.00 Nágrannar á norð- urslóðum (e) 21.30 Eitt og annað af dýrum (e) endurt. allan sólarhr. 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 20.00 Ísland og umheimur 20.30 Suður með sjó 21.00 Friðland að Fjallabaki endurt. allan sólarhr. 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 Amazing Hotels: Life Beyond the Lobby 18.35 Smakk í Japan 19.10 Lambið og miðin 19.45 Speechless 20.10 Madam Secretary 21.00 Law and Order: Special Victims Unit 21.50 Yellowstone 22.35 Pose 23.35 Quantum of Solace 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Bú- staðakirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Heima að heiman. 15.00 Vinnandi fólk. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Kirkjulistahátíð 2019: Lokatónleikar. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Blóði drifin bygging- arlist. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Rölt milli grafa. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.28 Minnsti maður í heimi 07.29 Sara og Önd 07.36 Húrra fyrir Kela 07.59 Bréfabær 08.10 Tulipop 08.14 Letibjörn og læmingj- arnir 08.21 Hvolpasveitin 08.44 Alvinn og íkornarnir 08.55 Disneystundin 08.56 Nýi skólinn keisarans 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.24 Líló og Stitch 09.45 Reikningur 10.00 Drengjaskólinn 10.30 Joanna Lumley í Japan 11.20 Sælkeraferðir Ricks Stein – Vínarborg 12.20 Menningin – samantekt 12.40 Hundalíf 12.50 Svíþjóð – Taíland 14.50 HM kvenna í fótbolta: Leiðin til Frakklands 15.15 Íþróttaafrek 15.30 Ísland – Tyrkland 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Gleðin í garðinum 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Sögustaðir með Evu Maríu 20.15 Löwander-fjölskyldan 21.15 Babýlon Berlín 22.00 Íslenskt bíósumar: Nói albínói 23.30 The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert 01.10 Dagskrárlok 10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsendingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlust- endur. 14 til 17 100% Tónlistinn Siggi Gunnars fer yfir 40 vinsælustu lög landsins. Tónlistinn er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleið- anda og er eini opinberi vinsældalisti landsins.. 17 til 00 K100 tónlist Fyrrum „Baywatch“ stjarnan Pamela Anderson er sögð munu birtast í raunveru- leikaþáttunum „The Hills: New Beginnings“. Henni mun að sögn bregða fyrir í senu sem sonur hennar Brandon Lee er í, en hann er einn af þeim sem munu verða fastagestir í þess- um raunveruleikaþætti sem fjallar um hina ungu,ríku og frægu í hæðum Hollywood. Þættirnir voru fyrst sýndir fyrir nokkrum árum. Þá var aðalstjarnan Lauren Con- rad, en í nýju þáttunum verður aðalstjarnan stjúp- bróðir Kim Kardashian, Brody Jenner, og félagar hans. Byrjað verður að sýna þættina á MTV 24.júní. Pamela Anderson í nýjum þáttum á MTV Lífið snýst ekki um það að finnasig eða finna nokkurn skap-aðan hlut. Það snýst um að skapa sjálfan sig,“ segir Bob Dylan í nýrri heimildamynd um tónleika- ferðalag hans, sem var meira í ætt við fjölleikahús og gekk undir heit- inu Rolling Thunder Revue, um Nýja England, New York-ríki og fjóra staði í Kanada 1975 og 1976. Árið áður hafði Dylan farið í tón- leikaferð með hljómsveitinni The Band og leikið á leikvöngum og í tónleikahöllum. Nú skyldi allt minna í sniðum. Slegið var upp tónleikum á smærri stöðum, í einu tilviki spilasal til að spila spilið mah-jong, og fyrir- varinn var lítill. Í föruneytinu voru tónlistarmenn úr ýmsum áttum, meðal annars fólk, sem Dylan hafði kynnst og komið fram með þegar hann var að hefja ferilinn í Greenwich Village í New York. Þarna var Joan Baez, sem hafði á árum áður margoft komið fram með Dylan. „Við gátum sungið saman í svefni,“ segir Dylan í mynd- inni, en Baez að það hafi verið þraut- in þyngri að fylgja honum eftir þótt það hafi verið skemmtilegt. Þjóðlagasöngvararnir Ramblin’ Jack Elliott og Bob Neuwirth tóku þátt í herlegheitunum auk Joni Mitchell, Roger McGuinn úr The Byrds og Mick Ronson, sem þekkt- ur var fyrir að hafa leikið á gítar með David Bowie, auk þess sem söngkonunni Patti Smith bregður fyrir, þá í upphafi ferils síns. Þá má ekki gleyma Allen Gins- berg, hirðskáldi bítkynslóðarinnar, sem var með í för þótt hann kæmi lítið sem ekkert fram. Þegar hóp- urinn kom fram í Lowell í Massachusetts var farið sérstaklega til að vitja grafar heimamannsins Jacks Kerouacs, sem skráði anda þessarar kynslóðar og rótleysi í bók- inni Á vegum úti 20 árum áður. Dylan átti til að stíga fram á sviðið með grímu fyrir andlitinu og þegar hann kastaði henni frá sér kom í ljós hvítmálað andlit. Spekingar réðu í andlitsmálninguna og töldu að hún væri vísun í kvikmyndina Les En- fants du Paradis frá 1945 og þótti at- riði úr myndinni Renaldo og Clara, sem tekin var upp samhliða tón- leikaferðinni styðja við þá tilgátu. Skýring Dylans í heimildamynd- inni er ekki alveg jafn hátimbruð. Þar segir hann að hugmyndin hafi komið frá hljómsveitinni Kiss. Dylan og undirleikarar hans voru í góðu formi í þessari tónleikaferð. „Hann var rafmagnaður á þessum tónleikum og hafði ótakmarkaða orku og ótrúlega kröftuga fram- komu,“ sagði fiðluleikarinn Scarlet Rivera, sem sjálf fór á kostum á tón- leikaferðlaginu og sömuleiðis í leik sínum á plötunni Desire. „Það var staðfest fyrir mér að ég væri í för með lifandi snillingi á pari við Shakespeare okkar tíma.“ Martin Scorsese er leikstjóri kvikmyndarinnar um þessa tón- leikaferð og var hún frumsýnd á efn- isveitunni Netflix 12. júní. Má líta á hana sem framhald af mynd Scorseses, No Direction Home, um Dylan frá 2005. Og standi til að rifja þá mynd upp er einnig ástæða til að kíkja á myndina Síðasti valsinn, sem Scorsese gerði um síðustu tónleika The Band. 7. júní kom hins vegar út 13 geisladiska safn með upptökum frá tónleikaferðinni, The Rolling Thun- der Revue: The 1975 Live Record- ings. Gefur þetta safn mun rækilegri yfirsýn heldur en tveggja diska út- gáfan frá sömu tónleikaferð sem kom út 2002. Joan Baez og Bob Dylan saman á sviði fyrir hartnær 35 árum í tónleikaferðinni Rolling Thunder Revue sem fjallað er um í nýrri mynd Martins Scorseses. AFP MYND SCORSESES UM ROLLING THUNDER REVUE Í för með fjöl- leikahúsi Dylans Martin Scorsese við frumsýningu á heimildamynd sinni, Rolling Thunder Revue: A Bob Dylan Story by Martin Scorsese, í New York á mánudag.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.